Tíminn - 14.07.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.07.1987, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 14. júlí 1987 Tíminn 5 Málning hf. brann til kaldra kola: Slökkvistarf erf itt vegna skorts á vatni Mikill eldur barst út í verk- smiðjuhúsi fyrirtækisins Málningar hf. við Marbakkabraut 21 í Kópa- vogi um klukkan 13:30 í gær. Allt tiltækt slökkvilið var kvatt til og voru sex slökkvibílar að störfum í einu þegar mest var. Slökkvistarf gekk erfiðlega, þar sem vatnsöflun var ónóg og sjór svo skítugur, að þegar reynt var að dæla honum á eldinn stífluðust leiðslur slökkvi- liðsins. Svæðið er ekki vatnsríkt og brunahanar gefa ekki nægilega mikið vatn til nýrra og afkastameiri tækja slökkviliðsins. „Vatnið var raunar ekki nægilegt og kannski sjálfsagt miðað við slíkan atvinnu- rekstur sem hér um ræðir að stærri og aflmeiri brunahanar væru til taks,“ sagði Karl Ólsen, varðstjóri slökkviliðsins að loknu slökkvi- starfi. Austurhluti byggingarinnar varð alelda á svipstundu, en ekki er Ijóst hvað olli brunanum. Starfsfólk seg- ist hafa heyrt hávaða eða hvell skömmu áður en reykur fyllti alla sali og það forðaði sér út hvar sem það komst. Um 35 manns voru að störfum þegar eldurinn kom upp og sakaði aðeins einn lítillega, en hurð skall nærri hælum. Eldurinn barst fljótlega yfir í vesturhluta hússins og brann það allt til rústa. Stefán Guðjohnsen, framkvæmda- stjóri Málningar hf., telur tjónið nema á bilinu 70 til 80 milljóna króna og reiknar þá með ónýtum framleiðslutækjum, hráefni ogfull- unninni vöru, sem varð eldinum að bráð. Geysimikið var um bráðeldfim íbúasamtök í nágrenni eldsvoöans: Kvartað vegna slæmra eldvarna íbúar norðan Kársnesbrautar í nágrenni verksmiðjuhúsnæðis Málningar hf. sem urðu að rýma hús sín vegna eldsvoðans í gær hafa löngu varað við eldhættunni og lagt hart að bæjarstjórn að öryggisþáttum verði kippt í lag, svo sem með því að setja upp brunahana. Þeir sem bundust þess- um óformlegu samtökum búa nú á milli tveggja rústa eftir bruna, Málningar hf. og húsnæðis Vita og hafnarmálastofnunar, sem raunar átti að rífa, en brann til grunna fyrir mánuði. Um langt skeið hafa íbúar rætt þessi mál en fyrsta bréfið sendu þeir bæjarstjórn hinn 4. mars sl. þar sem þess er farið á leit við bæjarstjórnina að framkvæmdir verði hafnar við uppsetningu brunahana auk annarra atriða, svo sem að gengið verði frá ræsum, lýsingu og gatan færð í endanlegt stæði. í lok bréfsins fara íbúar fram á að fá svar fyrir marslok, svo mögulegt væri að hefja lóðarfram- kvæmdir að vorinu. Svar barst frá bæjarstjóra hinn 23. mars og skýrt frá að erindi íbúanna hefði verið lagt fram í bæjarráði. í bréfinu segir: „Bæjarráði er ljóst, að nú- verandi ástand Huldubrautar er slæmt.“ í lok þess lofar bæjara- stjórinn að tæknideild verði falið að athuga helstu öryggisatriði, sem nefnd voru í erindinu. Vegna þessa fóru íbúasamtökin frani á að fá fund með Bæjarráði Kópavogs ekki síðar en 11. júní, en fengu fund með bæjarstjóra, skipulagsarkitekti og bæjarverk- fræðingi. íbúarnir hafa fengið lof- orð um fund með bæjarráði seinna. Á þessum fundi voru brunahana- málin rædd stuttlega og gerð svo lítil skil að á þau er ekki minnst í fundargerð. A fundinum kom þó fram að engar framkvæmdir í sambandi við þá væru á fjárhags- áætlun og bent á að brunahanar væru til staðar í hverfinu. Pað eru sömu brunahanar sem Slökkviliðið notaði við slökkvistarf í gær og gáfu of lítið vatn. Þeir íbúar norðan Kársnesbraut- ar sem Tíminn hafði samband við í gær sögðust hafa varað við eld- hættu bæði frá húsi Vita og hafn- armálastofnunar og Málningar hf. en íbúðahverfið markaðist af þeim. Nú eru bæði brunnin. þj Eldurinn kom upp ■ austurhluta byggingarinnar en barst fljótlega um allt hús. Hcr berst slökkviliðið við eldsvoðann en lengst til vinstri eru tunnur með eldfimum efnum. (Ttminn: Pjetur) Froðu var ómælt dælt á eldinn svo sem hér má sjá. (Tíminn: Pjetur) Skömmu eftir að slökkviliðið kom á vettvang. Húsið stóð í logandi báli og húsin norðan Kársnesbrautar hurfu í sótsvartan reyk. Kofinn í horninu neðst til hægri er lakkskúrinn sem minnst er á í fréttinni. (Tíminn: Pjetur) var hefði eldurinn getað breiðst yfir í nýbyggt svæði austan við fyrirtækið. Vindur hefði ekki mátt snúast um 30 gráður, því þá hefði eldurinn getað náð til næsta íbúð- arhúss. „Framleiðsludeild Máln- ingar hf. var rekin í görnlu iðnaðar- húsi með viðbyggingu scm var nokkuð fyrirsjáanlegt að myndi allt brenna ef kviknaði í því.“ Að mestu var búið að ráða niðurlögum eldsins um klukkan 18:00 í gær, en það logaði í því lengi fram eftir kvöldi. þj efni sem fylgir rekstrinum í húsinu. Bæði í húsinu og niðurgrafnir í vesturporti fyrirtækisins eru stórir geymar með þynni og lakkefnum, en geymarnir höfðu verið grafnir til að varna því að eldur kæmist í þá. Líklegt er að sprengihætta hafi stafað af ýmsurn efnum sem geymd voru í framleiðsludeildinni. f port- inu er lakkskúr, sem raunar kom upp eldur í á fyrra ári og óttast var að eldur læstist í nú. Varðstjóri slökkviliðsins sagði að ekki hefðu verið gerðar neinar sérstakar var- úðarráðstafanir vegna þessara þynnisgeyma. t>að hafi verið af öryggisástæðum, því að ekki þótti þorandi að senda mannskap inn í portið meðan húsið brann. Af og til dundu sprengingar í húsinu og eldtungur teygðu sig hátt til lofts. Vindátt var samt sem áður afar hagstæð til björgunar- og slökkvi- starfa, því að logarnir stóðu á haf út en ekki á nærliggjandi íbúðarhús og þau voru aldrei í eldhættu. Nágrennið hvarf þó í reyk og vitað er um reykskemmdir í sumum næstu húsa. Trjágróður varð sums staðar sótsvartur og kemur ekki í Ijós fyrr en frá líður hvort hann lifir af. Búslóð var forðað úr altént einu húsi, en lögreglan í Kópavogi lét rýma öll hús sem stóðu nærri vcgna . eitraðra lofttegunda sem bárust úr eldinum. „Það cr ómögulegt að segja annað en að við höfum verið ljónheppnir," sagði Karl, en hefði vindur blásið öfugt miðað við hvað

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.