Tíminn - 29.03.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.03.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miövikudagur 29. mars 1989 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Vetrarriki Veturinn frá áramótum hefur veriö erfiður um allt land m.a. hafa orðið miklar frátafir frá veiðum bátaflotans á vetrarvertíð vegna gæfta- leysis. Snjóþungt hefur verið í landinu, þótt út yfir taki fannfergið á Norðurlandi og Vestfjörð- um. Vafalaust er það rétt að snjóþunginn í þessum landshlutum er með mesta móti og veldur margs konar óþægindum. Hins vegar kann að vera helst til mikið úr því gert að fannfergið sé einsdæmi, ef litið er yfir íslenska veðurfarssögu. Dæmi um mikla snjó- komu hér á landi eru auðvitað ótal mörg og fannfergi í ýmsum byggðarlögum hefur fyrr og síðar orðið gífurlegt, svo varlegt hlýtur að vera að ákveða hver séu einsdæmin í því efni. Miklu fremur ættu íslendingar að vera þess minnugir að á íslandi er allra veðra von. Sveiflur í veðurfari eru algengar, jafnt á vetrum sem sumrum. Það leiðir af legu landsins að hér verður aldrei staðviðrasamt, heldur er landið opið fyrir mis- viðri, svo allt getur snúist við hvað varðar „eðlilegt“ tíðarfar. Þess eru ýmis dæmi, að þíðviðri og hlýja hafi verið á vetrarmánuðum hér á landi, þegar frost og hríðar hafa geisað í Evrópulöndum. Grös hafa tekið að gróa á þorra og góu, sprotar farið að grænka á trjám og blóm sprungið út. Slíkar eru öfgar íslensks veðurfars. Við slíku er að búast á íslandi. Pað heyrir því til undirstöðu- þekkingar á íslensku náttúrufari að menn geri sér grein fyrir veðurfarssveiflum og séu við þeim búnir. Að sjálfsögðu hefur það komið fram í þeim veðraham sem verið hefur og þeim ódæmum af snjó sem kyngt hefur niður, að miklar samgöngu- tafir hafa orðið, ekki einasta að vegir hafi teppst, heldur líka flugleiðir. Þrátt fyrir miklar framfarir í vegagerð síðustu ára, hefur það ekki dugað til að tryggja óhindraðar samgöngur á landi. Vega- kerfið er engan veginn svo fullkomið, að það láti ekki undan, þegar snjókoma helst dögum saman. Slíkt getur orðið á láglendi, en má heita óhjá- kvæmilegt þegar um er að ræða heiðar og fjallvegi. Því miður gætir of mikils fyrirhyggjuleysis í vetrarferðum um landið. Þetta fyrirhyggjuleysi stafar af þekkingarskorti á náttúrlegu umhverfi á íslandi og oftrú á möguleika tækninnar og þau úrræði, sem vegagerð og björgunarsveitir hafa til þess að fleyta mönnum yfir vegleysur eða bjarga fólki úr bráðum háska. Þessi atriði umferðarmál- anna eru alltof lítið rædd. Nauðsynlegt er að auka leiðbeiningar um vetrarferðir og vetrarakst- ur, ekki til þess að draga úr dirfsku þeirra, sem á fagmannlegan hátt vilja takast á við hættur fjallaferða, heldur til þess að upplýsa ökumenn um þau takmörk, sem veður og færð setja bifreiðaakstíi á íslenskum þjóðvegum. GARRI Ekki á 17. júní Ríkisútvarpiö flutti þá frétt að kvöldi annurs páskadags að fyrír höndum væri hér heræfing á vegum Atlantshafsbandalagsins. Sérstaka athygli vakti að þar var sagt að þessi heræling ætti að hefjast á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Að því er sagði í útvarpinu á þessi æflng að felast í því að til Íandsins komi einhverjar þúsundir manna úr varaliði bandaríska land- hersins. Síðan mun heræflngin eiga að fara fram hér á lundi. Hér eiga þessir hermenn því að æfa þær aðgcrðir, sem þeir myndu beita ef ráðist hefði vcrið inn í landið og bregöast þyrfti hér til varnar í samræmi við ákvæðin í sáttmála Atlantshafsbandalagsins. Ersvo að sjá að markmiö bandariska hcrsins með þessu sé að kanna viðbragðs- flýti og hæfni sinna nianna, svo og miigulcika sína til þess að flytja hingað til lands tiltölulega fjöl- inennt herlið á skömmum tínta. Afmæli Jóns forseta 17. júní er fæöingardagur Jóns