Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 24
Ímekka námsmanna, Þjóð-arbókhlöðunni, sátu margirþennan dag með skruddurnarsem límdar við nefið. Alvaran skein úr hverju andliti og einbeit- ingin sveif í loftinu. Tvö brosandi andlit sátu þó á kaffistofunni og borðuðu nestið sitt. Það voru fé- lagarnir Guðjón Örn Helgason og Páll Daníelsson sem virtust ekkert þjást af neinu prófstressi. Þeir eru báðir á öðru ári í sálfræði við Há- skóla Íslands og taka þrjú próf þessa vorönn. Að eigin sögn búa þeir á Þjóðarbókhlöðunni yfir próftím- ann. „Við reynum alltaf að koma með nesti með okkur, oftast beik- onsmurost og brauð, það er eig- inlega það eina sem við borðum yfir próftímann, svo eldum við okkur pylsur í kvöldmatinn eða annað ein- falt,“ segja þeir og augljóslega má ekki eyða tímanum í óþarflega flókna matargerð. Þeir vildu þó ekki viðurkenna að beikonsmurostur bætti gáfunnar en Páll sagði hann bæta skapið. Ekkert sérstakt gáfu- fæði er á matseðli drengjanna en kaffi og Egils orka er drukkið til að hlaða batteríin. Aðspurðir hvort þeir séu með einhverja sérstaka hjátrú yfir próftímann kemur í ljós að Guð- jón rakar sig aldrei meðan á próf- unum stendur. „Ég las að Björn Borg tennisleikari rakaði sig ekki meðan á mótaröð stæði og hann var sigursæll þannig að ég ákvað að þetta virkaði.“ Húfurnar sem þeir félagar skarta þennan daginn tengjast ekki neinni hjátrú heldur eru þær til að halda hárinu frá augunum í lestrinum. „Klipping er líka eitt af því sem tekur við að loknum prófum,“ segir Páll brosandi. Guðjón og Páll efast ekki um að þeir muni ná öllum prófunum. „Okk- ur gengur alltaf vel enda jákvæðir og brosandi í prófum meðan aðrir láta stressið ná yfirhöndinni.“ Aðspurðir hvort þeir taki eitthvað með sér í próf annað en skriffæri segir Páll gott að taka eitthvað með sér að drekka en Guðjón segir mikilvægast að taka með sér góða skapið. Það er ekkert stress í þessum drengjum og segja þeir það ekki borga sig, það lækki bara einkunnina. „Ef maður veit að  MENNTUN | Það er mikilvægast að taka alltaf með sér góða skapið þegar mætt er í próf Læri alltaf í sömu náttbuxunum Á þessum árstíma sitja flestir námsmenn sveittir við próflestur. Ingveldur Geirsdóttir og Eyþór Árnason ljósmyndari fóru á röltið og trufluðu nokkra náms- menn við lesturinn til að forvitnast um hvort þeir þjáðust af stressi eða hjátrú fyrir prófin. Morgunblaðið/Eyþór Rannveig Þrastardóttir, nemandi í MR, mætir alltaf í skólann klukkutíma áður en prófið byrjar. Guðlaug María Sigurðardóttir segir hjátrú ekkert hjálpa sér þegar hún fer í próf. Daglegtlíf maí NEMENDUR eiga það til að gerast hjá- trúarfullir eða halda fast í venjur yfir próftímann. Það er algengt að hjátrúin tengist verndargripum, lukkudýrum, mat- aræði, klæðaburði eða ákveðinni hegð- un. Sumir sofa með námsbækurnar undir koddanum nóttina fyrir próf og aðrir ákveða að vera í sömu fötunum eða ákveðnum fötum yfir próftímann. Lukkudýr eða annar ákveðinn hlut- ur sem á að auka velgengnina fylgja oft nemendum í próf og dæmi eru um nem- endur sem vilja alltaf sitja á svipuðum stað í prófstofunni og nota alltaf sama skriffærið.Hárvöxtur fær oft að vera óskertur á próftíma, sérstaklega er al- gengt að strákar raki sig ekki. Sumum finnst óhugsandi að breyta til á prófdegi, þeir fara t.d. alltaf sömu leið í skólann eða borða sama morg- unmatinn. Ekki skal fullyrða hvort hjátrú og venjur virka en eitt er víst að þær veita mörgum meira sjálfstraust. Sofa með bækurnar undir koddanum ÍÞRÓTTA- og ólympíusamband Ís- lands stendur nú í fjórða sinn fyrir fyrirtækjakeppninni „Hjólað í vinn- una“ og hafa nú á fjórða hundrað liða skráð sig til þátttöku. Ekki mega fleiri en tíu hjólreiðagarpar skipa hvert lið og á Alcan á Íslandi nú metið hvað varðar fjölda liða. Þaðan taka alls átján lið þátt, en næst á eftir koma Íslensk erfðagreining og Orku- veita Reykjavíkur með þrettán lið hvort og tólf lið frá Glitni hafa skráð sig til leiks. Átakið var formlega hafið