Tíminn - 14.07.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.07.1987, Blaðsíða 14
-14 Tíminn Þriðjudagur 14. júlí 1987 FRÉTTAYFIRLIT BAHREIN - íranskirbyssu- bátar geröu árás á franskt flutningaskip í norðurhluta Persaflóans í fyrrinótt og virt- ust áhafnir bátanna ekki hafa neinar áhyggjur af veru sov- éskra og bandarískra herskipa á þessu svæði. SEOUL — Chun Doo Hwan forseti Suður-Kóreu gerði mikl- ar breytingar á stjórn sinni, tilnefndi nýjan forsætisráð- herra og leysti þá ráðherra sem einnig sinna embættum innan stjórnarflokksins frá störfum. Breytingarnar fylgdu í kjölfar loforðs Chuns um að vinna að því að skipuleggja frjálsar og beinar forsetakosn- ingar þar sem arftaki hans verður valinn. KAUPMANNAHÖFN - Vestur-þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að láta Sýrlendinga fá 146 milljónir marka i efnahags- aðstoð. Þessar milljónir hafa hingað til verið frystar. Em- bættismaður utanríkisráðu- neytisins þýska sagði þetta vera gert vegna tilrauna Sýr- lendinga aö hætta öllu sam- bandi við hryðjuverkamenn og afneita slíkum gjörðum. Búist er við að önnur ríki Evrópu- bandalagsins taki upp sömu stefnu og aflétti refsiaðgerðum gegn stjórninni í Damascus. WASHINGTON — Oliver North, fyrrum starfsmaður bandaríska þjóðaröryggis- ráðsins, vitnaði í gær frammi fyrir þingnefndum er rannsaka vopnasöluna til Irans og mál tengd henni. Sviðsljósið hefur þó að mestu horfið frá North og að yfirmanni hans John Poind- exter og samskiptum hans við Reagan Bandaríkjaforseta í tengslum við þetta hneykslis- mál. HAMBORG — Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mun 174 manna tamilahópur sá sem kom með skipi til Kanada ekki hafa siglt frá Indlandi held- ur Vestur-Þýskalandi. PEKÍNG — Helmut Kohl kanslari Vestur-Þýskalands hældi hinni „opnu stefnu" kín- versku stjórnarinnar og lagði til að ráð yrði stofnað er ynni að betri samskiptum þjóðanna. PANAMABORG - Man- uel Antonio Noriega, yfirmaður. hersins í Panama og í raun æðsti valdamaður landsins, sagði fráleitt að hann myndi segja af sér en á undanförnum vikum hefur verið mikið um mótmæli í landinu sem beinst hafa gegn honum. MANILA — Þrír herforingjar á Filippseyjum sæta nú yfir- heyrslum vegna samsæris sem gera átti gegn Corazon Aquino forseta. Tilgangur upp- reisnarinnar var að koma Ferd- inand Marcos aftur til valda. lllllllll ÚTLÖND - ■ r 'li: i!. ' ;T' :i—Y - l ^ - 1 ---:—~r----------------------------=r-T-----------------------j-------------------------------■■■ ■ ------ Skoöanakannanir í Time og Newsweek: Samúð með North en vantrú í garð Reagans New York - Reuter Almenningur hefur mikla samúð með Oliver North vegna yfirheyrsln- anna yfir honum í tengslum við Iransmálið. Þetta kom fram í skoð- anakönnunum tveggja heimsfrægra tímarita en þar kom einnig í ljós að margir vilja vita meira um þátt Reagans Bandaríkjaforseta í mál- inu. Það voru tímaritin Newsweek og Time sem létu gera skoðanakannan- irnar og sýndu þær báðar að almenn- ingi líkaði vel við North og taldi hann hafa staðið sig nteð sóma j meðan á yfirheyrslunum stóð í síð- ustu viku. { könnun Newsweek kom fram að 48% aðspurðra töldu að þingnefnd- irnar hefðu verið með sífelldar árásir Oliver North undirofursti og fyrrum starfsmaður þjóðaröryggisráðs Banda- ríkjanna: Hetja og föðurlandsvinur? í garð Norths og 44% voru sammála lýsingu honum sem „föðurlandsvini og hetju“. Könnun Time sýndi að 60% að- spurðra höfðu samúð með North þótt aðeins örlítill meirihluti, 51%, teldi að hann hefði sagt allan sann- leikann. Báðar kannanirnar leiddu í ljós að meirihluti fólks taldi að Reagan væri meira flæktur í málið en hann vildi vera af láta. í Time kom fram að 58% voru