Tíminn - 14.07.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.07.1987, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 14. júlí 1987 Tíminn 9 VETTVANGUR ' Morgunblaðið og Alþýðu blaðið heilsa nýrri ríkisstjórn Tímanum þykir rétt að endurprenta forystugreinar sem birtust í Morgunblaðinu (miðvikudag) og Alþýðublaðinu (fimmtudag) í tilefni af myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þessar greinar eru um margt sérstæðar og eðlilegt þykir að lesendur Tímans kynnist milliliðalaust þeim sjónarmiðum sem þessi ríkisstjórnarmálgögn telja ástæðu til að leggja áherslu á í upphafi stjórnarsamstarfsins. Morgunblaðið 8. júlí: Úr einni glímu í aðra / dag tekur ný ríkisstjórn við völdum á íslandi. Myndun hennar hefur átt sér langan aðdraganda og er vonandi að undirbúningsvinna sé með þeim hætti, að helstu ágreiningsmál flokkanna verði ekki að þvælast fyrir þeim næstu misseri, svo mikilvægt sem það er að leiðtogar þeirra fái frið til að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar og stemma stigu við aukinni verð- bólgu. Ýmis vandamál önnur bíða úrlausnar, svo sem hvalamálin svokölluð og þá ekki síður kjara- málin með haustinu. Margt er nýtilegt í drögum að stefnuyfiríýsingu og starísáætlun ríkisstjórnar Porsteins Pálssonar og cnginn vafi er á því, að formað- ur Sjálfstæðisflokksins hefur náð fram eins góðum samningsdrögum og unnt var í stöðunni, en það er mikilvægt, svo aðgangsharðir að pyngju almennings sem vinstri flokkarnir eru. Pað er raunar rétt sem sagt hefur verið, að þeir líta á eignir borgaranna sem eins konar varasjóð fyrir ríkið, og þá ekki síst Alþýðuflokkurinn. Pví var nauð- synlegt að vera vel á verði og mæta skattaglöðum forystumönnum vinstrí flokkanna af einurð sem er í einhverju samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Á það hefur að vísu skort að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi verið á varðbergi í ríkis- stjórn að þessu leyti, en hann hefur staðið sig betur þar sem hann hefur verið í meirihluta eins og í Reykja- vík. Og þótt ýmislegt bendi til að eins vægilega verði í sakirnar farið í skattlagningu og unnt er eins og nú er ástatt íþjóðfélaginu, er hinu ekki að leyna, að sumt í fyrrnefnd- um drögum hlýtur að vekja ugg meðal almennings, eins og hótanir um skattlagningu fjármagns- og eignatekna sem merkir ekkert ann- að en til greina komi að leggja sérstaka skatta á sparifé og vexti af því, svo og skuldabréf eins og ríkisskuldabréf sem prentuð hafa verið fram að þessu með fyrirheit- um um skattfrelsi þeirra eins og skattfrelsi sparifjár, en Sjálfstæðis- flokkurinn bæri þess ekki bætur, ef hann legði til atlögu við þetta sparnaðarform þegnanna sem er nánast friðhelgt samkvæmt orð- anna hljóðan. Ríkið þarf á þessu fjármagni að halda ekki síður en bankarnir og atvinnufyrirtækin og því óðs manns æði að hefja slíka skattaherferð, og þá ekki síst þegar vitað er að almennir launþegar, en ekki hinir fáu ríku, eiga þetta sparifé að mestu og eru að reyna að vernda það og ávaxta, en það hefur yfirleitt brunnið upp 1 óða- verðbólgu á árum áður. En það væri svo sem eftir öðru að hefja herferð á hendur sparifjáreigend- um nú þegar sæmilega árar - og þá á þeim forsendum að skattleggja þurfi þessar eignir til samræmis við og það liggur í hlutarins eðli að blaðið treystir helsta boðbera hennar, Sjálfstæðisflokknum, tilað bera hana fram til sigurs. En reynslan hefur sýnt að flokknum er stundum annað sýnna en fram- fylgja þessari íslensku mannúðar- stefnu eins og hún hefur verið kynnt og boðuð og því skal ekkert um það sagt, hvernig til tekst nú. En Porsteinn Pálsson siglir úr höfn með góðar óskir Morgunblaðsins, en jafnframt verður hann og aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins að vita, að blaðið mun veita ríkis- stjórninni og einstökum ráðherrum Alþýðublaðið 9. júlí: Krataplaggið Málefnasamningur ríkisstjórnar- innar sem við völdum tók í gær, ber óneitanlega mikið yfirbragð jafnaðarstefnunnar. Pað kann ef til vill ckki að undra