Tíminn - 29.03.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.03.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 29. mars 1989 rkvi\i\gg i nnr Kópavogur Opið hús Gissur Pétursson Opiö hús miðvikudaginn 29. mars n.k. kl. 17-30 aö Hamraborg 5. Málefni dagsins. Stjórnmálin og unga fólkið. Frummælandi: Gissur Pétursson formaöur S.U.F. Steingrimur Hermannsson Almennur stjórnmálafundur með Steingrími Hermannssyni forsætisráöherra veröur haldinn í Félagsheimili Kópavogs fimmtudaginn 13. apríl n.k. Flokksstarfið Skúli Sigurgrímsson Skrifstofan að Hamraborg 5 er opin þriöjudaga og miðvik- udaga kl. 9-12 s. 41590. Alltaf heitt á könnunni. Opið hús alla miðvikudaga kl. 17.-19. Skúli Sigurgrímsson bæjarfulltrúi er til viðtals alla miöviku- daga kl. 17.30-19.00. Einnig eftir nánara samkomulagi. Vinnuhópar eru aö fara í gang um hina ýmsu þætti bæjarmála. Komið, látiö skrá ykkur í hópana og takið þátt í stefnumótun og starfi flokksins. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Almennir stjórnmálafundir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra og Jón Kristjánsson al- þingismaöur boöa til almennra stjórnmálafunda á Austurlandi vikuna 28. mars-2. apríl sem hér segir. í Valaskjálf Egilsstöðum, þriöjudaginn 28. mars kl. 20.30. j Skrúð Fáskrúðsfirði, miðvikudaginn 29. mars kl. 20.30. í kaffistofu Hraðfrystihússins Breiðdalsvík, fimmtud. 30. mars. kl. 20.30. í Felagsheimilinu Stöðvarfirði, föstudaginn 31. mars kl. 20.30. í Hofgarði öræfum, sunnudaginn 2. apríl kl. 15.00. Svavar Gestsson Héraðsbúar - Austfirðingar Menntamálaráöherra mun halda opinn fund um skólamál i Mennta- skólanum á Egilsstöðum miðvikudaginn 29. mars kl. 20.30. Kennarar, foreldrar, notið tækifærið til aö hafa áhrif. Menntamálaráðuneytið. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222. K.F.R. Krafa Atvinnuþróunarfélags Austurlands um aö landiö verði eitt gjaldsvæöi símaþjónustu: Vilja eina gjald- skrá yfir landið Atvinnuþróunarfélag Austurlands hefur farið fram á að Iandið allt verði gert að einu gjaldsvæði hvað varðar símaþjónustu. Máliö er til umræðu hjá Póst- og símamála- stofnuninni, en frekar er gert ráð fyrir nokkurri jöfnun en algerri samræmingu gjaldskrárinnar. Á stjórnarfundi Atvinnuþróunar- félags austurlands fyrir skömmu var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að samræma þegar í stað verðskrá pósts og síma þannig að sama gjald verði tekið fyrir síma- þjónustu á öllu landinu. Bent er á að landið allt sé orðið eitt markaðssvæði þrátt fyrir strjálbýli. Pví sé eðlilegt að fyrirtæki og einstaklingar sitji við sama borð hvað varðar sölu og öflun þjónustu og fyrirtæki á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Farið er fram á að gjald- skrárbreyting verði gerð fyrir lok þessa árs. „Við teljum þessa breytingu eðli- lega í samræmi viö byggðastefnuna. Málið snýst um að færa fjármuni frá höfuðborginni út til landsbyggðar- innar. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að markaðsmiðstýring á landinu er gífurleg, allt fer frant í Reykjavík. Flest fyrirtæki úti á landsbyggðinni eyða á hverjunt degi umtalsverðum fjármunum í samtöl við aðila staðsetta í Reykjavík. Ég get vel ímyndað mér að fólk á höfuðborgarsvæðinu sé mótfallið þessu. Fetta er sjónarmið lands- byggðarinnar, það er augljóst mál,“ sagði Axel A. Beck einn stjórnar- manna Atvinnuþróunarfélagsins. Félagið hefur ekki hugsað sér að vísa málinu til umfjöllunar Byggða- stofnunar eins og venja er í svipuð- um tilfellum. Ef stjórnvöld breyta fyrirkomulaginu ekkert innan fárra mánaða mun félagið taka gjaldskrár- breytinguna upp aftur og hugsanlega reyna að fylgja henni eftir. „Við munum athuga tæknileg atriði þessa máls sem og kanna almennt álit íbúa á svæðinu. Hingað til hefur gjald- skrárbreyting fyrst og fremst verið skoðuð út frá sjónarhóli fyrirtækja. Það