Tíminn - 29.03.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.03.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 29. mars 1989 Aðalfundur Samvinnubankans Aðalfundur Samvinnubanka íslands hf. verður hald- inn að Hótel Sögu, Átthagasal, Reykjavík, fimmtudag- inn 6. apríl 1989 og hefst kl. 14.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð fram til- laga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir á fundarstað. Bankaráð Samvinnubanka íslands hf. Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubankans h.f. verður haldinn í Sóknarsalnum, Skipholti 50A, Reykjavík, laugardaginn 8. apríl 1989 og hefst kl. 13.30. Dagskrá: a) Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við ákvæði 32. gr. samþykkta bankans, þar á meðal breytingar á samþykktum og ákvörðun arðs. b) Tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfunarhlutabréfa. c) Tillaga um heimild til bankaráðs um nýtt hlutafjárútboð. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir í aðalbankanum, Laugavegi 31, dagana 5., 6. og 7. apríl næstkomandi. F.h. Bankaráðs Alþýðubankans, Ásmundur Stefánsson, formaður. Útboð Yfirlagnir 1989, klæðingar í Reykjanesumdæmi. Vegagerö ríkisins óskar eftirtilboöum i ofangreint verk. Magn: 144.000 fermetrar. Verki skal lokiö 15. júlí 1989. Útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aöalgjaldkera) frá og meö 28. þ.m. Skila skal tilboöum á sama staö fyrir kl. 14.00 þann 10. apríl 1989. Vegamálastjóri. Útboð Yfirlagnir 1989, malbikun og lögn olíumalar í Reykjanesumdæmi. Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Magn: 26.500 fermetrar. Verki skal lokið 15. júlí 1989. Útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerð rikisins í Reykjavík (aöalgjaldkera) frá og meö 29. þ.m. Skila skal tilboöum á sama staö fyrir kl. 14.00 þann 10. april 1989. Vegamálastjóri. Vinningslagid valið á morgun Á morgun fara undanúrslit í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stööva, Eurovision, fram hér á landi. Aö þessu sinni var sá háttur hafður á aö fela fimm höfundum að semja lög fyrir keppnina. f stað þess að hafa hana öllum opna eins og venja hefur verið undanfarin ár. „Forráða- mönnum sjónvarpsins fannst sjálfum að undanfarin ár hefði verið gcrt of mikið úr keppninni. þannig að ég lield að við séum alveg á réttu róli. Þctta er bara ein leið af mörgum mögulegum. Hvort hún er mikið betri en einhver önnur verður síðan bara að koma í ljós,“ sagði Egill Eðvarðsson umsjónarmaður keppn- innar í samtali við Tímann. Höfundarnir eru Geirmundur Valtýsson með lagið Alpatwist við texta Hjálmars Jónssonar og flytj- cndur eru Bítlavinafélagið. lagið Sóley er eftir Gunnar Þórðarson scm samdi textann í samvinnu við Toby Herman en það flytja Björgvin Halldórsson og Katla María. Magn- ús Eiríksson samdi lag og texta Línudans sem Ellen Kristjánsdóttir og Mannakorn flytja, Þú leiddir mig í Ijós, er eftir Sverri Stormsker í flutningi Jóhönnu Linnet og Það sem enginn sér, eftir Valgeir Guð- jónsson er flutt af Daníel Ágúst Haraldssyni. Þessir höfundar fengu þrjú hundruð þúsund krónur í upp- hafi til að undirbúa lögin til flutnings. Hölundur vinningslagsins fær síðan hálfa milljón í verðlaun frá ríkissjónvarpinu. I þessari undanúrslitakeppni verða öll lögin endurflutt í sjón- varpssal að viðstöddum höfundum og fleirum. Síðan kemur til kasta ellefu manna dómnefnda sem hafa verið skipaðar í átta kjördæmum landsins. Dómnefndirnar eru skipaðar samkvæmt sömu reglum og gilda við skipan dómnefnda fyrir aðalkeppnina. Það er að segja til setu í henni er valið fólk með tilliti til þess að það gefi sem breiðasta mynd af öllum þjóðfélagshópum. Bæði er tekið mið af aldri, kynferði