Tíminn - 14.07.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.07.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 14. júlí 1987 Þriðjudagur 14. júlí 1987 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Frjálsíþróttakeppni landsmótsins: Aldrei sterkari - öll landsmótsmetin í kvennaflokki féllu og einnig meirihlutinn hjá körlunum Frjálsíþróttakeppnin á landsmót- inu á Húsavík er líklega sú jafnbesta sem verið hefur á landsmóti. Óvenju margt landsliðsfólk er í félögum innan UMFÍ og breiddin hefur einn- ig aukist. Þannig stukku t.d. átta fyrstu í hástökki karla yfir 1,91 m, hæð sem hefði tryggt a.m.k. þriðja sætið fyrir ekki svo löngu síðan. Hápunktur frjálsíþróttakeppninn- ar var að sjálfsögðu Norðurlandamet Einars Vilhjálmssonar í spjótkasti en mjög góður árangur náðist einnig í öðrum greinum. Þórdís Gísladóttir felldi 1,85 m mjög naumlega í hástökkinu, fór 1,80 m í keppninni. Hún virtist hafa alla burði til að setja íslandsmet en rann aðeins til í beygjunni. Svanhild- ur Kristjónsdóttir hljóp 100 m á 12,17 sek. í undanrásum sem er landsmótsmet þrátt fyrir svolítinn mótvind. Hún er að komast á fulla ferð eftir meiðsl og hafði mikla yfirburði í lOOm hlaupinu. Svanhild- ur var stigahæst kvenna í frjálsum íþróttum, sigraði í þeim þremur greinum sem hver keppandi má taka þátt í. Þórdís vann besta afrekið í kvennaflokki samkvæmt stigatöflu. Erlingur Jóhannsson fagnaði sigrí í 800 m hlaupi en Brynjúlfur Hilmars- son mátti sætta sig við annað sætið þrátt fyrir góðan endasprett. Tímamynd Pjetur. Rut Ólafsdóttir kom fyrst í mark í 800 m hlaupi kvenna, lngibjörg ívarsdóttir varð önnur og Unnur Stefánsdóttir þríðja. Tímamynd Pjetur. Keppnin í langstökki kvenna var mjög jöfn og þar stóð Svanhildur upp sem sigurvegari með 5,68 m. Birgitta Guðjónsdóttir varð önnur með 5,61 m en það var hennar eina gilda stökk í keppninni. íris Grön- feldt sigraði með yfirburðum í spjót- kastinu og Rut Ólafsdóttir vann bæði 800 og 1500 m hlaup. Guðbjörg Gylfadóttir vann kúluvarpið og Soff- ía Rósa Gestsdóttir kringluna. Þór- dís vann grindahlaupið og sveit UMSK bæði boðhlaupin. Allt er þetta „samkvæmt bókinni“ en. keppnin þó mjög jöfn og spennandi. Svipaða sögu er að segja af karla- keppninni, úrslitin komu lítið á óvart en keppnin var hörð. Egill Eiðsson vann bæði 100 m og 400 m en Aðalsteinn Bernharðsson sem sigr- aði f þessum greinum á síðasta landsmóti var ekki alveg á fullri ferð vegna meiðsla. Erlingur Jóhannsson íslandsmethafi vann 800 m hlaupið og Brynjúlfur Hilmarsson 1500 og 5000 m. Cees van de Ven stökk lengst allra í langstökkinu en Kári Jónsson í þrístökki. Unnar Vil- hjálmsson vann sína grein, hástökk- ið og Aðalsteinn Bernharðsson var fljótastur yfir grindurnar. Þá köst- uðu Einar Vilhjálmsson, Pétur Guðmundsson og Helgi Þór Helga- son áhöldunum lengst allra og Auð- unn Guðjónsson fór hæst á stöng- inni. Einar vann besta afrekið sam- kvæmt stigatöflu og Brynjúlfur varð stigahæstur. HSK sigraði örugglega í frjáls- íþróttakeppninni eins og við mátti búast en UMSK og UÍA voru á svipuðu reki í 2. og 3. sæti. -HÁ SUMAR ’f 57 (mon) í heyskapii an VICON verksmidjurnar hafa ávallt verið brautryðjend- ur í gerð landbúnaðarvéla, samanber hjólmúgavélarn- ar. VICON er ávallt á undan sinni samtíð og nafnið tryggir gæðin. Yarist eftirlíkingar UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND AT.T.T Vélabær hf. Andakílshr. S. 93-5252 Ólafur Guðmundsson, Hrossholti Engjahr. Hnapp. S. 93-5622 Dalverk hf. Búðardal S. 93-4191 Gudbjartur Björgvinsson, Sveinsstödum, Klofningshr. Dal. S. 93-4475 Vélsm. Húnv. Blönduósi S. 95-8145 J.R.J. Varmahlíð S. 95-6119 Bílav. Pardus, Hofsósi S. 95-6380 Bílav. Dalvíkur, Dalvík S. 96-61122 Dragi Akureyri S. 96-22466 Vélsm. Hornafjarðar hf. Höfn S. 97-8340 Víkurvagnar, Vík S. 99-7134 Ágúst Ólafsson, Stóra Moshvoli, Hvolsvelli S. 99-8313 Vélav. Sigurðar, Flúdum S. 99-6769 Vélav. Guðm. og Lofts Iðu S. 99-6840 Hafið samband við sölumenn okkar og kynnið ykkur verð og greiðslukjör G/obus? Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555 - okkar hvimur snýst um gædi Tímamynd Pjetur Norðurlandamet Einar Vilhjálmsson bætti Norðurlanda- metið í spjótkasti á landsmótinu á Húsavík um helgina, kastaði 82,96 m. Fyrra metið átti Svfinn Dag Vennlund, 82,64 m. Það var hreint ótrúleg stemmning á íþróttavellinum á Húsavík meðan spjótkast- keppnin fór fram. Áhorfendur sem skiptu þúsundum höfðu vanist því fyrri tvo daga íandsmótsins að hvetja keppendur Víkinga- leikanna áfram með stígandi lófaklappi og nú fékk Einar Vilhjálmsson að njóta þess einnig. Fyrsta kast Einars var 79,62 m og áhorfendur sáu að hann gat mun betur. Tuttugu mínútur liðu þar til aftur kom að Einari enda keppendur nær þrjátíu talsins. Aftur var Einar klappaður af stað og nú flaug spjótið 81,80 m. Enn var góð bið og nú lögðu áhorfendur allt í klappið. Einar stóð heldur betur undir væntingunum og menn gripu andann á lofti þegar spjótið þeyttist af stað. Fagnaðarlætin urðu gífurleg þegar spjótið lenti greinilega handan við flaggið sem sett hafði verið niður þar sem íslandsmetiðnvar. Niðurstaðan varð líka sú að fslandsmeíidvar fallið og það sem meira var, Norðuriahda- metið iíka, 82,96 m. Einar átti þrjú köst eftir og kastaði yfir 79 m í tveimur þeirra og það þriðja var tæpir 78 m. Einar var að vonum ánægður með árangur- inn, sagði mikilli spennu af sér létt og að hann hefði vitað að hann ætti þetta inni. Einar var ánægður með allar aðstæður á Húsavík, sagði vindinn hafa hentað sér mjög vel. Ekki kvað hann áhorfendur hafa truflað einbeit- inguna eins og sumir áttu von á, hann væri orðinn svo keppnisreyndur að svona hvatning virkaði vel á sig. Einar stoppaði ekki lengi á Húsavík, kom kvöldið fyrir spjótkastkeppnina og fór strax og henni var lokið. Hann keppir á heimsleik- um stúdenta í Júgóslavíu í vikunni, undan- keppnin er annaðkvöld og úrslit á föstudag- ■ inn. -HÁ Vinningstölurnar 11. júlí 1987. Heildarvinningsupphæð: 3.633.582,- 1. vinningur var kr. 1.819.576,- og skiptist á milli 5 vinningshafa, kr. 454.894,- á mann. 2. vinningur var kr. 544.986,- og skiptist hann á 274 vinningshafa, kr. 1.989,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.269.020,- og skiptist á 5.930 vinningshafa, sem fá 214 krónur hver. 532 Upplýsingasími: 685111 Vel heppnað landsmót haldið í blíðskaparveðri Nítjánda landsmót UMFÍ var haldið í blíðskaparveðri á Húsavík um helgina eins og flestum mun kunnugt. Mótið var mjög vel heppn- að og voru landsmótsgestir fjölmarg- ir. Talið er að um 14-16.000 manns hafi heimsótt Húsavík um helgina en keppendur og starfsmenn voru alls um 3.000 talsins. Mótið