Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eintóm leiðindi? á morgun VEIÐAR á kolmunna hafa gengið mjög vel að undanförnu, en veiðin er nú inni í færeysku lögsögunni, nánar tiltekið á Færeyjabanka. Alls hefur verið tilkynnt um 96.000 tonna afla íslenzkra skipa samkvæmt upplýs- ingum Samtaka fiskvinnslustöðva. Erlend skip hafa landað hér um 39.600 tonnum og því nemur mót- taka fiskimjölsverksmiðjanna um 135.500 tonnum. Aflinn er nú orðinn ríflega fjórðungur leyfilegs heildar- afla sem er 352.600 tonn. Skip Eskju hafa fiskað vel að und- anförnu. Í gær var Jón Kjartansson, áður Hólmaborg, á leið á miðin eftir að hafa landað um 2.000 tonnum í heimahöfn. Verið var að landa um 2.000 tonnum úr Aðalsteini Jónssyni og Guðrún Þorkelsdóttir, áður Jón Kjartansson, beið löndunar með um 1.500 tonn. Karl Már Einarsson, útgerðar- stjóri Eskju, segir að veiðarnar gangi nú þokkalega. Skipin séu að fá um 400 tonn í hali eftir 12 til 18 tíma tog. Það sé mikill munur að þurfa ekki að sækja þetta lengra en inn í færeysku lögsöguna, en þegar veið- arnar hófust var 50 tíma stím á mið- in, en aðeins sólarhringur nú. Tölu- vert sé af skipum á kolmunna- slóðinni nú, mest Rússar og séu samskiptin við þá erfið. Afli skipa Eskju er nú orðinn ríf- lega 30.000 tonn, eða tæplega helm- ingur aflaheimilda félagsins, sem eru um 67.000 tonn. Nú byrjaði Guðrún Þorkelsdóttir veiðar um miðjan febr- úar, en hin skipin mánuði síðar. Afl- inn er því miklu meiri nú en á sama tíma í fyrra, en þá hófust veiðarnar í byrjun apríl. Hátt hráefnisverð Aflinn fer allur í bræðslu og fæst gott verð fyrir hann eða rúmlega 10.000 krónur fyrir tonnið. Það er hæsta hráefnisverð í langan tíma, enda er verð á fiskimjöli í sögulegu hámarki. Karl Már segir því að af- koman sé viðunandi, en olíuverð í hæstu hæðum komi sér afar illa, því þessi útgerð sé orkufrek. Ætlunin er að skipin haldi kol- munnaveiðunum áfram unz kvótinn næst, en Aðalsteinn Jónsson heldur þó til veiða á norsk-íslenzku síldinni í byrjun júní. Af henni er það að frétta að Færeyingar hafa eitthvað verið að veiða af henni innan eigin lögsögu, en hún er mögur enn sem komið er. Síldarvinnslan með mest Karl Már segir að fiskimjöls- verksmiðja Eskju hafi nú tekið á móti um 32.000 tonnum af kolmunna til bræðslu, þar af tæpum 2.000 tonnum af færeysku skipi. Sam- kvæmt upplýsingum SF hefur Síld- arvinnslan í Neskaupstað tekið ámóti 34.400 tonnum, Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði um 25.500, HB Grandi er með tæp 19.000 tonn, þar af 4.400 á Vopnafirði og 14.400 á Akranesi. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er með 13.600 tonn, Síldarvinnslan á Seyðisfirði með 8.000, Ísfélag Vest- mannaeyja með 5.000 og Síldar- vinnslan í Helguvík með 2.000 tonn. SVN er því samtals með um 44.000 tonn. Veiðar Flaggskip þeirra Eskfirðinga, Aðalsteinn Jónsson, hefur verið að fiska vel af kolmunna. Hann landaði 2.000 tonnum á Eskifirði í gær. Kolmunnaaflinn er að nálgast 100.000 tonn Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Selja smábáta úr landi „VIÐ erum komnir með um 30 báta nú þegar og gerum ráð fyrir að fá 40 til 50 báta alls. Það er svolítið af bát- um til sölu eftir að sóknardagakerfið lagðist af og töluvert hefur verið gert af því að sameina kvóta á báta,“ segir Eggert Sk. Jóhannesson, skipamiðl- ari hjá Skipamiðluninni Bátar og kvóti. Þeir hafa verið að auglýsa eftir 40 til 50 smábátum hér á landi til út- flutnings. Um er að ræða sænskan skipamiðlara sem kaupir bátana og selur síðan aftur bæði í Svíþjóð og víðar. Þetta eru fyrrverandi fiskibát- ar, sem eru án veiðiheimilda og verða þeir í flestum tilfellum notaðir sem skemmtibátar ytra. Eggert seg- ir að bátarnir séu mjög mismunandi að stærð og búnaði og verðið í sam- ræmi við það, frá nokkur hundruð þúsund krónum og töluvert hærra en það. Eggert segir að það séu margir sem hafi fengið úthlutað það litlum kvóta að ekki borgi sig fyrir þá að gera bátana út, jafnvel þótt um hálfgert sumarhobbí sé að ræða. Því sé það góður kostur fyrir menn sem þegar hafa selt kvótann að selja bát- inn líka. Það fylgi því nokkur kostn- aður að eiga verkefnalausan bát, eins og tryggingar, hafnargjöld og fleira. ÚR VERINU FERÐASKRIFSTOFAN Heims- ferðir hefur ákveðið að draga úr þeirri hækkun sem tók gildi á sum- arferðum þann 21. apríl. Var þá til- kynnt 12% hækkun á öllum ferðum, en í gær var tilkynnt að hækkunin yrði einungis 9%. Heimsferðir hafna gagnrýni Neytendasamtakanna og segja hækkunina löglega. Tómas J. Gestsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Heimsferða, segir