þá, sem til samningar plaggsins þekkja; mál- efnasamningurinn er skrifaður af forystumönnum Alþýðuflokksins aðrarl! Hvernig væri heldur að létta skatta af öðrum eignum til samræmis við spariféð!! Pað er sjaldan að stjórnmálamenn, hvað þá embættismenn fái slíkar hug- myndir. Fyrrnefnd skattlagning væri fáránlegri en ella vegna þess að nú er hvorki gert ráð fyrir nýjum eignasköttum, né tekju- sköttum, þvert á móti skal stefnt að því að skattbyrði einstaklinga af tekjuskatti lækki í áföngum, betur skuli fara með skattfé borgaranna þannig að það nýtist betur en áður og þá er ekki minnst um það vert, að talað er um að selja almenningi ríkisfyrirtæki eða aðild að þeim. Pað gæti orðið til að auka áhuga manna á starfsemi þeirra og af- komu. Jafnframt er rætt um að setja löggjöfum verðbréfafyrirtæki og verðbréfaverslun til að tryggja eðlileg viðskipti og hagsmuni al- mennings. Pá hefur ríkisstjórnin sett sér það markmið að gjaldeyr- isverslun verði frjálsari en áður og dregið úr skilaskyldu á gjaldeyri og þá má kannski vænta þess að verðbréfakaup íslendinga á al- þjóðamarkaði verði leyfð, en það gæti dregið erlent fjármagn til landsins og látið eríend stórfyrír- tæki mala eitthvert gull í pyngju einstaklinga\ Pá er góðu heilli ekki gert ráð fyrir neinum skyldusparnaði. Á það má minna, að tillaga um skattlagningu vaxta afsparnaði var kveðin niður á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins. Pví miður er ekki útlit fyrir aðný stefna verði tekin upp í sjávarút- vegi þar sem kvótinn kallar á spillingu og brask eins og mörg dæmi eru um. Við þurfum að losna við slíkan ófögnuð, og þá ekki síst vafasama sölu, svo að ekki sé meira sagt, á óveiddum fiski í sjónum. í fyrrnefndum drögum er þó ákvæði um að fiskveiðistefnan verði tekin til endurskoðunar og ný stefna mörkuð á næsta ári. Kannski er ástæða til að binda einhverjar vonir við þetta ákvæði. Fleiri jákvæðar hugmyndir er að finna í þessum stefnudrögum sem ástæða er til að fagna án þess þær verði tíundaðarhér, enda eru drög- in birt í heild í Morgunblaðinu í gær almenningi til glöggvunar. Stjórnarmyndunin tók langan tíma og það er í sjálfu sér fagnaðar- efni að Sjálfstæðisflokkurinn þorir að taka ábyrgð á stjórnarstefnunni með formann sinn í forsæti, ekki síst með tilliti til þess afhroðs sem flokkurinn, nýklofinn, galt í kosn- ingunum. En það er ekki höfuðatriðið hver ábyrgðina ber, heldur hver stefnan er. Það er ekkert leyndarmál að Morgunblaðið telur að öflug sjálf- stæðisstefna sé þjóðinni fyrir bestu flHlllllílflllll Krataplaggið M álefnasamningur ríkisstjórnarinnar sem við völd- um tók í gær, ber óneitanlega mikið yfirbragö jafnaö- arstefnunnar. Þaö kann ef til vill ekki að undraþá, sem til samningar plaggsins þekkja; málefnasamningur- inn er skrifaður af forystumönnum Alþýðuflokksins með óverulegum breytingum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Það veröur þvl að teljast eölilegt að í öllum '■ •— nr farið að kalla stefnuyfirlýsingu ■ ogstarfsá: '•-"‘•>niana- I f****»*tontíbl r _ • og starfsá: ið“. Við les l liós vfirb ræ jafna svipm'" fyrir • Úr ejiwigtóm, I"*d I 3,^^ hís™ Ur&z I og u i fbkí1’ 3ð he,2tu ágrem,n he'^ / mestu ogenf^tta sparifé f Það o/C^aaðvemda “ C,l“7rw"»'S.5S.rJ C' í Srs“"3;^ I hvar í flokki sem þeirstanda sterkt aðhald. Ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins munu ekki síst hafa hitann í haldinu, þarscm ábyrgð þeirra er mest, að vel takist til. Pað lofar því miður ekki allt of góðu, hvernig staðið var að endurnýjun í ráð- herrahópi flokksins. Matthías Á. Mathiesen átti að víkja fyrirnýjum manni, hann hefurgegnt ráðherra- embætti í átta ár. Hann átti þess kost að hliðra til fyrír nýjum manni og sýna samstarfsmönnum stórhug en valdiylvolgan stólinn eftirMatl- hías Bjarnason sem sættir sig við þá ákvörðun formannsins, ásamt Ragnhildi Helgadóttur og Sverri Hermannssyni aðsnúa sérnú alfar- ið að Iöggjafarstörfum og hvíla sig á framkvæmdavaldinu og hafa þau öll sýnt raunsæi í þeirrí afstöðu, ekki síst með