Morgunblaðið - 26.11.2006, Page 35

Morgunblaðið - 26.11.2006, Page 35
hreinlega hafa unun af því að rúnta. – Ertu nokkuð á hjólinu? spyr hún gjarna. Ef svarið er nei virðist hún kæt- ast mjög. – Fínt, þá skutla ég þér heim! Ef manni verður á að segja að það sé orðið áliðið, dimmt og slag- veðursrigning, færist hún öll í aukana og fullyrðir að hana hafi einmitt dreymt um að drífa sig út. Svo þrífur hún hækjuna, rýkur út í bílinn og brunar af stað. Það þýðir oftast að maður fer ekki beina leið heim. Kannski þarf að koma við hjá ketti og færa honum harðfisk og kanínu sem bíður í ofvæni eftir kál- haus eða fíflablöðum sem sótt eru handa henni vestur á Seltjarnarnes þótt hún búi inni við Sund. Svo mikið er víst að svona skutl er aldr- ei minna en ævintýri, mjög gjarna með góðri viðkomu niðri við höfn að skoða báta eða dást að Esjunni. Það er sem sagt engin lognmolla í kringum Guðrúnu Jónínu. Lengi lifir í gömlum glæðum. Manneskjan getur hreinlega ekki hætt að segja öðrum til og þau eru ekki mörg kvöldin í vikunni sem enginn lítur inn til að fá hjálp við heimalærdóminn. – Já, ég hef alltaf haft ánægju af að hjálpa fólki sem vill bæta sig í hinu og þessu. Við skulum segja að til mín komi reglulega nokkrir á viku – aðallega ungmenni af erlend- um uppruna – sem trúa því að ég geti orðið þeim að liði. Ég vil þó taka það fram að ég er ekki að kenna – bara hjálpa. hjálpa þegar lífeyrissjóðakerfinu var kom- ið á um 1970. Sama gilti þegar fæðingarorlof var lögleitt og einnig starfsmenntun í atvinnulífinu. Sjóð- urinn var notaður til að greiða fastráðnu fiskverkafólki laun í ákveðinn tíma þegar verk- efnaskortur brast á og var notaður til að fjármagna húsnæðis- málastjórn í um tvo áratugi og þar með uppbyggingu á íbúðahúsnæði. Smám saman fóru fyrirtæki og sveitarfélög að fá lán úr sjóðnum og fram undir 1980 voru nánast engar framkvæmdir sem heitið gátu án lána þaðan. En þessi lána- starfsemi fór aldrei hátt í fjöl- miðlum.“ Þorgrímur bætir við: „Annað sem ekki fór hátt var að árið 1999 var Atvinnuleysistryggingasjóður, sem verið hafði svokölluð B- hlutastofnun á fjárlögum og hafði sem slík talsvert sjálfstæði, gerður að A-hlutastofnun að sjóðsstjórn- inni forspurðri. Sigurður Líndal mat það svo að þetta væri lögbrot, en lögfræðingar fjármálaráðuneyt- isins kváðust ósammála því og þar við sat.“ Og nú er Þorgrímur að ljúka þessu verkefni og næsta tekur við á berangri einyrkjans. „Ég lagði útí þetta skuldlaus og hef verið mjög heppinn með verkefni, þannig að þótt hlé verði á milli hef ég get- að safnað mér varaforða til að grípa til. Núna hlakka ég til að losna af launaská á ný! Þá get ég farið að skrifa næstu bók sem verð- ur eftir mínu eigin höfði.“ Þorgrímur Gestsson segir að hann sakni stundum fjölmiðla- heimsins vegna félagsskaparins, „en mér líkar þróunin í faginu ekki alls kostar. Málfari fer almennt hrakandi. Ambögur og flatneskja vaða uppi. Það er einsog tilfinning fyrir því sem gerir texta góðan og áhrifamikinn sé á hröðu und- anhaldi.“ ath@mbl.is saga hlutanna | frímerkið MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 35 Mæðrastyrksnefnd innir af hönd- um mikilvægt starf í hinu íslenska þjóðfélagi. Til hennar geta þeir leit- að sem þurfa vegna ýmiskonar erf- iðleika á aðstoð að halda. Nefndin var stofnuð á þriðja áratug síðustu aldar í kjölfar mikils sjóslyss, þar sem margar konur urðu ekkjur og mörg börn föðurlaus. Lengi vel var það árviss atburður að Mæðra- styrksnefnd hefði sinn fjáröflunar- dag á mæðradag, annan sunnudag í maí, eða allt frá árinu 1934. Nefndin hefur starfað á nokkrum stöðum en í sumar sem leið flutti hún starfsemi sína að Hátúni 12, þar sem gott rými er fyrir þá sem koma og það sem þeim er úthlutað. Fyrir jólin hefur nefndin jafnan verið með matarúthlutanir, fataút- hlutun og aðra aðstoð fyrir þurfandi fólk. Á þessu hefur ekki orðið nein breyting og víst er að þrátt