sammála fullyrðingunni að „forsetinn vissi að peningar voru teknir af gróða vopnasölunnar til írans og notaðir til að styrkja Contra skæruliðana". Aðeins 28% að- spurðra voru ósamþykkir þessari fullyrðingu. Ástralía: Bjartsýni eftir sigur Hawkes Sydney-Reuter Bjartsýni ríkti á fjármála- mörkuðum og ástralski dollarinn styrktist í sessi eftir sigur Bob Hawkes forsætisráðherra Ástral- íu og Verkamannaflokks hans í kosningunum sem fram fóru um helgina. Þetta var þriðji kosningasigur Hawkes á fjórum árum og hefur hann lofað að halda áfram að- gerðum er miða að því að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. Er- lend skuldasöfnun og fjárlag- ahalli hafa plagað efnahag Ástral- íumanna mjög síðustu árin. Verkamannaflokkurinn vann öruggan kosningasigur gegn sundraðri stjórnarandstöðu Frjálslynda flokksins og Þjóðar- flokksins og má búast við deilum á þeim vígstöðvum á næstunni þegar málin verða gerð upp. Ríki rómönsku Ameríku: Sumar óánægjunnar Fátækt og spilling í stjórnarkerfinu undirrót fjölmennra mótmælaaðgerða Sovésk sendinefnd laumast til ísrael Panamaborg - Rcuter Mótmæli og ofbeldisaðgerðir hafa sett svip sinn á ástandið í mörgum ríkjum rómönsku Ameríku að undanförnu og er undirrótin vonlaus fátæktin, verðbólga og spilling. „Það eru meiri vandræði en venju- lega á meginlandinu og í Karabíska hafinu", sagði einn vestrænn stjórn- Kína: Kommúnistar gefnir fyrir mútur Pekíng - Reuter Dagblaðið Efnahagstíðindi í Kína birti frétt í gær þar sem sagt var að 185 meðlimir kommúnista- flokksins hefðu verið handteknir á þessu ári, sakaðir um spillingu og mútuþægni, og rcknir úr flokknum. Blaðið hafði eftir embættis- mönnum í dómsmálaráðuneytinu að á tímabilinu milli janúar og maí hefðu komið upp 22 þúsund mál sem sncrtu mútur og fjár- málasvindl ýmiskonar. Málsókn hefur verið hafin í ntcira en 10 þúsund þessara ntála. Alls hafa 538 manns verið handteknir, þar af 185 meðlimir kommúnistaflokksins sem voru þegar í stað sviptir flokksskilrík- inu. Frétt Efnahagstíðinda fylgir í kjölfar flokksskýrslu sem birt var fyrr í þessum mánuði. Þar voru mútur sagðar vera landlægar í sumum deildum flokksins og meðlimir varaðir við að þeir sem tengdust slíkum málum yrðu tafarlaust reknir úr honum. í skýrslqnni sagði að jafnvel sumir háttsettir flokksmenn og embættismenn ríkisstjórnarinnar væru á kah í spillingunni. Vestrænir stjórnarerindrekar í Kína telja að baráttan gegn spill- ingu eigi eftir að verða meira í sviðsljósinu á næstu mánuðum þar í landi því nú styttist í þing flokksins sem halda á í október. arerindreki í samtali við Reuters fréttastofuna og bætti við að efna- hagsástandið væri undirrót og orsök óánægjunnar. Að minnsta kosti tuttugu manns hafa verið drepnir í ofbeldisaðgerð- um á Haiti, mikil mótmæli hafa farið fram að undanförnu gegn herfor- ingjastjórninni í Panama og í Brasil- íu, stærsta ríki rómönsku Ameríku þar sem 130 milljón manns búa, fóru tugþúsundir manna út á götur til að mótmæla bágum kjörum. Jafnvel í Venezúela, sem um mannsaldur hefur verið þekkt fyrir öryggi og rólegheit miðað við ná- grannaríkin, hafa mótmælaaðgerðir verið hafðar frammi í sumar. Þótt mótmælendur komi ekki allir úr sömu þjóðfélagshópunum í þess- um löndum og kröfur þeirra séu misjafnar er undirrótin sú sama, óánægja með þjóðfélagslegt órétt- læti og efnahagsleg vandræði. „... Efnahagslegu og þjóðfélags- legu vandræðin eru undirrót pólit- íska öngþveitisins," sagði í langri fréttaskýringu sem birtist í dagblað- inu La Republica í Panama nú nýlega og fjallaði um ástandið þar í landi. Þessi skýring á einnig við önnur ríki þessa svæðis. Herforingjarnir Manúel Noriega í Panama og Henri Namphy á Haiti eiga