Tíminn - 14.07.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.07.1987, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 14. júlí 1987 Tíminn 3 Fullvirðisréttur í mjólk fyrir yfirstandandi verðlagsár er víða langt koininn hjá mjólkursamlögunum í landinu, en mismikið þó. I stærsta mjólkursamlag landsins, mjólkurbú Flóamanna á Selfossi leggja tæplega 700 kúabændur inn mjólk. Samanlagður fullvirðisréttur þeirra er um 37,6 milljónir lítra og aðeins er eftir að framleiða 6,1 milljón lítra til þess að fullvirðismarki sé náð. Þó eru aðeins 15 framleiðendur komnir yfir markið en flestir eru langt komnir. Búist er við að umframmjólk á Selfossi verði á bilinu 500 þúsund til ein milljón lítrar í lok verðlagsársins en í lok síðasta vcrðlagsárs var umframmjólkin um tvær og hálf milljón lítra, svo samdrátturinn er mikill inilli ára. Fjórtán bændur af 182 á samlags- svæði Borgarness voru um síðustu mánaðamót komnir yfir fullvirðis- réttarmörkin. Um síðustu mánaða- mót var búið að leggja inn 8,4 milljónir lítra af 9,5 milljón lítra markinu. Þeir 14 sem búnir eru með réttinn hafa lagt inn um 50 til 60J)úsund lítra. I mjólkursamlagið á Akureyri leggja 260 framleiðendur og um mánaðamótin maí-júní voru þrír þeirra komnir yfir, en margir voru þá á mörkunum að fara yfir. Samanlagður fullvirðisréttur á Ak- ureyri er rúmir 20,7 milljónir lítra, en reikna má með að umframfram- leiðsla verði á bilinu 1 til 2 milljónir lítra. Mjókursamlagið á Sauðárkróki hefur heimild til að greiða fullt verð fyrir tæpa 8.4 milljónir lítra til 156 innleggjenda þar. Innlögð mjólk um síðustu mánaðamót var tæplega 7 milljónir lítra, en búist við að umframmjólk verði um 300 til 500 þúsund lítrar í lok verðlags- árs. Heildarréttur innleggjenda á Húsavík er um 6.400 þúsund lítrar og um síðustu mánaðamót var búið að taka á móti um 5.350 þúsund lítrum. 5 framleiðendur af 122 á skrá voru komnir fram yfir og höfðu lagt inn rúma 12.000 lítra. í Reykjavík er heildarrétturinn rúmar 4 milljónir lítra og þegar hafa verið vegnir inn rúmir 3.400 þúsund lítrar, auk 2 til 3 þúsund Iítrar umframmjólkur. Á Blönduósi er heildarrétturinn 4.051 þúsund lítrar og nú þegar cr búið að nýta 81,2% af honum. Um 70 framleiðendur leggja inn í mjólkursamlagið. Einhverjar til- færslur munu þegar hafa orðið milli framleiðenda á fullvirðisrétti en Ijóst þykir að þær verða ekki nægilegar til þess að menn fái greitt fyrir alla innvegna mjólk. Til þess þyrfti mjólkurmagnið að minnka um 14% þá síðustu tvo mánuði sem eftir eru af verðlagsárinu. í Búðardal var heildarrétturinn um 3.200 þúsund lítrar og búið er að vigta inn rúmar 2.700 þúsund lítra. 14 framleiðendur af 75 eru komnir yfir mörkin og a.m.k. tveir af þeim eru hættir að leggja inn og hella niður eða nýta mjólkina heima eftir því sem hægt er. Á Egilsstöðum eru 5 bændur af 60 komnir yfir, en heildarréttur þeirra er um 2.800 þúsund lítrar. Flestir þeirra munu langt komnir og á næstunni verður úthlutað ónotuðum rétti af svæðinu til fram- leiðenda. Heildarrétturinn á Hvamms- tanga var í desember 1986 rúmlega 2.600 þúsund lítrar en síðan hefur Framleiðnisjóður keypt upp hluta réttarins. Um síðustu mánaðamót var ónotaður réttur þar rúmir 500 þúsund lítrar miðað við desember- töluna og tveir af 60 innleggjendum höfðu farið yfir mörkin. Gert er ráð fyir að rúmur helmingur þeirra fari eitthvað yfir mörkin, en líklega ekki í stórum stíl. Á Höfn í Hornafirði eru 2 af 42 framleiðendum farnir yfir mörkin. Heildarrétturinn er rúmar 1.600 þúsund lítrar en aðeins eru eftir um 239 þúsund lítrar. í fyrra voru rúmir 80 þúsund lítrar fram yfir fullvirðisrétt og útlit fyrir að um- framframleiðslan verði svipuð í ár. Á fsafirði eru 5 eða 6 af urn 50 framleiðendum farnir yfir mörkin en heildarfullvirðisréttur framleið- enda þar er rúmir 1600 þúsund lítrar. Þegar er búið að leggja inn