Tíminn - 29.03.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.03.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn Miðvikudagur 29. mars 1989 FRÉTTAYFIRLIT NIKOSIA - Ajatollah Hossein Ali Montazeri hefur dregiö sig til baka sem arftaki Ajatollah Ruhollah, Khomeini andlegs leiötoga írans. Frá þessu var skýrt í Teheranút- varpinu. Montazeri er í hóf- samari væng íranskra ráöa- manna og hefur hann átt undir högg aö sækja aö undanförnu þar sem harðlínumenn í ríkis- stjórninni hafa gagnrýnt hann harðlega fyrir hugmyndir um aukið frelsi í efnahagsmálum og stjórnmálum í íran. Khom- eini sem gagnrýnt hefur hóf- sama menn aö undanförnu tók afsögn Montazeri til greina. NAIROBI - John Garang leiðtogi skæruliða í Súdan hef- : ur heitið því aö matvælaflutn- ingalestir hjálparstofnana muni ! fá aö aka óáreittar til hrjáöra svæöa í suðurhluta landsins sem verið hafa í herkví skæru- liða í marga mánuöi. Þar hefur fjöldi saklauss fólks átt í höggi viö hungurvofuna. Þetta er í fyrsta sinni sem skæruliðar heita hjálparsveitum griöum, en harðvítugt borgarastríð hef- ur verið háö á þessum slóöum undanfarin ár á milli stjórnar- innar sem aö mestu er skipuð múslímum og sveita kristinna manna í suðri. WINDHOEK - Embættis- ■ menn Sameinuöu þjóöanna t segja aö öll aöskilnaöarlög í Namibíu veröi numin úr gildi fljótlega eftir aö landið fær sjálfstæði sitt í næstu viku. Friöargæsluliðar Sameinuöu þjóðanna eru nú aö koma sér fyrir í landinu. KABÚL - Najibullah forseti Afganistans endurnýjaöi boð sitt til leiðtoga skæruliða um aö hefja friöarviðræður í borgara- styrjöldinni í landinu. Hann býður leiötogum mujahideen skæruliöahreyfingarinnar al- gera sjálfstjórn á þeim svaeö- um sem þeir hafa á valdi sínu ef þeir vilja binda enda á stríðið. Hann bauö einnig að sveitir skæruliöa héldu vopn- um sínum, fái hlutdeild í ríkis- stjórninni, kjósi sveitarstjórnir og aö fjölflokkakerfi verði á ný komið á í landinu. WASHINGTON - Dick Cheney varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagöi aö stjörnustríðsáætlunin hafi ver- ið ofmetin og möguleikar henn- ar sem varnarkerfi gegn kjarnavopnaárás hafi verio of- metnir. Hann sagöi aö fjárveit- ingar til stjörnustríðsáætlunar veröi skornar niður. Fyrstu frjálsu kosningarnar í Sovétríkjunum í 70 ár: Sovéskir umbótasinnar sigurvegarar kosninga Umbótasinninn Boris Yeltsin hlaut 89% atkvæða í kjördæmi sínu í Moskvu í kosningunum sem fram fóru í Sovétríkjunum á sunnudaginn. Hér er hann á tali við Moskvubúa. Sovéskur almenningur nýtti sér vel kosningarétt sinn á sunnudag í fyrstu kosningum í sjötíu ár þar sem fleiri en einn frambjóð- andi var í kjöri. Háttsettir menn innan kommúnista- flokksins náðu ekki kjöri til hins nýja fulltrúaþings Sovétríkjanna, en í stað þess náði fjöldi róttækra umbótasinna kjöri. Mikhaíl Gorbatsjov sagði í blaðaviðtali á sunnudaginn að úrs- lit kosninganna væru ekki öllum gleðiefni, enda er Ijóst að komm- únistaflokkurinn á nú við óvæntan vanda að stríða. - Nú, það er ekkert við því að gera, herra landsins hefur talað, sagði Gorbatsjov og átti