Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 25
maður er góður þarf maður ekkert að stressa sig,“ segir Guðjón rogg- inn. Tuskudýr í Danmörku Á fjórðu hæð Þjóðarbókhlöðunnar sat Guðlaug María Sigurðardóttir sem stundar mastersnám í mann- auðsstjórnun við Háskóla Íslands. Spurð af hverju hún læri á bókhlöð- unni segir hún engan frið vera heima hjá sér, það sé svo einfalt. Henni finnst ágætt að læra þarna en segist þó stundum verða fyrir truflun. „Í morgun pirraði mig hrikalega að það var einhver manneskja með svo sterka ilmvatnslykt að ég var að kafna.“ Guðlaug segist þurfa að nýta tím- ann vel yfir daginn til að læra því þegar hún sé búin að sækja börnin á leikskólann og komin heim sé enginn vinnufriður fyrr en klukkan níu eða tíu á kvöldin og því sé það dagurinn sem gildi fyrir hana. Hún segir próftímann alltaf vera ákveðið álag en hún þjáist ekki af prófkvíða. „Hjá mér er ekki stress, maður á ekkert líf í smástund en svo er þetta búið og sumarið tekur við,“ segir Guðlaug dreymin á svip. Guðlaug er ekki haldin neinni próf- hjátrú. „Ég var í skóla í Danmörku þar sem allir voru með lítil tuskudýr, sem hétu eitthvað, á borðunum í prófum, þessi tuskudýr voru oft búin að fylgja þeim í prófum frá barna- skóla. Ég hef ekki átt neitt svoleiðis og svona venjur hjálpa mér ekki neitt.“ Lærir í kaffihúsaklið Það eru ekki allir sem læra í skjóli bókasafna því á Kaffibrennslunni sat Baldur Már Vilhjálmsson, rafvirkja- nemi í Iðnskólanum í Reykjavík, með fartölvu og heyrnatól. Aðspurður af hverju hann læri á kaffihúsi segist hann ekki geta lært heima hjá sér. „Ég er með tónlist í eyrunum á með- an ég læri svo kliðurinn á kaffihúsinu truflar mig ekki.“ Hann segir ekkert mál að hlusta á tónlist samhliða lær- dómnum enda sé hann ekki að lesa neitt, aðallega að reikna. Þennan dag var fyrsti í próflærdómi hjá Baldri, hann segist vera frekar kærulaus og ekki taka prófin of alvarlega. Við rekumst á Baldur vel eftir há- degi og er hann þá búinn að sitja á Kaffibrennslunni síðan klukkan ell- efu um morguninn og læra. „Ég ætla að vera eins lengi og klinkið dugar í stöðumælinn,“ segir Baldur og bætir glottandi við að það sé kannski svolít- ið dýrt að læra niðri í bæ. Eftir að við kvöddum Baldur rölt- um við sem leið lá í Menntaskólann í Reykjavík með þá von að geta truflað einhvern í próflestri þar. Eftir smá- leit um skólann fundum við hana Rannveigu Þrastardóttur í bókasafni skólans þar sem hún var að læra ásamt öðru. Rannveig er í 4. bekk og segir frið- sælt að læra á skólabókasafninu. „Ég fer í tíu próf og klára 18. maí, ég er aðeins stressuð en ekki mikið,“ segir Rannveig. Hún mætir alltaf í skólann klukkutíma fyrir próf og segir það góðan vana sem hjálpi henni að slaka á. „Ég læri líka alltaf í sömu náttbux- unum og mér finnst það hjálpa mér smá að vera með svona prófvenjur.“ Rannveigu finnst allir vera mjög duglegir að læra fyrir próf í MR og segist sjálf læra ágætlega mikið þótt hún eigi það til að geyma hluti fram á seinustu stundu. Rannveig var að fara í próf eftir smástund þegar blaðamaður greip hana svo hann ákvað að sleppa henni lausri með von um gott gengi. Félagarnir Páll Daníelsson og Guðjón Örn Helgason borðuðu nestið sitt í rólegheitum í Þjóðarbókhlöðunni. Á Kaffibrennslunni sat Baldur Már Vilhjálmsson í makindum, hlustaði á tónlist og reiknaði. ingveldur@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 25 DAGLEGT LÍF Í MAÍ ur er kúnstin að gleyma sjálfum sér og umhverfinu og sökkva sér í prófverkefnin. Gáfumannafæði Mataræði skiptir miklu máli yfir próftímann. Rétt mataræði getur hjálpað til við einbeitingu, svefn og minnkað kvíða. Forðast ber sætindi og snakk. Ef nem- andinn finnur hjá sér þörf fyrir smásnarl ætti hann að taka sér almennilegt hlé til þess og fá sér ferska eða þurrkaða ávexti, sam- loku, súpuskál, ósaltaðar hnetur, jógúrt eða ostbita. Einnig verður að gæta að því að drekka nóg af vatni því það getur aukið einbeit- ingu og komið í veg fyrir