Tíminn - 14.07.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 14.07.1987, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 14. júlí 1987 Tíminn 19 SPEGILL Brátt bætist í barnahóp Miu - en lífiö gengur sinn vanagang Einu sinni var falleg ung leik- kona með stór og sakleysisleg augu og þýða rödd. Hún lék í fyrstu sápuóperunni og giftist og skildi við tvo bráðfræga menn. Kannski hefur harður raunveru- leiki 20. aldarinnar máð ljómann af þessari mynd en aðalpersónan í sögunni, Mia Farrow heldur áfram að lifa í ævintýrinu. Og nú hefur bæst til sögunnar hirðfíflið, sem reynist vera prins í álögum, og börn úr öllum heimshornum. Þau eiga vonandi eftir að lifa hamingju- söm til æviloka. Átta börn fyrir .„Ég hef aldrei verið eins ham- ingjusöm og nú,“ segir Mia, sem á von á sínu fjórða barni í desember og því fyrsta með núverandi eisk- huga sínum, Woody Allen. Hún er orðin 42ja ára en setur ekki aldur- inn fyrir sig. „Ég lifi fyrir fjölskyldu mína. Ég tek bara að mér hlutverk inn á milli til að sjá okkur öllum farborða." í þessari stóru fjölskyldu eru þrjú börn sem Mia hefur sjálf alið, tvíburarnir Matthew og Sacha, sem orðnir eru 17 ára, og Fletcher, 12 ára. Tvær víetnamskar stúlkur hef- ur hún ættleitt, Lark Song og Daisy, 14 og 12 ára. Soon Yi, 14 ára og Moses, 9 ára eru frá Kóreu og yngst er Dillon, amerísk stúlka, tveggja ára að aldri. Og nú er sem sagt von á níunda barninu. „Woody er yndislegur maður og góður vinur allra barnanna. t>ó að við búum ekki í sama húsinu erum við saman öllum stundum," segir Mia. Sakleysislegt útlit en brostin karlahjörtu í slóðinni Enn þann dag í dag ber Mia sama sakleysislega útlitið og fyrir 20 árum, þegar hún stökk fram sem stjarna í fyrstu sápuóperunni í bandaríska sjónvarpinu, Peyton Place. En varast skyldi að dænia fólk eftir útlitinu. Þessi sakleysis- lega stúlka átti nefnilega eftir að koma mörgu karlahjartanu til að slá örar og j afn vel að slá þau í rúst. Vinsælasti dægurlagasöngvari allra tíma og sá eftirsóttasti, Frank Sinatra féll að fótum hennar og giftist henni. Það hjónaband stóð stutt og kannski hefur hann orðið fyrir einhverjum vonbrigðum ef satt er það sem Ava Gardner, ein af eiginkonum hans, lét sér um munn fara: „Ég geri ráð fyrir að Frank hafi haft leynilegan draurn um að giftast strák!" Pessi sakleysislega stúlka flutti líka inn til eins frægasta hljómsveit- arstjóra heims, André Previn, og ól honum tvíbura áður en konu hans, Dory, gafst ráðrúm til að skilja við hann. Pað var líka þessi sama sakleysis- lega stúlka sem hljóp frá Previn í London, eftir 9 ára sambúð, til New York með sænska kvik- myndatökumanninum Sven Nykvist, sem er 15 árum eldri en hún. í slúðurdálkum blaðanna var því haldið fram að hún væri „óop- inberlega ófrísk" eftir Nykvist, en ekkert barn leit dagsins ljós eftir þetta ævintýri. Mia sest að í New York ásamt bómum og húsdýrum Nú settist Mia að í íbúð móður sinnar, leikkonunnar Maureen 0‘Sullivan, í New York. Ibúðin stendur við Central Park og er geysistór, svo stór að hún rúmar vel Miu og öll börnin, auk kattar, hunds, kanarífugls, hamstra, dvergpáfa, fisks og páfagauksins Ednu. Móðir hennar flutti sig í annað húsnæði. íbúðin er drauma- vettvangur krakka. Alls staðar úir og grúir af leikföngum og alls konar leikjum, innan um vettlinga og skó - og jafnvel skólabækur. Mia Farrow hefur góða yfirsýn yfir heimilið. Sakleysislegt yfirbragðið hcfur aldrei yfirgefið Miu, en undir niðri er hún ákveðin og veit hvað hún vill. Hún hefur haft nóg að gera undanfarin 10 ár og hefur farið með hlutverk í nokkrum kvik- myndum. Þær eru flestar sköpun- arverk hins einstæða Woody Allen. Hún hefur hlotið lof fyrir kvik- myndaleikinn en segir að leikferill- Woody Allen og Mia Farrow eiga nú von á barni og eru sögð leita að nógu stórri íbúð til að búa saman, ásamt öllum krakkaskaranum. En þau segja ekkert hjónaband á dagskrá. inn verði