Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Til að minnka sykurlöngunina Króm Reykjavík | Umhverfissvið Reykja- víkurborgar hefur fjárfest í fjórum hjólum til afnota fyrir starfsfólk sitt, en markmiðið með hjólakaupunum er að fækka bílferðum vegna styttri vinnuferða innanbæjar og bæta al- menna heilsu starfsfólks. „Undanfarið höfum við hvatt starfsfólk til að nota hjól í styttri vinnuferðir innanbæjar,“ segir Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. „Við höfum notað hjól Vinnuskóla Reykjavíkur yfir vetrartímann til að gera þessum samgöngumáta hærra undir höfði, en nú höfum við keypt borgarhjól.“ Hjólin eru sprautuð neon-græn og með slagorðinu „Virkjum okkur!“ Þetta er slagorð vitundarvakningar í umhverfismálum sem Umhverf- issvið stendur nú fyrir. Vakningin hófst með umræðu um samgöngu- mál, þar sem meðal annars kom fram að 60% bílferða í Reykjavík eru innan við þrjá kílómetra. Ellý telur því kjörið fyrir borgarbúa að nota hjólin meira. „Hjólin sem við festum kaup á eru ætluð til notkunar í vinnu, til að mynda að fara á fundi eða eftirlit. Við viljum með þessu sýna gott fordæmi og vonum að starfsmenn Umhverfissviðs noti hjólin sem vinnutæki,“ segir Ellý og bætir við að starfsfólk Umhverf- issviðs vonist til að þessi breytni geti verið gott fordæmi fyrir önnur fyr- irtæki og stofnanir í Reykjavík, því kjörið sé að nota hjólin til að fara styttri vegalengdir. „Gaman væri að fleiri fyrirtæki og stofnanir festu kaup á hjólum, það er til bóta bæði fyrir umhverfið og eigin heilsu og annarra.“ Ellý segir ennfremur að það sé eitt ráðið til að draga úr svif- ryksmengun í borginni að hvíla bíl- inn og nota hjólið. „Hjólunum hefur verið mjög vel tekið af starfsfólki Umhverfissviðs, og vonum við að notkun verði svo góð að við getum fjárfest í fleirum,“ segir Ellý. „Það hefur góð áhrif á starfsmenn að skella sér á hjólið og hjóla á milli staða, fá sér ferskt loft og hreyfa sig aðeins.“ Umhverfissvið festir kaup á reiðhjólum til afnota fyrir starfsfólk Mikilvægt að fækka styttri bílferðum Umhverfisvæn Starfsmenn umhverfissviðs kunna vel að meta hin nýju neongrænu reiðhjól. Fræðsla um fugla og gróður í Grasagarðinum Laugardalur | Steinar Björgvinsson, garðyrkjufræðingur og fugla- áhugamaður, verður með fræðslu um fugla og gróður í Grasagarði Reykjavíkur í Laugardal sunnudag- inn 7. maí nk. kl. 11. Mun hann þar ræða um samspil fugla, skordýra og gróðurs og segja frá því hvernig hægt er að laða fugla að görðum með réttu plöntuvali. Í Grasagarðinum hefur verið komið fyrir nokkrum varphúsum og fuglaskálum. Skálarnar eru mót- aðar í stein og vatn reglulega end- urnýjað svo að fuglarnir geti gengið að hreinu vatni. Í lok göngunnar er boðið upp á te úr piparmintulaufi en piparmintan er ræktuð í Grasagarð- inum. Mæting er í lystihúsinu og fólki bent á að hafa meðferðis fugla- handbók og sjónauka. Opið hús í leikskólum Efra-Breiðholt | „Opið hús“ verð- ur í leikskólunum Hraunborg, Hraunbergi 10, Hólaborg, Suð- urhólum 19 og Suðurborg, Suð- urhólum 21 í Efra-Breiðholti á morgun, laugardag, milli kl. 10 og 12. Börn og starfsfólk bjóða for- eldra, aðstandendur, verðandi nemendur