Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Hvað kemst fraktin þín hratt? Tíminn flýgur hratt og með Flugfrakt Flugfélags Íslands gefst þér kostur á að taka þér far með honum. Það er örugglega besta leiðin til að tryggja það að fraktin þín komist sem hraðast á áfangastað. Sækjum, fljúgum og afhendum Einn þáttur í starfsemi Flugfraktar Flugfélags Íslands er að bjóða upp á þá þjónustu að sækja fraktina til viðskiptavina, koma henni í flug og afhenda á áfangastað. Það gildir einu hvort um flutning á matvörum og öðrum viðkvæmum vörum er að ræða. Við leysum það með fullkomnum frysti- og kæligeymslum og höldum utan um allt ferlið með tölvuvæddu farmbréfakerfi. Kynntu þér flutningaþjónustu okkar á www.flugfelag.is eða hafðu samband í síma 570 3400 og fáðu upplýsingar um hvernig við getum aukið forskot fyrirtækisins, með flutningum sem ganga hratt fyrir sig. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S FL U 3 21 70 04 /2 00 6 www.flugfelag.is | 570 3400 FL GROUP hefur bætt verulega við eignarhlut sinn í Glitni. Tilkynnt var til Kauphallar í gær um kaup á 380 milljón hlutum á genginu 16,7 þannig að söluvirði bréfanna var um 6,3 milljarðar króna. Ekki var upplýst um seljendur í flögguninni en stutt er síðan FL Group keypti í bankanum fyrir rúman milljarð króna. Eftir viðskiptin á FL Group um 2,7 milljarða króna að nafnvirði í Glitni og fer eignarhlutur félagsins í bankanum úr 16,7 % í 19,4%. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, sem nú tekur þátt í Gumball 3000-kappakstrinum, er stjórnar- maður í Glitni. Miðað við lokagengi hlutabréfa bankans í gær, 16,90 er markaðsvirði hlutar FL Group hátt í 46 milljarðar króna. FL Group kaupir fyrir sex milljarða í Glitni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fimmtungur Hannes Smárason, forstjóri FL Group sem á 19,4% í Glitni.                !  "# #                         ') ! * + ," ' ) ," ' - * + ," . -- ! * + ," /  0 ," 12 * + ," 1  * + ," *  - ," 3 +4 . - ," 3 ,"  2   -    ," 5  ," 5 ) 1 , ," #  6.  ( 17( " - ," 8 ," !! " #$%   '! * + ," 1- -     ,"  . *   ," +7  ,"  9)   ) * + ," %:, 7 ," ;<1 ' ) ;    = &  ," $ ," &"'%  ( % ) * 1-   >&7 7  ,"  #( ?  #    !" )   +% 9@>A #B  !-"!           6      6  6 6 6   6 6 6  . &  ( & !-"!     6   6 6 6 6 6 6 6  6 6  C DE C  DE C  DE C  DE C DE C DE C DE C DE C  DE 6 C  DE C DE C DE C  DE C  DE 6 6 6 6 6 6 C  DE 6 C DE 6 6 C DE  !-+  = B -  3 + #  "   " "  " "  " "  "" 6 "  " " " " " " 6  6 6   6 " 6 6 "                                               $-+ B 40" - " '= " F ',  17  !-+       6    6  6  6  6  6 6  DANSKE Bank er skráður meðal stærstu hluthafa bæði í Actavis Group og Nýherja. Þetta kemur fram á nýuppfærðum listum Kaup- hallar Íslands yfir 20 stærstu hlut- hafa í félögum sem skráð eru á markað. Danske Bank er níundi stærsti hluthafinn í Actavis og á um 39,6 milljón hluti í félaginu, eða 1,18% af heildarhlutfé þess. Miðað við loka- verð hlutabréfa Actavis í gær, 60,20 krónur á hlut, þá er markaðsvirði þess hlutar sem Danske Bank á í fé- laginu um 2,4 milljarðar króna. Rétt er að taka fram að um getur verið að ræða að Danske Bank hafi keypt hlutinn í Actavis, og Nýherja einnig, fyrir viðskiptavin og að fram- virkir samningar liggi þarna að baki. Á hluthafalista Nýherja kemur fram að Danske Bank er skráður fyrir um 10,7 milljónum hluta í félag- inu, eða um 4,3% af heildarhlutafé þess, og er bankinn sjötti stærsti hluthafinn í félaginu. Miðað við síð- asta viðskiptaverð hlutabréfa Ný- herja í Kauphöllinni, 14,20 krónur á hlut, er markaðsvirði hlutar bankans í félaginu um 150 milljónir króna. Á sambærilegum