að sitja á hakanum fyrir hlutverkinu sem „fjölmóðir“. „Börnin mín eru alveg einstakur hópur. Ég fæ meiri lífsnautn út úr því að vera með þeim en ég hefði nokkurn tíma haft af æðislegum kvikmyndastjörnuferli,“ segir hún. Um helgar fer öll hersingin á búgarð Miu í Connecticut en það er undir hælinn lagt hvort Woody slæst í hópinn. Hann verður nefni- lega enn meira niðurdreginn undir þeim kringumstæðum en „hetjurn- ar“ í kvikmyndunum hans. „Hann er svo mikill borgarmaður. Honum líður ekki vel nema hann hafi malbik undirfótunum," segir Mia. ;L Ekkert hjónaband? - bara bam! Bæöi Mia og Woody hafa lýst því yfir að þau hyggist ekki ganga í hjónaband þó aö barn sé í vændum. En þeir sem kunnugir eru segja aö þau séu aö svipast um eftir íbúö, gríðarstórri, þar sem þau geti búiö ásamt öllum krökkunum. Á meðan sú íbúö er ófundin gengur lífiö sinn vanagang hjá þeim. Beint handan viö Central Park frá íbúö Miu býr Woody í snyrtilegri og fábrotinni íbúö sinni. Trén í garðinum skyggja á svo að ekki sést á milli húsanna. Þriðjudagur 14. júlí 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. - Hjördís Finnbogadóttir og Óðinn Jónsson. Fréttir sagðar kl. 8.00 og veðurfregnirkl. 8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30enáður lesið úr forustugreinum dagblaðanna. Tilkynn- ingar lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Guðmundur Sæmundsson talar um daglegt mál kl. 7.20., Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barnanna: „Berðu mig til blómanna" eftir Waldemar Bonsel Ingvar Brynjólfsson þýddi. Herdís Þorvaldsdóttir byrjar lesturinn. (Áður útvarpað 1977). 9.20 Morguntrimm. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. (Frá Akureyri) (Þátturinn verður endurtekinn að loknum fréttum á miönætti). 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. . 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn. - Breytingaaldurinn, breyt- ing til batnaðar. Umsjón: Helga Thorberg. 14.00 Miðdegissagan: „Franz Liszt, örlög hans og ástir“ eftir Zolt von Hársány. Jóhann Gunnar Ólafsson þýddi. Ragnhildur Steingríms- dóttir les (21). 14.30 Óperettutónlist. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Afríka. - Móðir tveggja heima. Sjöundi þáttur. Suður-Afríka, land andstæðna.Umsjón: Jón Gunnar Grjetarsson. (Endurtekinn þáttur frá sunnudagskvöldi). 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síðdegistónleikar. a. „Sjö spænsk þjóðlög" eftir Manuel de Falla. David Oistrakh og Vladimir Jampolskij leika á fiðlu og píanó. b. „Fantasíu- þáttur" op. 73 eftir Robert Schumann. Einar Jóhannesson og Philip Jenkins leika á klarinettu og píanó. c. „Tveir þættir" í As-dúr fyrir hom og píanó eftir Robert Schumann. Barry Tuckwell og Vladimir Ashkenazy leika. 17.40 Torgið. Umsjón: Þorgeir Ólafsson og Anna M. Sigurðardóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guðmundur Sæmundsson flytur. Glugginn - Úr sænsku menningarlífi. Umsjón: Steinunn Jóhannesdóttir. _ 20.00 Sinfónía nr. 1 eftir Kurt Weill Gewandhaus- hljómsveitin í Leipzig leikur; Edo de Waart stjórnar. 20.40 Málefni fatlaðra Umsjón: Hilmar Þór Haf- steinsson. (Endurtekinn þáttur frá deginum áður). 21.10 Ljóðasöngur Heather Harper syngur laga- flokkinn „A song for the Lord Mayor’s" eftir William Walton. Enska kammersveitin leikur; Raymond Leppard stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Leikur blær að laufi“ eftir Guðmund L. Friðf innsson. Höfundur les (24). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Skáldið í Suðurgötu Dagskrá um Ólaf Jóhann-Sigurösson. Gylfi Gröndal tekur saman og ræðir við skáldið. Lesið úr verkum Ólafs og fjallað um Ijóð hans og sögur. (Áður útvarpað 29. mars sl.). 