Tíminn - 14.07.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.07.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Titninti MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason NíelsÁrniLund OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Málefnasammngur ríkisstjórnarinnar Alþýðublaðið hefur hafið hin furðulegustu skrif um málefnasamning ríkisstjórnarinnar. í þessum skrifum er því haldið fram að málefnasamningur- inn sé „krataplagg“ eins og það er orðað, þ.e. að hann sé uppskrift á stefnuskrá Alþýðuflokksins. Flestir munu átta sig á að skrif af þessu tagi dæma sig sjálf. Eins og Ijóst má vera er málefna- samningurinn málamiðlunarplagg. Þrír ólíkir stjórnmálaflokkar hafa orðið ásáttir um markmið stjórnarstefnunnar og meginlínur varðandi þau málefni sem fjalla skal um í einstökum ráðuneytum og ríkisstjórninni í heild. Sú málamiðlun, sem málefnasamningurinn ber með sér, er niðurstaða af löngum og yfirgripsmikl- um samningaviðræðum milli aðildarflokka ríkis- stjórnarinnar. Fegar svo stendur á er auðskilið að ekki er hægt að eigna einuin flokki málefnasamn- inginn öðrum fremur. Hann er sameiginlegt við- fangsefni ríkisstjórnarinnar, allir aðlldarflokkar ríkisstjórnarinnar eiga jafnan hlut að gerð hans. Málefnasamningurinn ber það með sér að ekki er tjaldað til einnar nætur, heldur er ljóst að þeir flokkar sem standa að ríkisstjórninni ætla henni langt líf. Málefnasamningurinn verður ekki fram- kvæmdur nema á heilu kjörtímabili. Það er að öllu leyti lofsvert að ný ríkisstjórn hefur sér til stuðnings efnismikla stefnuskrá og starfsáætlun fyrir kjörtímabilið. Þó er það svo að fyrstu efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar skipta mestu máli og það er undir þeim komið hvernig til tekst um framhald stjórnarsamstarfsins og fram- gang þeirra mála sem upp eru talin í starfsáætlun ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt stjórnarsáttmálanum er gert ráð fyrir endurskoðun fjölmargra viðamikilla lagabálka eða nýrri lagasetningu um margvísleg efni á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Síst skal úr því dregið að slík heildarendurskoðun sé réttmæt og í ýmsum tilfell- um nauðsynleg. Þessi endurskoðunaráhugi ríkis- stjórnarinnar sýnir að hún er umbótasinnuð og ósmeyk við að halda eins konar dómsdag yfir ríkjandi kerfi. Endurskoðun löggjafar er eigi að síður mikið vandaverk og verður í flestum tilfellum ekki framkvæmd nema með mikilli sérfræðivinnu og á löngum tíma. Dæmi um það eru skattamál, skólamál, námsstyrkjakerfið og tryggingalöggjöf- in. Ríkisstjórnin hefur á stefnuskrá sinni að fjalla ítarlega um þessa mikilvægu málaflokka. En um þessi mál gildir eins og aðra löggjöf að þeim verður ekki breytt breytinganna vegna. Breytingar eiga því aðeins rétt á sér að þær séu til bóta. Sá vandi hvílir á ríkisstjórninni og forystumönn- um þríflokkanna að skipuleggja framkvæmd stjórnarsáttmálans af hyggindum og heilindum. Oflátungsháttur eins aðilans eða undansláttur annars eða ástundun ímyndaðs klókskapar og áróðurs er ekki líklegt til að auðvelda samstarfið. Þessi ríkisstjórn kemst hvorki aftur né fram nema heilindi ríki í samstarfinu. Þriðjudagur 14. júlí 1987 ‘GARRI Bandaríkjasleikjur Sumir menn eru svo ógæfusamir að hafa gjörsamlega farið á mis við þá reynslu sem fæst af því að hafa tekið beinan þátt í undirstöðuat- vinnuvegum þjóðarinnar. Slíkir menn eru þá venjulega aldir upp innan þröngra veggja skólakerfis og stofnana, án þess að hafa fcngið tækifæri til að kynnast því af eigin raun hvernig almenningur í landinu fer að því að vinna hörðum hönd- um fyrir daglegu brauði sínu. Á þetta var minnt