Morgunblaðið - 05.05.2006, Side 39

Morgunblaðið - 05.05.2006, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 39 MINNINGAR REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is steinana, hikaði aðeins, en fór svo að stærsta steininum og hóf hann upp á brjóst sér og þeytti honum frá sér. Ég spurði hann hvort hann hefði ekki verið viss um að ráða við steininn, en hann kvað nei við: Ég var viss um að ég hefði steininn, en var bara ekki viss um að buxurnar þyldu átökin. Fyrir hönd okkar nefndarmanna í óbyggðanefnd og starfsfólks nefndar- innar sendi ég ástvinum Ólafs okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristján Torfason. Íslandsvinurinn og mesti kraftlyft- ingamaður allra tíma, Larry Pacifico (BNA) („Hinn mikli Pacifico“), er varð sextíu vetra gamall fyrr á þessu ári, segir frá því í sjálfsævisögu sinni að landi hans, Bob Hoffman (1898- 1985) hafi verið „faðir okkar allra“. Pacifico vísar þar til lífsafreka Hoff- manns sem var iðjuhöldur, milljarða- mæringur og eigandi „York Barbell Company“ og skyldra fyrirtækja sem meðal annars gáfu út líkamsræktar- blöð og framleiddu heilsuvörur. Studdi Hoffman af fádæma alefli og einurð ýmsar greinar aflrauna, þar á meðal kraftlyftingar meðan sú íþrótt var enn í burðarliðnum – á þeim árum sem nú eru nefnd „gullöld“ banda- rískra kraftaíþrótta. Markmið Hoff- mans höfðu meðal annars stjórnmála- legan tilgang í því „kalda stríði“ sem tók að ríkja aðallega eftir seinni heimsstyrjöldina og vakti sérstaklega fyrir honum að klekkja á Sovétmönn- um á lyftingapallinum. Í þetta sögu- lega samhengi tel ég rétt að setja ævi- afrek vinar míns, Ólafs Sigur- geirssonar, en þó margt væri líkt með ævistarfi hans og Hoffmans voru markmið Ólafs nokkuð önnur, dýpri eða þau sem „Listaskáldið góða“ (Jónas Hallgrímsson (1807-1845)) kallar til okkar allra í lokalínu ljóðsins „Ísland“: „Svona er feðranna frægð fallin í gleymsku og dá!“ Ætlunarverk Ólafs voru því að tak- ast á við ögrun Jónasar Hallgríms- sonar með að styrkja og efla tengslin við íslenskan menningararf sem fólst í því að kynna íslenska kraftaíþrótta- menn og afrek þeirra erlendis sem var fyrir honum hluti af stöðugri sjálf- stæðisbaráttu hins nýfrjálsa Íslands. Fannst honum að besta sönnunin fyr- ir sannleiksgildi Íslendingasagna væri sú staðreynd að til væru ennþá með „Söguþjóð í norðri“ dugnaðar- menn meiri að vexti og burðum en aðrir karlmenn veraldar og þar að auki menn sem „trúðu á mátt sinn og megin“. Uppruni Íslendinga var eitt af hugðarefnum Ólafs. Studdist hann við eigin rannsóknir á þessu sviði og við víðfeðm fræði Barða Guðmundssonar (1900-1957) og annarra vísindamanna íslenskra fornfræða um þau mikil- vægu efni fyrir menningarlegt full- veldi Íslands. Væringinn, Einar Benediktsson (1864-1940), skáld, orðar þessa lífsskoðun Ólafs með eft- irfarandi hætti í kvæðinu „Egill Skallagrímsson“ : Taugarnar þúsundir ísvetra ófu. … og önduðu hörku í hverja sin, en hlúðu um lífsmeiðsins rætur. Áreiðanlegir Íslendingar eiga ein- herjanum, Ólafi, mikla þakkarskuld að gjalda. Þeir víkingaknerrir ís- lenskra kraftaíþróttamanna er lagt hafa „í víking“ samkvæmt fornri brýningu Egils Skalla-Grímssonar (910-990) „… það mælti mín móðir…“ undir skipsformennsku Ólafs hafa komið aftur og aftur með fullfermi eð- almálma, einkum þeirra sem sjald- gæfir eru í öðrum íslenskum íþrótta- greinum, gullbauga allmarga frá meistaramótum Norðurlanda, Evr- ópu og öðrum kraftamótum Heims- kringlu, einkum þeirra er nefnast „Sterkasti maður heims“. Meðal frægustu áhafnarmeðlima á hinum sigursælu gnoðum