Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 53 MENNING ÞAÐ ER komið að því. Ein skemmtilegasta myndlistarsýning ársins hér á Íslandi er nánast full- gerð, og verður opnuð fyrir al- menningi á morgun. Þó að lista- mennirnir sem um ræðir séu vissulega ekki í hópi þeirra reynslumestu eða viðurkenndustu, er þessi sýning engu að síður snar þáttur í myndlistarlífi landsins og mörgum þykir hún ómissandi við- burður heim að sækja á hverju vori. Hér er að sjálfsögðu um að ræða útskriftarsýningu myndlistardeildar og hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, þar sem öll- um þeim er ljúka B.A.-gráðu frá þessum deildum Listaháskólans í vor gefst kostur á að sýna verk sín í þrjár vikur. Sýningin hefur verið haldin með svipuðu sniði um langt skeið; allt frá því að fyrirrennari Listaháskólans, Myndlista- og handíðaskólinn, var og hét. Hér er um að ræða eina stóra samsýningu nemenda – verðandi listamanna – og þó ekki, því verk hvers og eins er sjálfstætt og unnið á sjálf- stæðum forsendum. Enginn heild- arbragur er því á sýningunni, og ekki er unnið út frá ákveðnu sam- eiginlegu konsepti – nema ef vera kynni ólgandi sköpunargleði og krafti þess sem er um það bil að ljúka sérhæfingu í námsgrein sinni. Sjötíu nemendur sýna Að þessu sinni eru útskrift- arnemar sem sýna sjötíu talsins; 25 koma úr myndlistardeild og 45 úr hönnunar- og arkitektúrdeild. Hafa þau fengið, líkt og í tvígang áður, Hafnarhús Listasafns Reykjavíkur til afnota og breiða úr sér í hvern krók og kima í húsinu. Þar gefur að líta hin fjölbreytilegustu verk og myndu lýsingar á þeim sjálfsagt fylla heila blaðsíðu ef telja ætti hvert og eitt þeirra upp. Frekar hvetur blaðamaður lesendur til að skoða sýninguna sjálfir og kynnast þeim ólíku hugmyndum sem út- skriftarárgangur hinna tveggja sjónlistadeilda Listaháskóla Íslands hefur um hvað sé spennandi, fram- sækið og æskilegt í listsköpun um þessar mundir. Myndlist | Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands opnuð á morgun Hafnarhúsið hertekið Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Sýningin opnuð á morgun kl. 14. Nemendur veita leiðsögn alla sunnudaga kl. 15 meðan sýningin stendur yfir. ALLIR útskriftarnemar í arki- tektúrdeild Listaháskóla Íslands í ár fengu sama verkefnið; að hanna hugmyndir að alþjóðlegu menningarhúsi á Landakotstúni, sem myndi hýsa stofnanir á borð við Göthe- og Fulbright- stofnanirnar, MÍR og Alliance Francaise, svo dæmi séu nefnd. Nú gefur því að líta tólf slíkar hugmyndir í Hafnarhúsinu og segir Bergur Finnbogason, út- skriftarnemi í arkitektúr og höf- undur einnar hugmyndarinnar, þær jafnólíkar og þær eru marg- ar. „Eiginlega eru þær ólíkari en þær eru margar, getur maður sagt,“ segir hann og hlær. „Það er mikið uppúr lagt á þessari sýn- ingu, fullt af módelum og teikn- ingum, þannig að það ætti að vera góð skemmtun að skoða hana.“ Sjálfur segist hann hafa haft í huga við gerð síns verkefnis að þýða hugtakið alþjóðamenning yfir á arkitektúrmál. „Það sem er kannski merkilegt við þessa stað- setningu – Landakot – er hve al- þjóðleg hún er, með öll sendiráðin í kring og þessa kirkju sem þjón- ar að litlum hluta Íslendingum. Mín áhersla er að ramma inn þessar hugmyndir, um þennan óíslenska veruleika sem er að gerast þarna á hæðinni,“ útskýrir hann. Mikil vinna liggur að baki út- færslu hugmyndanna, að sögn Bergs, með tilheyrandi vökunótt- um og vinnutörnum. „Við erum búin að vinna að þessu síðan í jan- úar og það verður gaman að sjá útkomuna, þó að prósessinn skipti í raun alveg jafnmiklu máli. En auðvitað hlakka ég til á laug- ardaginn,“ segir hann að síðustu. Arkitektúr | Bergur Finnbogason „VERKIÐ mitt samanstendur af ísskúlptúr, plexíglerkassa og kælikerfi,“ segir Agla Egilsdóttir, sem senn útskrifast frá myndlist- ardeild LHÍ. „Þetta er semsagt ís- skúlptúr inni í kassa úr plex- ígleri.“ Og þar inni er líka kona, ekki satt? „Jú, hluti af konu, má segja.