og aðra gesti velkomna að skoða leikskólana, menningu þeirra og verkefni barnanna frá síðasta starfsári. Allir eru hjartanlega velkomn- ir, en börn þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. HILDINGUR, dótturfélag KEA, er orðinn annar stærsti hluthafi í Slippnum Akureyri. Hlutafé í félag- inu hefur verið aukið umtalsvert og er heildarvirði þess eftir aukningu 90 milljónir króna. Stærsti hluthafinn í Slippnum Akureyri er Naustatangi sem er í eigu Málningar, Fjárfesting- arfélagsins Fjarðar, stjórnenda Slippsins og fleiri aðila. Naustatangi á yfir 70% í félaginu en Hildingur er eigandi 10% hlutafjár. „Hildingur hefur að markmiði að fjárfesta í vænlegum fyrirtækjum þar sem tiltrú er á stjórnendum og framtíðaráformum,“ segir Bjarni Hafþór Helgason, framkvæmda- stjóri Hildings. „Slippurinn Akureyri fellur vel að þessu markmiði með öfluga aðila í eigendahópnum og við stjórnvölinn. Unnið er að því að gera starfsemina fjölbreyttari og við sjáum ekki annað en þetta fyrirtæki standi vel að vígi í þeirri þróun sem vænta má hér á svæðinu á næstu árum. Stórar fram- kvæmdir eru í farvatninu, svo sem jarðgangagerð og stóriðja sem vænta má að hafi afleidd áhrif á mörgum sviðum,“ segir Bjarni Haf- þór. Anton Benjamínsson, fram- kvæmdastjóri Slippsins Akureyri, segir innkomu Hildings í hluthafa- hópinn ánægjulega og styrkja félag- ið. „Þessi hlutafjáraukning er liður í því að stækka og efla Slippinn Ak- ureyri. Að henni standa núverandi eigendur félagsins auk Hildings, sem kemur nýr inn í hluthafahópinn.“ Að sögn Antons er Slippurinn Ak- ureyri að ganga frá samningum um tvö stór verkefni þessa dagana auk annarra verkefna. „Útlitið fyrir næstu mánuði er gott og bendir allt til þess að verkefnisstaðan verði góð út árið,“ segir Anton. Starfsmenn Slippsins Akureyri eru nú 65 talsins, en síðar í mánuðin- um bætast við 15. „Síðustu mánuðir hafa verið rýrir í hinni hefðbundnu skipaþjónustu, vegna þess að sjávar- útvegurinn hefur haldið að sér hönd- um. En við höfum hins vegar náð að krækja í ágætis landverkefni, sem hafa verið uppistaðan í starfseminni síðustu vikur og mánuði. Við höfum því haldið áætlun þessa fyrstu þrjá mánuði ársins, þrátt fyrir að minna hafi verið um skipaþjónustu en alla jafna. Nú er hins vegar mjög mikið framundan í skipunum og sumarið gríðarlega vel bókað og langt fram á haustið. Við erum því mjög bjartsýn- ir,“ segir Anton. Hlutafé aukið í Slippnum Hildingur verður næststærsti einstaki hluthafinn Velkominn um borð! Anton Benja- mínsson, framkvæmdastjóri Slipps- ins, t.v., og Bjarni Hafþór Helga- son, framkvæmdastjóri Hildings. vegna munu myndir af Lilju birtast á efni á vegum listans áfram í kosn- ingabaráttunni. Þetta er gert sam- kvæmt ósk aðstandenda Lilju. Vinstri græn á Akureyri votta að- standendum Lilju samúð sína við fráfall þessarar dugmiklu bar- áttukonu. Kosningamiðstöð Vinstri grænna á Akureyri verður lokuð frá klukk- an 13 til 17 mánudaginn 8. maí vegna útfarar Lilju Guðmunds- dóttur sem fram fer frá Akureyr- arkirkju klukkan 13.30 þann dag.