Tíminn - 29.03.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.03.1989, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 29. mars 1989 Tíminn 13 Ráðgjafi Yassers Arafats varpar fram hugmynd sem myndi lægja upp- reisn Palestínumanna: Bandarískt herlið á hernumdu svæðin Bandarískt herlið á hernumdu svæðunum í Gaza og á Vesturbakk- anum. Þetta er hugmynd sem ráð- gjafi Yassers Arafats leiðtoga Frels- issamtaka Palestínu varpaði fram í gær sem bráðabirgðalausn til að koma á friði á þessum óróasvæðum þar sem hundruð Palestínumanna hafa fallið fyrir kúlum ísraelskra hermanna síðustu mánuði. - Við gætum sæst á að bandarískir hermenn taki við af herliði ísraela. Á þeirri mínútu sem ísraelskir her- menn yrðu á brott myndu uppreisnin á hernumdu svæðunum logna út af af sjálfsdáðum, sagði Bassam Abu Sherif í gær rétt áður en embættis- menn PLO og Bandaríkjastjórnar hófu viðræður um páskana. Af því tilefni sagði Abu Sherif einnig að PLO myndi sætta sig við það að Bandaríkjamenn og Sovétmenn sæju um friðarviðræður í málefnum Mið-Austurlanda. Abu Sharif sagði að um leið og ísraelar samþykktu rétt Palestínu- manna til að stofna ríki væri mikil- vægt að grundvöllur að friðarviðræð- um væri traustur. - Ef Bandaríkin og Sovétríkin gæti tryggt þá niðurstöðu, þá myndi PLO samþykkja... ef báðir aðilar samþykkja lausn sem felst í stofnun tveggja ríkja, þá er allt opið og form friðarviðræðnanna verður algert aukaatriði, sagði Abu Sharif á blaða- mannafundi. Frelsissamtök Palestínu hafa áður krafist þess að Sameinuðu þjóðirnar standi fyrirfriðarviðræðum í málefn- um Mið-Austurlanda, þar sem allar fastaþjóðir öryggisráðsins tækju þátt auk ríkja á svæðinu. Nú telja þeir nægilegt að Bandaríkjamenn og Sovétmenn standi fyrir friðarráð- stefnu. Borgnesingar, nærsveitir. Spilum félagsvist í samkomuhúsinu Borgarnesi föstudaginn 31. mars kl. 20.30. Fyrsta kvöldið í 3 kvölda keppni. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgarness. Konur á Höfn og nágrenni Fundur um sveitarstjórnarmál verður haldinn á Höfn Hornafirði föstudaginn 31. mars kl. 20.30. Gestir fundarins verða: Guðrún Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og Unnur Stefánsdóttir formaður LFK. Allar áhugakonur um sveitastjórnarmál eru velkomnar. Stjórn LFK Sigrún Magnúsdóttir Létt spjall á laugardegi Er sameiginlegt framboð stjórnarandstöðunnar í borgarstjórn Reykja- víkur vænlegur kostur í næstu borgarstjórnarkosningum sem verða vorið 1990? Þetta og margt fleira munum við taka til umræðu á léttum spjallfundi laugardaginn 1. apríl n.k. Fundurinn verður haldinn í Nóatúni 21 og hefst kl. 10.30. Stefnt er að því að fundinum sé lokið kl. 12.00. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi mun á fundinum reifa þær hug- myndir sem uppi hafa verið að undanförnu um hugsanlegt sameigin- legt framboð stjórnarandstöðuflokkanna i borgarstjórn Reykjavíkur. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík. Suðurland FUF í Árnessýslu og Félag framsóknarkvenna í Árnessýslu áformar að halda félags- málanámskeið í lok mars og í apríl. Um er að ræða byrjenda- og framhaldsnámskeið. Námskeiðin eru öllum opin sem áhuga hafa. Þátttaka tilkynnist sem fyrst til formanna félaganna. Sigurðar Eyþórssonar í síma 34691 og Ólafíu Ingólfsdóttur í síma 63388. FUF og FFÁ. Nýju Gínea: Skaka spjót við þinghúsið Flokkar reiðra frumbyggja Nýju Gíneu héldu um helgina vopnaðir spjótum, bogum og örvum til þing- hússins í Papúa höfuðborg eyjarinn- ar, drápu einn mann og brutu allt og brömluðu. í slóð þeirra mátti sjá bíla á hvolfi og brotnar rúður. Að minnsta kosti einn maður var