fyrir ann- álað góðæri eru enn margir í þessu samfélagi sem eru í þörf fyrir aðstoð. Þeir sem eru aflögufærir ættu fyrir hátíðirnar að hugsa til hinna sem eru illa staddir af ýmsum orsökum, gjaf- ir til mæðrastyrksefndar rata til þeirra sem eiga bágt. Þarna er verð- ugt málefni að styðja sem löngu hef- ur sannað gildi sitt. Hitt er jafn verð- ugt umhugsunarefni – hvers vegna íslenskt samfélag er enn svo óburðugt að það getur ekki séð sínu fólki fyrir mannsæmandi kjörum, svo sem þeim sem eru öryrkjar, aldr- aðir eða hafa orðið fyrir miklum áföllum í lífi sínu. Hvers vegna er þörfin svona mikil? Starf Mæðrastyrksnefndar ÞJÓÐLÍFSÞANKAR Guðrúnu Guðlaugsdóttur gudrung@mbl.is Áður en fyrsta frímerkiðkom fram á sjónarsviðiðárið 1840 hefur pósturinneflaust farið allnokkrar fýluferðirnar því öfugt við það sem síðan hefur tíðkast þurftu viðtak- endur að greiða sérstakt gjald til þess að fá sendibréfin sín afhent. Gjaldið þótti hátt og þar að auki var vitaskuld undir hælinn lagt hvort þeim þætti bréfið þess virði. Skólastjórinn Sir Rowland Hill er sagður hafa orðið vitni að uppákomu þar sem yngismær í ónefndu þorpi á Bretlandseyjum vísaði póstinum á bug eftir að hafa litið rétt sem snöggvast á bréfið, sem hann hugð- ist færa henni. Af einskærri góð- mennsku bauðst Sir Hill til að borga póstburðargjaldið fyrir veslings stúlkuna, sem bar fyrir sig að hafa ekki efni á að greiða uppsett verð. Þegar pósturinn var úr augsýn við- urkenndi hún aftur á móti að í raun- inni hefði hún ekkert með bréfið að gera, enda hefði sendandinn dulkóð- að skilaboðin utan á það – og þau gat hún hæglega lesið þegar póst- urinn sýndi henni bréfið. Sir Rowland Hill er ætíð nefndur faðir frímerkisins, þótt honum væri frímerkið sem slíkt ekkert sér- staklega hugleikið. Hann hafði miklu meiri áhuga á að koma póst- burðarmálum í skynsamlegan far- veg, lækka póstburðargjöldin og búa svo um hnútana að sendandinn borgaði þau, en ekki viðtakandinn. Frímerkið myndi leysa þann vanda. Hugmynd Sir Hills gekk út á að inn- an Bretlandseyja mætti senda u.þ.b. 14 gramma bréf með frímerki, sem kostaði sendandann eitt penní. Viktoría drottning lagði blessun sína yfir fyrsta frímerkið í heim- inum, Penny Black, 4. mars 1840 og 6. maí sama ár var það gefið út og tekið í notkun. Prófílmynd af sjálfri drottningunni prýðir frímerkið, en á því kemur ekki fram frá hvaða landi það er. Raunar eru bresk frímerki enn þau einu í heiminum þar sem uppruninn er ekki tilgreindur. Þau eru þó auðþekkt því hefð er fyrir að á þeim sé mynd af ríkjandi þjóð- höfðingja. Smám saman tóku aðrar þjóðir upp sama háttinn við póstsendingar. Fyrstu tvö frímerkin komu út í Bandaríkjunum árið 1847, en virð- ast ekki hafa náð mikilli útbreiðslu. Að minnsta kosti hafði Zachary Taylor í margar vikur ekki hug- mynd um að hann hefði verið til- nefndur forseti Bandaríkjanna, eða ekki fyrr en maður var gerður út af örkinni til að segja honum tíðindin í eigin persónu. Taylor hafði nefni- lega neitað að taka við sendibréfum sem báru honum fregnina – hann tímdi ekki að borga póstburð- argjaldið! Á kostnað sendandans 1840 Penny Black. Faðir frímerkisins Sir Rowland Hill. 1847 Fyrstu bandarísku frímerkin. Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500 E N N E M M / S IA • N M 24 3 45 Kúbu Frá 69.990 kr. Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel villla Tortuga í viku með morgun- verði, 16. eða 30. des. Aukavika kr. 20.000. Aukagjald fyrir allt innifalið kr. 1.390 á dag. Ferð 23. des. kr. 79.990. Síðustu 58 sætin á ótrúlegu verði Jól eða áramót á 16. des. 1 eða 2 vikur 23. des. 1 eða 2 vikur 30. des. 1 eða 2 vikur Bókaðu núna! Frá kr. 69.990 A RG U S / 06 -0 55 2 Debetkort með kreditheimild* – vaxtalaus og án nokkurs kostnaðar! Kynntu þér DMK Debetkort og aðra þjónustuþætti DMK á spron.is * skv. útlánareglum SPRON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.