Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞINGIÐ í Ísrael, Knesset, veitti í gær nýrri sam- steypustjórn Ehuds Olmerts, leiðtoga Kadima- flokksins, brautargengi. 65 þingmenn studdu hana en 49 voru á móti. Helstu flokkar stjórn- arinnar eru Kadima, sem er hægri-miðjuflokkur og Verkamannaflokkur Amir Peretz, en hann verður varnarmálaráðherra. Shimon Peres, fyrr- verandi forsætisráðherra, sem áratugum saman var einn af leiðtogum Verkamannaflokksins en er nú liðsmaður Kadima, verður ráðherra byggða- þróunar. Olmert sagði í stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar sinnar á þinginu að hann hefði helst kosið að leysa deilurnar við Palestínumenn með samn- ingum en það væri ógerlegt meðan Hamas-menn væru við völd. „Palestínsk stjórn sem hryðju- verkasamtök fara fyrir getur ekki verið sam- starfsaðili í viðræðum og við munum ekki eiga raunhæf og dagleg samskipti við hana,“ sagði Olmert. Hann væri því reiðubúinn að hrinda í framkvæmd einhliða áætlunum um að leggja nið- ur hluta af landtökubyggðum gyðinga og marka endanleg landamæri Ísraels. Forsætisráðherrann sagði stærstu byggðir landtökumanna gyðinga á Vesturbakkanum myndu tilheyra Ísraelsríki að eilífu. En lagðar yrðu niður litlar, einangraðar byggðir sem væri brýnt vegna öryggis Ísraels. Alls er talið að um sé að ræða 70.000 manns sem verði fluttar á brott. Brottflutningur gyðinga frá Gazasvæðinu og fjórum byggðum á norð- anverðum Vesturbakkanum í fyrra hefði verið upphafið að mun víðtækari áætlun í þessa veru, sagði Olmerts. „Jafnvel þótt við gyðingar grátum …“ „Landamæri Ísraels, sem mörkuð verða á næstu árum, verða talsvert ólík þeim sem nú af- marka svæðin sem Ísrael ræður yfir,“ sagði ráð- herrann. Olmert sagði Jerúsalem ávallt verða hluta ríkisins. Þá sagðist hann, líkt og svo margir aðrir, hafa átt sér draum um að gyðingar gætu varið allt land Stór-Ísraels, þ. e. alls svæðisins sem hið forna ríki gyðinga náði yfir og haldið því fyrir sig. „Jafnvel þótt við gyðingar grátum og séum harmþrungnir verðum við að varðveita sjálfan kjarnann. Við verðum að tryggja að áfram verði traustur meirihluti gyðinga í landi okkar,“ sagði Olmert. Stutt er í að arabar, sem fjölgar mun meira en gyðingum, verði samanlagt í meiri- hluta á hernumdu svæðunum og í Ísrael. Stjórn Olmerts tekur við í Ísrael Stefnt að einhliða brottflutningi frá einöngruðum landtökubyggðum Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Reuters Ehud Olmert (t.v.) og Amir Peretz varnar- málaráðherra heilsast á þingi í gær. METVERÐ fékkst fyrir málverk eftir Pablo Picasso, „Dora Maar au chat“, á uppboði hjá Sotheby’s í New York í fyrrakvöld. Kaupand- inn greiddi 95,2 milljónir dollara, ríflega 7 milljarða ísl. króna, en aðeins einu sinni áður hefur verið greitt hærra verð fyrir málverk sem selt er á uppboði. „Dora Maar au chat“ sýnir eina af hjákonum Picassos, sem sögð er hafa haft mikil áhrif á hann. Var málverkið málað snemma á fimmta áratugnum, líklega árið 1941 en gert hafði verið ráð fyrir að verkið færi á um 50 milljónir dollara. Kaupandinn er ekki gefinn upp en hann var í uppboðssalnum, þegar málverkið var boðið upp, og keppti