að þeir sem þegar hafi greitt ferðir sín- ar með 12% hækkun fá mismuninn endurgreiddan. Hann segir að fljót- lega eftir að tilkynnt var 12% hækk- un á öllum pakkaferðum hafi verið ákveðið að draga úr hækkuninni vegna haustferða félagins, og hafi hún því aðeins verið 6%. Nú hafi svo gengisbreytingar sem komu hækk- uninni af stað að einhverju leyti gengið til baka, og rétt að draga úr hækkuninni á sumarferðum eins og hægt sé. Neytendasamtökin gagnrýndu hækkun á ferðum sem þegar höfðu verið keyptar, og sendu m.a. Heims- ferðum bréf vegna þessa. Vilja sam- tökin meina að slíkt sé ekki heimilt nema heimild til slíks sé í samningi sem gerður sé milli ferðaskrifstofu og kaupanda pakkaferðarinnar, og þar verði að koma fram við hvaða gengi sé miðað þegar upprunalegt verð er gefið út. Tómas segir að gagnrýni Neyt- endasamtakanna sýni takmarkaða þekkingu á ferðaskrifstofum, þar gerist hlutir hratt og óframkvæman- legt að ætla sér að gera skriflegan samning við alla sem kaupi pakka- ferðir. Hækkunin og framkvæmd hennar hafi verið í samræmi við lög um starfsemi ferðaskrifstofa. Hins vegar séu gefnir út reikning- ar með skilmálum, þar sem m.a. komi fram að ferðaskrifstofan áskilji sér allan rétt til þess að hækka verð vegna m.a. gengisbreytinga. Mögu- legt sé að hætta við kaupin í eina viku frá því ferðin var greidd, sætti kaupandinn sig ekki við þá skilmála. Sumar ferðaskrifstofur gáfu við- skiptavinum sínum svigrúm til að greiða upp sínar ferðir áður en hækkunin tók gildi, en slíkt var ekki gert hjá Heimsferðum. Tómas segir að þeir hafi beitt aðferðum sem hafi verið notaðar hingað til, aðrir hafi kosið að fara aðrar leiðir. Það sé gott ef ferðaskrifstofur hafi svigrúm til þess, en það þýði í raun að þá taki ferðaskrifstofan á sig gengishækk- unina. Heimsferðir hafi ekki haft svigrúm til þess, enda reynt að halda verðum í lágmarki. Hækkað í miðri dælingu Hjá Úrvali-Útsýn hækka allar pakkaferðir um 10% í dag, en við- skiptavinir voru látnir vita af fyrir- huguðum hækkunum og þeim gefinn kostur á að greiða upp ferðirnar áður en hækkunin tæki gildi, segir Helgi Eysteinsson, sölu- og markaðsstjóri Úrvals-Útsýnar. Helgi segir að við- skiptavinir hafi tekið gríðarvel í þetta, og um 75% af útistandandi kröfum félagsins hafi verið greidd upp við lokun í gær. Hækkunin bitni því á litlum hluta viðskiptavina. „Við mátum stöðuna þannig að það að hækka verð á ferðum án nokkurs fyrirvara væri eins og að hækka verðið á bensínlítranum í miðri dælingu,“ segir Helgi. Gunnar Fjalar Helgason, einn eig- enda Sumarferða, segir að verð á ferðum verði hækkað um 10-15%, en þeir sem hafi samband fyrir vikulok- in og greiði ferð sína, eða semji um vaxtalausar greiðslur á næstu mán- uðum, lendi ekki í hækkun. Jafnvel þeir sem það geri ekki hafi þegar greitt 50% af verði ferðarinnar, og því hækkunin fyrir þá aðeins 5-7,5% af heildarverði. Hann segir þó að yfir 90% þeirra sem þegar hafi keypt ferðir séu þeg- ar búin að ganga frá greiðslum, og hækkunin nái því ekki til þeirra. Hækkunin komi því nær eingöngu við þá viðskiptavini sem hafi ákveðið að kaupa sér pakkaferðir eftir að hún tók gildi. „Okkur fannst það heiðarlegra af okkur að gefa fólki tækifæri til að greiða ferðirnar sínar upp áður en við hækkuðum,“ segir Gunnar. Heimsferðir draga úr áður ákveðinni hækkun á sumarferðum Segja hækkun á verði á sumarferðum löglega Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is FERÐASKRIFSTOFUR eru í fullum rétti að breyta verði vegna geng- ishækkana, enda er það tekið fram í alferðaskilmálum Samtaka ferða- þjónustunnar, sem eru hluti af þeim gögnum sem viðskiptavinir ferða- skrifstofa fá í hendur að heimilt sé að hækka verð að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sam- tökum ferðaþjónustunnar, sem samtökin senda frá sér í tilefni af umfjöllun Neytendasamtak- ana um verðbreytingar ferðaskrifstofa vegna gengishækkana. Eitt þeirra skilyrða sem tekið er fram í al- ferðaskilmálunum er breytingar á gengi ís- lensku krónunnar frá því að ferð var auglýst. Segir í tilkynningunni að nú hafi orðið veru- legar breytingar á gengi krónunnar, gengislækkun hennar gagnvart evrunni nemi um 30% frá því sumarbæklingar voru gefnir út í janúar þar til um miðjan apríl. Því sé ljóst að ferðaskrifstofur séu einungis að nýta heimild í lögum sem sett sé þar sérstaklega vegna þeirrar aðstöðu sem leiðir af því að ferðir eru seldar með margra mánaða fyrirvara. Hafi ferð verið greidd að fullu komi hins vegar ekki til hækkunar. Tekið fram að hækka megi verð í skilmálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.