Morgunblaðið - 05.05.2006, Side 32

Morgunblaðið - 05.05.2006, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UNDANFARNA daga hefur ver- ið töluverð umræða um málefni inn- flytjenda í fjölmiðlum. Fjallað hefur verið um þær breytingar sem ganga í gegn 1. maí og hugsanlegar afleið- ingar af því, stefnu stjórnmálaflokka almennt, eða stefnuleysi, og hugs- anlega stofnun nýs flokks sem myndi berjast gegn fjölgun innflytj- enda. Í tilefni umræð- unnar langar mig til að árétta nokkur atriði í tengslum við málefni innflytjenda á Íslandi. Fleiri íslenskir rík- isborgarar erlendis Heimurinn fer minnkandi í þeim skilningi að alþjóðleg samskipti eiga sér stað daglega með tilkomu aukinnar alþjóðavæð- ingar. Samgöngur verða sífellt aðgengi- legri og búseta manna milli ríkja opnari. Sú staðreynd endurspeglast m.a. í búsetu íslenskra ríkisborg- arara víða um heim en alls búa um 30.000 Íslendingar erlendis. Á móti kemur að um 14.000 erlendir rík- isborgarar búa hér á landi. Flestum þykir það sjálfsagt að vel sé tekið á móti Íslendingum erlendis, og mætti því ætla að við skyldum koma á móts við aðra eins og við viljum að komið sé á móts við okkur. Íslenskt atvinnulíf treystir á erlent vinnuafl Á Íslandi er atvinnuleysi í lág- marki en í febrúarmánuði mældist það 1,6%. Hlutfallslega færri erlend- ir ríkisborgarar eru atvinnulausir en íslenskir. Á vinnumarkaði eru er- lendir ríkisborgarar um 7% vinnu- afls sem felur óneitanlega í sér hvað íslenskt atvinnulíf treystir á þetta mikilvæga framlag. Á sama tíma berast fréttir frá mörgum löndum Vestur-Evrópu um gríðarlegt at- vinnuleysi meðal einstakra hópa inn- flytjenda. Það er afar mikilvægt að halda í þessa sérstöðu hér á landi og tryggja jafnt aðgengi og jöfn tæki- færi í íslensku samfélagi óháð upp- runa, það dregur úr hugsanlegri stéttskiptingu og skiptingu í and- stæða hópa eftir uppruna. Framlag innflytjenda til samfélagsins Sumir fullyrða að innflytjendur séu byrði á íslensku samfélagi – að þeir sendi alla sína peninga til síns heimalands og þeir skili sér ekki í ís- lenskt hagkerfi. Það er ekki alls kostar rétt. Allir launþegar greiða skatta; bæði beina skatta sem laun- þegar og óbeina skatta í kjölfar kaupa á þjón- ustu ýmiss konar. Það má því fullyrða að inn- flytjendur greiði tölu- vert til samfélagsins. Margt bendir til þess að þeir nýti sér síður velferðarkerfið en aðrir íbúar landsins. Ástæð- urnar eru vanþekking á íslensku samfélagi, skortur á almennum réttindum og aldurs- samsetning, en flestir innflytjendur eru á aldrinum 20 til 40 ára og nýta sér því síður heilbrigðiskerfið en börn og aldraðir. Þá eru ótalin menningar- áhrif innflytjenda sem hafa auðgað samfélagið á margvíslegan hátt, gert það litríkara, fjölbreyttara og skemmtilegra. Erlendir ríkisborgarar ólíklegri til afbrota Misvísandi umræða hefur verið í fjölmiðlum undanfarið að fylgni sé á milli aukningu á fjölda fanga og inn- flytjenda. Engar tölur styðja þessar fullyrðingar, þ.e. að það sé vaxandi glæpatíðni meðal innflytjenda á Ís- landi. Þvert á móti hafa rannsóknir Helga Gunnlaugssonar, prófessors í Háskóla Íslands, sýnt fram á að er- lendir ríkisborgarar sem eru búsett- ir á Íslandi eru hlutfallslega ólíklegri til afbrota en íslenskir ríkisborg- arar. Sameiginlegur vinnumarkaður og