Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ á ekki af Suðurnesjamönn- um að ganga. Fyrst máttu þeir horfa á eftir kvótanum og nú er blessaður Kaninn að kveðja Til að bæta gráu ofan á svart sjá ráðamenn ekkert annað en flutning Landhelgisgæslunnar til Keflavíkur og svo auðvitað álver í Helguvík, eins og við var að búast. Flutningur Gæslunnar í atvinnubótaskyni myndi líklega rústa henni líkt og Byggðastofnun. Álver í Helguvík spillir tækifærum, sem þar bjóðast til uppbyggingar. Þar fyrir utan tekur aðeins 20 mínútur að aka frá Keflavík til Straums- víkur og 15 mínútur þegar búið er að hækka hámarkshraða í 120 km/klst. Rétt er að taka fram, að ég mæli ekki með stækkun í Straumsvík, eins og ol- íuverð er í dag, nema meiri hluti þjóðar vilji endilega eitt álverið enn. Sé vilji til þess er frumskilyrði, að rétt verð sé greitt fyrir að- stöðuna. Áður en bygg- ingarleyfi er veitt skal ákveða, hvaða staðir koma til greina og fá tilboð í kvóta og rafmagn. Nið- urstöður útboðsins metnar og bygg- ingarleyfi veitt fyrir þann stað, sem kemur þjóðhagslega hagkvæmast út. Það gengur ekki endalaust, að rafmagnsverðið sé ríkisleyndarmál og ráðamenn gefi kvótann, eins og þeir eigi hann sjálfir. Skuldlaust. Um brottför setuliðsins núna er það að segja, að fátt er svo með öllu illt að ekki boði eitthvað gott. Nú er rétti tíminn til að snúa vörn í sókn. Nýta tækifærin, sem felast í legu landsins og skipta út þessu liði, sem ekkert sér nema ál og meira ál. Í staðinn fyrir að virkja vatnsaflið til framleiðslu á brennisteinsdíoxíði og áli skal virkja hugvitið. Það að brottför Kanans þrýsti okkur nær meginlandinu og rétt sé að taka upp evruna er skyndilausn skammsýnna stjórnmálamanna, sem kenna krónunni um slælega efnahagsstjórnun. Evran og doll- arinn geta tekið dýfur, sem við ráð- um ekkert við. Dollarinn er meira notaður en evran, t.d. mest notaður í viðskiptum við Asíu. 1. Sem sjálfstæð þjóð með eigin gjaldmiðil eigum við að gera fríverslunarsamning við sem flestar þjóðir. Vilji einhver blokkin ekki vera með, standi fast á innflutningstollum á okkar vörur, t.d. unnar fisk- afurðir, þá eigum við að svara í sömu mynt. Setja háa tolla á þeirra vörur, t.d. bíla. Það er mikið auðveldara fyrir okkur að finna nýja birgja en t.d. fyr- ir Evrópusambandið að fá góð- ar fiskafurðir annars staðar frá. Fiskafurðir, sem þeir þarfnast og verða að fá. Er hægt að hugsa sér betri samn- ingsstöðu? 2. Vallarsvæðið eigum við að gera að fríhöfn. Byggja þar upp góða aðstöðu fyrir hugbún- aðar- og hátækniiðnað. Að há- tæknifyrirtæki hrekist úr landi skal vera liðin tíð. Þvert á móti eig- um við að ná til baka þeim fyr- irtækjum sem hafa flúið land og laða að ný fyr- irtæki. 3. Helguvík skal vera tilbúin um- skipunarhöfn, þegar norð- urleiðin frá Asíu til Evrópu opn- ast. Stærstu gámaskip eiga að geta lagst að bryggju og fengið snögga losun. Gámarnir raðast síðan í önnur skip, sem flytja þá til ýmissa landa. Þannig gæti Helguvík orðið að Amst- erdam og Hamborg norðurs- ins. 4. Fríhöfnin á vellinum og Helgu- vík eiga að vinna saman, þann- ig að verksmiðjur á frísvæðinu setji saman tæki og búnað, sem þar með verður íslenskur. Vara sem væri hátolluð í Evr- ópu og Ameríku kæmi hún beint frá Asíu. 5. Rafmagn umfram það sem fer til vetnisframleiðslu eigum við að selja umhverfisvænum fyr- irtækjum, sem geta greitt rétt verð fyrir það. Ekki láta um- hverfissóðana arðræna okkur endalaust. Þetta kann að virðast draum- órakennt, en er þess virði að skoð- ast. Forsenda þess að dæmið gangi upp eru snjallir samningamenn, sem fá mikið fyrir lítið. For- ystumenn, sem standa