höf- uðverk. Forðast ber sykraða drykki og ekki treysta á koffein- drykki. Kvöldið fyrir próf er best að borða pasta, hrísgrjón, kartöflur eða brauð þar sem slík kolvetna- rík fæða stuðlar að góðum næt- ursvefni. Mjólkurglas er líka gott fyrir svefninn. Í morgunverð fyr- ir próf er gott að fá sér prótein- og trefjaríka máltíð. Ef prófkvíð- inn er of mikill til að borða heila máltíð er banani, rúsínur eða ávaxtadrykkur góð byrjun. PRÓFKVÍÐI getur birst sem spenna, ógleði, svitaköst, van- máttarkennd og áhyggjur. Nem- andinn festist í smáatriðum, hættir að greina aðalatriði frá aukaatriðum og fer að gera óraunhæfar kröfur til sín eða hann getur ómögulega fest hug- ann við próflesturinn. Til að vinna á prófkvíða er mikilvægt fyrir nemandann að gera sér grein fyrir því hvar hann stendur í raun og veru gagnvart þessu prófi. Að hann geti greint aðalatriði frá auka- atriðum og komi sér upp skyn- samlegri minnistækni. Nemendur eiga að gæta þess að raska ekki um of daglegum venjum og gæta þessa að lesa ekki um of, hætta að borða eða missa svefn. Hreyfing og hvíld frá lestri skiptir líka miklu máli gagnvart minni, úrvinnslu og geymd upplýsinga. Þegar mætt er í prófið er mik- ilvægt að slaka á, telja sér trú um að maður geti þetta og festa sig ekki í spurningum, heldur reyna að róa sig niður og leysa þær spurningar sem maður kann. Ekki eyða tíma í að hugsa hvað aðrir eru að gera í prófinu held- Ágætis ráð í próflestri „ÉG ER ekki dags daglega mikil hjólreiðakona, en ég dreg fram hjól- ið mitt á vorin þegar þessi átök eru haldin og tek virkan þátt. Það er bara skemmtilegt,“ segir Halldóra Viðarsdóttir, lífeindafræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, en hún er liðsstjóri Gusts, eins af þrettán lið- um starfsmanna ÍE. „Þótt ég hjóli ekki reglulega finnst mér ekkert erfitt að fara af stað. Ég bý hins vegar talsvert langt frá vinnunni og það má kannski segja að bíllinn sé þá hentugri en hjólið að öllu jöfnu,“ segir Halldóra og bætir við að hún sinni reglulegri hreyf- ingu í tækjum og á hlaupabrautum inni í líkamsræktarstöð. „Ég fer svo gjarnan út að hlaupa þegar vor er í lofti. Hér innan fyr- irtækisins er alltaf einhver hópur sem er mjög keppnissinnaður. Ég sé um að skrá niður kílómetrafjöldann eftir hvern dag fyrir hópinn minn, en við förum þá inn á borgarvefsjá Reykjavíkurborgar til að reikna út kílómetrana frá hverju heimili,“ seg- ir Halldóra og bætir við að allur gangur sé á því hvernig menn eru útbúnir. „Sumir eru afskaplega vel græjaðir en aðrir ekki eins, en hér innan fyrirtækisins er afskaplega góð aðstaða til að stunda líkams- rækt, bæði eru hér vel búnir skipti- klefar og sturtur.“ Tortellini með spergilkáli og reyktum laxi Í eldhúsi ÍE náði Daglegt líf tali af matreiðslumeistaranum Þráni Ár- sælssyni, sem segist ávallt reyna að hafa hollustuna í fyrirrúmi á mat- seðlinum, en auk salatbars og ávaxta er alltaf boðið upp á heitar máltíðir í hádeginu. Þráinn lét af hendi uppskrift að tortellini með spergilkáli og reyktum laxi í tilefni af hjólaátakinu. Pastaréttur fyrir fjóra 400 g ferskt tortellini 2–3 lítrar léttsaltað vatn 2 msk ólífuolía í vatnið Meðlæti 600 g reyktur lax í sneiðum 600 g spergilkál 10 msk furuhnetur Sósa 300 g reyktur lax 200 g spergilkál 200 g sýrður rjómi 1 dl rjómi 1 dl mjólk salt og pipar úr kvörn Sjóðið pastað í þrjár mínútur og kælið það síðan. Reyktu laxasneið- arnar eru brotnar saman og lagðar á disk ásamt spergilkálinu yfir pastað. Brúnið furuhneturnar á þurri pönnu og stráið þeim yfir ásamt sósunni, sem búin er til með því að mauka allt hráefnið í matvinnsluvél. Sósan krydduð með salti og pipar og hellt yfir réttinn. „Allur gangur er á græjunum“ Morgunblaðið/Kristinn Þráinn Ársælsson býður ávallt upp á hollustu.Halldóra Viðarsdóttir, ein af liðsstjórum ÍE. Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. Sími 0045 3297 5530 • Gsm 0045 2848 8905 • www.lavilla.dk Kaupmannahöfn - La Villa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.