Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 20
Vestmannaeyjar | Þeir voru margir hipparnir sem komu saman í Vestmannaeyjum um síðustu helgi þar sem Hippa- bandið stóð fyrir Listahátíð Hippans og Hippaballi. Einn hápunkturinn var þegar séra Kristján Björnsson, klerk- ur Eyjamanna, steig á svið og blessaði samband Magnúsar Ólafssonar og Ragnheiðar Arn- grímsdóttur frá Grindavík, sem voru að koma annað árið í röð á Hippahátíðina. Sannkölluð blómabörn, Magnús, eins og Willy Nelson fyrir hundrað ár- um og Ragnheiður gat verið á heimleið af Woodstock, sæl og glöð. Morgunblaðið/Sigurgeir Blómabörn- in skemmta sér í Eyjum Hippar Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Fjölskylduhelgi í Eden | Það verður margt gert fyrir fjölskyldufólk um helgina í Eden í Hveragerði. Sérfræðingar aðstoða við að velja sumarplöntur. Dagskrá verður á laugardeginum, ekki síst ætluð fyrir yngri kynslóðina. Fornbílaklúbburinn sýnir glæsikerrur. Þá verður ísinn seldur á 50 krónur alla helgina og fleiri tilboð, segir í fréttatilkynn- ingu. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af veðrinu því það er alltaf hlýtt í Eden. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Tíu ár á milli | Hreppsnefnd Djúpavogs- hrepps hefur samþykkt að úthluta lóð undir íbúðarhús í þorpinu. Teljast það tíðindi þar sem liðin eru um það bil tíu ár frá því síðast var úthlutað lóð á staðnum. Fram kemur í fréttablaðinu Austur- glugganum að forsvarsmenn sveitarfé- lagsins vænta þess að í kjölfarið verði lóð- um úthlutað á færibandi. Vinsælt að skoða fjós | Um tvö hundruð gestir heimsóttu fimm fjós sem auglýst voru opin í Eyjafirði í síðustu viku og skoð- uðu nýjungar sem þar eru. Það voru bænd- urnir á Hrafnagili, Holtsseli, Halllandi og Breiðabóli. Með sama hætti var nýtt fjós á Sólheimum í Hrunamannahreppi opið og þangað komu um tvö hundruð gestir. Fram kemur á vef Landssambands kúa- bænda að ábúendur sýningarbæjanna og ekki síður þeir gestir sem komu til að skoða og fræðast, hafi verið ánægðir með aðsókn og þetta framtak. fyrir höfnina og fékk fréttaritari að fljóta með. Ekki þurfti að fara langt til að sjá hval blása í stjór og þegar annar strókur sást á bakborða var ljóst að fleiri en einn hvalur var á ferðinni. Þegar upp var staðið töldu menn að þeir væru fjórir auk þess sem ein Húsavík | Hvala-skoðun frá Húsa-vík hófst þetta ár- ið um síðustu helgi þegar farið var í fyrstu ferðina hjá Norðursiglingu en Faldur, bátur Gentle- Giants, mun hefja sigl- ingar um næstu mán- aðamót. Sést hefur til hnúfu- baks á Skjálfandaflóa að undanförnu og þegar Stefán Guðmundsson, eigandi Gentle-Giants, frétti af því sl. sunnu- dagskvöld að sést hefði til hans skammt fyrir utan höfnina á Húsavík stóðst hann ekki mátið. Hann kallaði nokkra menn sam- an í skyndi og fór á línu- bátnum Aroni ÞH, sem hann er skipstjóri á, fram hrefna var á þessum slóð- um. „Þeir eru óvenju- snemma á ferðinni þetta vorið, þeir eru greinilega í æti hérna,“ sagði Stefán skipstjóri og bætti við að hann hefði orðið var við mikið líf í flóanum að undanförnu, t.a.m. mikið af svartfugli sem sást varla í haust og vetur. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Hvalirnir óvenjusnemma á ferðinni Davíð Hjálmar Har-aldssonumspreytir sig að sumri á bragarhættinum fléttuböndum: Fylgir vori sumar sælt, sól skín hlýtt á grundir. Greikkar spor, sér gumar dælt gera títt við sprundir. Hverfa fannir fjöllum á, fljótin lituð streyma. Nægar annir öllum hjá, ekkert vit að dreyma. Bændur völlinn víða slá, vélaskarar rymja. Gilin, fjöllin, hlíðin há og hamrar svara og ymja. Sækir margur sjóinn á; sífellt veiðin hænir. Klókur vargur, kjóinn, hjá kríu seiði rænir. Stækka ungar, blána ber, beitan tælir laxa. Ginnt og þunguð Grána er glöð og sæl af Faxa. Fléttubönd að sumri pebl@mbl.is Akranes | Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að heimila