Tíminn - 29.03.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.03.1989, Blaðsíða 5
Tíminn 5 Miövikudagur 29. mars 1989 Verslun með úttektarseðla krítarkorta: Avöxtunarkrafan er komin helming fram úr verðbólgu Tíminn hefur heimildir fyrir því, að ávöxtunarkröfur þeirra, sem kaupa úttektarseðla (slips) af Eurocard og Visa nemi allt að 64% á ársgrundvelli. Ávöxtunarkrafa Fjárfestingar- félagsins er hæst eða 64%. Hjá Kaupþingi er ávöxtunarkrafan 50%. Verðbréfamarkaður Iðnað- arbankans var með 45%, en mun nú vera hættur að kaupa kortaseðl- ana. Verðbréfamarkaður Útvegs- bankans er með 50%, en það eru einkum fjárfestingarfélög og verð- bréfamarkaðir, sem kaupa og keypt hafa kortaseðla. Ávöxtunar- kröfur sem þessar hafa hækkað mikið upp á síðkastið, en hækkun- in hefur þó hvergi verið sambærileg við hækkun Fjárfestingarfélagsins. Grætt á verðbólgu Ljóst er að meö þessu er farið langt fram úr þeirri verðbólguþró- un, sem verið hefur að undan- förnu. Hefði þó að öllu athuguðu þótt ástæða til að halda sig við þau mörk sem hún setur að viðbættum raunvöxtum. Farna er hins vegar um að ræða, að nota verðbólgu- þróunina sem gróðalind. Skýring á því hvers vegna seljendur korta- seðla taka svona kostum er talin sú, að framboð sé svo mikið af kortaseðlum, að það veiti tækifæri til að hækka ávöxtunarkröfur upp úr öllu valdi. Hér er um að ræða alveg örugg viðskipti, vegna þess að Visa og Eurocard greiða fyrir kortaseðl- ana, þegar þeim er framvísað á gjalddögum. Ávöxtunartíminn er mismunandi og getur orðið allt að tæpur hálfur annar mánuður. Líka í þjónustugjaldi Til viðbótar þeim vaxtahagnaði, sem kaupcndur kortaseðla hafa af viðskiptum við kaupmenn má geta þess. að kortafyrirtækin taka mis- munandi prósentur af kaupmönn- uni fyrir þjónustuna, og fcr það eftir viðskiptum og veltu. Þessi umboðslaun eru frá I % upp í 3%. Nú semur söluhár kaupmaður um aðgreiða 1% til kreditkortafyr- irtækis fyrir þjónustuna. í slíku tilfelli myndi verðbréfafyrirtækið fá 3% vegna almennrar regiu, og hirða þvt 2% mismun til viðbótar ávöxtuninni. BankieinsogÚtvegs- bankinn endurgreiðir þó þennan mismun, sé um hann að ræða. Tíminn hefur ekki hcimildir um önnur fyrirtæki, sem stunda fyrr- greind viðskipti. f>að þýðir ekki að fleiri verðbréfafyrirtæki geti ekki stundað þessi viðskipti, sem eru mjög ábatasöm. Sem dæmi má nefna, að kaupi Fjárfestingarfélag- ið kortaseðla fyrir eina milljón króna fær það í sinn hlut 107,528 kr. Þó sauðburður hefjist almennt ekki fyrr en fyrrihluta maí, er alltaf eitthvað um að fyrirmálslömb líti dagsins Ijós. Meðfylgjandi mynd var tekin á bænum Hlíð undir Eyjafjöllum, en þar komu í heiminn tvö lömb á föstudaginn langa. Ærin hefur trúlega tekið forskot á sæluna í vetur, en síðast þegar Timinn fregnaði voru tvílembingamir og móðir þeirra við góða heilsu. Tímamynd: S.I. Hrun í bílainnflutningi janúar og febrúar: Aðeins 885 bílar í janúar og febrúar „Tölur um bifreiðainnflutning fyrstu tvo mánuði þessa árs sýna algjört hrun miðað við sama tíma í fyrra,“ segir í frétt frá Bílgreinasam- bandinu. Mánuðina janúar og febr- úar í ár voru aðeins fluttir inn 885 bílar, þar af 705 nýir fólksbílar. Sömu tvo mánuði 1988 voru aftur á móti fluttir inn 3.176 bílar hvar af nýir fólksbílar voru 2.542, eða hátt í fjórfalt fleiri en nú. Bílainnflutningur það sem af er árinu virðist svipaður og hann var árið 1985. Tölur um innflutning fyrstu tvo mánuði þess árs eru ekki tiltækar, en skýrslur Hagstofunnar telja þá 1.470 bíla flutta til landsins á fyrstu þrem mánuðum ársins, hvar af 1.117 voru nýir fólksbílar. Allt árið 1985 voru fluttir inn samtals 7.170 bílar. En árin 1983 og 1985 eru minnstu bílakaupaárin allt aftur til ársins 1976. Þessi „sparnaður" almennings varðandi bílakaup, a.m.k. þessa fyrstu mánuði ársins, kemur aftur á móti illilega niður á okkar sítóma ríkiskassa. Bílgreinasambandið áætlar tekjur ríkissjóðs af aðflutn- ingsgjöldum og söluskatti um 300 millj. kr. í janúar/febrúar í stað u.