Ólafs eru íþrótta- menn sem allir þekkja en helstu barn- ingsmenn á fleyjum hans eru eftir- taldir: Skúli M. Óskarsson („Smiðju[freyr]“), Arthúr Bogason („Norðurhjaratröll“), Hörður Magn- ússon („Ölli vinur“), Víkingur Traustason („Heimsskautabangsi“), Kári Elíson („Magister“), Hjalti Árnason („Úrsus“), Jón Gunnarsson („Bóndi“) og Auðunn Jónsson („Verndarinn“) svo nokkrir þeirra öfl- ugustu séu hér taldir. En ætíð fremst- ur „…[s]tend[ur] upp í stafni …“ nor- ræna ofurmennið, fóstbróðir Ólafs, Jón Páll Sigmarsson (1960-1993 („Spöri“) – máttugasti íþróttamaður nýalda. Kynni mín af Ólafi hófust í Jakabóli niðri í Laugardal fyrir nær þremur tugum vetra. Þar sem ég er fremur einrænn og hef aldrei haft skap til þess að safna að mér klíku kom það í hlut Ólafs að verja mig sem aðra ein- fara þarna í Jakabóli fyrir yfirgangi friðarspilla. Eitt sinn brá svo við í upphafi ferils míns fyrir fjórðungi ald- ar þegar ég hafði rétt lokið við að taka tvö hundruð kílógrömm af stáli tíu endurtekningar í hnébeygjulyftu að upphófst vargníðið. Þá steig fram Ólafur og tók sér þá stellingu sem flestir muna eftir er til sáu. Hnar- reistur með krosslagða svera upp- handleggi sína þvert yfir brjóstkass- ann, og sagði hann byrstur við óværuna: „Ég sá nú öll tíu lögleg! …“. Og þaggaði þar með niður í haf- gammi. Nú löngu síðar hafa komið að máli við mig frjálsíþróttamenn og aðrir kraftaáhugamenn er stunduðu æfingar í Jakabóli forðum og minnast liðveislu Ólafs til dæmis við það að út- vega þeim frjálsan aðgang að æfing- um allan sólarhringinn eða aðra að- stoð. Má þar sérstaklega nefna Óskar Jakobsson, fjölhæfasta kastara ís- lenskra frjálsíþrótta, en hann náði á heimsmælikvarða fyrir tilstilli Ólafs sem og margir aðrir frjálsíþrótta- garpar á þessari „demantaöld“ ís- lenskra frjálsíþrótta. Var Ólafur í þessu sem flestu öðru trúr stefnu Hoffmans er áður greindi en Ólafur er einn af frumherjum íslenskra kraftlyftinga, lyftinga svo og krafta- keppna, vaxtarræktar og hreysti- keppna svo fátt eitt sé talið. Mörgum árum seinna þá er Jaka- ból hafði verið jafnað við jörðu sat ég í mínum „kúrsus“ (námsvist) sem vott- ur í Borgarfógetarétti Reykjavíkur er fyrir réttinn kom nýútskrifaður lög- fræðingur. Kom nýgræðingur þessi í lögfræðistétt fyrst fram af hroka og stærilæti er varð til þess að Ólafur yf- irborgarfógetafulltrúi og ég sýndum honum fálæti allmikið. Þar sem lög- fræðingur þessi var að stíga fyrstu skrefin út á „hyldýpið“ það er lög- fræðingar nefna sín á milli og vísar til þess geigvænlega munar sem er á lögfræði þeirri sem rituð er í bók og þeirri sem beitt er við lagafullnustu kom í ljós að þekking hans á viðeig- andi framkvæmd laga brast. Var dómsmál hins barnunga bókalög- fræðings þó brýnt og mikil tímaþröng ríkti í því. Bar skræðulögfræðingur þessi sig í fyrstu allvel en svo jókst ör- vænting hans skjótt stig af stigi en við Ólafur þögðum sem fastast í réttin- um. En þegar þar var komið að hinn ungi skruddulögfræðingur var að því kominn að bresta í grát eða falla í ómegin fyrir fógetaréttinum eða þá að það tvennt færi saman sneri Ólafur sér skyndilega að ritvél sinni og útbjó formrétta gerðarbeiðni í skyndi. Ólaf- ur lagði síðan fógetabeiðni þessa fram á dómborðið fyrir hinn unga lögfræð- ing til undirskriftar. Útskýrði Ólafur síðan stuttlega aðra framkvæmd fyrir hinum unga lögfræðingi og síðan leystist málið farsællega fyrir hönd hans skjólstæðings svo og fyrir hina virtu lögmannsstofu er hann starfaði hjá. Læt ég hér staðar numið í bili í frá- sögn minni af æviafrekum vinar míns, Ólafs ‘ins