Tíminn - 29.03.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.03.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 29. mars 1989 Tíminn 7 Hafnarfjarðarbær leitar hófanna um að kaupa Óttarsstaði og Lónakot. Ef semst eykst land Hafnarfjarðar um 1400 hektara og...: Á annan í páskum kom til hafnar í Reykjavík nýr björgunarbátur Slysavarnafélags íslands eftir fimm daga siglingu frá Skotlandi. Marg- menni safnaðist saman við höfnina og fylgdist með móttökuathöfn sem fór fram við hús Slysavarnafélagsins. Báturinn hlaut nafnið Henry A. Hálfdansson eftir fyrrum fram- kvæmdastjóra félagsins en ekkja hans, Guðrún Þorsteinsdóttir skírði bátinn. - Henry starfaði hjá félaginu frá 1944 til 1972. eða í 28 ár. Báturinn var áður í eigu RNLI, sem er elst breskra björgunarfélaga, en heimahöfn bátsins var í Kirkwall Aðalfundur Rauða kross íslands Aðalfundur Rauða kross íslands 1989 verður haldinn í Reykjavík 28.-29. apríl n.k. Fundurinn verður settur á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18 kl. 20.00 föstudaginn 28. apríl. Dagskrá samkvæmt 16. grein laga RKÍ. Stjorn Rauða kross Islands. Áhöfnin sem sigldi björgunarbátnmn l'rá Skotlandi. F.v. Ásgríniur Björnsson, skipstjóri, Halldór F. Olesen, Einar Sigurjónsson, Hannes Þ. Hafstein, Alec Strutt sem hefur verið i áhöfn bátsins í 19 ár, Hálfdan Henrýsson Og Pétur Kristjánsson. Tímamynd: Árni Bjarna VISA og FÍF veita verðlaun fyrir bestu hugmynd að merki Farkorta: um miðjan maí Farkort Fyrstu Farkort VISA og Félags íslenskra ferðaskrifstofa verða gefin út í maí n.k. Nýlega var efnt til samkeppni um merki fyrir kortin og hlaut Eiríkur Sigurðsson hjá auglýs- ingastofunni ÓSA, fyrstu verðlaun 100.000 krónur. Önnur verðlaun hlaut Finnur Malmquist hjá Góðu Fólki. 50.000 kr.. og þriðju verðlaun hlaut Gunnar J. Straumland. auglýsingastofunni ÓSA. Þá voru veitt aukaverðlaun fyrir sérstæðasta merkið en þau komu í hlut Magnúsar Þórs Jónsson- ar hjá auglýsingastofu Kristínar. Sérstök dómnefnd skipuð fulltrú- um frá VISA og FÍF valdi tillögur að mcrki Farkorts til verðlauna og verð- ur þeim cr vann til fyrstu verðlauna falin útfærsla merkis síns og væntan- lega upplýsingaefnis í framhaldi af því. - ÁG á Orkneyjum. í um tuttugu ár hefur þessi bátur sem áður hét Grace Paterson Ritchie gegnt mikilvægu hlutverki á því erfiða hafsvæði sem er kringum Orkneyjar. Báturinn hefur farið í 174 útköll og bjargað 75 mannslífunt. Áhöfn bátsins hefur tvisvar fengið heiðursverðlaun RNLI fyrir frækileg björgunarafrek. í fyrra skiptið fyrir að hafa í ofsa- vcðri í marsmánuði 1972 bjargað áhöfnum fjögurra danskra fiskibáta, samtals tuttugu manns. í seinna skiptið fyrir að hafa í janúarmánuði 1982 bjargað skoskum fiskibáti af strandstað í ofsaveðri. Um borð var þriggja manna áhöfn en áhöfn björg- unarbátsins tókst að koma línu til þeirra og gat dregið bátinn af strandstað og til hafnar. Margir innlcndir aðilar hafa styrkt Slysavarnafélagið í kaupum á þess- um báti en hann mun gegna veigu- ntiklu björgunarhlutverki auk þcss sem báturinn verður notaður til þjálfunar fyrir meðlimi björgunar- sveitanna. Heimahöfn Henrys A. Hálfdans- sonar verður i Reykjavík og lcysir hann af hólmi björgunarbátinn Gísla J. Johnsen, sent hér eftir vcrður í þjónustu Hafnfirðinga. SSH Nýr björgunarbátur Slvsavarnafélagsins kom til hafnar í Reykjavík á annan í páskum, en sjóflokkar björgunarsveita Slysavarnafélagsins