að dvalarrýmum á Akranesi verði breytt í hjúkrunarrými. Á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins segir, að ákvörð- un ráðherra þýði að hjúkrunarrýmum á Höfða fjölgi um fimm og verði þá 46 hjúkr- unarrými á heimilinu. Dvalarrýmum verði hins vegar fækkað og verði þau 32. Kostn- aður við þessa breytingu verður um 15 milljónir króna. Í heimsókn sinni á sjúkrahúsið á Akra- nesi greindi Siv sömuleiðis frá því að hún hefði tekið ákvörðun um að styrkja og efla heimahjúkrun á vegum heilsugæslunnar á staðnum. Hjúkrunar- rýmum fjölgað á Akranesi Vestfirðir | Breytt atvinnustefna á Vest- fjörðum er heiti málþings sem haldið verð- ur á Hótel Loftleiðum næstkomandi laug- ardag í tengslum við sýninguna Perlan Vestfirðir. Málþingið stendur frá kl. 10 til 12. Varpað er fram nokkrum spurningum: Mun breytt atvinnustefna sem byggist á sjálfbærri þróun geta eflt vestfirskt sam- félag og atvinnulíf? Hverjar eru áherslur og stuðningur stjórnvalda í svæðisbund- inni atvinnuþróun og skipulagi svæða? Er að vænta sambærilegs beins og óbeins stuðnings stjórnvalda líkt og við könnun á uppbyggingu stóriðjukosta svo sem málm- bræðslu og virkjunar fallvatna eða háhita- svæða þeim tengdra? Frummælendur ræða meðal annars um atvinnu í sátt við umhverfið og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra ávarpar málþingið. Breytt atvinnustefna á Vestfjörðum ♦♦♦          Kosið um nöfn | Nafnanefnd sveitarfé- laganna sunnan Skarðsheiðar hefur lagt til við kjörstjórn að kosið verði á milli fimm nafna á hið nýja sveitarfélag sem verður til við sameiningu fjögurra sveitarfélaga í vor. Nöfnin eru í stafrófsröð: Hafnarbyggð, Heiðarbyggð, Heiðarsveit, Hvalfjarð- arbyggð og Hvalfjarðarsveit. Auglýst var eftir hugmyndum frá al- menningi og bárust nefndinni 43 tillögur. Til Örnefnanefndar voru 12 nöfn send til umsagnar en hún gat einungis fellt sig við þau fimm sem áður er getið. Kemur þetta fram á fréttavefnum skessuhorn.is.    Forstöðumaður Söguseturs | Arna Björg Bjarnadóttir hefur verið ráðin for- stöðumaður Söguseturs íslenska hestsins sem staðsett er í aðalbyggingu Hólaskóla. Arna Björg útskrifaðist sem sagnfræð- ingur frá Háskóla Íslands vorið 2002 með atvinnulífsfræði innan stjórnmála- fræðiskorar sem aukagrein. Síðustu þrjú árin hefur hún unnið sem alþjóðafulltrúi hjá Rannís, Rannsóknamiðstöð Íslands. ♦♦♦ Húsavík | Listahátíð yngri barna verður haldin í þriðja sinn á Húsavík um helgina. Listamennirnir, sem sýna verk sín og koma fram á hátíðinni, eru börn úr leik- skólunum og yngsta stigi grunnskólans. Listahátíð yngri barna er einskonar uppskeruhátíð barnanna þar sem sýndur er hluti af afrakstri þess skapandi starfs, sem verið hefur í vetur, en þar er af nógu að taka. Listahátíðin verður sett í Safnahúsinu kl. 13 á laugardag og um leið verða opn- aðar sýningar á verkum barnanna í sýn- ingarsal Safnahússins og á bókasafninu. Tónlistardagskrá og fimleikasýning verð- ur í Íþróttahöllinni kl. 14. Listahátíð yngri barna Akureyri | Um 450 hlauparar á öllum aldri tóku þátt í 1. maí-hlaupi Ung- mennafélags Akureyrar að þessu sinni. Það er mun betri þátttaka en verið hefur undanfarin ár. Valsárskóli á Svalbarðseyri bar sigur úr bítum í skólakeppninni eins og tvö undanfarin ár og vann þar með farandbikarinn til eignar. Lundaskóli var í öðru sæti og Giljaskóli í því þriðja, Oddeyrarskóli kom svo fast á hæla Gilja- skóla og aðeins brot úr prósenti skildi skólana að. Ungmenni úr UFA sigruðu í 10 km hlaupi, Bjartmar Örnuson í karlaflokki og Inga Vala Gísladóttir í kvennaflokki. Í 4 km hlaupi var Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson fyrstur karla og Rannveig Oddsdóttir fyrst kvenna. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Af stað! Hópur sjö til níu ára stúlkna leggur af stað í 1. maí-hlaupi UFA. Valsárskóli vann bikar til eignar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.