Tíminn - 29.03.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.03.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miövikudagur 29. mars 1989 t Útför eiginmanns míns Finnboga Rúts Valdemarssonar veröur gerö frá Kópavogskirkju i dag kl. 15.00. Hulda Jakobsdóttir. t Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdaföður og afa Þorgeirs Þorleifssonar frá Þverlæk. Þorgeröur Jónsdóttir Jón Þorgeirsson Sigurbjörg Runólfsdóttir Vilborg Þorgeirsdóttir Gunnar Þórisson Friðgeir Þór Þorgeirsson Anna Davíðsdóttir Guðmundur Skúli Þorgeirsson Rósa Dagbjört Hilmarsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn Sigurvin Einarsson fyrrverandi alþingismaður lést aö kvöldi skírdags. Jaröarförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 5. apríl kl. 13.30. Jörína Jónsdóttir. t Útför Valgerðar Sigurþórsdóttur frá Lambhaga ferfram frá Oddakirkju á Rangárvöllum laugardaginn 1. april kl. 2 e.h. ÞóraGísladóttir Ingileif Gísladóttir HelgaGísladóttir Nikulás Gíslason Olafur Gislason Ingvar Ingvarsson barnabörn og barnabarnabörn. Sveinn Sigurðsson Edda Helgadóttir Sigriður Vilmundardóttir Þóra Stefánsdóttir t Móöir mín, tengdamóðir og amma Hulda Árdís Stefánsdóttir fyrrverandi skólastjöri lést aö kvöldi laugardagsins 25. mars. Guðrún Jónsdóttir, Páll Líndal og börn. t ÞAKKARÁVARP Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa Þorgríms Maríussonar Höföabrekku 16, Húsavík. Guö blessi ykkur öll. Brynja Þorgrímsdóttir Skjöldur Þorgrímsson Helga Þorgrímsdóttir Sigurbjörn Þorgrímsson Sigrún Þorgrímsdóttir Guðrún Þorgrímsdóttir Maria Þorgrímsdóttir Jónína Þorgrímsdóttir Steinunn Þorgrímsdóttir barnabörn og barnabarn Magnús Kristjánsson ÞórhildurHólm Hallgrímur Oddsson GarðarEyjólfsson Halldór Ingólfsson Bjarni Guðmundsson Guðmundur Sigurmonsson ■llll MINNING Finnbogi Rútur Valdemarsson Fæddur 24. sept 1906 Dáinn 19. mars 1989 Andlátsfregn Finnboga Rúts fööurbróöur míns barst mér í þann mund sem utanríkisráðherrar V- Evrópuríkja settust á rökstóla í höll Evrópubandalagsins í Brussel - í salarkynnum sem þeir kenna við Karlamagnús. Mér var hugsað til frænda míns um leið og ég lagði hlustir við orðræðu starfsbræðra minna, í þess- ari nýju höfuðborg gömlu Evrópu. Mér varð hugsað til þess, að hér hefði hann notið sín öðrum mönnum betur við að sækja og verja málstað íslendinga í alþjóðamálum og etja kappi við mannvitsbrekkur annarra þjóða, með galdri og kúnst. Hann hefði ekki þurft að nýta neitt túlkun- arkerfi, fljúgandi fær sem hann var á höfuðtungum álfunnar: frönsku spænsku, þýsku og ítölsku (Guðrún dóttir hans hefði kannski þurft að hjálpa upp á rússneskuna). Sérfróð- ur um alþjóðalög og rétt; lifandi alfræðibók um sögu og menn- ingu, hugsunarhátt, hugsjónir, hags- muni og hindurvitni þeirra þjóða, sem hér áttu fulltrúa við borðið. Menntunar sinnar vegna og hug- sjóna var Finnbogi Rútur Evrópu- sinni, í bestu merkingu þess orðs. Hann nam fræði sín í París, Berlín. Gcnl' og Róm við skóla, sem var alþjóðleg stofnun - rekin af Þjóða- bandalaginu gamla. Lífsskoðun hans var þrauthugsuð og pólitískur vilji hans hertur í eldi einhvers mesta mannraunatímabils í sögu Evrópu. Hugsjón hans var alþjóðlegt öryggis- og friðargæslukerfi, þar sem öfl mannvits og mannréttinda fengju haldið aftur af tortímingaröflum heimsku og ofstækis, sem Ævinlega eru reiðubúin að hleypa veröldinni í bál og brand af minnsta tileíni. Það var því ekki að tilefnislausu sem mér varö hugsað til þessa fjöl- gáfaða og margbrotna frænda míns um leið og ég hlustaði á fulltrúa hinnar nýju Evrópu reifa ýmsa þætti Evrópuhugsjónarinnar - í nýrri út- gáfu. Þetta eru spennandi tímar. Fámenn þjóð eins og okkar þarf nú sem aldrei fyrr á að halda fleiri mönnum eins og Finnboga Rút Valdemarssyni, til þcss að sjá fótum sínum