Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Ná›u flér í n‡ja Kjörvara litakorti› Trygg›u vi›num bestu fáanlegu vörn. Á Íslandi er allra ve›ra von. Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík Allra veðra von Viðarvörn er ekki það sama og viðarvörn. Kjörvari er sérstaklega þróaður fyrir íslenska veðráttu þar sem mikilvægt er að gæðin séu í lagi. Notaðu viðarvörn sem þolir íslenskt veðurfar ● SEÐLABANKI Evrópu ákvað á fundi sínum í gær að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum, 2,5%. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vextirnir eru ákveðnir 2,5% hjá Seðlabanka Evrópu, en þeir voru lækkaðir um 0,25 prósentustig í marsmánuði síð- astliðnum. Óbreyttir stýrivextir á evrusvæði ● KREDITKORTAVELTA heimila var 20,6% meiri á fyrsta ársfjórðungi 2006 en á sama tímabili í fyrra, að því er kemur fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Aukning síðustu tólf mánuði er 15,5% borið saman við tólf mánuðina á undan. Debetkortavelta jókst um 14,5% frá janúar til mars 2006, en síð- ustu tólf mánuði nemur aukningin 18,9%. Samtals jókst innlend greiðslukortavelta heimila síðustu tólf mánuði um 17,3%. Kreditkortavelta Íslendinga fyrir utan landsteinana jókst um 35,2% á fyrsta ársfjórðungi 2006 frá sama tímabili árið áður. Erlend greiðslu- kortavelta hér á landi jókst um 6,4% á fyrsta ársfjórðungi 2006 miðað við sama fjórðung á síðasta ári. Samtals voru 7.143 bílar ný- skráðir á fyrsta ársfjórðungi 2006, sem er 37,4% aukning frá sama tímabili í fyrra. Tólf mánaða aukning nýskráningar nemur 50,9%. Velta kreditkorta eykst um 20,6% ● SAMTALS komu 133 þúsund far- þegar til landsins um Keflavíkur- flugvöll á fyrsta ársfjórðungi 2006. Miðað við sama tímabil á síðasta ári er aukningin 15% en þá voru farþeg- arnir 122 þúsund. Síðastliðna 12 mánuði komu 767 þúsund farþegar til landsins sem er aukning upp á tæp 8% miðað við tólf mánuðina á undan. Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgar um 15% ● VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR við útlönd var óhagstæður um 9,7 milljarða króna í apríl, samkvæmt bráða- birgðatölum Hagstofu Íslands. Út- flutningur í mánuðinum var 17,7 milljarðar króna en innflutningur 27,4 milljarðar. Vöruskiptahalli 9,7 milljarðar í apríl AUKINN hagnaður íslensku bank- anna á fyrsta fjórðungi þessa árs hefur dregið úr ótta um að miklar sveiflur í íslensku efnahagslífi það sem af eru þessu ári hafi haft nei- kvæð áhrif á bankana. Þessu er haldið fram í frétt í breska við- skiptablaðinu Financial Times. Í fréttinni er haft eftir Tiaga Parente, sérfræðingi hjá franska bankanum BNP Paribas, að niðurstöðurnar úr árshluta- uppgjörum íslensku bankanna, sem birtar hafa verið að und- anförnu, séu góðar, og að bank- arnir séu að gera það sem þeir þurfi að gera við núverandi að- stæður. Parente segir að íslensku bankarnir; Glitnir, Kaupþing banki, Landsbankinn og Straum- ur-Burðarás Fjárfestingarbanki, hafi sýnt að þeir geti skilað góðri afkomu við þær sveiflukenndu að- stæður sem verið hafi í íslensku efnahagslífi. Þá hafi einnig komið vel í ljós að stór hluti hagnaðar þeirra komi erlendis frá. Ekki sé þó hægt að draga of miklar álykt- anir nú, því einungis sé um einn ársfjórðung að ræða. Aðlögun í ís- lensku efnahagslífi sé enn í gangi og það muni taka lengri tíma fyrir áhrifin á bankana að koma að fullu í ljós. Bankarnir gera það sem þeir þurfa ● FISKAFLI á fyrsta ársfjórðungi 2006, reiknaður á föstu verðlagi, dróst saman um 18,2 % miðað við sama tímabil í fyrra, að því er fram kemur í Hagtíðindum sem Hagstofa Íslands gefur út. Aflinn síð- stliðna tólf mánuði var 11,4% minni en tólf mán- uðina þar á undan. Verð á sjávarafla í íslenskum krónum var 4,5% hærra á fjórðungnum en í fyrra og útflutn- ingsverð sjávarafurða í íslenskum krónum hækkaði um 5,3%. Með- altal gengisvísitölunnar í íslenskum krónum lækkaði um 0,9% milli fyrstu ársfjórðunganna 2005 og 2006. Fiskafli 18,2% minni en í fyrra ● LAUNAVÍSITALA var 0,3% hærri í mars en í fyrri mánuði. Vísitalan hef- ur þá hækkað um 8,6% frá því í mars 2005, að því er kemur fram í Hagtíð- indum Hagstofu Íslands. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 5,0%. Mælt á þessa kvarða var kaupmáttur launa 3,4% meiri í mars 2006 en á sama tíma í fyrra. Með- alkaupmáttur fyrstu þriggja mánaða þessa árs er 3,8% meiri en á sama tímabili á síðasta ári. Kaupmáttur eykst um 3,4% milli ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.