Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag laugardagur 30. 12. 2006 FÖGNUM NÝJU ÁRI Í VERÐLAUNALEIK VIKUNNAR EIGA SKARPSÝNIR KRAKKAR AÐ FINNA ORÐ SEM TENGJAST ÁRAMÓTUM >> 2 Ætli pabbi horfi á sömu ský og ég? » 3 Vísindamaður Geir Andersen hefur mikinn áhuga á uppgötvunum og rannsóknum. Einu sinni var strákur sem hét Bjarni. Hann var 8 ára. Honum var boðið í afmæli hjá Palla og Lovísu. Á leiðinni í afmælið hitti hann álf sem heitir Laddi. Og hann gaf honum eina ósk. Hann sagði: „Ég óska mér að allir séu vinir.“ Þegar hann kom í afmæl- ið sá hann að óskin hafði ræst því allir voru vinir. Guðjón Bjarki Hildarson 8 ára Óskin Gömul þjóðtrú segir frá því að ef menn komi sér vel fyrir á krossgötum uppi á hæð þar sem sér til fjög- urra kirkna á jólanótt geti dregið til tíðinda. Síðar var trúað að nýársnótt væri mögnuð. Trú manna var að álfarnir væru á ferðinni þessa nótt. Þeir kæmu úr öllum áttum og vildu fá þann sem sæti á krossgötunum til að færa sig. Ef maðurinn sæti sem fastast bæru þeir honum ýmsar gersemar, gull og fagurklæði. Maðurinn mætti ekkert þiggja né tala við álfana. Þegar dagaði átti maðurinn að standa upp og segja: „Guði sé lof, nú er dagur um allt loft.“ Þá hyrfu allir álfarnir en skildu gersem- arnar eftir. Ef maðurinn svaraði hins vegar og þæði boð álfanna þá yrði hann vitstola. Sagan segir að maður sem hét Fúsi hafi setið úti á jólanótt og neitað öllu sem álfarnir buðu honum. Hann stóðst síðan ekki mátið þegar álfkona kom og bauð honum flot eins og haft er út á soðinn fisk. Þá leit Fúsi upp og sagði: „Sjaldan hef ég flotinu neit- að.“ Hann trylltist og var ekki mönnum sinnandi eft- ir þetta. Þessi setning Fúsa er orðtæki. Margir trúðu því að álfarnir flyttu á nýársnótt. Húsmæður þrifu húsin einstaklega vel fyrir nýárið. Sumar dustuðu motturnar og tautuðu fyrir munni sér: „Komi þeir sem koma vilji, fari þeir sem fara vilji, mér og mínum að meinaleysu.“ Fólk óttaðist álfana en bar jafnframt mikla virðingu fyrir þeim. Það trúði því að ef menn væru góðir við álfana væru álfarnir góðir við mennina. Álfasaga Ef þig langar að búa til sparibauk þarftu:  plastflösku  pappír  skæri  liti  korktappa Það sem gera þarf:  klipptu út eyr- un eins og mynd A sýnir og límdu á flöskuna.  rófan er búin til úr pappísrs- strimli sem þú klippir út og lím- ir á.  þú litar og límir síðan korktapp- ana sem fætur. Gangi þér vel! Sparigrís b rn Íslensk menning 2006 Laugardagur 30. 12. 2006 81. árg. lesbók BRINGSMALASKALLI ZIDANES Í AUGUM MARGRA VAR HÉR UM AÐ RÆÐA ÓHEYRILEGT ÓDÆÐI SEM GERÐI FYRRI HETJUDÁÐIR ZIDANES AÐ ENGU » 16 Þetta ár var ár myspace ef eitthvað » 13 laugardagur 30. 12. 2006 íþróttir mbl.is íþróttir Íslendingalið í fallbaráttu á Englandi >> 4 Í BESTU DEILDINNI DÓRA STEFÁNSDÓTTIR SAMDI AÐ NÝJU VIÐ MALMÖ FF OG ER BJARTSÝN Á AÐ LIÐIÐ GETI VEITT UMEÅ KEPPNI >> 4 Morgunblaðið/Günther Schröder Vistaskipti Ásgeir Örn Hallgrímsson t.v. er til athugunnar hjá nokkrum handknattleiksliðum í Þýskalandi og Danmörku um þessar mundir. Meðal þeirra er Füsche Berlin sem virðist stefna rakleitt upp í efstu deild þýska handknattleiksins á næstu leiktíð. Allt stefni í að Ásgeir yfirgefi Lemgo í vor. x xxx Íslenska U19 ára landsliðið í handknattleik leikur úrslitaleik gegn Þjóðverjum á alþjóðlega mótinu í Þýskalandi í kvöld.xxx x x x Strákarnir sigruðu Frakka, 22:21, í undanúrslitum mótsins í gær. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði 10 mörk fyrir íslenska liðið í leiknum. Íslensku strákarnir tryggðu sér sætið í undanúrslitunum með tveimur góðum sigrum í fyrradag. Þeir unnu þá Pólverja, 22:19, og Svisslendinga, 26:20. Ólafur Bjarki var líka markahæstur gegn Pól- verjum með 10 mörk en þeir Anton Rúnarsson og Ólafur Gústafsson skoruðu mest gegn Svisslend- ingum, 6 mörk. Strákarnir töpuðu fyrsta leikn- um í riðlakeppninni fyrir Þjóð- verjum, 22:18. Fyrirsögn 19pt hér Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Hér kemur texti. Fyrirsögn 19pt hér Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is ÁSGEIR Örn Hallgrímsson er undir smásjá þýska handknattleiksliðsins Füchse Berlin samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, en hann er laus undan samningi við þýska 1. deildar liðið Lemgo um mitt næsta ár. Füchse Berlin er langefst í norðurriðli 2. deildar, hefur fullt hús stiga að loknum átján um- ferðum og virðist stefna rakleitt upp í 1. deild. Af þeim sökum eru forráðamenn liðsins farnir að huga að því að styrkja liðið fyrir átökin í efstu deild á næsta ári og er Ásgeir einn þeirra sem koma sterk- lega til greina. „Það getur alveg verið að Füchse Berlin sé inni í myndinni,“ sagði Ásgeir í samtali við Morgunblaðið í gær. „Nokkrar fyrirspurnir hafa borist en engin formleg tilboð ennþá. Einhver félög hafa spurst fyrir um mig og nú er ég að skoða hvað af því er spennandi og hvað ekki,“ sagði Ásgeir ennfremur. Ásgeir er nú að leika sitt annað keppnistímabil með Lemgo og rennur samningur hans út í vor. Fé- lagið hefur ekki boðið honum nýjan samning en fari svo og verði boðið spennandi þá segir Ásgeir það geta komið til greina að vera áfram hjá Lemgo. Ekkert bendi þó til þess um þessar mundir. „Ég hef sagt forráðamönnum Lemgo að ég sé farinn að líta í kringum mig þar sem þeir hafa ekki nefnt neitt framhald við mig eftir að núgildandi samningur rennur út um mitt ár,“ segir Ásgeir sem hefur leikið stórt hlutverk með Lemgo síðustu tvo mánuði eftir að aðalhornamaður liðsins, Florian Kehrmann, meiddist alvarlega. Það eru ekki einungis þýsk lið sem hafa spurst fyrir um Ásgeir samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Dönsk úrvalsdeildarlið hafa einnig velt Ásgeiri fyrir sér, m.a GOG. „Ég á ekki von á að eitthvað gerist í mínum samningamálum fyrr en eftir heimsmeistaramótið í handknattleik í febrúar nema eitthvað mjög spenn- andi tilboð berist fyrir þann tíma,“ sagði Ásgeir í gær. Berlin skoðar Ásgeir Örn                         ! "#$%"$$& Yf ir l i t                                  ! " # $ %       &         '() * +,,,                          Í dag Sigmund 8 Umræðan 26/27 Staksteinar 8 Minningar 28/32 Veður 8 Kirkjustarf 33/34 Viðskipti 12 Menning 36/39 Erlent 13 Leikhús 38 Menning 14 Myndasögur 40 Akureyri 16 Dægradvöl 41 Árborg 16 Staður og stund 42 Suðurnes 17 Bíó 42/45 Landið 17 Víkverji 44 Daglegt líf 18/23 Velvakandi 44 Forystugrein 24 Ljósvakamiðlar 46 * * * Innlent  Sjómannafélag Reykjavíkur og Matsveinafélag Íslands sameinuðust