Tíminn - 29.03.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.03.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 29. mars 1989 (slendingi veittur áverki með hnífi í verbúð á Flateyri: Hafði migið í bruggtunnu Til rifrildis kom milli tveggja farandverkamanna, Svía og íslendings í verbúð á Flateyri aðfaranótt laugardags sem endaði með því að Svíinn veitti íslendingnum áverka á hálsi með hnífi sem hann var með. Upptök rifrildisins eru rakin til þess að íslendingurinn hafði áður migið í tunnu fulla af bruggi, sem var í eigu umrædds Svía og annarra á verbúðinni. Að sögn sjónarvotts var þetta í raun algert slys og báðir tveir rólyndismenn. Mennirnir voru báðir fluttir mcð varðskipi ti! ísafjarðar, þar sem ófært var landleiðina, og var íslend- ingurinn lagður inn á sjúkrahús til aöhlynningar, en Svíinn hefur verið úrskurðaður í sjö daga gæsluvarð- hald. Skurðurinn á hálsi mannsins var um 5 sm langur, en grunnur og skaddaðist hann því lítið. Hann hefur verið útskrifaður af sjúkrahús- inu. „Þetta bar þannig til að Svíinn var inni í eldhúsi að skera sér brauð. Hann verður var við að hinn náung- inn kemur inn í íbúðina, cn fólkið var að koma af balli og það var partí,“ sagði sjónarvottur sem ekki vildi láta nafns síns getið. Hann sagði að Svíinn hefði þá gengið inn í herbergið þar sem íslendingurinn var og farið að rífast við hann og hélt þá á hnífnum, án þess að vera nokkuð að ota honum. fslendingur- inn mun þá hafa staðið upp og ráðist á Svíann. „Þá æxlast það þannig að Svíinn lyftir upp hendinni og ætlaði að koma hnífnum undan, en rakst í hálsinn á honum, þar senr íslending- urinn var mun stærri en hann,“ sagði sjónarvotturinn. Hann sagði að ástæða rifrildisins hafi verið sú að íslendingurinn meig í bruggtunnu sem Svíinn og fleiri áttu. „Það skipti nú samt ekkert svo miklu niáli, við vorum allir búnir að drekka úr þessari tunnu, þetta voru það margir lítrar, að það skipti engu máli,“ sagði sjónarvotturinn. „Þctta var eintómt slys og ekkert annað. Þetta 'er nteð rólegustu mönnum sem búa hérna og gera aldrei flugu mein,“ sagði sjónarvofturinn. - ABÓ Samtök fiskvinnslu- og fisksölufyrirtækja í Bandaríkjunum: Viðskiptabann ósann- gjarnt og skaðlegt National Fisherises Institutc sem eru samtök um eitt þúsund banda- rískra fiski- og sjávarafurðafyrir- tækja, sendu nýlega bréf til við- skiptavina sinna með því markmiði að koma réttum upplýsingum á framfæri varðandi hvalveiðar íslend- inga. Viðskiptavinir samtakanna eru beðnir um að styðja ekki kröfu alþjóðlegra samtaka, sem berjast gegn hvalveiðum, um viðskiptabann gegn íslendingum. í bréfinu eru raktar eftirfarandi ástæður þess að samtökin telja viðskiptabann á ís- lenskar vörur ósanngjarnt og skaðlegt. - Fiskur frá íslandi er fullunninn í Bandaríkjunum. Viðskiptabann Guðbjörn Guðjónsson hf. var í gærmorgun tekið til gjaldþrotaskipta hjá Skiptarétti Reykjavíkur. Auk húseignarinnar Hótel Holiday Inn í Rcykjavík, var einnig lagt fram í skiptaréttinum kauptilboð frá bresku hótelkeðjunni Trusthouse Forte er nemur u.þ.b. 350milljónum króna. Þessu tilboði hefur ekki verið tekið til þessa af eigendum hótelsins þar sem það hefur þótt of lágt miðað við skuldir þess, en þær nema um 600 milljónum króna. Guðbjörn Guðjónsson hf. fékk upphaflega greiðslustöðvun 24. október 1988 til tveggja mánaða. Hún var síðan framlengd til 25. mars 1989. Tilgangur greiöslustöðvunar var að freista þess að ná viðunandi sölu á hótelinu og skapa grundvöll fyrir uppgjöri við lánardrottna og laga þar með gífurlega erfiða rekstr- skaðar því bandaríska verkamenn og sjávarafurðafyrirtæki. - íslenskar sjávarafurðir eru mikilvægur hluti af fiskbirgðum í Bandaríkjunum. Yrðu þær útilokað- ar myndi það skaða neytendur. - Rannsóknaráætlun íslendinga er leyfileg samkvæmt alþjóðalögum og ógnar ekki hvalastofnum. - Hin fjögurra ára áætlun er nú á lokastigi. Engar áætlanir eru fyrir- liggjandi um framhaldsrannsóknir á hvölum. Nauðsynlegt er að ljúka áætluninni til að sannreyna vísinda- legar upplýsingar. - Það er tvískinnungur að beita efnahagslegu valdi gegn þjóð sem er þúsund sinnum minni en Bandaríkin arstöðu þess. Hluthafarnir Guöbjörti Guðjóns- son og Jóhanna Guðbjörnsdóttir segja að allt greiðslustöðvunartíma- bilið hafi verið unnið sleitulaust og af heilindum að því að ftnna kaup- ani^a að ejgnum félagsins, Hótel Holiday Inn, til að mæta áföllnum kröfum í hlutafélagið. Segjast þau hafa rætt við marga aðila, bæði innlenda og erlenda, en aðcins eitt ákveðið tilboð hafi borist. Það var frá Trusthouse Forte og hljóðar eins og áður segir upp á um 7 milljónir dollara, eða u.