Tíminn - 29.03.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.03.1989, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 29. mars 1989 Tíminn 3 Fjöldi fólks á leið á skíðalandsmótið á Siglufirði lenti í hrakningum á leiðinni: Um 100 manns gistu í Ketilási í Fljótum Ófærð og slæmt veður setti svip sinn á páskahátíðina á vestan- og norðanverðu landinu. Fjöldi fólks á leið til Siglufjarðar þurfti að gista í Ketilási aðfaranótt fimmtudags þar sem vegurinn til Siglufjarðar var með öllu ófær. I’á þurfti presturinn á Patreksfirði að fresta annarri fermingunni sem fara átti fram á annan í páskum, þar til eftir hádegi í gær, vegna ófærðar. Ágætis veður var á þessum slóðum í gær og voru öll tiltæk tæki vegagerðarinnar við snjóruðning og búist var við að opna mætti marga aðalvegi. Fjöldi snjóflóða féll úr Súðavíkurhlíð og Óshlíðinni um helgina og urðu miklar umferðartafir vegna þess. Snjóflóð sem hcr sést féll í Súðavíkurhlíð á laugardagsmorgun. Ferðalangar á leið milli ísafjaröar og Súðavíkur þurftu að bíða með ferðalög þar til síðar um daginn eftir að flóðinu hafði verið mokað burt. Tímamynd Pjelur Sjóleiðin farin til Siglufjarðar Um lOOmannsáleiðtilSiglufjarð- ar þurftu að gista í Ketilási aðfara- nótt fimmtudags. Fólkið hafði kom- ið að Ketilási í bílaröð og fór snjóruðningstæki á undan, en vegna ófærðar þótti ekki ráðlegt að fara lengra. Daginn eftir var haldið til Sauðárkróks þar sem bátur var feng- inn til að ferja þá sem treystu sér f sjóferð, til Siglufjarðar. Þeir sem eftir urðu, einkum fólk með börn, gistu hjá vinum og ættingjum yfir páskana og í grunnskólanum Sól- görðum gistu sjö manns í góðu yfirlæti. Að sögn skólastjórans, Valbergs Hannessonar, komu þau í skólann á fimmtudag og í gærdag biðu þau eftir að vegurinn yrði opnaður til Siglufjarðar. Moksturinn sóttist seint, enda snjórinn mikill og blautur og því erfitt að moka. Búist var við að vegurinn opnaðist í gærkvöldi og væntu menn þess að hann héldist eitthvað opinn, enda veður orðið ágætt. Hulda Magnúsdóttir frá Siglufirði var ein þeirra sem gistu á Sólvöllum ásamt manni sínum og þriggja ára barni. Þau lögðu af stað frá Reykja- vík um ellefu á miðvikudagsmorgun og voru komin að Ketilási, ásamt um 100 manns, um eittleytið aðfaranótt fimmtudags. „Það var alveg snar- vitlaust veður og sást ekki út úr augum,“ sagði Hulda. Hún sagði að flestir hefðu farið daginn eftir á Krókinn og farið með báti til Siglu- fjarðar. En þar sem vont hefði verið í sjóinn hefðu þau ekki treyst sér í þá ferð þar sem þau voru með barn með sér. Þau voru síðan flutt að Sólvöllum, þar sem þau eru búin að dveljast yfir páskana ásamt annarri fjölskyldu í góðu yfirlæti. „Börnin hafa tekið þessu mjög vel, enda nóg pláss til að leika sér á. Við vorum svo heppin að koma við í Hagkaup áður en við lögðum af stað og keyptum í matinn, þannig að okkur hefur ekki skort vistir né annað, því hér er allt til alls,“ sagði Hulda. Fresta þurfti fermingu Á Vestfjörðum hafa nær allir vegir verið ófærir yfir páskana og á norðanverðum Vestfjörðum var aðeins fært frá Súðavík um ísafjörð til Bolungarvíkur. Sömu sögu er að segja um færð á sunnanverðum Vest- fjörðum. Presturinn á Patreksfirði átti að ferma á tveim stöðum á annan í páskum, í Stóra-Laugardals- kirkju í Tálknafirði og á Brjánslæk á Barðaströndinni, en vegna ófærðar komst hann ekki nema til Tálkna- fjarðar og var því aðeins fermt í Stóra-Langadalskirkju á annan í páskum. Presturinn þurfti að fara á snjóbíl til Tálknafjarðar og organist- inn, sem býr á Bíldudal, kom á vélsleða