rúma 1300 lítra. Reiknað er með að 60 þúsund lítrar verði framyfir fullvirðisréttinn á ísafirði. Á Patreksfirði leggja 25 bændur inn mjólk og hafa samtals 972 þúsund lítra fullvirðisrétt. Þegar er búið að framleiða rúm 744 lítra eða Þyrla Landhelgisgæslunnar: Þrjú útköll á laugardag Annríki var hjá þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar á laugardag en hún var kölluð í þrjú sjúkraút- köll á tólf klukkustundum. Fyrsta kallið kom frá bátnum Mánabergi um klukkan 13:00, en skipverji um borð hafði nær misst fingur. Þyrlan flaug til móts við bátinn á miðunum og hífði sjómanninn um borð og flutti á Borgarspítalann í þeirri tilraun að bjarga fingrinum, sein hékk á taug. Næst var þyrlan kölluð út laust fyrir klukkan hálf níu um kvöldið til bjargar pilti sem hafði hrapað og slasað sig illa í Kistufelli í Esjunni. Hann hafði verið f fjallgöngu með tveimur félögum þegar hann hras- aði. Björgunarsveit var koniin á staðinn frá Slysavarnarfélagi ís- lands og fór kunnugur björgunar- sveitarmaður með þyrlunni og vís- aði til leiðar, en pilturinn lá undir snjóhengju í Kistufelli. Pilturinn var hífður upp í þyrluna í körfu og færður á Borgarspítalann mjög kaldur og með slæmt fótbrot meðal annars. Þriðja útkallið kom þegar full- orðinn karlmaður fékk hjartaáfall í Svartshelli t' Borgarnesi. Hann var þá staddur um 20 metra inni í hellinum og reyndist erfitt að ná honum út. Hann var látinn áðuren þyrlan kom á staðinn .. 76% af réttinum. Aðeins einn er kominn yfir markið. I Neskaupsstað eru margir á mörkunum þessa dagana en hcild- arréttur mjólkurinnar er 570 þús- und lítrar. Um mánaðamót voru þeir 8 framleiðendur sem leggja inn, búnir að framleiða og leggja inn 520 þúsund lítra, svo lítið er eftir af fullvirðisrétti á þeim bæ. Á Vopnafirði eru 15 fram- leiðendur sem hafa samtals um 660 þúsund lítra fullvirðisrétt. Fáeinir þeirra eru komnir yfir markið. Á Djúpavogi er heildarfullvirð- isréttur 23 innleggjenda um 500 þúsund lítrar og þegar er búið að framleiða 444 þúsund lítra upp í það. Framleiðsla umfram fullvirð- isrétt er orðin rúmir 10 þúsund lítrar. Á Þórshöfn eru 3 framleiðendur með um 250 þúsund lítra fullvirðis- rétt samtals og talið er að endar nái nokkurn veginn saman þar hvað fullvirðisrétt varðar. Heildarfullvirðisréttur í mjólk fyrir árið í ár eru um 106 milljónir lítra. Þótt bændur fari yfir fullvirðis- markið halda þeir yfirleitt áfram að leggja inn mjólk enda eru búnaðarsamböndin víðast hvar ekki búin að útdeila ónotuðum fullvirðisrétti. Bændur reyna að einhverju leyti að nýta mjólkina sjálfir og aðeins örfáir virðast hella mjólk niður enn sem komið er. Hins vegar herma sögur að mikil eftirspurn sé eftir rafknúnum skil- vindum þessa dagana en enn aðrir fá gamlar skilvindur lánaðar sem notaðar voru til heimilisfram- leiðslu hér áður. Sumir eru með fleiri en eina slíka í takinu og skilja af kappi. Á Selfossi, stærstu mjólkursam- sölu landsins töldu menn að um áframhaldandi uppsveiflu á mjólk- urvörum væri að ræða og fleiri tóku í sama streng. Það eru einkum fituminni mjólkurtegundir sem gerast vinsælli en umreiknað yfir í nýmjólk er um heildaraukingu að ræðalá þessu ári. Þá má einnig benda á í lokin að júnímánuður kom út sem hár inn- leggsmánuöur vegna þess að í mán- uðinum voru 5 mánudagar og þriðjudagar en ekki 4 eins og oftast. ABS '*rii3 SUMARFERÐ ’87 Ve*ð Ul- Laugardaginn 18. júlí nk. FJALLABAKSLEE) SÍÐRI upp úr Fljótshlíð um Emstrur og Mælifellssand og komið niður í Skaftártungu Ávörp flytja: Guðmundur G. Þórarinsson og Jón Helgason Lagt af stað frá Nóatúni 21 klukkan 8. Verð kr. 1.200,- fyrir fullorðna, Mætið stundvíslega kr. 700,- fyrir 7-15 ára og og munið eftir að ókeypis fyrir þá yngstu. taka með ykkur nesti skráning í síma 24480. Nánari upplýsingar og r ■■ FRAMS0KNARFEL0GIN ÍREYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.