við sovéskan almenning. Sætastur var sigur Boris Yeltsins sem var útskúfað úr stjórnarnefnd kommúnistaflokksins á síðasta ári vegna kröfu hans um enn róttækari umbætur en Gorbatsjov lagði til í umbótastefnu sinni. Yeltsin hlaut 89% atkvæða í kjördæmi sínu í Moskvu, en Jevgení Brakov sem kommúnistaflokkurinn studdi beið algert afhroð. hrátt fyrir þessi úrslit hefur kommúnistaflokkurinn tögl og hagldir á hinu nýja 2250 manna fulltrúaþingi sem kjósa á 450 manna löggjafarþing sem starfa mun árið um kring í framtíðinni. Hins vegar er ljóst að umbótasinn- ar verða þar ráðandi. Afhroð kommúnistaflokksins er einna mest í Eystrasaltsríkjunum þar sem fylkingar þjóðernissinna unnu stórsigra og náðu tveimur þriðju hlutum þingsæta. f Litháen þar sem hin þjóðlega Sajudis hreyf- ing hlaut 31 sæti af 34 mögulegum náði forseti lýðveldisins og forsæt- isráðherra ekki kjöri. Sama hlut- skipti beið forsætisráðherra Lettlands. Þá var vegur háttsettra kommún- ista í Pétursborg, sem nú nefnist Leníngrad, ekki beysinn. Yfirmað- ur kommúnistaflokksins þar Júrí Solovyov, sem sæti á í stjórnar- nefnd kommúnistaflokksins, án at- kvæðaréttar þó, náði ekki stuðn- ingi helmings kjósenda þó hann væri einn í kjöri. Hann er því úr leik og þarfa að kjósa þar aftur, sem og á fleiri stöðum þar sem frambjóðendur náðu ekki meiri- hluta atkvæða í fyrstu atkvæða- greiðslu. Sömu örlög hlaut borg- arstjórinn í Leníngrad og kollegar hans í Moskvu, Kiev, Lvov, Minsk og Kishinyov. Vegur þeirra frambjóðenda kommúnistaflokksins sem ekki náðu kjöri mun að líkindum ekki liggja upp á við á næstunni. Á blaðamannafundi sem Gennady Gerasimov talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins hélt í gær sagði hann að þeir frambjóðendur flokksins sem ekki náðu kjöri, þar með taldir borgarstjórar og yfir- menn héraðsdeilda flokksins, yrðu að svara fyrir ósigur sinn. - Til dæmis þar sem yfirmenn flokksins í borgum hafa beðið ósigur á ég von á að borgarstjórnir vilji ræða af hverju þeir hafa ekki hlotið stuðnings almennings, sagði Gerasimov. Viðbiögð umheimsins við kosn- ingunum í Sovétríkjunum hafa ver- ið á ýmsa vegu. Á Vesturlöndum hafa flestir lýst ánægju sinni yfir úrslitum kosninganna og menn tal- ið þær skref í lýðræðisátt. Hins vegar sneru Kínverjar blinda aug- anu að kosningunum og minntust ekki á þær. Það sama var uppi á teningnum í Austur-Þýskalandi, Tékkóslóvakíu og Rúmeníu, en þau ríki hafa ekki verið par hrifin af umbótastefnu Gorbatsjovs. Hins vegar voru Pólverjar og Ung- verjar hæstánægðir með úrslitin, enda stefna bæði ríkin á kosningar þar sem einokun kommúnista- flokksins í vali frambjóðenda verð- ur rofin og fleiri en einn frambjóð- andi verður í kjöri í hverju kjör- dæmi. Blóðið rennur í kynþáttaátökum Sprengjuregn í Beirútborg í Kosovohéraði Scrbar í Belgrad höfuðborg Ser- bíu héldu upp á nýja lagasetningu sem tryggir Serbuin aukna hlutdeild í málefnum Kosovohéraðs með veisluhöldum og lúðrablæstri. Hins vegar rann blóðið í Kosovo þar sem Albanar mótmæltu lagasetningunni með mótmælagöngum, árás á lög- reglustöð við