hófst á fimmtudagskvöld og voru Víkingaleikarnir stór póstur í dagskránni fyrstu tvo dagana. Keppni hófst svo í hverri íþrótta- greininni á fætur annarri og var nær lagi að áhorfendum tækist ekki að fylgjast með því sem áhugi var á en að ekki væri af nógu að taka. Keppnisgreinar voru hefðbundnar en að auki sýningargreinar svo sem siglingar, lyftingar, karate og bridge svo eitthvað sé talið. Yngsta kyn- slóðin keppti í kassabílaspyrnu og BMX ralli, fjárhundar sýndu snilli sína, lúðrasveit lék víðsvegar um bæinn, ýmsar sýningar gat og að líta og eitthvað að hafa fyrir alla. Skarphéðinsmenn sigruðu með yfirburðum f stigakeppni mótsins og komu þátttakendur frá þeim víða við sögu, hvort sem var f keppni eða hvatningarhrópum. Það sem flestum verður án efa minnistæðast frá þessu landsmóti er veðrið. Sólin skein í heiði alla dag- ana og voru áhorfendur fáklæddir í brekkunum við að horfa á spennandi keppni. Sjálfsagt má finna einhver smáatriði sem betur hefðu mátt fara en þau skiptu einfaldlega engu máli, það var öllum hjartanlega sama í góða veðrinu. Næsta landsmót verður f Mosfells- sveit og er vonandi að það verði eins vel heppnað og þetta. -HÁ Guðmundur Jónsson formaður HSK með sigurlaun héraðssambandsins sem fékk flest stig allra á landsmótinu. Að baki hans sést hluti keppnisfólksins sem halaði inn stigin. Timunynd Pjetur. Heildar- stigin Stig héraðssambandanna í öll- um greinum samanlagt á lands- mótinu: 1. HSK . . 2. UMSK 3. UMFN 4. UÍA .. 5. HSÞ .. 6. UMSE 7. UMFK 8. UMFB 9. UMSB 10. UMSS . 11. USAH. 12. HSS . . . 13. UMFG 14. HSH . . 15. UNÞ . . 16. UV . . . 17. UDN . . 18. USVS . 19. USVH. 20. HVÍ . . 21. HHF .. 22. USÚ .. 478,5 260,0 190,0 165,0 156,0 125,0 109,0 . 96,0 . 61,0 . 39,0 . 33,5 . 25,0 . 24,0 . 17,5 . 11,5 . 11,5 . 11,0 . . 7,0 .. 6.0 .. 3,5 .. 2,0 .. 1,0 VEISLA I HVERRI DOS KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ KEA AKUREYRI SÍMI : 96-21400 AFMÆLISTILBOÐ jptd á swgrtwwwswwwww i* Xi/l muW W W OL wJ w w WW mW w w w w stuBuUnann L í tilefni 40 ára afmælis Glóbus hf. hafa v-þýsku Strautmann verksmiðj- urnar ákveðið að veita okkur sérstakan af- mælisafslátt á tak- mörkuðum fjölda af fjölhnífavögnum. VITESSE I DO Tveggja öxla 38 rúmmetra 33 hnífar, kr. 922.000.- nú kr. 882.000.- Lækkun 40.000.- LBF 262 L Tveggja öxla 31 rúmmetra 23 hnífar kr. 750.000.- nú kr. 699.000.- Lækkun 51.000.- STRAUTMANN fjölhnífavagnarnir eru vestur-þýsk hágæða vara. Tvær stærðir 31 rúmm. og 38 rúmm., með möturum, völsum og þverbandi, sem iosar í báðar áttir. Útsláttur á hverjum hníf. Allur vökva- og rafknúinn og stjórnað úr ökumannshúsi UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND ALLT Vélabær hf. Andakílshr. S. 93-5252 Ólafur Guðmundsson, Hrossholti Engjahr. Hnapp. S. 93-5622 Dalverk hf. Búðardal S. 93-4191 Guðbjartur Björgvinsson, Sveinsstöðum, Klofningshr. Dal. S. 93-4475 Vélsm. Húnv. Blönduósi S. 95-8145 J.R.J. Varmahlið S. 95-6119 Bílav. Pardus, Hofsósi S. 95-6380 Bílav. Dalvikur, Dalvík S. 96-61122 Dragi Akureyri S. 96-22466 Vélsm. Hornafjarðar hf. Höfn S. 97-8340 Víkurvagnar, Vík S. 99-7134 Ágúst Ólafsson, Stóra Moshvoli, Hvolsvelli S. 99-8313 Vélav. Sigurðar, Flúðum S. 99-6769 Vélav. Guðm. Og Lofts Iðu S. 99-6840 G/obusi - okkar heimur snýst urn gæði Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.