úr nágrannasveitarfélögunum sigldu á móti bátnum og fylgdu honum til hafnar. Timamynd: Árni Bjarna Menntamála- ráðherrann ferðast um Austurland í dag. á morgun og föstudag mun menntamálaráðherra heim- sækja Egilsstaði, Reyðarfjörð, Norðfjörð og fleiri staði. Markntiðið er að fólki gefist á opnum fundum tækifæri til að koma skoðunum sínum varðandi skólamál á framfæri. Auk þessað frétta af því sem verið er að vinna að í ráðuneytinu. Fyrsti fundurinn verður Itald- inn í Menntaskólanum á Egils- stöðum í kvöld og annar fundur- inn verður á santa stað að morgni fimmtudags. Þaðan verður haldið til Reyðarfjarðar. Eskifjarðar og Norðfjarðar og þar heimsóttir skólar og fleiri stofnanir. Um kvöldið verður síðan haldinn fundur í Neskaupstað. Eiðarog Hallormsstaður verða heimsóttir á föstudagsmorgun, auk þess sem farið verður aftur til Egilsstaða. Með Svavari Gests- syni verður Gerður G. Óskars- dóttir ráðunautur í uppeldis- og menntamálum og aðstoðarmaður ráðherra Guðrún Ágústsdóttir. jkb Hafnarfjarðarbær nær suður í Vogakauptún „Það hefur verið rætt hér áratugum saman að að því komi að Hafnarfjarðarbær þurfi að eignast þessar lendur hér sunnan við bæinn. Þetta eru bæði Óttarsstaðir, Lónakot og svæði Landgræðslunnar ofanvert við þann stað sem nýtt álver á að rísa,“ sagði Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Fjarðarpósturinn greindi frá því fyrir páskahelgina að bæjarstjórinn hygðist fá samþykki bæjarráðs fyrir kaupum á Óttarsstöðum og Lóna- koti og sé verðið á þriðja hundrað milljónir króna. Þá er bæjarstjóri gagnrýndur fyrir fjárfestingagleði í leiðara blaðsins og honum bent á að beita aðferðunt Landnámu við að helga sér land, því vandséð sé til hvers Hafnfirðingar þurfi allt það land sem hér um ræðir. Guðmundur Árni sagði að stöðugt væru í gangi viðræður bæjaryfirvalda við landeigendur um landakaup og í sjálfu sér væri því ekkert nýtt þótt viðræður hefðu hafist við eigendur þessara jarða. Það væri Itins vegar nýtt í sant- bandi við Óttarsstaði og Lónakot að nú væru allir eigendur þeirra, sem eru allmargir, tilbúnir að selja. Mál- ið væri hins vegar langt í frá á einhverju lokastigi og þær peninga- upphæðir sem nefndar hefðu veriö í viðræðum við þá væru ekki líkt því jafn háar og ýjað væri að í Fjarðar- póstinum og einingaverð í raun all- miklu lægra en annars staðar hefði tíðkast í kaupurn af þessu tagi. Guðmundur Árni sagði að um Nýr 70 lesta björgunarbátur Slysavarnafélagsins kominn til landsins: Skírður Henry A. Hálfdansson væri að ræða áfar stórt landssvæði, eða 1400 hcktara. Það næði frá Straumsvík til Voga á Vatnsleysu- strönd og í austurátt til fjalla. „Það kemur að því að Hafnar- fjarðarbær þarf á þessu landi að halda, hvort sem það vcrður næstu tíu eða þrjátíu árin. Það er ljóst að bærinn ntun fyrst og frentst vaxa í þessa átt. Bæjarráð hefur falið mér að ræða við landeigendur og það hef ég gert en málið er enn ekki á ncinu ákvörðunarstigi. Fullyrðingar um að verið sé að kaupa land og senda reikning á komandi kynslóðir cru hins vegar algert öfugmæli. Það cr þvert á móti verið að reyna að búa í haginn fyrir þær með því að kaupa land á viöun- andi verði og lctta þcirri byrði af þeint. Bærinn þcnst út og það er nauð- synlegt að horfa lengra en niður á tær sér í þessum ,efnum,“ sagði Guðntundur Árni Stefánsson bæjar- stjóri í Hafnarfirði. - sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.