uppréttir án minnimáttarkenndar í samninga- viðræðum við útlendinga. Einu sinni áttum við menn, sem fengu allt fyrir ekkert (að eigin sögn). Slíkum mönnum hefur farið ört fækkandi í ráðherraliðinu. Ekki er hægt að ljúka þessum hug- leiðingum án þess að minnast á varnarmálin. Kaninn telur mesta hættu stafa af hryðjuverkum. Sú ógn ykist um allan helming álp- uðumst við í öryggisráðið. Sókn er besta vörnin Sigurður Oddsson fjallar um ýmis tækifæri Íslands á alheimsvísu ’Í staðinn fyrir að virkjavatnsaflið til framleiðslu á brennisteinsdíoxíði og áli skal virkja hugvitið.‘ Höfundur er verkfræðingur. Sigurður Oddsson Grandagarði 2, sími 580 8500 Þrautreyndur við íslenskar aðstæður MONTANA Einn af mörgum góðum kostum við að eignast Montana-tjaldvagn er að þú getur ferðast nær hvert sem er með þá og notið íslenskrar náttúru til hins ítrasta. Hugvitsamleg hönnun, tvennskonar útfærsla. Tryggðu þér tjaldvagn á gamla genginu til 9. maí Opið virka daga 10 – 18 laugardaga 10 – 16 sunnudaga 12 – 16 Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kveður á um að hver maður skuli vera frjáls skoðana sinna og að því að láta þær í ljós. Slíkt frjáls- ræði felur í sér réttindi til þess að leita, taka við og dreifa vitneskju og hugmyndum með hverj- um hætti sem vera skal og án tillits til landa- mæra. Hinn 3. maí var al- þjóðadagur fjölmiðla- frelsis. Árið 1991 lýsti allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna því yfir að með deginum væri ætl- unin að vekja athygli á meginreglum um fjölmiðlafrelsi; að leggja mat á stöðu fjölmiðla í löndum heims; að standa vörð um sjálfstæði fjölmiðla og vera virðingarvottur við fjölmiðlafólk sem týnt hefði lífi vegna starfs síns. Frjálsir fjölmiðlar eru einn horn- steina lýðræðisins og þeir gegna mik- ilvægu hlutverki við að tryggja ríka mannréttindavernd. Frjálsir fjölmiðlar styrkja þátttöku almennings í ákvarð- anatöku en virkur kosningaréttur kall- ar á frjálsan aðgang og miðlun upplýs- inga og hugmynda. Tjáningarfrelsið er mikilvægt fyrir einstaklinginn svo hann þekki rétt sinn, jafnt og sam- félagið allt; tjáningar- og upplýs- ingafrelsi styrkir þátt- töku almennings í opinberum ákvörðunum, ábyrgðarskyldu yf- irvalda og lýðræðið sjálft. Brot gegn tjáning- arfrelsinu tengjast gjarnan öðrum mann- réttindabrotum, einkum er varða funda- og fé- lagafrelsi. Víða um heim er einnig brotið gegn lífi og mannhelgi fjölmiðla- fólks en samkvæmt upp- lýsingum Human Rights Education Associates voru 69 blaðamenn myrtir í fyrra og rúmlega 800 hnepptir í fangelsi; 1.300 einstaklingar urðu fyrir líkamsárásum vegna starfs síns. Á undanförnum ár- um hefur þó margt áunnist í baráttu fyrir auknu fjölmiðlafrelsi og Alnetið og gervihnattaútsendingar hafa opnað nýjar leiðir til miðlunar upplýsinga. Tjáningarfrelsinu stafar þó síaukin ógn af alþjóðlegum fjölmiðla- samsteypum sem hafa vaxandi einok- unarstöðu en víða um heim er einnig vegið að frelsi fjölmiðla og réttinum til upplýsingar með skírskotun til hins sk. „stríðs gegn hryðjuverkum“. Tjáningarfrelsið er vandmeðfarið og þess ber að gæta að því sé ekki mis- beitt þannig að vegið sé að friðhelgi einkalífisins, en einnig að það sé ekki takmarkað um of. Hér á landi er rík hefð fyrir frjálsum fjölmiðlum þótt ný- leg rannsókn Katrínar Pálsdóttur sýni að e.t.v. megi bæta umgengni ráða- manna við þá. Nauðsynlegt er að stjórnvöld stuðli að fjölbreytni á fjöl- miðlamarkaði og að sátt ríki í sam- félaginu um starfsumhverfi þeirra og starfshætti. Sterkir, frjálsir fjölmiðlar eru lykilforsenda þess að íslenskri menningu verði viðhaldið og lýðræð- isleg umræða geti farið fram