Morgunblaðið - 26.11.2006, Page 46

Morgunblaðið - 26.11.2006, Page 46
46 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN „ÉG ER ekki með fordóma,“ sagði íslensk alþýðukona við und- irritaða um daginn. „En ég segi það nú samt að það er fáranlegt þegar verið er að gefa börnunum töflur til þess eins að þau verði ekki eins óþæg“ En er það svo og hverjar eru staðreyndirnar um lyfjagjöf við einkennum ADHD? ADHD (Attention Deficit Hyperactivity Disorder) eða athygl- isbrestur og ofvirkni er hegðunartruflun hjá börnum og getur haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og fé- lagslega aðlögun barnanna. Heilkennið er algerlega óháð greind. Orsakir at- hyglisbrests og of- virkni eru líf- fræðilegar og þunglyndi er algengur fylgifiskur ADHD. Rannsóknir hafa sýnt að þeirra sé að finna í truflun í boð- efnakerfi heila á stöðum sem gegna mikilvægu hlutverki í stjórnun hegðunar. Einstaklingar með ADHD eiga erfitt með að einbeita sér að viðfangsefnum sínum. Þeim er hætt við að framkvæma og gera hluti án þess að hugsa um afleið- ingar gerða sinna en slíkt kemur þeim bæði í vandræði og hættu. Ákveðinn hópur á við námsörð- ugleika að stríða og félags- og hegðunarerfiðleikar eru ekki óal- gengir. Börnum með ADHD er mjög hætt við að þróa með sér ómeðvitaða mótþróahegðun sem birtist í formi mikillar ögrunar. Kvíði og depurð eru algeng og mörg þessara barna sýna einkenni áráttuhegðunar. Viss hætta er á að hluti hópsins leiðist út í andfélags- lega hegðun og vímuefnaneyslu á unglingsárum fáist ekki viðeigandi meðferð. Samkvæmt áliti færustu lækna á þessu sviði er rétt meðferð m.a. lyfjameðferð. Rétt meðferð er einnig fræðsla foreldra um ofvirkni, þjálfun í heppilegum uppeldis- aðferðum og notkun viðeigandi kennsluaðferða. Engan efa er að finna í samfélaginu um aðrar að- ferðir en lyfjagjöfina. Hún hefur verið mikið gagnrýnd þótt ein- kennilegt megi virðast. Það segir sig sjálft að ekkert foreldri leggur daglega lyfjagjöf á barnið sitt að óþörfu. Reynsla flestra for- eldra barna með ADHD er sú að börn þeirra sem hafa frá unga aldri verið ör, hvatvís, fyrirferð- armikil og fá ADHD greiningu er ráðlagt að hefja lyfjameðferð. Við upphaf lyfja- meðferðar láta breyt- ingarnar ekki á sér standa. Börnunum gengur strax betur að læra og fyrirferðin verður strax miklu minni. Með tímanum verða þau betur stödd félagslega og líður því betur á allan hátt. Foreldrarnir upplifa ekki þessa lyfjagjöf öðruvísi en lyfjagjöf gagn- vart öðrum sjúkdómum. Börnunum líður vel og eru hamingjusamari en áður. Foreldrar láta fylgjast vel með börnunum, eru í góðu sam- bandi við lækna og afla þekkingar um ADHD. Harðorðar greinar hafa birst í blöðum og tímaritum þar sem full- yrt er að lyfjagjöf sé óþörf og að foreldrar séu að koma sér undan uppeldisskyldum sínum Yfirleitt eru þær skrifaðar af aðilum sem ekki tala af reynslunni af ADHD. Sú umfjöllun er einhverra hluta vegna fólki minnisstæðari heldur en fræðigreinar um orsakir og ein- kenni ADHD sem skrifaðar eru af jákvæðni og hlutlægni. Viðhorf nei- kvæðrar umfjöllunar sitja því miður frekar eftir og móta skoðanir fólks. Kannski er þannig háttað með kon- una sem nefnd var í upphafi og henni því vorkunn af skoðunum sín- um. Þær skoðanir eru byggðar á takmörkuðum upplýsingum og skorti á gagnrýninni hugsun. Það er engu að síður alvarlegt að for- eldrar barna með ADHD þurfi að standa frammi fyrir órökstuddum sleggjudómum eins og lýst var í byrjun. Utan þessarar „góðu“ konu sem nefnd var í upphafi þá heyrast sömu raddir segja að foreldrarnir séu að gera börnin sín að fíklum með lyfjagjöfinni. Myndu þær radd- ir segja það sama ef foreldrar gefa börnum sínum lyf við öðrum sjúk- dómum ? Auðvitað vita foreldrar