sterka. Er það mín vilnun að hann verði ætíð eftirleiðis nefndur meðal sannra Íslendinga „Kraftagoð- inn mikli“. Fyrir mig persónulega svo og fyrir hönd „Jakabólsmanna“ hins forna (Laugardal) Halldór Eiríkur S. Jónhildarson („Don“). Helfregnin barst til eyrna, þungt högg og mikið. Ólafur Sigurgeirsson var fallinn. Þessi mikli Nestor og meistari kraftaíþrótta. Með mismunandi hætti markast spor manna í samtíð og framtíð, sum spor mást aldrei, önnur hverfa hægt og bítandi, og sum spor lifa aðeins í samtíðinni. Mismunandi er líka hvernig orðspor manna verður til. Sumir eru hafnir til hásætis af eigin verðleikum, aðrir vegna þess að það vantaði í hlutverkið eða þeir áttu sterka að sem byggðu upp ímyndina. Þá eru þeir sem hefja sig til vegs af eigin rammleik þrátt fyrir allt og alla. Ólafur Sigurgeirsson var sannarlega einn af þeim. Hann var fáorður um æsku og uppvöxt og hygg ég að hann hafi haft til þess nokkra ástæðu. Braust til mennta og manns af fá- dæma dugnaði og hörku. Í honum bjuggu bæði gull og grjót, sérkenni- legar andstæður sem tók langan tíma að kynnast. Tuttugu og fimm ára kynni, fyrstu árin lausleg, síðan sífellt nánari uns traust vinátta skapaðist. Ég var svo lánsamur að kynnast hon- um sem íþróttamanni, leiðtoga og seinna sem óbyggðafara og náttúru- nnanda. Alltaf var hann sami trausti kletturinn sem allt braut á. Hugurinn reikar til ótal kraftlyft- ingamóta og kraftakeppna, til vél- sleða og jeppaferða um hálendið og samverustunda þessu tengdu. Segja má að vinur minn fór ekki alltaf með löndum, sást ekki alltaf fyrir. En allt- af var hann heill og traustur. Alls ekki allra en vináttuböndin sem hann batt við menn voru traustari en stál. Magnað var að honum skyldi takast að skapa kraftlyftingum þá sérstöðu á Íslandi að þrátt fyrir að vera utan Í.S.Í. þá uxu þær og döfnuðu á alveg ótrúlegan hátt. Nú hygg ég að margir muni finna fyrir í sportinu hvað mikið vantar við fráfall Óla. Koma mér í hug hendingar úr minningarljóði Gríms Thomsens um Brynjólf Pétursson Fjölnismann. Fannst þar brátt í flestu verki, að farinn var hinn góði sterki. Ekki verður frá skilið að minnast á áhuga Ólafs á fornsögum, tilurð og þróun norrænna manna, þjóðflutn- ingana miklu og víkinga sérstaklega. Þeir sem vildu skilja Óla til hlítar, þeim var hollast að lesa Fóstbræðra- sögu og Sturlungu. Enn kemur kveð- skapur Gríms Thomsens í hugann: Þéttir á velli, þéttir í lund þrautgóðir á raunastund. Slíkur maður var hann Ólafur sannarlega. En svo bregðast krosstré sem önnur og sterkustu viðir molna. Síðasta ár varð vini mínum harð- sótt. Veikindi ágerðust og vinir og vandamenn komu ekki vörnum við. Að leiðarlokum er ég þakklátur Óla fyrir að hafa reynst mér og fjölskyldu minni vinur og bakhjarl. Upprifjast nú fyrir mér samtal sem við áttum eigi alls fyrir löngu um félaga okkar sem hafði lifað heldur djarft að mínu áliti. Óli kvað hann hafa haldið út á reginhaf á víkingaskipi. Og nú er eins og ég sjái vin minn fyrir mér standa í stafni víkingaskips og hverfa mót sjóndeilarhringnum. Framundan er ókunn strönd, hver veit? Mér hefur verið falið að koma á framfæri kveðju frá Lyftingasambandi Íslands. Þakka lyftingamenn Ólafi vel unnin störf fyrir L.S.