Sigurðssonar forseta. Jón Sigurðs- son var helsti leiðtogi þjóðarinnar í frclsisbaráttunni á öldinni sem leið. Fæðingardag hans valdi þjóð- in scm stofndag lýðveldisins, sem svo vill til að á eininitt 45 ára afmæli þennan dag í sumar. Allt frá 1944 hefur 17. júní verið mesti hátíðisdagur íslensku þjóðar- innar. í hugum landsinunna hefur hann veriö sá dagur sem þeir hafa valið til að minnast fullveldisins og herða sjálfa sig í varðstöðunni um fullt og óskorað sjálfstæði landsins. íslendingar fengu í aldanna rás meir en nóg af því að vera háðir öðrum þjóðuin. Samstaða lands- manna hcfur aldrei komið betur í Ijós en í kosningunum um stofnun lýðveldisins 1944. Þrátt fyrir þá staðreynd að við deilum gjarnan meiru og harðar um eigin mál heldur en fólk af ýmsu öðru þjóð- erni þá hcfur slíkt aldrci verið látið ná til fullveldisins. Hér á landi blandast cngum hugur um að við viljum öll fá að ráða inálum okkar ein og sjáif í landinu. Um þetta breytir engu þó að við höfum á sínum tíma ákveðið að taka þátt í varnarsamstarflnu innan Atlantshafsbandalagsins. Það var og er umdeilt mál, eins og allir vita, og óþarfl að vekja þær deilur upp hér. Aðeins er í því sambandi að því að gæta að á meðan við erum þar þáttlakendur vcrður trúlega að telja óhjákvæmilegt að við leyfum í landinu heræflngar af því tagi sem hér er um að tcfla. Það Verður þó aðeins gert af illri nauðsyn, því að engum Islendingi líkar aö þurfa að hafa hér crlenda hermenn. Ósmekklegt Þess vegna er það í hæsta ináta ósmekklegt ef yflrmcnn Banda- ríkjahcrs hafa látið sér detta í hug að byrja æflnguna á sjálfan þjóö- hátíðardaginn. Þann dag minnist íslenska þjóðin fullveldisins. Ekki yrði það beinlínis í takt við stemn- inguna þann dag ef svo kynni að fara að sama dag yrðu fjölnúðlar hér fullir af fréttum um komu fjölmenns herliðs til landsins. Jafn- vel þótt í æfingaskyni væri og alvara raunverulegrar innrásar víðs fjarri. Menn geta svona rétt ímyndað sér hvernig það vcrður ef við hlið fréttar af því, þcgar forseti Islands leggur hinn árlega blómsveig frá íslensku þjóðinni að fótstalli Jóns Sigurðssonar, kemur frétt um að sama dag hafl nokkur þúsund er- lendir hermenn með alvæpni hald- ið innreið sína í landið. Vissulega viljum við ciga góð samskipti við Bandaríkin, og vissulega er hér einungis um ælingu að ræða. Og æflngu fyrir atburði sem allir vona að þurfi aldrei aö ciga sér stað i alvöru. En þjóöhátíöardagur er nú einu sinni þjóðhátíðardagur. Og hann er einmitt sá dagur sem þjóðin hefur valið til að standa vörð um þá hugsjón aö hér verði aldrei framar stjórnað af crlendu valdi í landinu. Þar meö talið erlendu hervaldi. Þess vegna er hugmyndin um að hefja hér heræflngar á 17. júní í hæsta máta ósmckkleg og óviðeig- andi. Hermennska hefur aldrei höfðað til íslensku þjóðarinnar, né vakið þá hrifningu í brjósti hennar sem dæmi cru um frá ýmsum öðrum löndum. Þvert á móti er sú hugsjón íslcndinga að í landi þeirra verði aldrei barist né beitt vopna- valdi. Og af þeirri ástæðu er það að hér hefur aldrei tíðkast að hafa hersýningar af neinu tagi á þjóð- hátíðardaginn. Jafnvel þó að ýmsar aðrar þjóðir tíðki slíkt. Þvert á móti hefur 17. júní verið friðardag- ur. Og þeim sið er ástæðulaust að breyta. Garri. VÍTTOG BREITT Afhroð alræðisins Síðan Sovétríkin urðu til hefur ríkt algjört flokksræði í öllum þeim þjóðlöndum sem lúta Kommún- istaflokki Sovétríkjanna. Farið var að bresta í þessu hrikalega bákni þegar núverandi hæstráðandi til sjós og lands boðaði að gagnrýna mætti hina einu og sönnu ríkistrú og síðar var stigið fyrsta hikandi skrefið í átt til umbóta og lýðrétt- inda með því að leyfa fleiri fram- bjóðendur til þings Sovétríkjanna en eingöngu þá sem flokkurinn lagði blessun sína yfir. Þær kosningar sem fram fóru í Sovétríkjunum