þá m.a. við nokkra fjar- stadda, sem buðu með aðstoð síma. Skv. upplýsingum frá Sothe- by’s hefur aðeins eitt verk, einnig eftir Pablo Picasso, selst á hærra verði á uppboði; það var í maí árið 2004 en þá fór verkið „Garcon a la pipe“ á 104 milljónir dollara. AP Metverð fyrir verk eftir Picasso DÓMARI í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær Zacarias Moussaoui formlega í lífstíðarfangelsi en kviðdómur hafði á miðvikudag komist að þeirri niðurstöðu að lífstíðarfangelsi, ekki dauðadómur, væri réttmæt refsing til handa Moussaoui fyrir hans hlut í hryðjuverkaárás- unum á Bandaríkin 11. september 2001. Moussaoui hélt uppteknum hætti og notaði hann þetta lokatækifæri sitt til að tala opin- berlega til að formæla Bandaríkjunum, hann bað hins vegar guð að vaka yfir Osama bin Laden. Skiptar skoðanir eru meðal ættingja fórn- arlamba árásanna 11. september 2001 um þá niðurstöðu kviðdómsins að dæma Moussaoui í lífstíðarfangelsi fyrir hans hlut. Sumir telja þessa niðurstöðu heppilegri, enda komi hún í veg fyrir að Moussaoui fái að deyja píslarvætt- isdauða. Aðrir telja að Moussaoui hafi ekki átt neitt annað skilið en dauðadóm. Dómsmálayfirvöld sögðust hins vegar sátt við lyktir málsins og George W. Bush Banda- ríkjaforseti sagði í yfirlýsingu að „niðurstaðan markaði endalok þessa dómsmáls, en ekki bar- áttunnar gegn hryðjuverkum“. Sagði Bush að Moussaoui hefði fengið sanngjarna máls- meðferð og kviðdómur hefði ákveðið að þyrma lífi hans, „sem er víst nokkuð sem hann væri ekki reiðubúinn að gera ef um bandarísk líf væri að ræða“. „Ameríka, þú tapaðir“ Moussaoui fagnaði sigri eftir að kviðdómur hafði lýst úrskurði sínum í fyrrakvöld. „Am- eríka, þú tapaðir … ég vann,“ hrópaði hann er hann var leiddur út úr réttarsalnum. Dómarinn í máli hans, Leonie Brinkman, ávarpaði Moussaoui sérstaklega í gær vegna þessara orða og bað hún hann um að líta vel í kringum sig. Staðreyndin væri sú að allir í rétt- arsalnum, að honum undanskildum, myndu hafa frelsi til að fara hvert sem væri að dóms- uppkvaðningu lokinni. „Þú munt eyða því sem eftir er af ævi þinni í hámarksöryggisfangelsi. Það er því fullkomlega ljóst hver hefur sigrað.“ Moussaoui lét þessi orð þó sem vind um eyru þjóta, sendi nokkrum aðstandendum fórn- arlamba hryðjuverkaárásanna tóninn og hét því að vera orðinn frjáls maður áður en forseta- tíð Bush væri á enda runnin. „Frelsun mín mun verða sönnun þess að við erum liðsmenn her- sveita guðs og að þið eruð sendimenn Satans,“ hrópaði hann. Moussaoui verður nú líklega vistaður í há- marksöryggisfangelsi í bænum Florence í Colorado, en þar eru fyrir 399 vistmenn; þ.á m. „skósprengjumaðurinn“ svokallaði, Richard Reid, og Omar Abdel-Rahman, blindur músl- ímaklerkur af egypskum ættum sem dæmdur var fyrir aðild að sprengjutilræði við World Trade Center árið 1993. Eru aðstæður í fang- elsinu með þeim hætti, að Moussaoui mun ekki geta haft nein samskipti við umheiminn. Ekki sannfærðir um hversu stór hlutur Moussaoui var Næstum 3.000 manns týndu lífi þegar hryðjuverkamenn rændu fjórum farþegaþot- um og flugu þeim á World Trade Center í New York og Pentagon-bygginguna í Washington 