Í. Aðstandendum og ástvin- um sendi ég hugheilar samúðar- kveðjur. Valbjörn Jónsson. Þá er komið að kveðjustund. Merk- ur maður kveður. Ólafur Sigurgeirsson, mesti spor- göngumaður og leiðtogi kraftlyftinga- íþróttarinnar á Íslandi, er horfinn sýnum. Það er nú svo að menn sem hafa alltaf verið til staðar eiga að vera það áfram. Maður gerir bara ráð fyrir því, en þannig er lífið víst ekki. Ég kynntist Ólafi fyrst fyrir um 35 árum og vorum við þá báðir ungir eld- hugar sem féllum fyrir töfrum stáls- ins þar sem í gildi voru átök vöðva og vilja við þyngdaraflið. Það gekk ým- islegt á í samskiptum okkar en allt jafnaðist það út um síðir og samstarf okkar í kraftlyftingum, íþróttinni sem við báðir unnum, varð eins og best varð á kosið með árunum. Ólafur var viljasterkur persónu- leiki sem vann hart að sínum mark- miðum. Hann lærði lögfræði með- fram íþróttaferlinum þar sem hann stundaði fyrst glímu með góðum ár- angri og síðar lyftingar og kraftlyft- ingar. Hann náði Íslandsmeistaratitl- um í öllum þessum greinum en naut sín best í kraftlyftingunum þar sem hann setti fjölmörg Íslandsmet í guð- sgreininni, sjálfri bekkpressunni sem var hans uppáhald. Eftir að Ólafur sá um stofnun Kraftlyftingasambandsins (KRAFT) 1985 varð hann fyrsti formaður þess og kom á fót m.a. Íslandsmeistara- mótum í bekkpressu sem eru fastir liðir síðan. Sama ár sá hann einnig um að ýta úr vör fyrstu kraftakeppninni um sterkasta mann Íslands sem fram fór í Reykjavík en þar sigraði Jón Páll Sigmarsson eftirminnilega. Ólafur vann mikið og óeigingjarnt starf í þágu kraftaíþrótta í landinu sem seint verður fullþakkað. Hann kom fram með hugmyndir að lands- keppnum í kraftlyftingum sem urðu að veruleika eins og keppnirnar Skot- land-Ísland 1984 og Kalifornía-Ísland 1986 en þar sendi Ísland fullt lið en Ólafur sá alfarið um skipulagningu og fjáröflun fyrir þessar ferðir sem hjálpuðu mikið til með að efla andann og áhugann á íþróttinni. Ólafur fór fjölda ferða á stórmót í kraftlyfting- um erlendis bæði sem fararstjóri og dómari en hann var alþjóðlegur dóm- ari og dæmdi á nokkuð mörgum heimsmeistaramótum. Mér er minni- stætt að þegar ég vann til verðlauna á heimsmeistaramótinu í Finnlandi 1985 var Ólafur fyrstur manna til að koma að pallinum og samgleðjast mér með árangurinn. Þannig var Óli alltaf. Hann gladdist með mönnum yfir unn- um árangri í íþróttinni og á nánast öll- um mótum í Reykjavík sem hann starfaði við hin síðari ár fylgdist hann vel með upprennandi molastjörnum og spurði ungu strákana þessarar spurningar: „Hvernig er það, á að bæta sig í dag?“ Það er óvenju mikið sem Ólafur kom í verk um ævina. Hann stofnaði fjölskyldu með eiginkonu sinni Heið- rúnu Gunnarsdóttur og bjó að sjálf- sögðu í vesturbænum því Óli var alltaf KR-ingur. Hann var lögfræðifulltrúi hjá Borgarfógeta um 12 ára skeið og síðan héraðsdómslögmaður og hæsta- réttarlögmaður frá 1999 auk þess að reka eigin lögfræðistofu í 16 ár. Við Óli höfðum báðir dálæti á sérstakri mynd sem kom af honum í Frétta- blaðinu fyrir 1–2 árum eða svo. Þar sást hann í Héraðsdómi með vini sín- um Jóni Egilssyni lögmanni en á milli þeirra sat einhver krimmi sem þeir voru að verja og hann var með lamb- húshettu yfir höfði sér. Alveg kostu- leg mynd sem sýndi að Óli fór ekki í manngreinarálit þegar hann tók að sér vörn í málum. Ólafur var góður ræðumaður og stýrði þingum KRAFT frá upphafi í 21 ár auk þess sem hann var bæði rit- ari og kynnir á mótum. Hann komst oft skemmtilega að orði. Sumum er enn í fersku minni eitt sinn á kraft- lyftingamóti í sjónvarpssal þegar Torfi Ólafsson loðfíll sem var170 kg skjóða reyndi við 370 kg í hnébeygju. Óli sagði þá í kynningu: „Nú fáum við að sjá ógnvænleg átök hins stóra manns við hina miklu þyngd!