landamærin að Alb- aníu og á Serba víðs vegar um héraðið. Hörðustu átökin voru í Pristinu höfuðstað Kosovo. í Kos- ovo búa einungis 200 þúsund Serbar, en tæplega 2 milljónir Albana. Kynþáttaólga hefur gegnsýrt þjóðlífið í Kosovo undanfarna mán- uði. Rúmlega tuttugu manns hafa látið lífið í átökum í héraðinu undan- fama daga og náði blóðbaðið há- marki í gær þegar nítján mótmæl- endur af albönsku bergi brotnir og tveir lögregluþjónar létu lífið. Skot- vopnum hefur óspart verið beitt í átökum lögreglu og mótmælenda. Að vonum hefur verið lýst yfii algeru neyðarástandi í héraðinu og herinn kaílaður til. Fréttamenn og Ijósmyndarar hafa ekki leyfi til að ferðast um Kosovo og flytja fréttir af atburðum þar. Því berast fréttir af átökunum aðallega frá opinberum aðilum í Júgóslavíu. Hins vegar hafa fréttamenn náð að flytja fregnir af flokkum hermanna sem búnir eru til bardaga og ljóst er að lögreglan hyggst verja hendur sínar með skothríð eins og sjá má af mannfalli. Telja menn líkur á að algeru hemaðarástandi verði lýst yfir í héraðinu innan skamms og herlög taki gildi. Páskahelgin var hræðileg fyrir íbúa Beirútborgar sem margir hverj- ir nýttu sér tækifærið í gær þegar smálát varð á sprengjuregninu sem gengið hefur yfir borgina undan- farna daga og forðuðu sér á brott. Ekki var lengi lát á sprengjuhríðinni sem hersveitir múslíma og Sýrlend- inga hafa látið dynja á hverfi krist- inna manna sem aftur á móti láta sprengjum rigna yfir hverfi múslíma og stöðvar þeirra kringum Beirút. Tala fallinna undanfarna daga fer að nálgast hundraðið, en íbúar Beir- út hafa að mestu dvalið í kjöllurum og sprengjubyrgjum að undanförnu. Er borgin eins og draugaborg á að líta. Sýrlendingar hafa tekið þátt í átökunum að undanförnu eftir að Aoun leiðtogi kristinna manna hét því að flæma allt sýrlenskt herlið út úr Líbanon, þó það kosti að Beirút verði jöfnuð við jörðu. Ef fer fram sem horfir mun Beirút verða jöfnuð við jörðu, en talið er að nærri tuttuguþúsund sprengjur hafi fallið á borgina undafarna fimm daga. Utanríkisráðherrar Arababanda- lagsins sem nú funda í Túnis skoruðu á hina stríðandi aðila að koma á vopnahléi í landinu. Á þá hefur ekki verið hlustað. Vanstilltur ítali á sólarströnd: Grýtti berbrjósta konu í hel Átján ára ítalskur skólapiltur grýtti rúmlega fimmtuga konu sem leyfði sér að vera berbrjósta á sólarströnd nærri bænum Savona á norðvesturströnd Ítalíu í gær. Pilt- urinn vændi konuna um ósiðsemi með því að bera brjóst sín. Hann reyndi fyrst að kyrkja konuna, en hún slapp eftir að hafa læst nöglun- um í háls hins ofsafengna pilts. Konan flúði síðan í sjóinn, en pilturinn gafst ekki upp, náði kon- unni og höfuðkúpubraut hana með steinkasti. Lögreglan sem yfirheyrði skóla- piltinn í átta klukkustundir eftir morðið sagði að hann hefði fylgst með konunni baða sig í sólinni yfir helgina. Hann hafi ekki orðið uppvís að afbrigðilegri hegðun áður. Berbrjóstatískan hefur verið al- menn á ströndum Ítalíu í áraraðir og flestir hættir að kippa sér upp við hana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.