tilliti til þess að þau hafa margt vel gert í ráðherratíð sinni, þótt sumt sé umdeilanlegt eins og gengur. En áframhaldandi vera Matthíasar Á. Mathiesen í ráðherraembætti veitir nýrri ríkis- stjórn Porsteins Pálssonar ekki þann ferska svip sem ella hefði orðið. Pá hefði Halldór Ásgríms- son átt að hvíla sig á sjávarútvegs- ráðuneytinu og taka heldur t.a.m. viðskiptaráðuneytið og Jón Helga- son hefði átt að hleypa nýjum óþreyttum manni að. Pað hefði einnig gefið stjórninni ferskari blæ og sterkara vegancsi. Pað eru því miður þó nokkur þreytumerki á nýrrí stjórn Por- steins Pálssonar. Pau veikja til- trúna í upphafi. En vonandi tekst þó vel til og alltaf má bæta síma- og samgöngumál í Reykjaneskjör- dæmi, kvótann á Suðuríandi og sölutilhögun á óveiddum fiski fyrir AustUríandi. Hinu ber þó ekki síst að fagna að forystumenn stærstu flokkanna báru gæfu til að brúa bilið milli flokka sinna, taka í sáttahönd hver annars og hugsa meira um þjóðarhag en stundlegan metnað og fjölbragðaglímuna um forsætis- ráðherrastólinn. með óverulegum breytingum Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks. Pað verður því að teljast eðlilegt að í öllum flokkum erfarið að kalla stefnuyfiriýsingu og starísáætlun hinnar nýju ríkisstjórnar „krata- plaggið". Við lestur málefnasamn- ingsins kemur greinilega í Ijós yfirbragð velferðarstefnu og jafn- aðar í anda lýðræðis og frelsis sem einmitt er aðalsmerki íslenskrar jafnaðarstefnu. Orðalag málefna- samningsins og svipmót allt minnir mjög á stefnumál Alþýðuflokksins fyrir kosningar og sumir kaflar eru teknir orðréttir úr stefnuskrá Al- þýðuflokksins. En þótt alþýðuflokksmcnn geti vel unað sínum hlut í nýrri ríkis- stjórn með fjögur sterk ráðuneyti og málefnasamning soðinn upp úr stefnuskrá flokksins, ber að hafa í huga að málefnasamningur er orð. Gjörðir mannanna eru það sem máli skiptir við framkvæmdir. En orð eru til alls fyrst, og það er vonandi að einstakir ráðherrar framfylgi• hinu 24 síðna langa „krataplaggi“, í samræmi við orð- anna hljóðan. Alþýðuflokksmönn- um er hins vegar Ijóst að það er aðeins í þeim ráðuneytum sem ráðherrar flokksins stjórna, sem vænta má öruggrar framkvæmdar málefnasamningsins í anda jafnað- arstefnu. Einmitt þess vegna var það Alþýðuflokknum Hfsnauðsyn að stjórna ríkisfjármálunum, ekki síst með heildarendurskoðun skattkeríisins í huga, að ráða ríkj- um í félagsmálaráðuncytinu til að knýja ígegn framkvæmd við bygg- ingu kaupleiguíbúða og til að standa vörð um málcfni þcirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu svo sem fatlaðra og elli- og örorkulíf- eyrisþega. Með þessi tvö ráðuneyti í hendi gefst Alþýðuflokknum kostur á að tryggja samspil sem treystir uppbyggingu velferðarrík- is. í hlut Alþýðuflokksins hefur einnig komið viðskiptaráðuneytið sem samkvæmt fyrirhugaðri reglu- gerðarbreytingu mun missa utan- ríkisviðskipti en heldur eftir sem áður veigamestu póstum sínum í viðskipta- og bankamálum. Mál- efnasamningurinn segir um banka- mál - og íanda stefnumála Alþýðu- flokksins - að dregið verði úr ábyrgð ríkisins og afskiptum af bankarekstri og lánastarfsemi. Ennfremur verður stefnt að sam- runa banka með almcnnum reglum og endurskipulagningu á viðskipta- bönkum í eigu ríksins. Pá fer Alþýðuflokkurinn með ráðuneyti dóms- og kirkjumála. Sem lýð- ræðislegur umbótaflokkur gefst Alþýðuflokknum ný tækifæri að stokka upp í stöðnuðu dómsmála- keríi sem borið hefur embættis- mannasvip Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks áratugum saman. Nú gefst Alþýðuflokknum kostur að vinna að gömlum stefnu- málum, svo sem að skilja milli dómstarfa og umboðsstarfa og að tryggja landsmönnum öruggari og skjótari afgreiðslu dómsmála, og að koma á nýrri skipan varðandi val manna í dómaraembætti. Alþýðublaðið óskar nýrri ríkis- stjórn gæfu og gengis en lofar jafnframt að veita ráðherrum AI- þýðuflokksins og samstarfsráð- herrum hans í ríkisstjórn gott að- hald við framkvæmd „krataplaggs-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.