þann 3. maí og því lýkur þriðjudaginn 16. maí. Hægt er að skrá sig til þátttöku allt fram á síðasta dag og ef að líkum lætur á Jóna Hildur Bjarnadóttir, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, von á því að enn eigi eftir að bæt- ast í hópinn því í fyrra voru liðin í keppninni alls 488 talsins. Til að meta árangurinn er skráður niður fjöldi hjólaðra kílómetra hjá hverjum þátttakanda auk fjölda daga sem hjólað er. Í fyrra voru alls hjólaðir 173.762 km sem samsvarar 130 hringjum í kringum landið. Fyrirtækjunum er skipt niður í sex flokka eftir starfs- mannafjölda. Í flokki 400 starfs- manna og fleiri sigraði Alcan á Ís- landi í fyrra og önnur fyrirtæki og stofnanir, sem komust á pall, voru Íslensk erfðagreining, Síðuskóli, Medcare-Flaga, Grunnskóli Grinda- víkur, Seyðisfjarðarskóli, Lög- regluskóli ríkisins, Þýðingar og textaráðgjöf og Markið. Öll hreyfing betri en engin „Helsta markmið keppninnar er einfaldlega það að fá fólk til að virkja eigin orku, en auk þess að hjóla í vinnuna geta þátttakendur allt eins kosið að fara fótgangandi í og úr vinnu eða á línuskautum. Átakinu er fyrst og fremst ætlað að vekja athygli á heilsuvænum, um- hverfisvænum og hagkvæmum sam- göngumáta. Þar sem bensínverð er orðið mjög hátt núna, getur fólk not- að þetta tækifæri til að leggja bílnum, sparað peninga og eflt eigin heilsu. Það er mikil stemning ríkjandi víða í fyrirtækjum í kringum svona keppni enda eflir hún andann og eykur sam- heldni meðal samstarfsfólks. Kíló- metrarnir fara nú að tikka inn til okk- ar, einn af öðrum,“ segir Jóna Hildur, en sigurvegarar í hverjum flokki fá verðlaunaskildi í viðurkenning- arskyni þegar úrslitin verða ljós. Enginn þarf nú orðið að efast um að ávinningur hreyfingar er ótví- ræður enda rökstyðja rannsóknir mikilvægi hreyfingar fyrir andlegt og líkamlegt heilbrigði. Lítill vafi leikur á því að hreyfingin hressi, bæti og kæti. Það á ekki síst við um nú á tímum þegar offita samfara hreyf- ingarleysi er að verða vaxandi vandamál. Nútímavísindi hafa sýnt fram á að hollt mataræði og hæfileg hreyfing minnki líkur á krans- æðasjúkdómum, háþrýstingi, syk- ursýki, beinþynningu, offitu, slitgigt, mjóbaksverk, sumum krabba- meinum, kvíða og þunglyndi. Það getur reynst útivinnandi fólki erfitt að koma reglulegri hreyfingu inn í dagsskipulagið, en þá er rétt að minna sig á að ætla sér ekki um of í einu. Þó Alþjóða heilbrigðismála- stofnunin mæli með 30 mínútna hóf- legri hreyfingu á dag og Lýð- heilsustöð mæli með 45–60 mínútna hreyfingu á dag er gott að hafa það ávallt í huga að öll skynsamleg hreyf- ing er betri en engin hreyfing.  HEILSA | Margir ætla að keppast við kílómetrana í fyrirtækjakeppninni „Hjólað í vinnuna“ sem nú stendur yfir „Hvetjum fólk til að virkja eigin orku“ Morgunblaðið/Kristinn Keppnin „Hjólað í vinnuna“ hófst í gærmorgun og hér má sjá fjórar af keppniskonum ÍE nýkomnar í mark fyrsta daginn. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.isisport.is  Vertu ávallt vakandi fyrir því að velja hreyfingu fram yfir hreyfingarleysi.  Takmarkaðu bílanotkun eins og mögulegt er, t.d. með því að ganga eða hjóla í staðinn.  Ef þú notar strætó, farðu út t.d. tveimur stoppistöð- um fyrr eða síðar en þú ætlaðir.  Ef þú ert á bíl, leggðu hon- um góðan spöl í burtu frá áfangastað og njóttu þess að ganga það sem eftir er á áfangastað.  Notaðu stigann í stað lyftu eða rúllustiga.  Varaðu þig á sófanum. Þeir, sem hreyfa sig reglu- lega, hvílast betur og eru orkumeiri en þeir, sem henda sér beint upp í sófa. Líkamleg þreyta hjálpar til við að losa um andlega þreytu eftir amstur dags- ins.  Ef þú átt börn mundu að þú ert afar mikilvæg fyr- irmynd sem hefur mikil áhrif á hversu mikið þau hreyfa sig.  Takmarkaðu frítíma, sem varið er í kyrrsetu, s.s. við tölvu- og sjónvarpsskjá og stundaðu reglulega hreyf- ingu. Það er ekki verra ef þú nærð öðrum fjölskyldu- meðlimum með. Hreyfingin í forgang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.