Tíminn - 29.03.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.03.1989, Blaðsíða 11
10 Tíminn1 Miðvikudagur 29. mars 1989 ÍÞRÓTTIR Miðvikudagur 29. mars 1989 ÍÞRÓTTIR Keflvíkingar Islandsmeisurar Örbylgj uofnaeigendur gerir matinn Ijúffengan og gefur fallegan brúningarlit á iæri, kjúklinga og svínakjöt Ö' Góðar ísienskar leiðbeiningar fylgja ásamt uppskriftum 3 STÆRÐIR Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTUN 28, SÍMAR: (91) 16995 OO 622900 - NÆG BÍLASTÆOI Það brutust út mikil fagnaðarlæti í íþróttahúsinu í Keflavík s.l. mið- vikudagskvöld er heimamenn tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Úrslitaleikurinn var mjög skemmtilegur og stórkostleg stemning var meðal áhorfenda sem troðfylltu húsið. KR-ingum tókst ekki að brjóta heimamenn á bak aftur og lokatölur leiksins voru 89-72 fyrir ÍBK. KR-ingar hófu leikinn mun betur og gerðu 6 fyrstu stigin. Heimamenn vöknuðu síðan til lífsins og komust í fyrsta sinn yfir 10-8. Leikurinn var í járnum næstu mínútur en eftir að Keflvíkingar náðu 5 stiga forystu 29-24 var sem KR-liðinu væru allar bjargir bannaðar. Keflvíkingar tóku leikinn í sínar hendur og komust í 35-24. í leikhléi var staðan síðan 45-30 fyrir Keflavík. Ekki byrjaði síðari hálfleikurinn gæfulega fyrir KR. Keflvíkingar höfðu tögl og hagldir og náðu mest 18 stiga forystu, 52-34. Með gífur- legri baráttu náðu KR-ingar að minnka muninn í 1 stig 65-64, en Keflvíkingar voru yfirvegaðri og náðu aftur afgerandi forystu. A lokamínútum leiksins hafði Kefla- Sigurður Ingimundarson fyrirliði ÍBK og Jón Kr. Gíslason þjáifari hampa Timamynd: Björn Islandsmeistarabikarnum. og víkurliðið yfirburði á vellinum sigraði með 17 stiga mun 89-72. Liðsheildin hjá Keflvíkingum var gríðarsterk í þessum leik og leik- menn liðsins léku hver öðrum betur. Axel Nikulásson og Nökkvi Már Jónsson voru bestu menn liðsins, en Guðjón Skúlason lék einnig vel. Pá átti Magnús Guðfinnsson stórleik í síðari hálfleik er hann hirti hvert frákastið á fætur öðru. Jón Kr. Gíslason þjálfari liðsins stjórnaði leik liðsins af festu. Hjá KR var ívar Webster yfir- burðamaður bæði i' vörn og sókn. Guðni Guðnason og Birgir Mikaels- son áttu spretti en í heild voru þeir daufir. Lárus Árnason stóð sig mjög vel þann tíma sem hann var inná og sömuleiðis Matthías Einarsson. Jó- hannes Kristbjörnsson var mjög slakur og brenndi til að mynda af öllum 10 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Dómarar voru þeir Leifur Garð- arsson og Bergur Steingrímsson. Furðuleg ákvörðum KKÍ að láta þá dæma þennan mikilvæga leik. Þeir höfðu hvergi nærri nógu góð tök á leiknum og áberandi var slök frammistaða Bergs. Stigin ÍBK: Axel 19, Guðjón 19, Nökkvi 16, Jón Kr. 12, Magnús 8, Sigurður 6, Albert 5 og Falur 4. KR: ívar 18, Guðni 17, Birgir 14, Ólafur 8, Jóhannes 6, Lárus 5 og Matthías 4, BL Þrátt fyrir slæmt veður og ófærð á Siglufirði tókst að Ijúka keppni í öllum g%n á Skíðalandsmótinu: Hart barist á Sicfufirði Sala getraunaseðla lokar á laugardögum kl. 13:45. 