Morgunblaðið - 05.05.2006, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.05.2006, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 21 MINNSTAÐUR AUSTURLAND Djúpivogur | Ýmislegt er það sem fuglarnir leggja sér til goggs. Það sýndi og sannaði þessi silfurmáfur í flæðarmálinu í Djúpavogshöfn þeg- ar hann kokgleypti vænan kross- fisk. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Krossfiskur í matinn Neskaupstaður | Framkvæmdir við nýbyggingu og endurbyggingu eldri hluta Fjórðungssjúkrahúss- ins í Neskaupstað (FSN) ganga vel. Að sögn Valdimars O. Her- mannssonar, rekstrarstjóra Heil- brigðisstofnunar Austurlands/ FSN, eru allir verkþættir ríflega á áætlun í heild. „Til dæmis er múrverki innan- húss nær lokið“ segir Valdimar. „Þá er byrjað að mála þriðju hæð og setja upp ofna.Vinna við pípu- lagnir, raflagnir og loftræstingu er í góðum gangi en umtalsverðar breytingar eru gerðar innanhúss á eldri byggingu sjúkrahússins ásamt nýbyggingu að norðan- verðu, sem er alls á fjórum hæð- um, þar sem verður m.a. nýr inn- gangur og anddyri, lyftuhús, setustofur og fundaherbergi.“ Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Ný- og endurbyggt Framkvæmdir við Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað ganga vel. Framkvæmdir ganga vel hjá Fjórðungssjúkrahúsinu Vesterålen í heimsókn | 16 manna sendinefnd frá Vesterålen í Norður-Noregi hefur verið á ferð- inni á Austurlandi undanfarna daga. Kom hún að tilhlutan ferðamálaráðs Vesterålen, Markaðsstofu Austur- lands og Menningarráðs Austur- lands og auk almennrar kynningar á Austurlandi horfa menn til þess hvernig megi nýta söfn og menning- arviðburði betur í tengslum við nátt- úruupplifun, til að laða að ferða- menn. Vesterålen er eyjaklasi norðan við Lófóten nyrst í Noregi. Þar hefur verið hlúð talsvert að menningar- málum og leitað út á við eftir sam- starfi. Atvinnuvegir þar eru áþekkir og á Austurlandi, þar er langt á milli staða og unga fólkið flytur í burtu og kemur oft á tíðum ekki aftur. Svæðið þótti því fýsilegt til samstarfs og segir Signý Ormarsdóttir, menning- arfulltrúi Austurlands, að eitt af því sem menningarsamstarf geti leitt af sér sé að fá unga fólkið heim til verk- efna eða veru og sé það einn helsti tilgangur samstarfsins við Vesterå- len. Norðurnorski blaðamaðurinn, rit- höfundurinn og ljósmyndarinn Alf Oxem kom með sendinefndinni og ferðast um fjórðunginn fram á helgina. Hans hlutverk er að taka viðtöl og ljósmyndir á Austurlandi og kynna í fjölmiðlum. www.vestreg.no/kultur/ www.vol.no www.oxem.no    Tengslanet innan fiskeldis | Nú stendur yfir á Egilsstöðum ráðstefn- an „Innovation and networking in aquaculture“ á vegum Þróunarfélags Austurlands og verkefnisstjórnar i2i. Ráðstefnan fjallar um nýsköpun og hagnýtingu tengslaneta innan fisk- eldis. Hún hófst á miðvikudag og lýk- ur í dag. „Integrate to innovate“ (i2i) verkefnið er samstarfsverkefni innan Norðurslóðaáætlunarinnar og unnið með fagaðilum frá Skotlandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Markmið verk- efnisins er að búa til samskiptavett- vang fyrir fyrirtæki, háskóla og op- inberar stofnanir til eflingar á nýsköpunarstarfi. Verkefnið hófst formlega í byrjun árs 2005 og stendur fram til loka árs 2007. Auk fjölmargra fagaðila frá aðildarlöndunum 5 sem standa að i2i verkefninu taka mörg af fremstu fiskeldisfyrirtækjum og rannsóknarstofnunum innan fiskeldis þátt í ráðstefnunni. ♦♦♦ Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg Grilla›u í kvöld! F í t o n / S Í A Fiesta Blue Ember 59.900 kr. Fiesta Gusto Cabinett 23.900 kr. Fiesta Gusto 38040 13.900 kr. G R IL L I‹ S E N T HEIM SAMAN SE T T O G T IL B Ú I‹ Hjá ESSO fæst úrval gasgrilla á sjó›heitu ver›i. fiú getur fengi› grillið sent heim án endurgjalds, samansett og tilbúi› til notkunar. Au›veldara getur fla› ekki veri›. Grilla›u me› ESSO í sumar! *Bo›i› er upp á heimsendingu samdægurs á höfu›borgarsvæ›inu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.