í gær í nýju stéttarfélagi, Sjómanna- félagi Íslands. Í næstu viku verður allsherjaratkvæðagreiðsla um úr- sögn úr Sjómannasambandi Íslands og þar með ASÍ. » Baksíða  Sala á íslenskum fiskmörkuðum fór í 106.500 tonn á árinu sem er nokkru meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Heildarverðmætið var um 14,8 milljarðar króna. » 4  Olíuverslun Íslands átti lægsta tilboðið í útboði á eldsneyti fyrir bif- reiðar í eigu Reykjavíkurborgar. Þetta er fyrsta útboðið á eldsneyti hjá borginni í nokkur ár, eða frá því olíusamráðsmálið kom upp. » 6 Erlent  Gerald Ford, 38. forseti Banda- ríkjanna, náðaði Richard M. Nixon 1974 vegna náins sambands sem ríkti á milli þeirra. » 13  Stjórnvöld í Ísrael hyggjast ekki láta lausa palestínska fanga að þessu sinni en það hafa þau ávallt gert á síðari árum áður en múslímahátíðin Eid Al-Adha hefst. Oftast hefur ver- ið um tugi fanga að ræða en alls munu nú um 9.000 Palestínumenn sitja í fangelsum Ísraela. » 13 Viðskipti  Úrvalsvísitalan hækkaði um 15,83% á árinu 2006 en um síðustu áramót stóð vísitalan í 5.534,39 stig- um en nú er hún 6.410,48 stig. Hæsta gildi sínu náði úrvalsvísitalan í lok dags 15. febrúar, stóð þá í 6.925,45 stigum og hafði þá hækkað um 25% frá áramótum. Úrvalsvísitalan náði hins vegar sínu lægsta gildi á árinu hinn 27. júlí, 5.258,54 stigum. » 12 BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, gaf í gær út reglugerð um flutning ýmissa verk- efna úr dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu í Reykjavík til sýslumanns- embætta víða um landið. Sýslumaðurinn í Vík mun annast útgáfu Lögbirtingablaðsins og sjá jafnframt um veitingu leyfa fyrir rekstur útfararþjónustu. Sýslumað- urinn á Sauðárkróki mun annast framkvæmd laga um sjóði og stofn- anir sem starfa samkvæmt sérstakri skipulagsskrá. Sýslumaðurinn í Stykkishólmi mun halda skrá um kaupmála fyrir allt landið. Sýslu- maðurinn í Búðardal mun annast veitingu leyfa til ættleiðingar. Sýslu- maðurinn á Hvolsvelli mun sjá um veitingu happdrættisleyfa. Sýslu- maðurinn í Hafnarfirði mun annast löggildingu fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala. Þá hefur verið ákveðið að sýslumaðurinn á Hólmavík annist löggildingu dómtúlka og skjalaþýð- enda. Sýslumannsembættin efld Í fréttatilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu kemur fram að áður hafi ráðherra ákveðið að Innheimtumiðstöð sekta- og sak- arkostnaðar yrði hjá sýslumann- inum á Blönduósi, málefni bóta- nefndar yrðu hjá sýslumanninum í Siglufirði og útgáfa vegabréfa hjá sýslumanninum í Keflavík. Sýslu- maðurinn í Kópavogi annast með- ferð gjafsóknarmála. „Um áramótin tekur gildi nýtt skipulag lögreglunnar í landinu, þar sem umdæmi munu stækka og eflast en lögreglustjórum fækka. Með þeim verkefnaflutningi sem nú hefur verið ákveðinn, og heimild er fyrir í nýsamþykktum lögum frá Alþingi, er stefnt að því að efla starfsemi um- ræddra sýslumannsembætta að þessu leyti, á þessum tímamótum. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hugar að flutningi fleiri verkefna til sýslumannsembætta eftir því sem tilefni gefast og lög heimila,“ segir og í tilkynningunni. Verkefni flutt úr ráðu- neyti til sýslumanna Dómsmálaráðherra hugar að flutningi fleiri verkefna ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti í gær þremur aðilum viðurkenningu Alþjóðahúss, „Vel að verki staðið“, fyrir lofsverða frammi- stöðu í málefnum innflytjenda á Ís- landi. Þeir sem viðurkenninguna hlutu voru Morgunblaðið, séra Miyako Þórðarson og Anna Guðrún Júlíusdóttir. Viðurkenningin þjónar þeim til- gangi að vekja athygli á jákvæðu starfi sem unnið er hér á landi í mál- efnum innflytjenda. Vandaðar greinar Í umsögn dómnefndar um Morg- unblaðið segir að blaðið hafi lagt sig fram um að skrifa vandaðar og upp- byggilegar greinar um málefni inn- flytjenda og endurspeglað með eins raunsönnum hætti og kostur er sam- setningu þjóðfélagsins. Til þess hafi blaðið sett sér og haft að leiðarljósi siðareglur um fjölmenningarlegt samfélag. Reglurnar séu í meginat- riðum þær að ekki sé greint frá kyn- þætti, kynhneigð, þjóðerni, trú eða því hvort meintir lögbrjótar með bú- setu á Íslandi tilheyri ákveðnum minnihlutahópum í þjóðfélaginu, nema slíkar upplýsingar séu nauð- synlegar fréttaflutningnum. Í umsögn dómnefndar um séra Miyako Þórðarson segir að hún hafi unnið brautryðjendastarf í þágu heyrnarlausra með stofnun safnaðar heyrnarlausra innan Þjóðkirkjunn- ar. Miyako sé eini presturinn sem kunni íslenska táknmálið en hún hlaut vígslu árið 1981 sem prestur heyrnarlausra. Hún hafi einnig byggt upp jákvæð samskipti milli Japans og Íslands. Miyako stofnaði söfnuð heyrnar- lausra að eigin frumkvæði innan Þjóðkirkjunnar og hefur hróður hennar borist út fyrir landsteinana og hún verið fyrirmynd annarra. Segir í umsögninni að Alþjóðahús vilji með þessari viðurkenningu heiðra manneskju sem hafi unnið óeigingjarnt starf og hjálpað fólki í sárustu neyð í öðru landi en hennar föðurlandi. Gera vefsíðu um heimaland sitt Í umsögn dómnefndar Alþjóða- húss um Önnu Guðrúnu Júlíusdótt- ur, kennara við Breiðholtsskóla, seg- ir að hún hljóti viðurkenninguna fyrir uppsetningu og vinnu við Fjöl- menningarvef barna, sem var settur upp árið 2002. Síðan þá hafi Anna Guðrún unnið að stöðugu viðhaldi og endurbótum á vefsíðunni, ávallt í sín- um frítíma. Hugmyndin að Fjölmenningarvef barna varð til haustið 2000 þegar móttökudeildin í Breiðholtsskóla var opnuð. Börn sem hafa flutt með for- eldrum sínum til Íslands víða að úr heiminum og hafa stundað nám í móttökudeildinni í Breiðholtsskóla taka þátt í því að búa til síðu um sitt heimaland. Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðurkenning Verðlaunahafar, Miyako Þórðarson, Anna Guðrún Júlíusdóttir og Ólafur Þ. Stephensen, aðstoð- arritstjóri Morgunblaðsins, ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, en hann afhenti verðlaunin. Verðlaunaðir fyrir lofsverða frammistöðu Störfuðu með jákvæðum hætti að málefnum innflytjenda Í HNOTSKURN »Morgunblaðið fær viður-kenningu fyrir vandaðan og yfirvegaðan fréttaflutning um málefni innflytjenda. »Séra Miyako Þórðarsonfær viðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf í þágu fólks í sárustu neyð í öðru landi en hennar föðurlandi. »Anna Guðrún fær viður-kenningu fyrir uppsetn- ingu og vinnu við Fjölmenn- ingarvef barna, sem var settur upp árið 2002.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.