þátttaka í Schengen Þegar Ísland gerðist aðili að Evr- ópska efnahagssvæðinu (EES) gerð- ist það aðili að sameiginlegum vinnu- markaði í Evrópu. Með þátttöku í Schengen sameinuðust landamæri Íslands landamærum fleiri ríkja. Takmarkanir á flutningi fólks til Ís- lands hlýtur því að fela í sér uppsögn á EES-samningnum og úrsögn úr Schengen-samstarfinu. Ísland myndi í kjölfarið einangrast á al- þjóðavettvangi og skapa sér sess meðal hinna fáu lokuðu ríkja heims- ins. Það er fátt sem bendir til þess að það verði einhver „ógnaralda“ inn- flytjenda frá hinum átta nýju ríkjum ESB til Íslands eftir 1. maí. Bret- land, Írland og Svíþjóð afléttu öllum hindrunum þá þegar, og samkvæmt fréttum frá þessum löndum varð nokkur fjölgun án þess að nokkuð „ástand“ skapaðist. Portúgal og Finnland hafa þegar ákveðið að opna á frjálst flæði en Belgía hefur ákveðið að nýta sér möguleikann á frekari frestun. Menning og tungumál Að lokum vil ég benda á að aukn- ing innflytjenda til landsins ógnar ekki, né verður þess valdandi að „eyða“ íslenskri menningu á nokk- urn hátt. Menning er í stöðugri þró- un og íslensk menning hefur frá upphafi þróast og mótast af straum- um og stefnum heimsins og má sjá þess skýr merki í gegnum aldirnar. Hvað varðar verndun íslenskrar tungu telja sérfræðingar frá Ís- lenskri málstöð það ekki að aukning innflytjenda ógni henni á nokkurn hátt. Áhrifavaldar íslenskrar tungu eru fyrst og fremst fjölmiðlar og tölvuumhverfi. Fjölmenningarsamfélag á Íslandi er staðreynd og engin leið að breyta því. Íbúar þurfa hins vegar að taka höndum saman og skapa hér sam- félag sem metur framlag hvers og eins að verðleikum og gefur öllum tækifæri til þess að láta gott af sér leiða. Frumkvæðið verður að koma frá innfæddum, en framhaldið bygg- ist á gagnkvæmum samskiptum og samvinnu, þar sem sjónarmið allra fá að njóta sín. Málefni innflytjenda Einar Skúlason fjallar um málefni innflytjenda ’Fjölmenningarsamfélagá Íslandi er staðreynd og engin leið að breyta því.‘ Einar Skúlason Höfundur er framkvæmdastjóri Alþjóðahússins ehf. MÁNUDAGINN 1. maí safnaðist saman mikill fjöldi launafólks í Reykjavík og gekk fylktu liði undir gunn- fánum verkalýðs- hreyfingarinnar og kröfuspjöldum til þess að leggja áherslu á stöðuga baráttu hreyfingarinnar fyrir því velferðarkerfi sem verkalýðshreyfingin hefur átt stærstan þátt í að byggja upp hér á landi. Á útifund- inum eftir gönguna bættust fjölmargir við í hópinn og hlýddu á ræður félaga sinna sem brýndu menn til áframhaldandi baráttu. Fólkið sameinaðist undir kröfunni Ísland allra – velferð alla ævi. Eftirleikurinn sýnir að sjaldan eða aldrei er brýnna en nú að launafólk standi vörð um sín rétt- indi og noti baráttudag verkalýðs- ins, 1. maí, til að leggja áherslur á sínar kröfur. Fréttastofa ríkisútvarpsins reið á vaðið í kvöldfréttum 1. maí. 400 manns í göngunni, 800 manns á Ingólfstorgi. Þetta hefur síðan hver fjölmiðillinn á fætur öðrum lapið upp og tönnlast á. Morg- unblaðið notar svo tækifærið til að benda á að verkalýðshreyfingin sé í tilvistarkreppu og hafi „hún ekki fyrir neinu að berjast er bezt að horfast í augu við það. Það er enginn til- gangur í því að safna upp sjóðum með fé- lagsgjöldum og öðrum gjöldum ef þessir pen- ingar ganga ekki til annars en að halda uppi skrifstofubákni félaganna. Til hvers að halda því uppi ef baráttumálin eru eng- in og sannfæring- arkrafturinn horfinn?