þ.b. 1.000 milljóna kr. efbílakaup hefðu verið álíka og á sama tíma í fyrra. Þá vekur Bílgreinasambandið at- hygli á, að verð nýrra bíla hafi hækkað um 60-70% á hálfu öðru ári, enda hafi sérstakt innflutningsgjald hækkað úr því að vera 0-32% eftir vélarstærð bifreiða í það að vera nú 16-66%. Fróðlegt er að rifja upp tölur um bílainnflutning síðustu tvo áratugina (í heilum hundruðum): Bílainnflutningur 1971-1988 Nýir Allir fólksbílar bílar 1971 6.400 7.700 1972 5.800 7.100 1973 6.300 8.100 1974 8.900 10.600 1975 2.900 3.500 1976 3.800 4.500 1977 6.800 7.800 1978 7.700 8.900 1979 7.100 8.200 1980 7.600 8.900 1981 8.500 10.400 1982 8.600 10.500 1983 4.700 5.900 1984 7.100 8.600 1985 5.700 7.200 1986 13.400 15.600 1987 18.100 23.500 1988 12.300 15.100 Þessi upptalning sýnir m.a. að eftir algert metár í bílainnflutningi 1974 verður „hrun“ næstu tvö ár á eftir. Og eftir tvö stórinnflutningsár, 1981-82, verður annað hrun. Eftir innflutning um 54.200 bíla á aðeins þrem s.l. árum hafa varla aðrir en allra bjartsýnustu menn búist við áframhaldandi 15-20 þús. bíla inn- flutningi á ári. Athyglivert er, að árið 1971 áttu fslendingar „aðeins" um 52.200 bíla (46.700 fólksb.) - þ.e. um tvö þús- und bílum færra heldur en nú hafa verið fluttir inn á aðeins þrem árum. Lítið mun því vanta á að fjöldi bíla í landinu hafi þrefaldast á árunum 1971 til 1988. íslendingum sjálfum fjölgaði í kringum 44 þús. á þessu tímabili, en bílum beirra um hátt í 100 þúsund á sama tíma. - HEI Borgarráð bíður svars Pósts og síma um neyðarnúmer, en þeir hrista höfuðið: Gáfu svar ’86 Ný króna að koma í umferð, sem er óbreytt í útliti en með annað innihald: Ódýrari krónur „Póstur og sími hefur nú þegar gert ráðstafanir til að aðilar erlendis frá, sem reynslu hafa af rekstri og uppbyggingu hliðstæðra kerfa, kynni borgaryfirvöldum hvernig hliðstæð þjónusta er byggð upp 'annars staðar.“ Þessi orð standa í tilkynningu frá Tæknideild Pósts og síma en þar segir að ákveðið sé af hálfu stofnun- arinnar að númerið 000 verði neyð- arnúmer. Þegar hringt verði í núm- erið hvaðan sem er af höfuðborgar- svæðinu, verði svarað hjá sameigin- legri neyðarþjónustu fyrir lögreglu, slökkvilið, Almannavarnir óg hugs- anlega fleiri. Tíminn greindi frá því í frétt þann 18. þ.m. að borgarráð biði enn svara Pósts og síma um neyðarnúmer fyrir Reykjavík en samkvæmt upplýsing- um stofnunarinnar var borgarstjóra svarað bréflega þann 5. ágúst 1986. Forsaga eins neyðarnúmers er sú að Katrín Fjeldsted flutti um það tillögu í borgarráði í júlí 1986 og barst stofnuninni beiðni um umsögn frá Davíð Oddssyni borgarstjóra um viku síðar. Jón Skúlason þáverandi póst- og símamálastjóri svaraði erindinu í bréfi til borgarstjóra 5. ágúst 1986.1 svarinu kom fram að viðræður hefðu staðið nokkrum árum áður um þetta mál og talað um að allar hringingar í sérstakt neyðarnúmer - 000 - kæmu inn á skiptiborð Reykjavík- urlögreglunnar sem yrði breytt á þann veg að auðvelt yrði að beina símtölunum áfram til slökkviliðs, sjúkrahúsa og annarra sem hefðu neyðarþjónustu með höndum. Póstur og sími hefði þá boðist til að koma þessu á og breyta um leið skiptiborði lögreglunnar, en engin ósk um það hefði hins vegar borist frá borgarstjórn eða lögreglunni. Póstur og sími hefur fyrir nokkr- um árum tekið númerið 000 frá í þessum tilgangi til nota um mest allt land. Það hefur um nokkurt skeið verið notað á Suðurnesjum og á Selfossi. -sá „Það er það lítill munur á þyngd- inni að menn finna hann ekki og að auki er sú nýja nákvæmlega eins útlits,“ sagði Jón Friðsteinsson hjá Seðlabankanum þegar hann sýndi Tímamönnum nýju krónuna sem er að koma í umferð. Nýja krónan er úr nikkelhúðuðu stáli og er að sögn seðlabankamanna hálfu grammi léttari en sú gamla sem var úr kopar- og nikkelblöndu. Tímamenn brugðu ónotaðri krónu frá 1987 á vog í póstafgreiðsl- unni við Eiðistorg og vogin sýndi að þyngd „gömlu" krónunnar var fimm grömm. „Nýja“ krónan var hins vegar fjögur grömm að þyngd, en vera má að vog Pósts og síma sýni þyngd eingöngu í heilum grömmum. Nýja krónan er tæplega 50 aurum ódýrari í framleiðslu en sú gamla og kostar í framleiðslu 1,20 kr. sty kkið. Jón sagði að krónumyntin væri nú verðminnsta íslenska myntin sem slegin væri þar sem hætt væri að slá aurana og því hlyti að koma að því að þeir hyrfu með öllu. Eldri krónumyntin heldur að sjálf- sögðu gildi sínu og verður jafnhliða hinni nýju í umferð. En það eru þó ekki allir sem þiggja nýju krónuna. Við brugðum slatta af henni í gosdrykkjasjálfsala og viti menn: Hann fúlsaði gersam- lega við henni og skilaði henni aftur en þáði þá gömlu með þökkum og skilaði frá sér dós af Pepsí í þakkar- skyni. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.