Morgunblaðið - 05.05.2006, Side 29

Morgunblaðið - 05.05.2006, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 29 UMRÆÐAN ÞÁ HÖFUM við það á hreinu landsbyggðarmenn; þeir syðra vilja ekkert með okkur hafa. Þeir telja höfuðborgina okkar eingöngu fyrir þá sem þar búa. Ég heyrði um það frétt í útvarp- inu að stóru flokkarnir hefðu kom- ist að þeirri niðurstöðu að rétt væri að fara með flugvöllinn úr Vatns- mýrinni fyrir fullt og allt. Þeir telja þá beitu veiða vel í komandi kosn- ingum. Hagsmunir landsbyggð- armanna skipta þá engu máli. Komi þeir sem koma vilja, en þeir geta þá skondrað til og frá Keflavík, vilji þeir komast í flugvél. Þannig virð- ist obbi Reykvíkinga hugsa. Ég hef haft það á tilfinningunni, í allri þeirri umræðu sem verið hef- ur um flugvöllinn í Vatnsmýrinni, að andstæðingar hans geri sér ekki grein fyrir því hvað hann er mik- ilvægur fyrir daglegt líf þjóð- arinnar. Þeir sem trúa mér ekki ættu að vera þar einn dag og fylgj- ast með mannlífinu sem þar gerj- ast. Fólk streymir til og frá vell- inum, fólk sem er að fara til funda, leita sér lækninga eða lyfta sér upp. Völlurinn er stór tekjulind fyrir Reykvíkinga, hann er þeirra stóriðja. Verði honum lokað eru Reykvíkingar að kasta frá sér gull- eggi og einu af fjöreggjum þjóð- arinnar. Það er svo einfalt. Það þarf dáleiðslu til að lands- byggðarmenn sætti sig við klukku- tíma ferðalag til að komast í fimm- tíu mínútna flug. Þeir aka frekar alla leið. Lokun flugvallar í Vatns- mýrinni yrði því dauðadómur yfir áætlunarflugi innanlands. Sú að- gerð gæti líka orðið dauðadómur yfir sjúku fólki, sem þarf að kom- ast í bráðaaðgerð á okkar Land- spítala, sjúkrahúsi sem fengið hefur milljarða frá okkur lands- mönnum og á að fá nokkra til viðbótar á næstu árum til að byggja nýtt hátæknisjúkrahús. Á það bara að vera fyrir Reykvík- inga? Talsmaður Suðurnesja sagði ný- lega í sjónvarpsviðtali að það yrði nú ekki mikið mál að aka með þessa sjúklinga af landsbyggðinni frá Keflavík til Reykjavíkur. Þeir lifðu það af. Hann sá gullið í því að fá innanlandsflugið til Keflavíkur. Skömmu áður hafði annar suð- urnesjamaður haldið því fram að það yrði að vera sólarhringsvakt alla daga ársins á sjúkrahúsinu þar því það væri of langt að aka með sjúka suðurnesjamenn til Reykja- víkur. Ég tek undir það, en það sama gildir um aðra. Menn virðast ekki vilja átta sig á því að sjúkra- flug til Reykjavíkurflugvallar hefur margfaldast á síðustu árum. Oft er um að ræða fársjúkt fólk, t.d. hjartasjúklinga sem þurfa að kom- ast sem fyrst í þræðingu. Þar geta mínútur skipt máli. Það má vera að hægt sé að finna einhverja tæknilega lausn á legu Reykjavíkurflugvallar þannig að hægt verði að rýma til fyrir bygg- ingum án þess að vellinum verði endanlega lokað. Ég hef ekki þekk- ingu á því, en mér þótti Arngrímur Jóhannsson flugstjóri setja fram athyglisverða lausn á dögunum, sem vert væri að skoða betur. Eða er bara endanlega búið að ákveða að loka vellinum? Kosningar nálgast, það fer ekki á milli mála. Stóru flokkarnir í Reykjavík telja sig geta fiskað vel með því að loka Reykjavík- urflugvelli. En ætla stóru flokkarnir úti á landi ekkert að láta í sér heyra um þetta mikla hagsmunamál? Ég hygg að lands- byggðarmenn vilji vita hvað þeir ætla að gera í þessu mikla hags- munamáli landsbyggðarinnar. Einu því stærsta sem á okkur brennur þessa dagana. Það vita þeir fjöl- mörgu, sem þurfa að nýta innan- landsflugið, jafnvel oft í viku. Þess vegna skora ég á Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Ak- ureyri, og aðra stjórn- málaforingja lands- byggðarinnar að láta nú í sér heyra um málið. Ég skora líka á Kristján Þór að gera hreint fyrir sínum dyrum. Hann gefur kost á sér til endur- kjörs, en ætlar hann að sitja út kjör- tímabilið? Kjósendur eiga heimtingu á því að vita hvort þeir eru að kjósa bæjarstjóra til eins árs eða fjögurra. Það er svo kristal- tært. Segðu nú af eða á, Kristján minn, engin loðin framsóknarsvör, sem eru opin í báða enda. Fyrir hverja er höfuðborgin? Sverrir Leósson telur að sveit- arstjórnarmenn á landsbyggð- inni verði að berjast fyrir áframhaldandi innanlandsflugi úr Vatnsmýrinni ’Það þarf dáleiðslu til aðlandsbyggðarmenn sætti sig við klukkutíma ferða- lag til að komast í fimm- tíu mínútna flug. Þeir aka frekar alla leið.‘ Sverrir Leósson Höfundur er útgerðarmaður. Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni. KOSNINGAR 2006 Hildur Baldursdóttir: „Við mæðgurnar.“ Úrsúla Jünemann: „Kosninga- jeppi.“ Íris Jóhannsdóttir: „Bréf til frambjóðenda í Mosfellsbæ.“ Guðvarður Jónsson: „Kosn- ingaloforð.“ Kári Páll Óskarsson: „Enginn vill búa við mengun.“ Toshiki Toma: „Þátttaka og við- horf í borgarstjórn.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Fréttir í tölvupósti opið: mán.–föstud. 11–18 laugard. 11–16 MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 afmælisveisla 2 ára Full búð af spennandi afmælistilboðum 10–25% afsláttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.