11. september 2001. Moussaoui hélt því sjálfur fram við réttarhöldin, að honum hefði verið ætlað að taka þátt í að ræna fimmtu flugvélinni ásamt Richard Reid og fljúga henni á Hvíta húsið. Moussaoui var hins vegar handtekinn nokkr- um vikum fyrir árásirnar og í hinum eiginlegu réttarhöldum yfir honum, þegar kveðið var upp úr um sekt hans eða sýknu, var hann úrskurð- aður ábyrgur fyrir hryðjuverkunum 11. sept- ember 2001 þar sem hann hefði haldið leyndum upplýsingum um yfirvofandi árásir fyrir fulltrúum alríkislögreglunnar, FBI. Kviðdómurinn sem ákvað refsingu Mouss- aoui klofnaði hins vegar í afstöðunni til þess, hvort hann skyldi verða dæmdur til dauða og munu sumir í dóminum ekki hafa talið að Moussaoui hefði vitað mikið um árásirnar, ef þá nokkuð. Skiptar skoðanir um dóminn yfir Moussaoui Sakborningurinn notaði tækifærið við dómsuppkvaðningu í gær til að formæla Bandaríkjunum Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is AP Á þessari teiknimynd sést því lýst er Zacarias Moussaoui fagnaði sigri eftir að kviðdómur las úrskurð sinn í fyrradag. Lima. AFP. | Vinstri-pópúlistinn Oll- anta Humala mun mæta jafnaðar- manninum Alan Garcia í seinni um- ferð forsetakosninganna í Perú 4. júní. Garcia fékk fleiri atkvæði en frambjóðandi miðhægriaflanna, Lourdes Flores, í fyrri umferðinni, 9. apríl sl. Humala fékk 30,6% atkvæða í fyrri umferðinni og var því ljóst að keppa þyrfti á ný milli tveggja efstu. Nýleg könnun bendir til að Garcia muni fara með sigur af hólmi. Reuters Ollanta Humala og Alan Garcia. Humala mætir Garcia ÞEGAR fyrst var rætt um að bjóða upp á þráðlausa nettengingu í bandarískum háskólum fylltust margir kennarar bjartsýni um að tæknin yrði til að bæta kennsluna, með því að stórauka aðgengi nem- enda að upplýsingum. Nú bendir margt til að þráðlaus- ar nettengingar hafi haft allt önnur áhrif á skólastarf vestanhafs, því að háskólar þar eru í vaxandi mæli farnir að láta loka fyrir slíkar teng- ingar eftir umkvartanir kennara. Dagblaðið The Christian Science Monitor gerði þetta að umtalsefni í gær. Þar er m.a. rætt við Don Her- zog, prófessor í lögum við Michig- an-háskóla, sem segist hafa fengið áfall þegar hann tók að grennslast fyrir um netnotkun nemenda sinna. „Í tímum laganema voru bók- staflega 85 til 90 prósent nemenda á netinu,“ sagði Herzog. „Og hvað voru þau að gera? Þau voru að lesa dagblaðið The New York Times.“ Kennarar við Harvard-háskóla hafa einnig fengið nóg af vafri nemenda á netinu og hafa tveir pró- fessorar við lagadeild skólans að eigin frumkvæði bannað fartölvur í tímum hjá sér, líkt og prófessorar víða um Bandaríkin hafa gert að undanförnu. Þessi viðbrögð eru þó umdeild og telur Susan Gutman, kennari við stjórnendaskóla Kaliforníu- háskóla, að ekki sé hægt að kenna netinu um hangs nemenda í tímum, því að um hegðunarvanda sé að ræða. „Í gamla daga kjöftuðu nem- endur við hver annan, skiptust á pappírsmiðum, lásu blöðin, eða lærðu undir önnur fög í tímum,“ sagði Gutman í samtali við CSR. „Nú vafra þau á netinu, senda tölvupóst eða spila tölvuleiki.“ Vilja netið úr kennslustofunum Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.