13. LEIKVIKA- 1. APRÍL 1989 1 X l 2 Leikur 1 Aston Villa - Luton Leikur 2 Charlton - Middlesbro ’ Leikur 3 Derby - Coventry 1 1 Leikur 4 Everton - Q.P.R. —i— i Leikur 5 Norwich - Liverpool iil Leikur 6 Sheff. Wed. - Millwall Leikur 7 Southampton - Newcastle Leikur 8 Tottenhaiti - West Ham i Leikur 9 Wimbledon - Nott. For. 1 Leikur 10 Brighton - Man. City LeikurH Leeds - Bournemouth Leikur 12 Swindon - Blackburn Símsvari hjá getraunum á iaugardögum eftir kl. 16:15 er 91-84590 og -84464. Ath. breyttan lokunartíma Ef 1. vinningur gengur ekki út næst, verður sprengivika 8. apríl. Frá Emi Þórarinssyni, fréttaritara Tímans í Fljótum: Samkvæmt venju fór Skíðalands- mót íslands fram um páskana. Það kom í hlut Siglfirðinga að annast mótshaldið að þessu sinni. Eins og flestir landsmenn hafa líklega orðið varir við á einn eða annan hátt, geisaði einn versti óveðurskafli vetrarins um það leyti sem mótið átti að hefjast, þannig að á ýmsu gekk fyrir keppendur að komast til mótsins. ísfirðingum og Reykvíkingum tókst að komast flugleiðina til Siglu- fjarðar á miðvikudag og voru þeir ásamt einum keppanda úr Fljótum einu aðkomumennirnir sem mættir voru þegar mótssetning átti að hefj- ast á miðvikudagskvöld. Þá var ljóst að veruleg röskun yrði á dagskrá mótsins. Á skírdag var allri keppni frestað þar sem vonast var til að einhverjir keppendur næðu á mótsstað, þrátt fyrir óhagstætt veður. Síðdegis komu Akureyringar með flugvél á Siglufjörð, en Olafsfirðingar sátu enn heima þar sem ekki var flugfært, Múlinn að sjálfsögðu ófær og sjóleið- in sömuleiðis. Keppendur frá Dalvík höfðu ætl- að landleiðina til Siglufjarðar, en lentu í hundrað manna hópnum sem strandaði á Ketilási í Fljótum aðfara- nótt skírdags. Þeir biðu í Fljótum og ætluðu að freista þess að komast til Siglufjarðar eins og raunar fleira ferðafólk. Keppni á landsmótinu hófst síðan á föstudag. Keppni var frestað fram eftir degi þar sem Ólafsfirðingar voru á leiðinni með skipi. Þrátt fyrir leiðinda veður tókst að ljúka keppni í svigi karla og kvenna og lengri vegalengdum í skíðagöngu. Um hádegi á laugardag slotaði svo norðanáttinni og fengu keppendur og mótshaldarar prýðisveður þann dag. Síðdegis þann dag komu Dal- víkingar svo loks til mótsins og má segja að það hafi verið stutt gaman fyrir þá, þar sem þá var aðeins um einn sólarhringur til mótsloka. Á laugardag var ákveðið að reyna að ljúka mótinu daginn eftir og unnu starfsmenn mótsins alla nóttina við undirbúning þess, við brautarlagn- ingu fyrir boðgöngu og stórsvig og að byggja stökkpallinn. Mátti segja að snjótroðari Siglfirðinga gengi nær stanslaust í einn og hálfan sólarhring á lokasprettinum og þrátt fyrir frem- ur óhagstæð veður á páskadag tókst að ljúka öllum keppnisgreinum. Mótshaldarar hafa vafalaust prís- að sig sæla að hafa tekist að Ijúka mótinu þá, því á annan í páskum var skollinn á blindbylur á Siglufirði, sem hélst fram eftir degi. Mótsslit og verðlaunaafhending fóru síðan fram á Hótel Höfn á sunnudagskvöld. JAFNAR TÖLUR • 0DDATÖLUR • HAPPATÖLUR Heildarvinningsupphæð var kr. 19.987.529,- 1. vinningur var kr. 12.081.440,- og 4 voru með fimm réttar tölur og því fær hver kr. 3.020.360,-. Bónusvinningur (fjórar töiur + bónustala) var kr. 1.172.598,- skiptist á 14 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 83.757,- Fjórar tölur réttar, kr. 2.022.723-, skiptast á 379 vinningshafa, kr. 5.337,- á mann. Þriár tölur réttar kr. 4.710.768,- skiptast á 12.801 vinningshafa, kr. 368,- á mann. Solustaðirnir eru opnlr frá mánudegi tii laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Ekki verður annað sagt en það hafi verið vel af sér vikið hjá Siglfirðing- um að takast að halda mótið í þeim óveðurskafla sem gekk yfir landið í síðustu viku. Keppnin stóð aðeins í þrjá dag í stað fjögurra, við venju- legar aðstæður, en samgönguerfið- leikar sem áður eru raktir urðu til þess að verulegar breytingar urðu á dagskrá mótsins. Skíðaganga Keppni f göngu fór fram við íþróttamiðstöðina á