23.20 íslensk tónlist. a. Tveir sálmforleikir eftir Jón Nordal og RagnarBjörnsson. Ragnar Björnsson leikur á orgel. b. Fiðlukonsert eftir Leif Þórarins- son. Einar G. Sveinbjömsson leikur með Sinfón- íuhljómsveit íslands;Karsten Andersen stjómar. c. „Kalais" eftir Þorkel Sigurbjömsson. Manuela Wiesler leikur á flautu. d. „Intermezzo" úr „Dimmalimm" eftir Atla Heimi Sveinsson. Manuela Wiesler og Julian Dawson leika á flautu og píanó. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. (Frá Akureyri) (Endurtekinn þátturfrá morgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Þriðjudagur 14. júlí 7.00- 9.00Pétur Steinn og Morgunbylgjan. Pétur kemur okkur réttu megin framúr með tilheyrandi tónlist og lítur yfir blöðin. Isskápur dagsins? Fréttír kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 9.00-12.00 Valdís Gunnarsdóttir á léttum nótum. Sumarpoppið allsráðandi, afmælis- kveðjur og spjall til hádegis. Litið inn hjá fjölskyldunni á Brávallagötu 92. Fréttir kl. 10.00,11.00. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10-14.00 Þorsteinn J. Vilhjálmsson á hádegi. Þorsteinn spjallar við fólkið sem ekki er í fréttum og leikur létta hádegistónlist. Fréttir kl. 13.00. 14.00-17.00 Ásgeir Tómasson og siðdegis- poppið. Gömlu uppáhaldslögin og vinsælda- listapopp í réttum hlutföllum. Fréttir kl. 14.00,15.00,16.00. 17.00-19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykja- vík síðdegis. Leikin tónlist, litið yfir fréttirnar og spjallað við fólkið sem kemur við sögu. Isskápur dagsins endurtekinn. Fréttir kl. 17.00. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00-21.00 Anna Björk Birgisdóttir á Flóamark- aði Bylgjunnar. Flóamarkaður milli kl. 19.03 og 19.30. Tónlist til kl. 21.00. Fréttir kl. 19.00. 21.00-24.00 Sumarkvöld á Bylgjunni með Þor- steini Ásgeirssyni. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar - Bjarni Ólafur Guðmundsson. Tónlist og upplýsingar um veður og flugsamgöngur. 00.10 Næturvakt útvarpsins. Gunnlaugur Sigfús- son stendur vaktina til morguns. 6.00 I bítið. - Karl J. Sighvatsson. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsd. og Skúla Helgasonar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Á milli mála. Umsjón: Leifur Hauksson og Guðrún Gunnarsdáttir. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Broddason og Erla B. Skúladóttir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Strokkurinn Umsjón: Kristján Sigurjónsson. (Frá Akureyri). 22.05 Háttalag. Umsjón: Gunnar Salvarsson. 00.10 Næturvakt útvarpsins. Gunnlaugur Sigfús- son stendur vaktina til morguns. Fréttir kl.: 7.00,8.00,9.00,10.00,11.00,12.20,15.00,16.00, 17.00,18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP 18.03-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5. Umsjón: Kristján Sigur- jónsson og Margrét Blöndal. 09.00-12.00 Gunnlaugur Helgason. Jæja... Helgason mættur!!! Það er öruggt að góð tónlist er hans aðalsmerki. Gullí fer með gamanmál, gluggar í stjörnufræðin, og bregður á leik með hlustendum í hinum og þessum get leikjum. 11.55 STJÖRNUFRÉTTIR (fréttir einnig á hálfa tímanum). 12.00-13.00 Pia Hansson. Hádegisútvarpið er hafið. Pia athugar hvað er að gerast á hlustunar- svæði Stjörnunnar, umferðarmál, íþróttir og tómstundir og einnig kynning áeinhverri íþrótta- grein. 13.00-16.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Lagalistinn er fjölbreyttur á þessum bæ. Gamalt og gott leikið af fingrum fram, með hæfilegri blöndu af nýrri tónlist. Helgi fylgist vel með því sem er að gerast. 16.00-19.00 Bjarni Dagur Jónsson. Þessi hressi sveinn fer á kostum með kántrý tónlist og aðra þægilega tónlist, (þegar þið eruð á leiðinni heim). Spjall við hlustendur er hans fag og verðlaunagetraun er á sínum stað klukkan 5 og 6, síminn er 681900. 17.30 STJÖRNUFRÉTTIR. 19.00-20.00 Stjörnutíminn. The Shadows, Fats Domino, Buddy Holly, Brenda Lee, Little Eva, Connie Francis, Sam Cooke, Neil Sedaka, Paul Anka... Ókynntur klukkutími með því besta, sannkallaður Stjörnutími. 20.00-21.00 Helgi Rúnar Óskarsson, Stjörnu- spil, Helgi lítur yfir spánnýjan vinsældalista frá Bretlandi og leikur lög af honum. 