“ Hreyfingin hafi engu hlutverki að gegna lengur og því réttast að leggja hana niður.Þetta er í undarlegri mótsögn við að mörgu leyti ágæt skrif blaðsins und- anfarna daga þar sem áhersla hef- ur verið lögð á mikilvægi verklýðs- hreyfingar og baráttumarkmiða hennar. Þeir sem tóku þátt í kröfugöng- unni niður Laugaveg og baráttu- fundinum vita að þúsundir manna tóku þátt. Myndir úr göngunni og frá fundinum á Ingólfstorgi sýna það glögglega. (Sjá www.bsrb.is ) Upplýsingarnar um fjöldann voru einfaldlega rangar og til marks um það má benda á að í 1. maí kaffi BSRB að Grettisgötu 89 komu 700 manns og flestir þeirra höfðu verið á fundinum. Sömu sögu hafa ef- laust aðrir sem buðu upp á veit- ingar eftir útifundinn á Ingólfs- torgi að segja. Þannig munu um 900 manns hafa komið í 1. maí kaffi Eflingar. Kröfugangan og baráttufund- urinn á Ingólfstorgi sýndu að eng- in ástæða er til að leggja þann sið af að nota 1. maí til að knýja á um bætt kjör og varðstöðu um þau réttindi sem hreyfingin hefur knú- ið fram á síðustu 100 árum. Fólk mun ekki láta tilraunir til að grafa undan baráttuanda launafólks, eins og falsfréttir um dræma þátttöku bera með sér, hafa áhrif á sig. Þannig efast ég ekki um að BSRB- félagar muni áfram fylkja liði á baráttudegi verkalýðsins ásamt launafólki úr öðrum samtökum. 1. maí verður áfram baráttudagur verkalýðsins Sigurður Á. Friðþjófsson fjallar um 1. maí ’Upplýsingarnar umfjöldann voru einfaldlega rangar og til marks um það má benda á að í 1. maí kaffi BSRB á Grett- isgötu 89 komu 700 manns og flestir þeirra höfðu verið á fundinum.‘ Sigurður Á. Friðþjófsson Höfundur er upplýsinga- og fræðslufulltrúi BSRB. ÉG UNDIRRITAÐUR vil gera nokkrar athugasemdir við grein Jó- hönnu Sigurðardóttur, alþingiskonu Samfylk- ingarinnar, sem birt- ist í Mbl. 25. apríl sl. undir titlinum ,,Sof- andi stjórnvöld“ og fjallaði um frjálsa för launafólks innan EES-svæðisins og stefnuleysi íslenskrar ríkisstjórnar um mál- efni innflytjenda. Í upphafi vil ég að það komi fram að ég var félagi í Samfylk- ingunni þar til fyrir skömmu að ég gekk til liðs við VG en ég styð samt enn póli- tíska hugmyndafræði Samfylkingarinnar í stórum dráttum. Ég hef oft átt í starfi mínu sem prestur innflytjenda góða og ánægjulega samvinnu við þingmenn flokksins. Hins vegar fannst mér sem inn- flytjanda mun erfiðara að fá tæki- færi til þess að taka þátt í starf- semi flokksins, kynna skoðanir mínar þar og vera virkur. Ég sendi því Jóhönnu og öðru Samfylking- arfólki þessar athugasemdir í þeirri von að það velti þeim fyrir sér í já- kvæðum tilgangi. 1. Allir vissu hvenær frjáls för launafólks innan EES-svæðisins myndi ganga í gildi. Ef Samfylk- ingin taldi að Ísland þyrfti lengri aðlögunarfrest, hefði hún ekki átt að hafa frumkvæði að því að óska eftir framlengingu frestsins? Það er ekki hægt að varpa ábyrgðinni alfarið á ríkisstjórnina. 