nú um páskahelg- ina eiga lítið skylt við fjölflokka- kerfi Vesturlanda eða það þingræði sem þykir sjálfsagt vestan tjalds. Samt eru þær skref í átt til stjórn- arfarslegra umbóta og heíurstjórn- lögum verið breytt í þá veru að völd þings eru aukin aðeins á kostnað flokksræðisins. Alræði flokksins yfir gjörðum og hugsun þegnanna er á undanhaldi og ef vel tekst til með framtíðar- þróunina mun frjáls hugsun og frjálst markaðskerfi leysa sovét- þjóðirnar úr viðjum alræðisins og þykir víst mörgum tími til kominn. Útreið flokksþrælanna Eftir fyrstu fregnum að dæma hafa frambjóðendur Kommúnista- flokksins víða beðið afhroð gegn frjálslyndari öflum eða frambjóð- endum þjóðernishreyfinga í vest- rænustu ríkjunum. í öflugustu borgunt landsins, Moskvu og Pétursborg. sent kommarnir kalla Leningrad, fengu frambjóðendur flokksþrælanna slíka útreið, að því hefði ekki verið trúað að óreyndu hve ntiklu fylgi frjálslynd öfl eiga að fagna í þeim borgum sem um aldir hafa verið aðsetur valdsins í keisaradæminu og í ríki flokksræðisins. En hér er ekki verið að kjósa I eftir venjulegum þingræðisreglum og hlutur flokksins er fyrirfram tryggður á því þingi sem brátt sest á rökstóla. Kosningatölur úreystri og syðri ríkjum sovétveldisins hafa annað hvort ekki borist þegar þetta i er skrifað eða litla athygli vakið vestan landamæranna. Og auðvit- að hefur rétttrúnaðarflokkurinn enn tögl og halgdir í stjórnkerfinu og vert er að hafa í huga að þrátt fyrir allt er það „umbótasinninn" Gorbatsjov sem er aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Sé það rétt að hálfnuð sé ferð þá hafin er, mun óhætt að leyfa sér að vona að alræði kommúnistanna í Sovétríkjunum sé að víkja fyrir sjálfsögðum lýðréttindum. Að minnsta kosti sýna þær niðurstöður sem kynntar hafa verið á Vestur- löndum, að kjósendur austur þar eru með á nótunum þegar þeim loks gefst kostur á að segja hug sinn til flokksræðisins með því að kjósa andstæðfnga þess. Hjáróma raddir Sovéska flokksræðið hefur haft áhrif langt út fyrir landamæri hinna víðlendu Sovétríkja. Um allan heim hafa útsendarar hins hug- myndafræðilega alræðis dýrkað og dásamað hin miklu Sovétríki. Stjórnmálamenn og rithöfundar og fleiri áhrifapersónur litu áður fyrr til Sovétríkjanna sem síns andlega föðurlands og hófu alræði flokksins þar til skýjanna og boðuðu í ræðu og riti að þar væri hinna miklu fyrirmynda að leita í stjórnmálum og andlegum efnum yfirleitt. Harðræði, kúgun og fjöldamorð- um var afneitað og ekki þótti kurteisi að minnast á gúlögin, sem kommúnistarnir sendu gagnrýn- endur sfna í og yfirleitt alla þá sem uppvísir urðu að frjálsri hugsun. Heimsbylting kommúnismans var markmiðið og varð áhangend- um hans mikið ágengt í ekki færri en fjórum heimsálfum. Boðberar alræðisins beittu ein- földum aðferðum, fyrir nú utan valdbeitingu og yfirgang byltingar- manna. Jafnframt því að bera út höfuðlygina um yfirburði Komm- únistaflokks Sovétríkjanna og þá mannhelgi sem hann átti að bera fyrir brjósti, var djöflast á forystu- mönnum lýðræðisþjóðanna og þeim bornar allar vammir og skammir á brýn. Allur þessi fyrirferðarmikli fífl- skapur heyrir sögunni að mestu til. Kommúnisminn hefur fyrir löngu verið afhjúpaður og er nú farinn að afhjúpa sjálfan sig í sjálfum Sovét- ríkjunum. Nú vita allir hver hugur kjósenda þar er til alræðisins og fara nú raddir fimmtu herdeildar- innar á Vesturlöndum að verða meira en lítið hjáróma. En ennþá má sjálfsagt níða eigin stjórnvöld, þingræðið og vestræna lýðræðishefð ásamt samtökum þjóða til að varðveita hana. Hins vegar verður ímynd Kommúnistaflokks Sovétríkjanna ekki svipur hjá sjón eftir kosninga- úrslitin um helgina, hvað sem fram- tíðin kann annars að bera í skauti sér. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.