Hóli. Fyrstu greinarnar 30 km 20 ára og eldri, 15 km 17 til 19 ára og 7,5 km ganga kvenna voru á föstudag. Þátttaka í göngunni var lakari en oft áður, aðeins 14 keppendur í þessum þrem- ur flokkum, þrátt fyrir að tveir Ólafsfirðingar færu beint af skipsfjöl og í keppnina. Nokkur skafrenningur var þegar keppnin fór fram og var gripið til þess ráðs að láta snjósleða laga brautina meðan keppt var. Haukur Eiríksson, Akureyri vann öruggan sigur í flokki 20 ára og eldri, hann gekk 30 km á 103,29 mínútum. Einar Ólafsson, ísafirði var annar, fékk tímann 108,34 og Baldur Her- mannsson, Siglufirði varð þriðji, gekk á 110,37 mínútum. Yfirburðir Hauks voru meiri en búist var við fyrirfram og orsakaði það að keppn- in varð aldrei sérlega spennandi. f 15 km göngunni sigraði Sölvi Sölvason, Siglufirði á 54,82 mínút- um. Annar varð Sveinn Traustason, Fljótum sem veitti Sölva allharða keppni og fékk tímann 55,48 mínút- ur. Þriðji varð fsfirðingurinn Óskar Jakobsson á 58,24. í kvennaflokki sigraði Ester Ing- ólfsdóttir, Siglufirði, gekk 7,5 km á 43,49 mínútum og Guðrún Pálsdótt- ir varð í öðru sæti, með tímann 44,45. Ganga með frjálsri aðferð Um hádegisbil á laugardag birti svo rækilega til á Siglufirði að keppt var í glampandi sólskini og fegursta veðri. Keppnin í styttri vegalengdum með frjálsri aðferð varð líka mun meira spennandi en verið hafði dag- inn áður. Haukur Eiríksson vann 15 km gönguna, að vísu af öryggi, en þurfti þó að hafa mun meira fyrir sigrinum en daginn áður. Haukur I fékk tímann 46,24 mínútur. Einar Ólafsson varð annar á 47,46 og Rögnvaldur Ingþórsson frá ísafirði hreppti þriðja sætið með tímann 48,45 mínútur. Með sigrinum í 15 km göngunni tryggði Haukur sér einnig sigur og gullverðlaun fyrir tvíkepppni í göngu, þ.e. samanlagð- ur árangur í 15 og 30 km göngu og virtist hann óumdeilanlega sterkasti göngumaður mótsins. í 10 km göngu 17 til 19 ára komu ungu mennirnir 16 ára og yngri mjög sterkir út og hrepptu fjögur fyrstu sætin. En þeim er leyft að keppa upp fyrir sig í styttri göngunni. Keppnin í þessum flokki var lfka virkilega spennandi, Daníel Jakobsson frá ísafirði sigraði á 33,01 mínútu, en Guðmundur Óskarsson, Ólafsfirði var aðeins 15 sekúndum á eftir Daníel. Gísli Valsson Siglufirði varð þriðji, gekk á 34,04. Þrátt fyrir að Sölvi Sölvason næði aðeins fimmta sætinu í þessum flokki, nægði það honum til sigurs í göngutvíkeppn- inni. í kvennaflokknum sigraði Hulda Magnúsdóttir, Siglufirði, gekk 5 km á 20,02 mínútum. Þrúður Sturlaugs- dóttir, Siglufirði varð önnur á 25,43 mínútum, en þær stöllur kepptu báðar upp fyrir sig. f þriðja sæti varð Guðrún Pálsdóttir Siglufirði með tímann 26,44 og tryggði sér þar með sigur í göngutvíkeppni kvenna. Boðganga Á páskadag var síðan keppt í þrisvar sinnum 10 km boðgöngu karla og þrisvar sinnum 3,5 km boðgöngu kvenna. Boðgangan hefur löngum verið ein af mest spennandi greinum landsmótsins og að þessu sinni var einnig hart barist. Það var sveit ísafjarðar sem sigr- aði í göngunni. Sveitina skipuðu Óskar Jakobsson, Rögnvaldur Ing- þórsson og Einar Ólafsson. Þeir gengu 30 km á 109,14 mínútum. Sveit Siglfirðinga veitti þeim harða keppni og fékk tímann 109,56, en sveit Akureyrar varð í þriðja sæti. f kvennaflokki voru gengnir þrisv- ar sinnum þrír og hálfur kílómetri. Aðeins sveit Siglufjarðar mætti til leiks og sigraði því sveitin í boðgöng- unni án erfiðleika. Nánar verðu fjallað um Skíða- landsmótið í blaðinu á morgun. Tíminn 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.