2. Rök stjórnvalda fyrir fram- kvæmdinni eru skiljanleg að vissu leyti. Atvinnuleysi hér á landi er nú aðeins 1,6%. Af nýútgefnum at- vinnuleyfum árið 2004 voru 45% fyrir launafólk frá löndum sem ný- lega hafa gengið í ESB og 70% árið 2005. Það eru engar aðstæður á ís- lenskum vinnumarkaði sem rétt- læta að stöðva straum erlends vinnuafls hingað til lands umfram það sem gildandi reglur á EES- svæðinu segja til um.Verði íslensk- ur vinnumarkaður lokaður erlendu vinnuafli, mun það verða túlkað sem svo að Ísland vilji ekki fá fólkið frá nýju lönd- unum. 3. Jóhanna nefnir skoðun Eiríks Berg- manns Einarssonar stjórnmálafræðings sem segir að aðlögun innflytjenda á Íslandi hafi hingað til ekki tekist vel og að ,,út- lendingagettó“ séu að myndast í borginni. Þetta er að mati Jó- hönnu allt stefnuleysi stjórnvaldanna að kenna. En að mínu mati eru aðrir pólitískir flokkar eins og Samfylkingin jafn sekir og stjórn- arflokkarnir. Þetta á ekki síst við um aðlögunarmál inn- flytjenda en ég hef margsinnis bent á í ræðu og riti síðan 2001 að það væri jákvætt að ekki hefðu mynd- ast sérstök hverfi innflytjenda. Það hefur hins vegar ekki verið sér- stakri stefnumótun flokkanna að þakka, heldur hefur verið látið skeika að sköpuðu með þessari nið- urstöðu sem því miður virðist vera að breytast. Samfylkingin á að hlusta betur á fólk sem helgar sig innflytjendamálum. 4. Í nýkynntri stefnuskrá Sam- fylkingarinnar í Reykjavík sem er í ellefu liðum, sjást engin orð eins og ,,fjölmenning“, ,,innflytjendur“ eða ,,innflytjendabörn“. Er það ef til vill stefna Samfylkingar að þegja um málefni innflytjenda? Sem frekar vinstrisinnaður mað- ur óska ég þess hins vegar innilega að Samfylkingin endurskoði stefnu- leysi sitt um innflytjendamál við fyrsta tækifæri og marki stefnuna svo eftir verði tekið. Er Samfylkingin vakandi? Toshiki Toma fjallar um fjölmenninguna og stefnuskrá flokkanna Toshiki Toma ’Er það ef til villstefna Samfylk- ingar að þegja um málefni inn- flytjenda?‘ Höfundur er prestur innflytjenda. NÚ ERUM við komin á þann stað í aðdraganda borgarstjórn- arkosninganna að Sjálfstæð- isflokkurinn hefur hafið sinn reglulega útúrsnúning út úr lögboðnum reikningsskilum sveitarfélaga. Það er mikið á sig lagt til að reikna út að staða Reykjavíkurborgar sé ekki góð, rekstrarhalli og viðvarandi skuldasöfnun. Þetta vekur töluverða undrun þeirra sem sest hafa niður og skoðað kosningaloforð D-listans þar sem lofað er stórauknum útgjöldum til ýmissa góðra mála. Annaðhvort trúa fram- bjóðendur flokksins ekki eigin útlistun á stöðu borgarinnar eða að ætlun D-listans er að auka álögur á borgarbúa til að snúa meintum taprekstri við og til að standa undir auknum útgjöldum vegna margvíslegra kosninga- loforða. Þriðji möguleikinn er síðan auðvitað sá, að ekki standi til að efna loforðin sem gefin eru rétt fyrir kosningarnar og eru lítið í ætt við þann mál- flutning sem ég hef heyrt sjálf- stæðismenn bjóða upp á í Ráð- húsinu á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Mér finnst íhaldið í Reykjavík skulda kjósendum í Reykjavík ákveðnar skýringar. Trúa þeir því að staða borgarinnar sé jafn slæm og þeir gefa í skyn í bók- haldsæfingum sínum? Ef svo er, hvaða álögur ætla þeir að leggja á borgarbúa til að snúa rekstrinum við? Hvernig ætla þeir þá að standa undir vænt- anlegum útgjöldum vegna kosn- ingaloforða sinna? Er kannski meiningin að selja Orkuveituna? Alfreð Þorsteinsson Ætlar íhaldið að hækka skatta eða selja Orkuveituna? Höfundur er forseti borgarstjórnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.