Tíminn - 29.03.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.03.1989, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 29. mars 1989 Tíminn 9 VETTVANGUR Guðmundur P. Valgeirsson: Eftirlætis- og áróours- mvndefni Sjónvarpsins Það getur varla farið framhjá nokkrum manni, sem fylgist með Sjónvarpsfréttum hvert eftirlætis- myndefni þess er og í hvaða til- gangi því er beitt. Allt sem vakið getur hrylling áhorfenda er notað út í æsar í tíma og ótíma. Hver man ekki hvað iðið Sjón- varpið var við að sýna meðferð gyðinga og misþyrmingar þeirra á palestískum börnum og unglingum í átökum þessara grannþjóða á s.l. ári, þar til áhorfendum ofbauð og afbáðu slíkt myndefni, sem borið var á borð fyrir börn á öllum aldri jafnt og fullorðna, enda ekki hægt að greina þar í milli fyrir sjónvarps- notendur. - Og hver veitir því ekki eftirtekt, að á þeim bæ er aldrei vikið svo orði að hvalveiðimálum okkar og þeim deilum, sem um það hafa spunnist erlendis og hér heima, að ekki séu dregnar fram myndir af hvaladrápi og öðru því sem ógeðfelldast kann að virðast í sambandi við þær veiðar og vinnsluferil afurða þeirra. Varla getur hjá því farið að áhorfendur dragi af þessu þá álykt- un, að þeir sem að þeim fréttaflutn- ingi standa með þessum hætti hafi skipað sér f sveit með þeim áróð- urs- og öfgamönnum, sem hafa einsett sér að koma í veg fyrir þessar veiðar íslendinga með hvaða ráðum sem tiltæk eru, jafn- vel með ofbeldisaðgerðum, eins og komið hefur fram fyrr og nú. Þessar myndbirtingar eiga að stuðla að því. Ekkert eðlilegt fréttamat liggur að baki þessum myndbirtingum. - Allir vita að hið talaða orð sem látið er fylgja slíkum myndum hverfur í skugg- ann fyrir áhrifum myndarinnar. Því er hér um hið skæðasta áróð- Ég fæ ekki séö hvaða nauðsyn sjónvarps- fréttamönnum er á að velta sér og öðrum upp úr þessu og hafa það sem sérstakt myndefni áhorfendum til skemmtunar og fræðslu, en þó bannað börnum. Og lítill vin- semdarvottur er frændum okkar, Norð- mönnum, sýndur með því að vega að þeim á þennan hátt í fréttum og fréttamyndum. Nóga raun munu þeir hafa af því sem á hefur orðið og þeim borið á brýn af misjöfnum sauðum af illa tilkom- inni myndatöku. Guðmundur P. Valgeirsson. ursvopn að ræða sé því beitt í þeim tilgangi. Ef starfsmenn Sjónvarps- ins vilja ekki liggja undir því ámæli, að þeir hafi skipað sér í sveit með þeim óaldalýð, sem ógnar atvinnu- lífi okkar og sjálfsákvörðunarrétti, að alþjóðalögum, þá ættu þeir að sjá sóma sinn f að breyta þessum frásagnarhætti sínum og myndbeit- ingu frá því sem verið hefur. Með því afsönnuðu þeir þá skoðun al- mennings, að þeir hefðu skipað sér í sveit erlendra ofbeldismanna. Hér hefði mátt láta staðar numið í aðfinnslu og umvöndun við þann gest, Sjónvarpið, sem leiddur hefur verið til stofu á hvers manns heimili og settur þar í öndvegi til frásagnar og fræðslu heimilismönnum. En af nógu er að taka af svipuðu tagi í frásögn og fræðslu þessa áhrifa- mikla fjölmiðils. Nú síðustu daga hefur rekið, að því er virðist, sérlega áhugavert frétta- og myndefni af seladrápi Norðmanna í norðurhöfum. Myndir, sem eru í eðli sínu óhugn- anlegar og ekki síst eins og þær birtast á skjánum sí endurteknar. En það sem þar er sýnt er þó í meginatriðum fylgifiskur slíkra veiða. Ég fæ ekki séð hvaða nauðsyn sjónvarpsfréttamönnum er á að velta sér og öðrum upp úr þessu og hafa það sem sérstakt myndefni áhorfendum til skemmtunar og fræðslu, en þó bannað börnum. Og lítill vinsemdarvottur er frændum okkar, Norðmönnum, sýndur með því að vega að þeim á þennan hátt í fréttum og fréttamyndum. Nóga raun munu þeir hafa af því sem á hefur orðið og þeim borið á brýn af misjöfnum sauðum af illa til- kominni myndatöku. Öllum mönnum, sem komnir eru til vits og nokkurs þroska og einhverja nasasjón hafa af öðru en gerfistörfum innan veggja stofn- ana og annarra álíka vinnustaða, ætti að vera Ijóst, að aflífun dýra með heitu blóði, hvort sem er við veiðar eða með öðrum hætti, getur vart farið fram án þess að blóð renni og sjáist. Því er ástæðulaust, og raunar vítavert, að gera það að hrylhngsmyndum í áróðursskyni gegn eðlilegri nýtingu þeirra dýra- tegunda, sem um er að ræða og hefur verið ríkur þáttur í atvinnu- og fæðuöflun manna frá upphafi til þessa dags og mundi