“ sætið í stað Emblu Rúnar. Að öðru leyti verða ekki gerðar breytingar á V-lista Vinstri grænna á Ak- ureyri. Þess má geta að auglýsingar og kynningarefni hefur þegar verið hannað fyrir Vinstri græn og í sum- um tilfellum prentað og birt. Þess LILJA Guðmundsdóttir lést aðfara- nótt 1. maí sl. Hún skipaði 6. sæti á lista Vinstri grænna á Akureyri fyr- ir bæjarstjórnarkosningarnar síðar í mánuðinum. Lilja varð 21 árs. Í tilkynningu frá VG á Akureyri kemur fram að þess vegna verði að gera eftirfarandi breytingar á fram- boðslistanum: „Embla Rún Hakadóttir, 19 ára nemi í MA, mun taka sæti Lilju og færast upp í 6. sæti listans. Margrét I. Ríkarðsdóttir, 52 ára þroskaþjálfi og forstöðumaður, mun skipa 9. Breyting á framboðslista VG fyrir bæjarstjórnarkosningarnar Lilja Guðmundsdóttir er látin Lilja Guðmundsdóttir Rétt númer | Meðlimir Kvenna- kórs Akureyrar opnuðu á dögunum reikning til styrktar fjölskyldunni sem missti allt sitt í bruna í húsi við Fjólugötu. Ein prentvilla var í reikn- ingsnúmerinu sem kórinn sendi út og birtist m.a. í viðtali hér í blaðinu á laugardaginn við Steina, Þorstein Sævar Kristjánsson, sem vann hetjudáð þegar eldurinn braust út var ein prentvilla. Rétt talnaruna er þessi: 0565-14-606815, kennitala 050255-5149. Vortónleikar | Karlakór Eyja- fjarðar verður með tónleika í Laug- arborg í kvöld kl. 20.30. Nokkrir einsöngvarar syngja með kórnum og hljómsveit leikur í nokkrum lög- um. Stjórnandi kórsins er Petra Björk Pálsdóttir. Aðgangseyrir kr. 1500. Kórinn verður svo með tónleika í Grímsey síðdegis á morgun. Nýtt þver- pólitískt framboð NÝTT þverpólitískt framboð ungs fólks, Framfylkingarflokkurinn, býð- ur fram í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri í lok mánaðarins. Hólmar Finnsson, 26 ára viðskiptalögfræð- ingur sem starfar hjá Skattstjóranum á Akureyri, verður í efsta sætinu. „Þetta er ungt fólk úr öllum áttum, sem vill láta til sína taka. Okkur finnst óþarfi að binda sig við einhverjar landslínur í pólitík fyrir sveitarstjórn- arkosningar,“ sagði Hólmar við Morgunblaðið í gær og upplýsti að flokkurinn vildi ráða ópólitískan bæj- arstjóra eftir kosningar. Hópurinn telur ekki hafa verið nægilega vel staðið að málefnum ungs fólks í bænum, og rödd þess hafi ekki fengið að heyrast sem skyldi. „Þá tel- ur flokkurinn að í ljósi þessa hafi mik- ið skort á áhuga ungs fólks á bæj- armálum og þátttöku þess í þeim, og bendir í því samhengi á þá staðreynd að meðalaldur núverandi bæjarfull- trúa er um 50 ár. Þessu viljum við í Framfylkingarflokknum breyta. Með því að ná manni eða mönnum inn í bæjarstjórn mun rödd ungra Akur- eyringa heyrast þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar varðandi fram- tíð bæjarins.“ Framfylkingarflokkurinn hefur sótt um að fá listabókstafinn O til af- nota.    Sigurliðið | Gunnar Kristinsson opnar sýningu á morgun, laug- ardag, kl. 14 á Café Karólínu í Listagilinu. Sýningin hefur hlotið nafnið Sigurliðið. Þar gefur að líta mál- verk, teikningar og prjónaskap þar sem sigurlið heimsmeist- arakeppninnar í knattspyrnu 2006 er kynnt. Gunnar stundaði nám við Listaháskólann í Leipzig en hefur verið búsettur í Berlín sl. áratug og unnið þar að list sinni. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.