báðir undir högg að sækja, miðstéttin í Panama leiðir mótmælin þar í landi gegn spilltri stjórn og í Haiti brutust út mótmæli þegar upp komst að Namphy þæði 110 þúsund dollara í árslaun fyrir að stjórna fátækasta ríki á vesturhveli jarðar. Þar verða margir hinna sex milljón íbúa að láta sér nægja að lifa á einum dollara á degi hverjum. I Brasilíu og Venezúela sprakk blaðran þegar tilkynnt var um hækk- un strætisvagnafargjalda. Náms- menn fylktu liði í Venezúela eftir að stjórnvöld höfðu ákveðið að fella niður afslætti á fargjöldum til þeirra en brátt fóru mótmælin að snúast gegn verðbólgu, fátækt og atvinnu- leysi. „Hjálpið mér, ég er hungruð", stóð á einu mótmælaspjaldanna sem ung kona hélt á í Caracas, höfuðborg þessa ríkis sem hefur yfir olíuauð- lindum að ráða og þar sem meðal- tekjur eru svipaðar og í Grikklandi og Portúgal. Reiðir Brasilíumenn gengu ber- serksgang í Rio de Janeiroborg þeg- ar tilkynnt var um strætisvagna- Lögreglumaður handtekur mótmæl- anda á Haiti, fátækasta ríki á vestur- hveli jarðar: Mótmælin í ríkjum rómönsku Ameríku að undanförnu eiga sér einn samnefnara, nefnilega óánægju með kjör og spillingu innan stjórnarkerfisins hækkunina. Vagnarnir voru grýttir og ráðist inn í verslanir þar sem fólk stal matvælum. Efnahagsástandið í landinu er ógnvekjandi og verðbólga á ársgrundvelli er nú rúmlega þús- und prósentustig. Samskonar erfiðleikar herja á flest ríki rómönsku Ameríku: Verðlækk- un á útflutningsvörum, auknir verndunartollar í iðnaðarríkjunum, gífurlegar erlendar skuldir og spillt ríkiskerfi sem er lengi að aðlaga sig breytingum. Það sem verra er; framtíðarspár gera ráð fyrir versnandi ástandi, milljónum fleiri manns munu lifa undir fátæktarmörkunum um alda- mótin, og fleiri óánægjusumur gætu því átt eftir að setja mark sitt á lífið í þessum ríkjum. Fyrsta sovéska sendinefndin á vegum hins opinbera til að heim- sækja ísrael síðustu tuttugu árin kom til Iandsins í fyrrakvöld án þess að fjöimiðlar vissu af. Það var ekki fyrr en í gær að fréttin lak út og staðfest var að nefndin hefði komið með sama flugi og sovéskur gyðingur sem leyft var að fara til landsins helga. Það var talsmaður finnska sendi- ráðsins, er sinnir hagsmunum Sov- étríkjanna í ísrael, sem frá þessu skýrði og sagði að hin átta manna nefnd ætti að kanna eignir er til- heyrðu rússnesku rétttrúnaðarkirkj- unni og endurnýja vegabréf þeirra Sovétmanna er búa í ísrael. Margir stjórnmálaskýrendur telja þó að heimsókn Sovétmannanna sé fyrst og fremst staðfesting á því að samskipti ríkjanna hafi smám saman farið batnandi og hafi reyndar aldrei verið betri sfðan stjórnmálasam- bandi var slitið eftir sex daga stríðið árið 1967. Sovéski gyðingurinn og andófs- maðurinn Yuli Edelstein var um farþegi í sama flugi og sovéska nefndin en hann hafði dvalið í þrjú ár f fangabúðum í Síberíu áður en honum var gefið leyfi til að flytjast til ísrael. Honum var vel fagnað við komuna til Tel Aviv. Fjöldi sovéskra gyðinga sem hefur verið leyft að flytjast til ísrael frá Sovétríkjunum hefur aukist mjög á þessu ári. Engu að síður sagði Símon Peres utanríkisráðherra Israels nú um helgina að eitt helsta málið sem þyrfti að ræða við Sovétstjórnina væru „örlög sovéskra gyðinga“. Annað mál sem Peres hefur einnig haldið á lofti er þátttaka Sovét- manna í alþjóðlegri ráðstefnu um frið í Mið-Áusturlöndum. Vitað er að fulltrúi frá sovéska utanríkisráðu- neytinu og sérfræðingur um málefni Mið-Austurlanda eru í sendinefnd- inni en í gær höfðu ekki fengist staðfestar fréttir um að þessari sendi- nefnd væri ætlað að ræða það mál við ísraelska utanríkisráðherrann. Umsjón: Heimir Bergsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.