raska lífkeðju náttúrunnar væri því hætt. Með sama hætti gætu menn, sem þannig eru gerðir, alveg eins vaðið inn á sláturhús, og aðra staði þar sem dýr eru aflífuð með eðlilegum hætti, með myndavélar sínar og gert það, sem þar gerist að við- bjóðslegu myndefni og hleypt af stað með því hleypidómum og viðbjóði um þann verknað og það sem þar býr að baki og skapað með því óvild og vandræði. Góðir sjónvarpsmenn mega sannarlega gæta sín betur en þeir of oft gera í meðferð þessa tvíeggj- aða tækis, sem myndavélin er í höndum þeirra sem vilja túlka myndefni sitt með annarlegum og fjandsamlegum hætti gegn eðlilegu lífi og lifnaðarháttum. Svipað má segja um fleira í starfi þeirra, þó með öðrum hætti sé, þar sem þeir skipa sér á hærri sess en menn telja að þeim hafi verið ætlaður. - Þeim hefur hvorki verið ætlaður réttur til rannsóknarmála og því síður ákæru- eða dómsvald heldur aðeins hlutlaus fréttaflutningur til al- mennings. En of oft er því líkast að sumir þeirra telji það vera hlutverk sitt. - Hinir alltof mörgu fjölmiðlar eru orðnir hættuleg tæki í höndum of margra ábyrgðarlítilla manna, og áhrifamiklir á hvern veg sem þeim er beitt. Því ber þeim að hafa hugfast, að aðgátar er þörf í beitingu þeirra, ef þeir eiga ekki að skaða og skrílmenna þá þjóð, sem þeim er ætlað að fræða og leiða til þroska. - Þar ætti ríkissjónvarpið af hafa sérstöðu. Bæ, 17. febrúar 1989 Guðmundur P. Valgeirsson. Valgeröur Sverrisdóttir alþingismaður: Norðurlandaráð sýnir íþrótta samstarfi aukinn áhuaa Á nýafstöönu þingi Noröurlandaráös í Stokkhólmi var skýrsla ráðherranefndarinnar til umfjöllunar sem gerir ráð fyrir auknu samstarfi Norðurlandaþjóða á sviði íþrótta- mála. Skýrslan er samin í framhaldi af samþykktum Norðurlandaráðsþings 1987 þar sem mælst var til aukins samstarfs á þessu sviði. Ráðherranefndin hvggst leggja fram verkefnaáætlun á sviði íþróttamála fyrir næsta þing Norðurlandaráðs, sem haldið verður í Reykjavík að ári. Skýrsla ráðherranefndarinnar um hlutverk íþrótta í norrænni samvinnu í framtíðinni var að miklu leyti byggð á umræðum og erindum frá norrænni íþróttaráð- stefnu sem haldin var á Bosön við Stokkhólm s.l. sumar. Ég var þeirrar ánægju aðnjót- andi að sitja þá ráðstefnu sem starfandi formaður menningar- málanefndar Norðurlandaráðs. Það var bæði fræðandi og ánægju- legt og varð til þess að opna augu mín fyrir því hversu gífurlegir samstarfsmöguleikar felast í sam- skiptum á sviði íþrótta. Það er því ánægjuleg og rétt stefna Norður- landaráðs að auka stuðning til íþróttamála og efla samstarf við íþróttasamtökin á Norðurlöndum. Innan íþróttahreyfinga Norður- landa eru starfandi um 7 milljónir manna. Auk þess stundar fjöldi manna íþróttir án þess að vera skráður í félög. Það er því Ijóst. að innan íþróttasamtakanna starfar mestur fjöldi einstaklinga af öllum „almenningshreyfingum" þjóð- anna. Hér á landi er það ekki óalgengt að fyrstu kynni ungs fólks af jafnöldrum annars staðar á Norðurlöndum eigi sér stað innan íþróttahreyfingarinnar. I mínum huga er það alveg Ijóst, að til þess að samstarfið á þessu Það er von mín, að þessi aukni áhugi Norðurlandaráðs verði ekki orðin tóm heldur muni hann verða til þess að auka vægi íþróttanna í norrænu samstarfi, þegar kem- ur að skiptingu fjármagns. sviði getu aukist þarf að veita til þess auknu fé. Á síðasta ári var varið tæpri einni milljón danskra króna til þessa, sem getur ekki talist rausnarlegt þegar haft er í huga, að um 600 milljónum danskra króna er úthlutað af hálfu Norðurlandaráðs í hin ýmsu verk- efni. Framlaginu er öllu varið til greiðslu á ferðakostnaði sam- kvæmt tillögum norrænu íþrótta- samtakanna. Það hefur náðst samstaða um skiptinguna sem hef- ur miðað að því fyrst og fremst að styrkja ferðir milli vestnorrænu þjóðanna og meginlandsins. - ís- lendingar hafa því komið vel út úr þeirri skiptingu. Það er von mín, að þessi aukni áhugi Norðurlandaráðs verði ekki orðin tóm heldur muni hann verða til þess að auka vægi íþróttanna í norrænu samstarfi, þegar kemur að skiptingu fjármagns. Það yrði tiltölulcga einföld og auðfarin leið til aukins samstarfs æskufólks á Norðurlöndum, auk þess að vera mikilvæg hvatning til ungs fólks að stunda íþróttir. Valgerður Sverrisdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.