forráð í samskiptum við hið rísandi Evrópustórveldi. Og til þess að nema stóru drættina í þeirri nýju hcimsmynd, scm smám saman er að verða til fyrir augum okkar. Þversagnirnar í lífi og starfi Finn- boga Rúts hljóta að hafa rekist harkalega á, á stundum: Útkjálka- maðurinn, sem var heimsborgari fram í fingurgóma; sérfræðingur í alþjóðamálum, sem gerðist tribunus populus fátæks fólks í berangri Kópavogs; hinn róttæki vinstrisinni sem fyrirleit kommúnista og alla þeirra fólsku og fordæðuskap: hinn margræði menntamaður og einfari, sem gerðist mesti kosningasigurveg- ari lýðveldissögunnar og naut ein- stakrar lýðhylli alþýðu- fólks. Klassíkcr, sem gerðist bylt- ingamaður í blaðamennsku og áróð- urstækni. Hæfileikarnir voru svo miklir og margvíslegir aö það var ekki einfalt mál, til hvers ætti að nota þá. Og útilokað að fella þá í cinn farveg þar sem þeir gætu streymt fram í friðsæld og lygnu. Að loknu fundaþrasi í Osló, Kaupmannahöfn, Brussel og Stras- bourg, tókum við Bryndís næturlcst til Milanóogeydduin þremurdögum í litlu miðaldaþorpi á ítölsku strand- lengjunni skammt frá Genúa. Einnig þetta umhverfi vakti upp minningar um frænda minn. Á þessum slóðum eyddi hann mörgum sumrum á námsárunum, við þröngan kost en fullur af lífsþorsta og fróðleiksfýsn. Saga Evrópu verður hvergi betur skilin en frá miðpunkti markaðs- torgsins í miðaldaþorpi við Miðjarð- arhafið. „The Glory Ihat was Greece and Ihe Grandeur that was Rome" - af þeirri rót er það allt saman upp runnið. Af þessum slóðum snéri hann ungur heim, brenndur af suð- rænni sól, framandlegur í hugsun og háttum. en ráðinn í að leggja fram sinn skerf í lífsbaráttu þess útkjálka- fólks, sem ól hann. Alþýðuflokkurinn og vinstri hreyfingin á íslandi á Finnboga Rút mikið upp að unna. Það var Jón Baldvinsson sem kvaddi Finnboga Rút ungan heim til starfa í þágu Alþýðuflokksins og verkalýðshreyf- ingarinnar. Finnbogi Rútur gerði Alþýðublaðið að stórveldi á einni nóttu. Hann ruddi brautina fyrir mesta kosningasigur Alþýðuflokks- ins fyrr og síðar og þar með fyrir ríkisstjórn hinna vinnandi stétta, sem vann stór afrek við að létta alþýðu manna lífsbaráttuna á tímum heimskreppu og í aðdraganda heimsstyrjaldar. Síðan skildu leiðir, en málstaðurinn varhinnsami: Þjóð- félag jafnaðarstefnu, mannrcttinda og mannúðar. Þeim málstað þjónum við enn. Og senn liggja allar leiðir til Rómar æskuhugsjónarinnar á ný. Fyrir hönd Alþýðuflokksins flyt ég ekkju Finnboga Rúts, Huldu Jakobsdóttur, vinum hans, afkom- endum og aðdáendum fjölmörgum dýpstu samúðarkveðjur. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins. Sumir menn eru þeirrar gerðar. að þeir hljóta að bregða stórum svip yfir umhverfi sitt og samfélag meðan þeir eru ofan moldu. ekki aðeins meðan þeir eru í fullu fjöri og starfi, heldur cinnig þótt um kyrrist og þeir setjist í stein elliára. Þeir eiga jafnvel samleið með nýrri kynslóð inn í framtíðina og móta líf hennar að einhverju leyti með fyrri verkum sínum eftir að þeir eru gengnir. Finnbogi R. Valdemarsson var einn slíkra manna. Hann lést 19. rnars s.l. 82 ára að aldri og verður borinn til grafar frá Kópavogskirkju í dag. Finnbogi R. Valdemarsson fædd- ist í Fremri-Arnardal í Evrarhreppi í Norður-lsafjarðarsýslu 24. sept. 1906, sonur Valdemars Jónssonar. bónda þar, og Elínar Valdemars- dóttur konu hans. Hann var bráðger og frábær námsmaður og tók stúd- entspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1927 og las Síðan lögfræði í Háskóla íslands einn vetur, en var næstu fimm ár við nám í alþjóðarctti í París, Genf, Berlín og Róm. Þegar hann kom heim 1933 varð hann ritstjóri Alþýðublaösins til 1938. Þá kom í ljós að hann var ritfær í besta lagi, harðsækinn baráttumaður og gagnmenntaður. Hann lyfti Alþýðu- blaðinu til nýs vegs og