með langri grein í Þjóðviljanum á laugardag sem fjallaði um hvalamálin. Þar var rætt um vísindaveiðar íslend- inga og ráðist harkalega á Halldór Ásgrímsson fyrir einarða afstöðu hans í því máli. Þar vakti sérstaka athygli að í einu og öllu var tekið undir öfgasjónarmið Bandaríkja- manna ■ þessu máli og hinna svo kölluðu „umhverfisverndarsam- taka“ sem þar ráða stefnunni nú um stundir. Og ber þá nýrra við þcgar sjálfur Þjóðviljinn er farinn að túlka sjónarmið þeirra manna sem hvað harðastar Bandaríkja- sleikjur cru hér á landi. Hvar er útrýmingarhættan? Það sem Bandaríkjasleikjur af skóla Þjóðviljans skilja ekki er að við Jslendingar höfum í ellcfu hundruð ár lifað af iandinu okkar og sjónum umhverfis það. Hval- veiðarnar eru hvað sem öðru líður þáttur í viðleitni okkar til að afla okkur daglegs lifíbrauðs. Enginn, sem til þekkir, dregur í efa hæfni sérfræðinga okkar sem vaka yfir því að með þessum veiðum sé ekki gengið nær stofnunum en þeir þola. Engin haldbær rök hafa kom- ið fram fyrir því að hvalastofnarnir umhverfís ísland séu í hinni minnstu hættu á útrýmingu. Halldór Ásgrimsson er sá stjórn- málamaður sem nú undanfarið hef- ur skilið þetta hvað best og staðið hvað harðast á sjálfsögðum rétti þjóðarínnar tii að nýta auðlind sína í hvalastofnunum umhverfís landið. Hann hefur sýnt einurð og festu í þessu máli, beitt hörku þegar það hcfur átt við en þó gætt þess að ganga ekki svo langt að það skaðaði málstað okkar. Undir stjórn Halldórs hefur ver- ið haldið þannig á þessu máli að það minnir mest á landhelgismálin forðum daga. Hér er eins og þá verið að sækja gegn réttindum okkar af óbilgirni og skammsýni. Og seint hefðu þau inál unnist ineð þeim aðferðum sem Þjóðviljinn beitir núna. Rómantískar hugmyndir ein- hverra vanvita úti í Ameríku um það að hvalir séu spendýr eins og maðurinn, og að það sé fallegt að horfa á þá synda um sjóinn, eigum við að láta eins og vind um eyru þjóta. Það er löngu liðinn tími að hvalveiðar séu stundaðar eins og rányrkja þar sem allt kvikt, sem fyrír augu ber, er skotið án tafar. Slíkt var kannski gert á seytjándu og átjándu öld, en ekki í dag. Gagnslausir græningjar Þess vegna er það að við þurfum kannski ekki hvað síst í dag að gæta okkar á þeint vanvitum ís- lenskum sem aldrei hafa migið í saltan sjó, en hlaupa samstundis upp til handa og fóta þegar heyrist í einhverjum útlendum samtökum sem segjast berjast fyrir fallegum hugsjónum á borð við náttúru- vernd. Venjuiegir og þjóðhollir íslendingar, sem vinna fyrir sér á heiðarlegan hátt, skilja þctta mætavel. Það getur farið aldeilis prýðilega saman að nýta auðlindir náttúrunnar og að gæta þess á sama tíma að spilla henni ekki með rányrkju. Við þurfum ckki á að halda innlendum vanvitum af þeirri sort- inni sem einungis spillir þeim góða málstað sem við höfum. Við þurf- um ekki heldur á að halda innlcnd- um „græningjum" sem þykjast vera sósíalistar en láta sig samt hafa það að sleikja upp hverja þá bévítans vitleysu sem upp keniur í höfuðvígi kapitalismans vestra. Garri. Þar sem áður voru melar og auðn við Hvaieyrarvatn sér nú ekki út yfír gróðurinn. Hér ber mest á Alaskalúpínunni sem Hákon Bjamason flutti til landsins Tímamimil Oí* T ímamynd OÓ Fegurra mannlíf í grónu landi Holtin og hæðirnar upp af Hafn- arfirði eru dæmigerðar fyrir þá gífurlegu landeyðingu sem herjar látlaust á íslenskan jarðveg. Grjót- hnullungar standa upp úr melum oger jarðvegurinn moldarblandinn og á einstaka stað þraukar enn grasi gróin torfa, sem undirstrikar að einu sinni voru holtin gróðri vaxin og þykkt moldarlag lá yfir þeim. Uppblásturinn eirir engri plöntu og þegar yfir lýkur