21.00-23.00 Árni Magnússon. Hvergi slakað á. Ámi hefur valið allt það besta til að spila á þessum tíma, enda dagur að kveldi kominn. 23.00 STJÖRNUFRÉTTIR. 23.10-00.00 fslenskir tónlistarmenn. Hinir ýmsu tónlistarmenn (og konur) leika lausum hala í einn tíma með uppáhalds plötumar sínar. I kvöld: Gunnar Þórðarson. 00.00-00.22 Matseljan. Þetta er þrumuspennandi saga fyrir svefninn. Jóhann Sigurðarson leik- ari les. 00.15-07.00 Gísli Sveinn Loftsson (Áslákur) Sjörnuvaktinhafin.Ljúftónlist,...hröðtónlist,... sem sagt tónlist fyrir alla. 20.40 Bergerac. Breskur sakamálamyndaflokkur í tíu þáttum. Fjórði þáttur í nýrri syrpu um Bergerac rannsóknarlögreglumann á Ermar- sundseyjum. Þýðandi Trausti Júlíusson. 21.35 Saga tískunnar. (Story of Fashion) Lok- aþáttur. Breskur heimildamyndaflokkur í þrem- ur þáttum um sögu tískunnar. í þættinum er fiallað um mótþróaskeið síðustu ára. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. Þulur Björg Jónsdóttir. 22.40 Fiskveiðistefnan Umræðuþáttur í umsjón Ólafs Sigurðssonar fréttamanns. 23.25 Fréttir útvarps í dagskrárlok. b o STOD-2 ' —■ ...IM.U.MI, y Ulll helgar og á almennum frídögum. 07.00-09.00 Þorgeir Ástvaldsson. Snemma á fætur með Þorgeiri Ástvalds. Laufléttar dægurflugur frá því í gamladaga fá að njóta sín á sumarmorgni. Gestir teknir tali og mál dagsins rædd ítarlega. 08.30 STJÖRNUFRÉTTIR (fréttir einnig á hálfa tímanum). Þriðjudagur 14. júli 18.30 Villi spæta og vinir hans. 26. þáttur. Bandarískur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Ragnar Ólafsson. 18.55 Unglingamir í hverfinu. Sjöundi þáttur. Kanadískur myndaflokkur í þrettán þáttum. Þýðandi Gunnar Þorsteinsson. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Poppkorn Umsjón: Guðmundur Bjarni Harð- arson og Ragnar Halldórsson. Samsetning: Jón Egill Bergþórsson. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Augiýsingar og dagskrá. Þriðjudagur 14. júlf 16.45 Trúnaðarmál (Best kept secrets). Bandarísk sjónvarp.smynd frá 1984 með Patty Duke Astin og Frederic Forrest í aðalhlutverkum. Eiginkona lögreglumanns kemst í vanda þegar hún upp- götvar leynilegar skýrslur með upplýsingum, sem geta reynst hættulegar. Leikstjóri er Jerrold Freedman.______________ 18.20 Knattspyrna - SL mótið -1. deild. Umsjón: Heimir Karlsson. 19.30 Fréttir. 20.00 Miklabraut (Highway to Heaven). Banda- rískur framhaldsþáttur með Michael Landon og Victor French í aðalhlutverkum. Jákvætt viðhorf og bjartsýni eru aöalsmerki engilsins Jonathans Smith.________________________________________ 20.50 Umskipti á elleftu stundu (Enormous Changes). Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1983 með Maria Tucci, Lynn Milgrim, Ellen Barkin og Kevin Bacon í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Mirra Bank. Myndin fjallar um þrjár konur í nútímasamfélagi, tilfinningasambönd þeirra og baráttu hverrar um sig til þess að öðlast sjálfstæði. 22.30 Oswald réttarhöldin (The Trial of Lee Harvey Oswald). Bandarískur framhalds- myndaflokkur. 3. þáttur af 5. Menn urðu flemtri slegnir er John F.Kennedy, forseti Bandaríkj- anna var myrtur. Lee Harvey Oswald var grunaður um morðið, en sekt hans varð aldrei sönnuð, þar sem hann var sjálfur myrtur á leið til réttarins. í þáttunum eru sett á svið réttarhöld yfir Oswald. 23.25 Lúxuslff (Lifestyles of the Rich and Fam- ous). Sjónvarpsþættir með viðtölum við ríkt og frægt fólk, ásamt ýmsum fróðleik um lífshættl þess. I þessum þætti verður talað við Cathy Lee Crosby, Arthur Ashe, Malcombe Forbes, Marg- aux Mrikin ofl. 00.10 Hinir ósigruðu (Undefeated). Bandarísk kvikmynd með John Wayne, Rock Hudson og Bruce Cabot í aðalhlutverkum. Myndin segir frá fomum fjendum sem að loknu þrælastríðinu, leggja saman upp í ferð til Mexíkó. Leikstjóri er Andrew V. McLaglen. 02.00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.