og fleiru auk þess sem enginn dóm- nefndarmanna má eiga nokkurra hagsmuna að gæta varðandi val á lagi. Úrslitakeppnin sjálffersíðan fram þann sjötta maí í borginni Luzern í Sviss. í fyrra varð lag Sverris Stormsker, Sókrates í sextánda sæti keppninnar en vonandi gengur ís- lendingum betur í ár. jkb Alpatwist Geirmundar veröur í ör- ugguin höndum Bítiavinafélagsins á morgun. Þaö sein enginn sér, eftir Valgeir sér Daniel um aö koina til skila. Það sem enginn sér Lýstu inína leið lostafulli ganili máni þótt gatan virðist greiö er samt ýinislegt sem enginn sér Veröldin er full af fólki i leit aö hainingjunni scm glóir eins og gull í glætunni ó tungl frá þér Horföu aftur í augun á mér horföu aftur ég bíö eftir þér horföu aftur í augun á mér og þú færð að sjá þaö sem enginn sér Allir eiga þrá um eitthvaö sem þeir enguni segja ég ætla ef ég má að eiga leyndarmál með þér Lag og texti: Valgeir Guöjónsson Ellcn og Mannakorn sjá uni flutning Lífsdansins eftir Magnús. Línudans Amma átti amerískan tengdason en hann drakk sig loks í hel. Heillengi hélt hún í þá veiku von að hann vildi reynast vel. llann kom með wisky og hann kom með bjór. Hékk yfir glasinu dapur og sljór. Hón sagði á ensku „you drink like a svine". Hann sagði „oh no pretty mama. I'm just walking the line". Maðurinn minn lifnar ekki við fyrr en eftir tvo og þrjá. Eg tel ekki sjússinn lengur oní hann, því hann lætur engan sjá. Heldur það enn að hann eigi einhvern sjens, í síðbúinn „sweet sixtecn pink romance". Mjög er liann mjúkur í meyjafans og rnælir dans, dans, lífið er línudans. Við eigum strák sem vill komast að á karatenámskeiði. Læra alla slagsmálaklækina sem hann horfir á í sjónvarpi. Hann segir stundum „you drink like a svine", og ég svara á ensku „just sipping my vine". I huganum ómur af orðum míns manns mælir dans, dans, lífið er linudans. Lag og tcxti: Magnús Eiríksson Björgvin og Katla María kyrja Sóley Gunnars. Sóley Uti hainast heimsins stríð Hávær sköll og nöpur hríð Lítið barn meö léttan fót svo glatt lcikur sér glatt brosir inn til mín, meö gullin sín Barn er heimsins besta rós; bros þess okkar vonarljós Sérðu ekki að sérhvert barn þarf skjól þá mun draumur þinn um betri heim, rætast í þeim Sóley, Sóley mín von og trú Sóley, Sóley víst ert það þú sem lýsir upp minn langa dag Sóley, Sóley þetta er þitt lag Innst í hjarta allra býr ástin, vonin dagur nýr Sérðu ekki aö sérhvert barn þarf skjól frelsi og skjól þá inun draumur þinn um betri hcim rætast í þeini Lag: Gunnar Þórðarson. Texti: Gunnar Þórðarson og Toby Herman Alpatwist Suöur í Olpunum sé ég þig fyrst sakleysið uppmálað dansarðu tvist svo lífsglöð og létt og lipur og nett, til sóma í fjölþjóða fjallkonustétt. Framtíöardrauma inig dreymir um þig, dansandi fegurð þín gagntekur mig. Þú kemur í Ijós mín kærasta rós, ég syng þér af sjálfsdáöum hrós. Dansaðu tvist af dugnaði og list, í miklum móð en mild og góð. Þú lýsir mér leið svo leið verði greið að fínnast þar til frambúðar. Við hittumst í maí í háfjallabæ. Ég heilsa með hátíðablæ. Lag: Geirmundur Valtýsson. Texti: Hjálmar Jónsson. Jóhanna Linnet flytur lag Sverris, Þú leiddir mig í Ijós, í sjónvarpssal á morgun. Þú leiddir mig í Ijós Þú sem ert fallinn frá, ert farinn, kominn að ós, líf þér ég launa á, þú leiddir mig í Ijós. Trú mín og tálsýnir þú tókst og fleygðir á bál. Iskaldur eldur þinn enn yljar ininni sál. Vinur minn, kæri vinur minn, „í bakkann reynir hver að klóra" sagðir þú, og ég sé það nú að lífsins tilgangur er að tóra. Ljós það er lýsti mér til lífs, á sannleikans veg, líf það er lciddi mig i Ijós, er orðið ég. Lag og texti: Syerrir Stormsker

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.