betur en breytinga er þörf á við- horfum í þjóðfélaginu og þar með umræðunni. Að foreldrar þyrftu ekki að berjast við fólk í afneitun samhliða því að taka á sjúkdómi barns síns. Sá starfi er ærinn þótt ekki bætist við fáfræði og sleggju- dómar sem grafa undan þeirri læknismeðferð sem er viðurkennd til árangurs. Sú sem þetta ritar hvetur foreldra, læknastétt og fleiri sem að þessum málum koma, til að láta til sín taka í umræðunni um þessi mál og leiðrétta þær rang- færslur sem hafðar eru uppi. Það er sannarlega alvarlegur hlutur þegar alið er á fordómum gagnvart þeim sem greindir hafa verið of- virkir með athyglisbrest vegna þess að þeir þurfa að taka lyf við þeim heilsubresti. Tökum ábyrgð og verndum börnin. Þið, sem ekkert þekkið til AHDH og lyfjameðferða við henni, aflið ykkur þekkingar áður en þið takið afstöðu og varist að dæma lyfja- gjöfina af öðrum hvötum en um- hyggju fyrir velferð barna. Ég er ekki með fordóma Guðný Ólafsdóttir fjallar um athyglisbrest og ofvirkni hjá börnum og lyfjagjöf við því » Þið, sem ekkertþekkið til AHDH og lyfjameðferða við henni, aflið ykkur þekkingar áður en þið takið afstöðu og varist að dæma lyfja- gjöfina af öðrum hvöt- um en umhyggju fyrir velferð barna. Guðný Ólafsdóttir Höfundur er móðir. SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. ÁLFHEIMAR ÍBÚÐARHÚSNÆÐI OG VERSLUNARPLÁSS Vorum að fá í einkasölu eftirtaldar eignir í þessari verslunar- og íbúðarsamstæðu: • Þrjú aðskilin verslunarpláss, alls skráð 275 fm. Öll í útleigu með ágætum leigutekjum. • Íbúð á 2. hæð (efri hæð) 145 fm ásamt 2 bílskúrum og 2 íbúðarherbergjum, alls 230 fm. • Aukaíbúð á jarðhæð með sérinngangi bakatil. • Heildarfermetrafjöldi eignarinnar er 614 fm. • Góð bílastæði og góð aðkoma að verslunarhúsnæðum. • Verslunarkjarni sem er vel þekktur og á áberandi stað með auglýsingagildi. • Mögulegur byggingarréttur. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Ólafur B. Blöndal 6-900-811 eða Sveinn Eyland 6-900-820 Dan V.S. Wiium hdl.,lögg. fasteignasali OPIÐ HÚS í dag sunnudag kl. 16-18 FURUGERÐI 2, 108 Rvík Traust og örugg þjónusta í 30 ár Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 • Fax 533 4041 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Glæsileg og vel umgengin efri sérhæð í tvíbýli ásamt innbyggðum bílskúr. Stærð eignar er alls ca 208,0 fm. 3 stofur, 5 svefnherbergi þ.a. 20 fm her- bergi með snyrtingu á jarðhæð með sérinngangi. Frábær stað- setning miðsvæðis í borginni. VERÐ 51,2 millj. Páll og Ingibjörg taka á móti áhugasömum.jöreign ehf FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Til sölu er jörðin Sauðhagi 1 í Fljótsdalshéraði sem er 405,3 ha. að stærð. Jörðin er á Völlum milli Egilsstaða og Hallormsstaðar. Gert er ráð fyrir að jörðinni og nýtingu hennar verði skipt upp í fjögur svæði skv. deiliskipu- lagsuppdrætti. Þ.e. 70 sumarhúsalóðir í almennri sumarhúsabyggð, 25 eignarlóðir undir heilsárshús, 25 hús fyrir t.d. fyrirtæki eða félagasamtök og um 40 ha. land undir hótel eða aðra ferðaþjónustu. Möguleiki á golf- velli. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Jörðin Sauðhagi 1 á Fljótsdalshéraði Miklir framtíðarmöguleikar Brekkuland 4a, Mosfellsbæ Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Glæsilega hannað tvílyft 255 fm einbýlishús með tvöföldum 42 fm bíl- skúr og 42 fm stúdíóíbúð sem er yfir bílskúrnum, samtals 339,6 fm. Húsið hefur prýtt forsíðu Arkitektablaðsins og einnig verið fjallað um það í öðrum tímaritum. Húsið skiptist í glæsilegar stofur með mikilli lofthæð, stórt eldhús með miklu graníti, 2-3 svefnherb. auk stúdíóíbúðarinnar (vinnustofu). Hér er um einstakt hús að ræða. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.