til kirkju. Vegna þessa tafð- ist athöfnin fram yfir hádegi og því var ekki hægt að ferma á Brjánslæk á tilsettum tíma. f gær fóru síðan presturinn og organistinn á vélsleða áleiðis til Brjánslækjar og voru þeir sóttir á bíl þegaryfir Kleifarheiði var komið. Fór því fermingarathöfnin fram síðdegis í gær. Mjólkurskortur á Ólafsfirði Ólafsfirðingar máttu líða mjólkur- skort fyrir páska, vegna þess að bæði land- og flugsamgöngur lágu niðri. Brugðið var á það ráð að flytja mjólkin á báti og kom mjólkin á Ólafsfjörð undir kvöld á fimmtudag. Var því brugðið á það ráð að opna kaupfélagið í klukkutíma á skírdags- kvöld til að hægt væri að koma mjólkinni til mjólkurþyrstra Ólafs- firðinga. Á laugardag kom viðbótar- sending af mjólk með flugi og í gær einnig, en búist var við að vegurinn fyrir Múlann yrði opnaður síðdegis í gær og því ætti mjólkurskorturinn að vera úr sögunni. Á Dalvík þurfti einnig að flytja mjólk sjóleiðina á laugardag, en vegurinn til Dalvíkur var með öllu ófær framan af laugardeginum. Búið var að ryðja milli Akureyrar og Dalvíkur og í gær var unnið við að ryðja veginn milli Akureyrar og Húsavíkur, en ófært hefur verið þar á milli síðan fyrir helgi. Þá vareinnig unnið að því í gær að opna veginn austurum. Austfirðingar sluppu að mestu við ófærð um páskana og var í gær fært um alla firði. Sömu sögu er að segja af Suðurlandi. -ABÓ Enginn fer á bifreið um Urðarveg á Ísafirði þessa dagana. Eins og þessi mynd sýnir er mikill snjór yfir öllu og hefur þurft að stinga niður stikum til að merkja hvar bílar eru undir, svo þeir verði ekki fyrir skemmdum. Tímamynd Pjetur HÍ færð gjöf Tölvufyrirtækið Apple og Radíó- búðin hf. afhentu nýverið Háskóla íslands fimm Macintosh tölvur að gjöf. Verðmæti gjafarinnar nemur 4,25 milljónum króna. Á myndinni eru f.v. Stefán Risberg forstjóri Apple á Norðurlöndum, Sigmundur Guðbjarnason rektor Háskóla Is- lands og Jóhann P. Malmquist próf- essor í tölvufræðum við HÍ. Lukkupottar síðastliðinnar helgar: Meira en þrjátíu millj.ívinninga Fjórir voru með fimm rétta í Lottói íslenskrar getspár um helg- ina og sex manns með tólf rétta í íslenskum getraunum. Fyrsti vinningur Lottósins nam rúmlega þremur milljónum á hvern miða. Einn vinningsmiðanna var keyptur í Reykjavík, annar í Hafn- arfirði, þriðji kom frá Grindavík og sá fjórði frá Bolungarvík. Þegar Tfminn athugaði málið í gær hafði aðeins einn vinningshafa látið heyra í sér, en sá vildi ekki láta nafns síns getið. Fjórtán manns fengu bónusvinn- ing að upphæð rúmlega áttatíu þúsund krónur. Með fjóra rétta voru þrjú hundruð sjötíu og níu manns og fékk hver um firnrn þúsund krónur í sinn hlut. Heildarvinningsupphæðin var um tuttugu milljónir króna en potturinn var þrefaldur. í síðastlið- inni viku voru keyptir lottómiðar fyrir rúmlega 36 milljónir króna samtals. Fyrsti vinningur íslenskra gct- rauna skiptist niður á sex seðla. Tveir voru frá Akureyri, einn frá Reykjavík, annar frá Hafnarfirði, sá fimmti frá Kópavogi og sjötti frá Vík í Mýrdal. Hver vinningshafa fékk rúmlega eina og hálfa milljón í sinn hlul. Einn seðlanna var tölvuvalinn, annar margviknaseöill og fjórir voru opnir seðlar. Fyrir ellefu rétta fengu liðlega 130 manns um fimmtán þúsund krónur. Potturinn var fjörfaldur og hcild- arvinningsupphæðin nam rúmlega ellefu milljónum króna. I síðustu viku voru seldir getraunaseðlar fyrir rúmlega átján milljónir. í gær höfðu aöeins tveir vinningshafa vitjað vinninganna og annar þeirra notaði svokallað sparnaðarkerfi. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.