“ Agla hefur að undanförnu unn- ið mikið með málverk sem unnin eru með hjálp íss, og segir hug- myndina að verkinu nú eiga ræt- ur að rekja til þeirrar vinnu. „En svo langaði mig líka að vinna með forgengileikann,“ bætir hún við. Og hefur þetta ekki verið flókið verk að gera? „Jú, þetta hefur verið rosalega erfitt, en ég held að þetta sé að smella núna. En þetta er búið að vera „prójekt taugaáfall“ í þrjár vikur,“ segir hún og segist hlakka til að sjá fyr- ir endann á verkinu. „Ég hlakka mjög til að geta slakað á og horft bara á þetta.“ Hún segir það ánægjulegt að útskrifast og vera reynslunni rík- ari eftir árin þrjú í skólanum. „Maður veit miklu meira. En samt veit maður líka að maður veit ekki neitt,“ segir útskriftarnem- inn Agla Egilsdóttir að síðustu. Myndlistardeild | Agla Egilsdóttir Unnið að uppsetningu útskriftarsýningar Listahá- skóla Íslands, sem verður opnuð á morgun. Morgunblaðið/Eyþór Lars Skjelbreia, sem útskrifast úr myndlistardeild Listaháskólans í vor, undirbýr verk sitt, en mikill ys hefur verið í Hafnarhúsinu undanfarið. Tólf arkitektúrnemar sýna hugmyndir að menningar- húsi við Landakot. Bergur Finnbogason við módel sitt. LISTAMAÐURINN Graeme Finn er Ástralíumaður búsettur í Þýska- landi, hann sýnir nú í Evrópu í fyrsta sinn, hjá Sævari Karli. Finn sýnir teikningar en fæst einnig við málverk og kvikmyndir í list sinni. Teikningarnar sem Finn sýnir eru litlar og einfaldar að gerð, en í við- tali við listamanninn í Morg- unblaðinu á dögunum kemur fram að þær eru hluti af 300 teikninga myndröð. Vinnuaðferð Finn bygg- ist annars vegar á nokkurs konar ósjálfráðri en um leið expressíón- ískri teikningu þar sem línur og form minna á tilviljanakenndar blekklessur en hafa einnig ljóð- ræna og mjúka hreyfingu í sér. Mótvægi við þetta línuspil eru síð- an örfá strik á hverri teikningu sem gætu vísað til bakgrunns nótnaskriftar eða einhvers annars kerfis, sums staðar má sjá tölustafi á myndfletinum. Teikningarnar eru litlar og raðað saman í mynd- klösum sem hentar þeim vel. Þær eru viðkvæmnislegar og það er ekki síst samspil lína og auðs myndflatar sem skapar hugsanlegu spennu í verkunum. Miðað við þetta fínlega yfirbragð kemur að- ferð Finn við upphengi mynda sinna á óvart en hann hefur neglt þær kirfilega í veggina með stál- nöglum og það fleiri en einum í hverja svo mann hryllir við. Það er líkt og fínleg húð sé negld við vegginn og minnir á dauð fiðrildi fest til sýnis með títuprjónum. Mis- munurinn sem kemur fram í vinnu teikninganna og framsetningu þeirra er því hrópandi og dregur töluvert úr sannfæringarkrafti þeirra. Þegar haft er í huga að hér er um að ræða fyrstu einkasýningu listamannsins í Evrópu kemur einsleitni verkanna einnig á óvart, það er tæpast að þessar litlu myndir standi undir sér sem sýn- ing, hér hefði án efa farið betur á því að sýna einnig málverk þau sem vísað er til í sýningarskrá og virðast vera hryggstykki í list Graeme Finn. Listamaðurinn legg- ur í verkum sínum út af þekktu þema, spennunni milli óbeislaðrar orku persónulegrar tjáningar og afls tilviljunarinnar annars vegar og yfirvegunar geómetrískrar abstraktsjónar hins vegar. Sam- talið sem skapast er þó varla nægi- lega frumlegt eða persónulegt til þess að ná að verða eftirminnilegt. Sýning sem næði að gefa litríkari mynd af list Graeme Finn gæti þó haft burði til þess. Fiðrildi á vegg MYNDLIST Gallerí Sævars Karls Til 8. maí. Opið á verslunartíma. Graeme Finn Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Eyþór Graeme Finn við teikningar sínar í galleríinu. Í VIÐTALI við Richard Morris, yf- irmann The Associated Board of the Royal Schools of Music, í blaðinu í gær var sagt að áttunda stig ABRSM-tónlistarprófsins, sem Söngskólinn notast við, eigi við full- numa tónlistarmann. Þar átti öllu heldur að standa að nemandi sem nær áttunda stigi sé orðinn fullbúinn fyrir æðri menntun í sínu fagi. LEIÐRÉTTING Fullbúinn frekar en fullnuma Út er komin bókin Specimina Comm- ercii eftir Ívar Brynjólfsson. Þar er lýst á mynd- rænan hátt niðurstöðu 12 ára rannsóknar höfundar á sjónrænu útliti samtímaversl- anaumhverfis Íslendinga. Bókinni verður dreift í betri bóka- búðum. Útgefandi er EKKI PRESS forlagið. Nýjar bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.