Morgunblaðið - 05.05.2006, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 05.05.2006, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 45 Félagslíf Sálarrannsókna- félag Suðurnesja María Sigurðardóttir miðill verður með skyggnilýsingarfund sunnudaginn 7. maí kl. 20.30 í húsi félagsins á Víkurbraut 13, Keflavík. Húsið verður opnað kl. 20. Aðgangseyrir við inngang- inn. Allir velkomnir. Stjórnin. I.O.O.F. 7  187557½  G.H. I.O.O.F. 1  187558  I.O.O.F. 12  187558½  9.0.H.F. Raðauglýsingar 569 1100 Tilkynningar Auglýsing um svæða- og deiliskipulag í Skorradals- hreppi, Borgarfjarðarsýslu Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með aug- lýst óveruleg breyting á svæðaskipulagi norð- an Skarðsheiðar 1997-2017, í landi Indriða- staða, Skorradalshreppi. Gert er ráð fyrir 33,8 ha frístundabyggðarsvæði. Skorradalshreppur tekur að sér að bæta það tjón sem einstaklingar kynnu að verða fyrir við skipulagsbreytinguna. Einnig er lýst eftir athugasemdum við nýtt deiliskipulag fyrir frístundahús í Indriðastaða- landi, Skorradal. Tillagan gerir ráð fyrir 48 frí- stundahúsum í Indriðastaðahlíð við Grundar- læk. Tillagan ásamt byggingar- og skipulags- skilmálum liggur frammi hjá oddvita að Grund, Skorradal, frá 5. maí 2006 til 2. júní 2006 á venjulegum skrifstofutíma. Athugasemdum skal skila fyrir 16. júní 2006 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemd innan tilgreinds frests teljast samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi. LJÓSIÐ, endurhæfingar- og stuðnings- miðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra, er með opið hús fyrir alla starfsmenn Alþingis, borg- arstjórnar Reykjavíkur, Krabbameins- félags Íslands og allt heilbrigðisstarfs- fólk sem kemur að málum krabbameinsgreindra í dag, föstudag- inn 5. maí, milli kl. 13 og 15.30. Fjöldi einstaklinga sem hefur greinst með krabbamein, aðstand- endur þeirra, fagfólk úr ýmsum áttum og áhugamenn um lífsgæði hafa stofn- að endurhæfingar- og stuðnings- miðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra á Íslandi. Mið- stöðin hefur hlotið nafnið Ljósið og er þegar tekin til starfa í gamla safn- aðarheimilinu í Neskirkju, Hagatorgi, segir í tilkynningu. Starfsemi Ljóssins miðast að því að efla lífsgæði á erfiðum tímum. Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi hefur yfirum- sjón með starfinu. Miðstöðin er einstök m.a. að því leyti að bæði krabbameinsgreindir og að- standendur þeirra geta komið og notið þeirrar þjónustu sem í boði er. Starf- semin er að mestu leyti rekin á frjáls- um framlögum og sjálfboðaliðastarfi. Opið hús krabba- meinsgreindra RANGLEGA var sagt í myndartexta í blaðinu í gær að Margrét Margeirs- dóttir væri formaður LEB. Hið rétta er að hún er formaður FEB, þ.e. Fé- lags eldri borgara. Eins og kom fram í blaðinu í gær er það Ólafur Ólafsson sem er formaður Landssambands eldri borgara (LEB). LEIÐRÉTT Formaður FEB FRÉTTIR AÐALFUNDUR Geðlæknafélags Ís- lands, haldinn laugardaginn 29. apríl sl., lýsir yfir þungum áhyggjum af skorti á fjármagni til geðheilbrigð- isþjónustu almennt á Íslandi og nið- urskurði á starfsemi sjúkrahúsa á þessu sviði, án þess að önnur betri úr- ræði séu lögð fram. „Fundurinn skorar á stjórnvöld að bæta úr þessu með myndarlegum hætti hið fyrsta, þannig að draga megi úr kostnaði samfélagsins og þjáningum sjúklinga og fjölskyldna þeirra vegna þessara algengustu sjúkdóma samtím- ans, segir í ályktun fundarins. Vilja aukið fjármagn ÞÝSKI grínistinn og rithöfund- urinn Manuel Andrack verður gest- ur átaksverkefnisins Þýskubílsins í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, laugardaginn 6. maí kl. 16.15. Í tilefni af heimsmeistarakeppn- inni í knattspyrnu, sem fram fer í Þýskalandi eftir fáeinar vikur, les Andrack úr nýlegri bók sinni þar sem hann fjallar í léttum dúr um misánægjulega reynslu sína sem áhangandi úrvalsdeildarliðsins 1. FC Köln. Að auki sýnir hann lit- skyggnur sem varpa ljósi á hina þýsku „fótboltasál“. Upplesturinn verður á þýsku. Þýskubíllinn er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Stofnunar Vigdísar Finnbogadótt- ur í erlendum tungumálum, Félags þýzkukennara, Þýska sendiráðsins á Íslandi og Robert Bosch- stofnunarinnar í Stuttgart sem felst í því að aka þrívegis umhverfis landið á Porsche-jeppa til að fræða íslenska skólaæsku um heimsmeist- aramótið í knattspyrnu og kenna henni dálitla þýsku í leiðinni. Misánægjuleg reynsla Manuels Andracks HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN verður með útsaumshelgi dagana 5.–7. maí. Í dag, föstudaginn 5. maí, kl. 20 verður fyrirlestur sem nefn- ist: Hannyrðakonur í Húnaþingi og fjallar hann um þekktar konur í Húnavatnssýslu, lífshlaup þeirra og hannyrðir. Fyrirlesari er Jóhanna Erla Pálmadóttir. Laugar- og sunnudaginn 6.–7. maí verða útsaumsnámskeið – Skals-útsaumur. Tvö námskeið kl. 9–13 eða 14–18. Kenndar verða mismunandi útsaumsaðferðir og gerður handavinnupoki. Kennari er Helga Jóna Þórunnardóttir. Útsaumsnámskeið og fyrirlestur NEYÐARHJÁLP úr norðri efnir til fjölskylduskemmtunar í Loftkast- alanum á morgun, laugardaginn 6. maí kl. 14. Fram koma m.a. Bubbi Morthens, Bardukha, Hjörleifur Valsson fiðluleikari, Maríus H. Sverrisson, Ragnheiður Gröndal, Snorri Snorrason Idolstjarna Ís- lands 2006, South River Band og 100 félagar úr: Stúlknakór Reykja- víkur, Gospelsystrum Reykjavíkur og Vox Feminae. Allur ágóði renn- ur til endurbyggingar elliheimilis í þorpi í Móravíu og jafnframt verða keypt kennslutæki fyrir barna- skóla. Styrktarreikningur Neyð- arhjálpar úr norðri (kt. 540897- 2639) er í Landsbankanum, 0135- 05-72000. Fjölskyldu- skemmtun í Loftkastalanum VERSLUNIN Nexus mun á morg- un, laugardag, ásamt nær tvö þús- und verslunum um allan heim, taka þátt í „Free Comic Book Day“ og gefa sérútgefin myndasögublöð frá ýmsum útgefendum. Þetta er fimmta árið sem þessi dagur er haldinn. Hátt í tvær milljónir blaða verða gefnar viðskiptamönnum myndasagnaverslana víðsvegar um heiminn. Nexus gefur yfir eitt þús- und blöð. Viðburðurinn byrjar kl. 14 og blöðin verða gefin á meðan birgðir endast. Myndasögudagur í Nexus

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.