gerði þaö áhrifaríkt málgagn. Með breytingum á útliti þess og framsetningu vann hann að ýmsu leyti brautryðjenda- starf í íslenskri blaðamennsku. Árið 1938 beitti hann sér fyrir stofnun Menningar- og fræðslusambands al- þýðu og varð framkvæmdastjóri þess. Það gaf út allmargar góðar bækur á næstu árum og starfaði af þrótti. Árið 1938 kvæntist Finnbogi Huldu Jakobsdóttur, og 1940 fluttust þau í Kópavog og reistu sér býlið Marbakka við Fossvog. Þar bjuggu þau síðan nálega hálfa öld. Finnbogi var landskjörinn þingmaður árin 1949-59, síðan þingmaður Reykja- neskjördæmis til 1963, en varð þá bankastjóri Útvegsbanka íslands og gegndi því starfi til 1972. Hann sat hafréttarráðstefnu SÞ 1974 og alls- herjarþing SÞ 1956 og 1957. Þegar Finnbogi og Hulda fluttust í Kópavog 1940 var þéttbýlið þar að hefjast með fálmandi tökum, skipu- lagsleysi og fátækt fólk, sem kom víða að, reisti sér skýli eins og landnámsmenn og háði baráttuna við allsleysið í sporum þeirra. Það var engu líkara en ungu hjónin á Marbakka tengdust þessari barn- ungu byggð og fólki hennar þá þegar þeim böndum sem aldrei yrðu slitin. Þau gengu í þessa sveit með hug og hjarta landnámsmannsins og urðu óaðskiljanlegur hluti hennar, og Finnbogi sjálfgefinn forystumaður sem hvergi lét undan síga. Um hann safnaðist vösk sveit úr hópi þessara frumbyggja. Þeir stofnuðu Fram- farafélagið, sem varð brjóstfylking íbúanna í Kópavogi í hraðri og sögulegri sókn til skipulegra sam- búðarhátta og sjálfstæðs sveitarfé- lags. Þessi samfylking landnáms- fólksins á okkar tíð í Kópavogi undir forystu Finnboga R. Valdemarsson- ar réð úrslitum um árangursríka og manndómslega framvindu í málefn- um byggðarlagsins. Finnbogi var óskoraður forystu- maður Kópavogshrepps frá upphafi til loka, og samfylking frumbyggj- anna um hann rofnaði aldrei. Auð- vitað uröu átök stundum hörð, eink- um er á leið og fólki fjölgaði, en mikill mcirihluti stóð ætiðfast saman um Finnboga Rút. Þegar kaupstað- arstofnun komst á dagskrá, var Finn- bogi hcnni andvígur í fyrstu, taldi hana ekki tímabæra árið 1954, því að of margt væri enn ógert og réttara að vanda grunninn betur en orðið var. áður en í þetta yrði ráðist. En það er sögulegur vitnisburður um þennan forystumann. að í fyrstu bæjarstjórnarkosningum í Kópavogi á ári kaupstaðarstofnunar hlaut hann og liðssveit hans mikinn meiri- hluta, eins og áður hafði verið, en ekki þeir sem fyrir breytingunni höfðu barist. eins og hefði verið eðlilegt að vænta. Kópavogsbúar treystu honum einfaldlega best fyrir málum nýs kaupstaðar alveg eins og hreppsfélagsins áður. Og Finnbogi brást í engu fremur en fyrr. Hann tók heilum höndum á þessu verk- efni, beitti sér af festu og skarpri rökvísi fyrir réttindum bæjarins bæði á Alþingi og við ríkisstjórn ekki síður en á heimaslóð. Það var eitt fyrsta verk hans í bæjarstjórn að bera fram það mál, að bærinn fengi keypt landið, sem hann stóð á, með viðráðanlegum hætti. Hann hélt því fram með skýrum rökum, að ríkið ætti að selja bænum landið á frum- verði, því að umbætur og ræktun á því væri verk og eign íbúanna sjálfra. Á þessi rök var fallist. Þessi forvsta bar ómetanlegan árangur sem verða mun langa framtíö varanleg undir- staða bæjarbyggðar. þarsem Ióðirn- ar urðu eign bæjarins. Ég held að þessi mikilvægu úrslit séu öllu öðru fremur skjótri og snjallri málafylgju Finnboga að þakka - og að sjálf- sögðu velvilja ráðamanna rikis á þeirri stundu. er þessum málum var ráðið til lykta. Hér verður ekki rakið hversu framsýni Finnboga og glöggskyggni kom víða fram á þessum hraðvaxtar- árum hrepps og bæjar. Hann setti fram skýrar meginhugmyndir um framtíðarskipulag bæjarins. og menn muna það vel. hve mikla alúð hann lagði sjálfur við að finna þeim

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.