á breið- um vettvangi. Í tilefni alþjóðadags fjölmiðlafrelsis Guðrún D. Guðmundsdóttir fjallar um frjálsa fjölmiðla í tilefni af alþjóðadegi fjöl- miðlafrelsis ’Sterkir, frjálsir fjöl-miðlar eru lykilforsenda þess að íslenskri menn- ingu verði viðhaldið …‘ Guðrún D. Guðmundsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. UNDANFARIN misseri hefur áróður fyrir skólabúningum gerst æ ágengari og nú er svo komið að inn- leiðing skólafatnaðar er orðið eitt helsta baráttumál Framsóknarflokksins í komandi sveitarstjórn- arkosningum. Má raunar furðu sæta að framsækið afl eins og B-listinn í Reykjavík skuli kenna sig við jafngamaldags hugmynd og skólabún- inga. Telja hinir gírugu framsóknarmenn að skólabúningar geti gert margvíslegt gagn m.a. dregið úr einelti og eflt liðsheild. Jafnframt sýni reynslan, segja framsóknarmenn, að skólafatn- aður auki sjálfstraust nemenda, dragi úr neikvæðu áreiti og stuðli að betri námsárangri! Og máli sínu til stuðnings nefna þeir reynslusögur ýmissa kennara og foreldra. Gott ef kennararnir sjálfir ætli ekki að klæðast skólabúningum til að efla enn frekar samkennd og námsárangur. En hvað segja rannsóknir? Að sjálfsögðu að klæðnaður nem- enda hefur ekkert að segja um neitt það sem máli skiptir í skólastarfi. Nema síður sé. Eina alvöru rann- sóknin sem gerð hefur verið um hugs- anleg áhrif skólafatnaðar á skólastarf var unnin af félagfræðingunum David L. Brunsma við Alabama-háskóla og Kerry A Rockquermore við Notre Dame-háskóla í Bandaríkjunum. Niðurstöður rann- sóknarinnar birtust í febrúarhefti tímaritsins Journal of Educational Research árið 1998. Rannsókn þessi var langsniðsrannsókn sem náði til um 5.000 nem- enda sem fylgt var eftir úr grunnskóla og í gegn- um háskóla á um 10 ára tímabili. Niðurstöður voru þær, að skólabún- ingar hefðu engin áhrif á hegðun nemenda, mæt- ingu þeirra eða notkun vímuefna. Hið eina sem rannsóknin sýndi var að skólafatnaður stuðlaði að mótþróa hjá sumum nemendum, sem aftur leiddi til lakari námsárangurs en ella væri. Ennfremur benda höfundar rann- sóknarinnar á að þegar umbætur verða í skólum þar sem skólafatnaður hefur verið tekinn upp er árangurinn oft ranglega rakinn til skólafatnaðar- ins og þannig horft fram hjá ýmsum öðrum breytingum sem átt hafa sér stað samhliða t.d. fækkun í bekkj- ardeildum eða nýjungum í kennslu- háttum. Nefna þeir sérstaklega Long Beach-skólaumdæmið í Kaliforníu sem dæmi um slíkan misskilning. Þeir Brunsma og Rockquemore líkja inn- leiðingu skólabúninga við að gera upp gamalt og niðurnítt hús með því að mála það björtum litum, sem fangi at- hyglina, en geri ekkert gagn. Í frjálsu lýðræðisríki á ekki líðast að börnum sé skipað að klæðast sömu fötunum dag eftir dag árum saman. Slíkt kallast ill meðferð á börnum. Og í þeim tilfellum þar sem klæða- burður verður tilefni eineltis þá veita skólabúningar enga vörn. Athyglinni er einfaldlega beint annað svo sem að hárgreiðslu viðkomandi eða vaxt- arlagi. Enda mætti furðu sæta ef hægt væri að draga úr ofbeldi með hugmynd sem upprunalega er fengin að láni úr hernum. Að auki er hæpið að opinberir skól- ar geti gert kröfur um tiltekinn klæðaburð nemenda. Hvers má vænta næst? Kröfur um tiltekna hársídd eða klippingu? Hvað segja fræðslu- yfirvöld? Hvað segir umboðsmaður barna? Hvað segja framsóknarmenn? Skólabúningar – að hætti hersins Guðmundur Edgarsson fjallar um hvort taka eigi upp skólabúninga nemenda ’Að auki er hæpið að op-inberir skólar geti gert kröfur um tiltekinn klæðaburð nemenda.‘ Guðmundur Edgarsson Höfundur er aðjúnkt í ensku við HÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.