topp-20 lista fyrr í vetur var Danske Bank ekki á lista Actavis, en var þá meðal 20 stærstu í Icelandic Group. Í síðasta mánuði var greint frá því í frétt í Morgunblaðinu að Danske Bank hefði keypt rétt innan við hálft prósent í KB banka, sem er að mark- aðsvirði um tveir milljarðar króna. Ekki var talið útilokað að bankinn hefði keypt hlutinn fyrir viðskipta- vin. Danske Bank meðal stærstu hluthafa Actavis og Nýherja VERKFÖLL flugmanna SAS- flugfélagsins á undanförnum mán- uðum höfðu mikil áhrif á afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi, að því er fram kemur í fréttum nor- rænna fjölmiðla. Félagið var rekið með 1,1 milljarðs danskra króna tapi á fyrsta fjórðungi þessa árs, sem er svipuð afkoma og var á sama tímabili á síðasta ári. Kostn- aður vegna verkfallanna er áætl- aður um 200 milljónir danskra króna. Tekjur félagsins jukust hins vegar um 11% og námu 14,4 milljörðum danskra króna. Jørgen Lindegaard, forstjóri SAS, segir í tilkynningu, að fyrstu mánuðir ársins, einkum þó janúar og febrúar, séu alltaf erfiðir í flug- rekstri en þá dragist leiguflug og viðskiptaferðir saman. Farþegum sem ferðuðust með SAS fjölgaði um 12% á fyrsta fjórðungi þessa árs en félagið flutti 8,5 milljónir farþega. Þá batnaði sætanýting um 5% og var 66%. Verkföll setja strik í reikning SAS ♦♦♦ ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði um 2,3% í gær, og er 5.461 stig. Alls námu viðskipti með hlutabréf 18,7 milljörðum króna, mest með bréf Glitnis fyrir um 7,6 milljarða. Engin bréf lækkuðu í verði í gær en bréf Flögu Group hækkuðu mest, eða um 3,7%. Þá hækkuðu bréf KB banka um 3,5%, bréf Bakka- varar Group um 2,5% og bréf Straums-Burðaráss um 2,45%. Krónan styrktist um 2,5% í gær, og lækkaði gengisvísitalan úr 127,9 stigum í 124,65 stig. Veltan á milli- bankamarkaði nam 29 milljörðum. Hlutabréf hækka á ný ● TVEIR stjórnendur KB banka nýttu sér kauprétti sína í gær. Ingólfur Helgason, forstjóri KB banka á Ís- landi, keypti 500 þúsund hluti á geng- inu 750, eða fyrir 375 milljónir króna. Hann á nú 3,3 milljónir hluta í bank- anum og kauprétt að 60 þúsund hlut- um. Þá keypti Þorvaldur Lúðvík Sig- urjónsson, framkvæmdastjóri hjá KB banka, 350 þúsund hluti á genginu 745, eða fyrir um 260 milljónir. Hann á nú 2,5 milljónir hluta í bankanum. Nýta kauprétti í KB banka GLITNIR hefur lokið við kaup á 51% hlut í norska ráðgjafarfyrirtæk- inu Union Group. Um er að ræða 22 ára gamalt fyrirtæki með 25 starfs- menn og 160 milljóna norskra króna veltu, nærri tvo milljarða króna. Fjármálaeftirlitið í Noregi og á Ís- landi hafa veitt Glitni formlegt sam- þykki fyrir kaupunum á meirihluta í Union Group. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir í tilkynningu að kaupin styrki stöðu bankans á sviði fjármögnunar og ráðgjafar í viðskiptum með atvinnuhúsnæði, fyrirtækjaráðgjöf á sviði fasteigna- viðskipta og rekstri sjóða með áherslu á atvinnuhúsnæði. Kaupum á Union Group lokið DÓTTURFÉLAG Dagsbrúnar í Bretlandi, Daybreak Acquisitions, á 94,5% af útgefnu hlutafé í breska prentfyrirtækinu Wyndeham Press Group eftir að hafa gert samning í gær um kaup á 7,69% hlut, sam- kvæmt tilkynningu til Kauphallar Ís- lands. Yfirtökutilboð Daybreak er ekki lengur háð skilyrðum sem sett voru í lok mars sl. Hafa hluthafar frest til 23. maí til að samþykkja til- boðið, eftir það mun Daybreak nýta sér heimild til innlausnar hlutabréfa. Dagsbrún með 94,5% í Wyndeham %  G #H;   " # " # D D 1=#> /'I !  !  " # "# D D @'@ J5I   ! " # " # D D J5I 3, %--    " #! # D D 9@>I  /K L   !   "# " # D D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.