“ Ólafur var mikill náttúruunnandi og var oft uppi á fjöllum sem veiði- maður skjótandi á allt sem hreyfðist eins og tíðkast í þeim bransa. Sér- staklega var hann þó á rjúpnaveiðum og eitt sinn birti DV mynd af honum eftir að hann hafði sett Íslandsmet í rjúpnadrápi, vel yfir 100 rjúpur á einni helgi eða svo. Ólafur var víðlesinn maður sem var vel að sér í Íslendingasögunum en sá tími harðra kappa var honum hug- stæður þegar karlmenn ungir að ár- um vógu mann og annan fyrir kvennasakir og fjölskylduheiður. Ólafur ritaði einnig greinar í Mogg- ann um uppruna Íslendinga sem vöktu og nokkra athygli. Ólafur gegndi starfi ritara KRAFT síðustu 10 árin og kom miklu í verk. Hann ritaði m.a. sögu kraftlyftinga á Íslandi frá upphafi auk margra greina í dagblöð o.fl. Sem mikilhæfur lög- fræðingur og kraftlyftingafrömuður stóð hann oft í ströngu opinberlega og varðist hetjulega óvinum og öfundar- mönnum íþróttarinnar. Minnisstætt er Jóns Páls málið sem lauk með full- um sigri þeirra félaga en á uppgangs- tímum Jóns Páls studdi Ólafur hann með ráðum og dáð. Einnig lét Ólafur til sín taka þegar lítilsigldur læknir á Akureyri fór smánarorðum í vesal- dómi sínum um kraftlyftingamenn og Ólaf persónulega. Ekkert viðkomandi íþróttinni lét Ólafur afskiptalaust. Hann vann ötullega að framgangi hennar alla tíð. Hans skarð verður vandfyllt. Kraftlyftingamenn og kraftaáhugamenn á Íslandi hafa misst mikinn leiðtoga þar sem Ólafur er. Við munum ætíð minnast hans með virðingu. Fyrir hönd stjórnar Kraftlyftinga- sambands Íslands, Kári Elíson. Lífsljós mikilmenna brennur alltof hratt. Þannig hugsuðum við hjónin þegar fréttist af andláti Óla. Óli var einn tólf félagsmanna í Fiskimanna- félagi Reykjavíkur, félagsskap sex hjóna sem haldið hefur til veiða á Lax- árdalsheiði síðastliðin 17 ár. Allir í fé- lagsskapnum hafa viðurnefni sem hæfir lunderni þeirra og atgervi. Eitt af viðurnefnum Óla var „Náttúruafl- ið“. Nafnið áskotnaðist honum þegar hann var að leysa vandamál á heiðinni og einhverjum áhorfandanum varð að orði að hér væri ekki maður á ferðinni heldur náttúruafl. Nafnið festist og í huga okkar var Óli á einhvern æv- intýralegan hátt hafinn yfir höfuð- skepnurnar; það veður sem gæti hald- ið aftur af Óla var ekki til, náttúrulegar hindranir eða torleiði ekki heldur. Græna höllin, bíllinn sem Óli var oftast á í ferðum, var einnig sveipuð ævintýraljóma og einhvern veginn eðlileg framlenging af Óla sjálfum sem alltaf virtist búinn undir alla duttlunga móður náttúru. Væri veður of vott og vont til að hægt væri að halda aðalfund utandyra dró Óli samkomutjald út úr höllinni, væri veður til rómantískra siglinga á speg- ilsléttu heiðarvatni var Óli fyrir sér- staka tilviljun með bát í för sem hent- aði vel til slíkra ferða. Í huga okkar var eiginlegt lögheim- ili Óla á heiðum uppi, engan mann höfum við þekkt sem var jafn sam- ofinn og jarðtengdur íslenskri nátt- úru og hann. Óli var rammur að afli, stundum líkt og meitlaður í stein, en honum var mýktin einnig eiginleg. Hann gætti þess til að mynda alltaf að öllum liði vel í ferðum, til dæmis að ekki væri gengið það hart fram í veiði- skap að samveran á heiðinni lenti í öðru sæti. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. (Úr 23. Davíðssálmi.) Við sem eftir sitjum lútum auðmjúk höfði og syrgjum góðan dreng. Við sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur til Heiðrúnar, Þórs, Grettis, Elínar Hrannar, Elmars og annarra sem eiga um sárt að binda vegna hörmulegs fráfalls Ólafs Sig- urgeirssonar. Gylfi Jón og Gyða.  Fleiri minningargreinar um Ólaf Sigurgeirsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Sigurður Gizurar- son, Runólfur Gunnlaugsson og Sæ- mundur Unnar Sæmundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.