drepinn. Orói þessi kom í kjölfar jarðarfar- ar leiðtoga kaþólskrar ungliðahreyf- ingar sem stunginn var til bana fyrir framan vanfæra konu sína síðastlið- inn föstudag. Ættbálkur hans sem lifir við strendur Nýju Gíneu heldur þvf fram að morðingi mannsins sé af ættbálki er býr í fjöllum eyjarinnar og vildu menn hafa hendur í hári hins seka. Þetta er ekkert einsdæmi þar sem erjur milli ættbálka er landlæg plága á Nýju Gíneu þar sem menning fólksins byggir enn á forn- um hefðum og hefndarskyldan er rík. Lögreglan í Papúa var mjög van- búin til að takast á við hina reiðu ættingja hins látna æskulýðsleiðtoga því stór hluti lögregluliðsins hafði verið sendur til eyjarinnar Bougain- ville til að berja niður óeirðir þar. Þar hafa ættbálkar átt í átökum undanfarnar vikur. Lögreglan segir að ástand á Boug- ainville sé nú rólegt, en á eyjunni eru stærstu kopar og gullnámur Nýju Gíneu. Sunnlendingar Framsóknarfélögin í Árnessýslu halda sína árlegu árshátíð síðasta vetrardag 19. apríl í Hótel Selfoss. Allir velkomnir. Nánar auglýst síðar. Nefndin. Kópavogur Skrifstofan í Hamraborg 5 er opin þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-13. Sími 41590. Heitt á könnunni. Opið hús alla miðvikudaga kl.17-19. Félagsmenn eru hvattir til að líta inn og taka með sér gesti. Eflum flokksstarfið. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Páskahappdrætti SUF 1989 Útdráttur í Páskahappdrætti SUF er hafinn. Vinningsnúmer eru sem hér segir: 20. mars, vinningur nr. 1, 5242 vinningur nr. 2, 3145 21. mars, vinningur nr. 3, 1995 vinningur nr. 4, 144 22. mars, vinningur nr. 5, 538 vinningur nr. 6, 7401 Vegna fjölda áskorana eru númerin fyrir dagana 23. til 26. mars í innsigli hjá borgarfógeta til 5. apríl 1989. Vinsamlegast gerið skil fyrir þann tíma. Enn er tækifæri til að hljóta glæsilega vinninga. Hvert miðanúmer gildir alla útdráttardagana það er 20. til 26. mars 1989. Munið, ykkar stuðningur styrkir okkar starf. SUF Laust embætti er forseti íslands veitir Embætti yfirdýralæknis er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríksins. Um- sóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar landbúnaðarráðuneytinu, Rauð- arárstíg 25, 150 Reykjavík, fyrir 1. maí 1989. Embættið veitist frá 1. júní 1989. Landbúnaðarráðuneytið, 20. mars 1989. IÐNSK0UNNIREYKJAVÍK Endurmenntunamámskeið í sníðagerð kvenna, fyrir meistara og sveina í iðninni; verður haldið í Iðnskólanum í Reykjavík ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið hefst laugardaginn 8. apríl og er 40 kennslustundir, kennt er á laugardögum kl. 10 til 16. Kennslugjald er kr. 6.500,- Upplýsingar í síma 91-26240. Iðnskólinn í Reykjavík. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borgar- verkfræðings, óskar eftir tilboðum í uppsteypu og frágang á bílageymslu við Bergstaðastræti. Helstu stærðir eru: Mót 5.000 m2 og steypa 950 m3. Verklok eru 18. október 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 18. apríl 1989, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í gatnagerð, lagningu holræsa og jarðvinnu vegna vatnslagna í Njarðargötu frá Þorragötu ásamt Skerplugötu. Um er að ræða u.þ.b. 650 m af götum og um 500 m af holræsum. Verklok 15. september 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 30. mars gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 11. apríl 1989, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Minkaveiðihvolpar af góðu kyni til sölu. Upplýsingar í síma 91-19200. ökum ávallt með tilliti til aðstæðna ekki of hægt — ekki of hratt. UMFEROAR RAÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.