hverfur allt sem lífsandadregurafþeim. Búsmalinn á ekkert erindi þangað lengur og vindar og vatn feykja og skola á brott því litla sem enn er eftir af jarðvegi og auðnin ríkir ein á eyðimörkinni. Á hrjóstrunum umhverfis Hval- eyrarvatn er glæsilegt dæmi um sigur yfir eyðileggingaröflunum. Á þrem áratugum hafa nöturlegar hlíðar holtana breyst í gróðurreit sem vart á sinn líka á íslandi. Trjáplöntur, ættaðar úr ýmsum heimshornum vaxa þar hlið við hlið og í sátt við íslenskt veðurfar, sem alltof margir telja að hæfi helst engum gróðri. En svo forstokkað hugarfar er sem betur fer á hröðu undanhaldi. Fyrir tveim vikum þegar Alaska- lúpínan stóð í blóma voru hlíðarn- ar umhverfis Hvaleyrarvatn fagur- bláar yfir að líta og upp úr breiðun- um stóðu trén með margskonar grænum litbrigðum, enda tegund- irnar margbreytilegar. Nú hcfur lúpínan fellt blómin og fræin skjótast út á hrjóstrin og að vori mun gróðurinn enn auka land- námið á auðninni. Þessi jurt er þeim töfrum gædd að breiða sig yfir óræktarland og undirbúa jarð- veginn undir landnám annarra jurta og víkur síðan fyrir þeim. Æskilegri landnema er ekki hægt að hugsa sér. Gróðurreiturinn á auðninni við Hvaleyrarvartn varð ekki til af sjálfum sér. Vit, þekking, framsýni og áhugi á að græða landið er það fordæmi sem þarna er gefið. Á sínum tíma afhenti Hermann Jónasson, sem þá var ráðherra, Hákoni Bjarnasyni, skógræktar- stjóra, þetta land með því skilyrði að það yrði grætt upp og ræktaður skógur. Vart munu dæmi um að betur hafi verið staðið við skilmála en Hákon Bjarnason gerði að sínu leyti og færi margt betur ef ráðherr- um lánaðist að gera marga slíka samninga. Við eiguni öll landinu skuld að gjalda og stöndum í þakkarskuld við þá menn sem kunna að vísa veginn og gefa fordæmi um hvernig sú skuld verður greidd. Hákon Bjarnason, fyrrverandi skógræktarstjóri, hefur með verk- um sínum og í ræðu og riti verið sá frumkvöðull sem á þurfti að halda. Hann hefur aldrei látið deigan síga þótt úrtölumenn og hælbítar hafi löngum talið því fé og fyrirhöfn sem lögð er í skógrækt fara fyrir lítið. Viðhorfin eru breytt. Ræktunar- sjónarmiðin eiga nú góðan hljómgrunn hjá meginþorra þjóð- arinnar, enda sína verkin að trú á málstað og þekking til að fram- kvæma skila þeim árangri sem að er stefnt. Áhugi, orðfimi og baráttuþrek eru ekki einhlít til árangurs ef vit og þekkingu vantar. Eldhuginn skorti ekki, en þar til viðbótar er Hákon Bjarnason vel menntaður í sinni grein og með vísindalegum vinnubrögðum tókst honum að sanna að skógrækt á íslandi er vel möguleg með því að beita þekk- ingu og að vera óragur við að gera tilraunir til að komst að því hvaða plöntur þrífast í íslensku loftslagi og þola jrau veðurskilyrði sem hér ríkja. Áður voru gerðar tilraunir með ræktun trjáa og fyrr og síðar hafa þær skilað misjöfnum árangri. En eftir stendur að tekist hefur að flytja hingað jurtir, langt að ættað- ar, sem unnið hafa þegnrétt í íslenskri flóru og munu klæða land- ið til frambúðar. Margir hafa lagt hönd að verki. Á ári hverju er tugþúsundum trjáa plantað. Fullorðið fólk með sigg- grónar hendur bograr við að planta sprotum vitandi að því mun ekki endast aldur til að sjá stofnana gildna og krónurnar teygja sig upp yfir auðnina. Ungar hendur læra handtökin og munu síðar njóta þess hvað starfað var í æsku. Verk Hákonar Bjarnasonar og santherja hans gera ekki aðeins landið fegurra, heldur einnig líf þeirra sem það byggja. Því er okkur öllum óskað til hamingju með Hákon Bjarnason, fyrrver- andi skógræktarstjóra, og ævistarf hans, þegar hann nú stendur á áttræðu. -OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.