er til að mynda ekki víst að eldra fólk sem kanski ekki hringir mikið til Reykjavíkur kæri sig um breyt- ingu á núverandi skipan. Breytt gjaldskrá myndi vitaskuld þýða auk- inn kostnað við innanbæjarsímtöl. Þá verður einnig rætt frekar við forsvarsmenn póst- og símamála- stofnunarinnar auk samgöngumálar- áðherra," sagði Axel. Hann sagði að ef almenn samstaða næðist um málið og nieiriháttar tæknilegir erfiðleikar væru ekki fyrir hendi kæmi til greina að halda ráðstefnu og þrýsta enn frekar á um úrbætur. „Þá getur verið tímabært að smala landsbyggðarmönnum saman, setja hnefann í borðið og krefjast úrbóta. Jafnframt því að draga stjórnmálamenn inn í um- ræðuna og fá þingmenn okkar til að taka málið upp á Alþingi. Áður en að því kemur verður þó að undirbúa málið betur,“ sagði Axel. „Ég tel ekki óeðlilegt að gjald- skráin verði jöfnuð meira en nú er. En mér sýnist nokkuð langt í að sama gjald geti gilt um allt land, einfaldlega vegna þess að enn er verulega dýrara að dreifa langlínu- símtölum en innanbæjarsímtölum." sagði Guðmundur Björnsson að- stoðarpóst- og símamálastjóri þegar Tíminn hafði samband við hann. Guðmundur sagði málið vera í stöðugri umræðu innan stofnunar- innar en ekki hefði ennþá verið tekin nein afstaða til þess. Ef til kæmi að gera umtalsverðar breyting- ar á talningakerfi Pósts og síma gæti sú framkvæmd tekið allt að nokkrum vikum. jkb Skipadeild Sambandsins: Samstarf við erlend Skipadeild Sambandsins gerði nýlega samninga vegna vöruflutn- inga við tvö erlend skipafélög, Sea- trade og Nedlloyd, og hefur þar með aukið mjög þjónustu sína á flutn- ingsleiðum til og frá Norður-Amer- íku og Evrópu. Skipadeildin hefur með samning- unum hafið alþjóðleg flutningavið- skipti og mcð því móti tryggt frekar rekstrargrundvöll fyrirtækisins. eins og segir í tilkynningu frá skipadeild- inni. Breytingar hafa einnig verið gerðar á flutningum með almenna stykkjavöru milli Helsinki í Finn- landi og íslands. Siglingar þangað eru nú vikulega en voru áður á þriggja til fjögurra vikna fresti. Samningur Skipadeildarinnar við Seatrade. sem er eitt stærsta fyrir- tæki í heiminum í rekstri frystiskipa. felur í sér samsiglingu Jökulfells, skips Skipadeildar og Nidaros sem er leiguskip í eigu Færeyinga. Skipin sigla frá Hollandi til hafna í Dan- mörku. Noregi, Færeyjum og Islandi og áfram til Gloucester í Bandaríkj- ununt. Á austurleið hafa þau við- koniu í höfnum í Bandaríkjunum, Kanada, Grænlandi, íslandi og Hollandi. Samningurinn við Nedlloyd skipa- félagið felur í sér samkomulag um vikulega flutninga á stykkjavöru í gámum frá Boston. New York. Nor- folk og Jacksonville til Rotterdam þar sem gámum er umskipað um borð í skip Skipadeildarinnar. Sam- komulagið á einnig við um útflutning frá íslandi til þessara fyrrnefndu staða. SSH Nýverið var nokkrum aðilum boðið til að smakka á lambakjötinu, matrciddu cftir uppskriftum úr Litlu bókinni um lambakjötið. Timamynd:Árni Bjarna Lítil bók um lambakjötið Landssamtök sauðfjárbænda gáfu nýlega út bók með lamba- kjötsuppskriftum. Hún heitir „Lítil bók urn lambakjöt" og inniheldur uppskriftir frá flestum heintshorn- um. 1 formála bókarinnar segir Steingrímur J. Sigfússon landbún- aðarráðherra: „Islenska lamba- kjötið er frábært, einstakt í sinni röð. Það þarf því afbrigðilega vondan kokk í sérlega bölvuðu skapi til að geta gert úr því annað en góðan mat. Þannig hráefni e íslenska lambakjötið." Flestir réttanna eru einfaldir oj hráefnið í þá á að vera hægt að t'; í flestum verslunum. Uppskriftirn ar taka til hinna ýmsu kjöthluta innmats, hakks, steika og fleira En þær eru sagðar hafa verii valdar nteð tilliti til þess að bragð gæði kjötsins njóti sín sent best. bókinni er einnig komið inn ; krydd og annað sent gerir kjötii betra auk fleiri atriða. jkl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.