þ.b. 350 milljónir króna. Þetta tilboð hefurekki fengist hækkað, að sögn hluthafanna, og því hefur sú ákvörðun verið tekin að afhenda þetta kauptilboð til að skiptaréttur geti tekið afstöðu til þess gagnvart kröfum lánardrottna. KB á meðan við höldum áfram að veiða hvali sjálf. Veiðar Bandaríkjamanna eru í þágu frumbyggja og af hefð- bundnum ástæðum, en vísindaveið- ar Islendinga eru í þágu efnahags- legrar tilvistar þjóðarinnar. í bréfinu segir einnig: „Andstæð- ingar hvalveiða reiða sig á æsifréttir fjölmiðla og framlög frá almenningi, sem slík umfjöllun leiðir af sér. Ágreiningur um hvalveiðar, aftur á móti, er ekki alltaf eins og hann birtist í fjölmiðlum. Við vonum, að þér verðið okkur sammála um það, eftir að hafa hugsað málið, að við- skiptabann gegn fiski frá íslandi er ósanngjarnt og á ekki að hljóta stuðning.“ SSH SIGURVIN EINARSSON LÁTINN Sigurvin Einarsson, fyrrv. al- þingismaður, er látinn. Hann fæddist 30. október 1899 í Stakkadal í Rauðasandshreppi í V-Barðastrandarsýslu. Hann var við nám í Samvinnuskólanum 1918-19 og lauk kennaraprófi 1923. Sigurvin var skólastjóri barnaskólans í Ólafsvík 1923-32, oddviti Ólafsvíkurhrepps 1931- 32, framkvæmdastjóri Dósaverk- smiðjunnar hf. 1946-63, bóndi í Saurbæá Rauðasandi 1947-52 og gegndi auk þess fjölda trúnaðar- starfa og nefndarstarfa um lengri eða skemmri tíma. Hann var einn af stofnendum Kaupfélags Reykjavfkur 1932 og Dósaverk- smiðjunnar hf. í Reykjavík 1937. Sigurvin var alþingismaður Barð- strendinga 1956-59 og alþingis- maður Vestfjarðakjördæmis 1959-71. Sigurvin kvæntist 27. sept. 1923, Jörínu Guðríði kennara Jónsdóttur bónda í Biönduholti í Kjós Stefánssonar. KB Hótel Holiday Inn gjaldþrota vegna 600 milljón króna kröfugeröa: Kauptilboð nam helmingi skulda Skíðaíþróttin er með eindæmum vinsæl eins og sannaðist á föstudaginn langa, en þá voru um tólf þúsund manns í Bláfjöllum. itmainynd: Arní Bjarna Unnendur skíöaíþróttarinnar í Bláfjöllum: Aðsóknarmet Veðurguðirnir léku heldur betur við íbúa suðvesturhorns landsins um páskana. Sérstaklega vel viðraði til útiveru og notfærði fólk sér það óspart enda orðið langþreytt á þrá- látum innisetum vegna veðurs. Mikinn fjölda dreif að skíðasvæð- unum í nágrenni höfuðborgarinnar og sagði Þorsteinn Hjaltason um- sjónarmaður Bláfjallasvæðisins að aðsóknin hefði verið ótrúlega góð. „Á skírdag var ágætisaðsókn en föstudagurinn langi var algjört met. Þá komu hingað um tólf þúsund manns. Það hjálpaði mikið að við erum komnir með ný bílastæði hérna fyrir neðan en samt sem áður mynd- uðust smá umferðartappar hér og þar á tímabili. Þar er nú kannski einnig um að kenna þrengslum. en leiðin liggur um hálfgerð snjógöng," sagði Þorsteinrt þegar Tíminn hafði samband við hann. laugardaginn var einnig mjög gott veður og þá brugðu sjö til átta þúsund manns sér á skíði í Bláfjöll- um. „Páskadagur gerði strik í reikn- inginn. Þá var leiðindaveður og við fórum héðan um hádegi starfs- mennirnir en vorum ekki komnir í bæinn fyrr en um fjögur. Við ætluð- um ekki að hafa það niður úr, urðum meðal annars að skilja einn jeppa eftir.“ Um hádegi á mánudag var lokið við að ryðja veginn aftur. „Þá streymdi fólkið hingað. Við fengum lögregluna til að loka veginum á meðan klárað var að ryðja yfir Sandskeið. Þá var þegar komin löng röð, allt niður á þjóðveg. f gær var mjög gott veður og hér voru á milli fimm og sex þúsund manns. Við áttum satt að segja ekki von á þetta mörgum í gær,“ sagði Þorsteinn. jkb Gæsluvarðhald Maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til tólfta apríl n.k. eftir að hafa veist að öðrum manni og veitt honum talsverða áverka á höfði og andliti. Maðurinn er ekki í lífshættu. Líkamsárásin átti sér stað á laug- ardagskvöldið í fbúðarhúsi við Hverfisgötuna þar sem fólk sat að drykkju. Árásarmaðurinn ogsá sem slasaðist voru báðir undir áhrifum áfengiserlögreglan kom ástaðinn. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.