Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 27 UMRÆÐAN UNDANFARNAR vikur hafa nokkrir sjúkraliðar skrifað í Morg- unblaðið og mótmælt þeirri ný- breytni í sjúkraliðanámi sem menntamálaráðuneytið kynnti fyrr á þessu ári og kölluð er sjúkraliðabrú. Nýjungin er í því fólgin að ein- staklingar sem orðnir eru 23 ára, hafa 5 ára starfs- reynslu við umönnun sjúkra, fatlaðra eða aldraðra og meðmæli frá vinnuveitanda sín- um eiga þess kost að fá nám og starfsreynslu metin sem hluta af námi á sjúkraliðabraut í framhaldsskóla. Mót- mælendur segja að með þessu sé dregið úr námskröfum og fólki hleypt inn í stétt sjúkraliða með of lít- inn undirbúning. Nemendur sem uppfylla skilyrði þess að fara á sjúkraliðabrú mega láta 5 ára starfs- reynslu og 230 kennslustundir á starfstengdum nám- skeiðum koma í stað 16 eininga starfsþjálf- unar; 7 eininga af vinnustaðanámi; 6 ein- inga í íþróttum; 31 ein- ingar samtals í dönsku, ensku, fé- lagsfræði, íslensku, lífsleikni, náttúrufræði, samskiptum og stærðfræði. Af heilbrigð- isgreinum, þ.e. hinum eiginlegu sér- greinum brautarinnar, er enginn af- sláttur veittur. Nú er hæpið að halda því fram að dregið sé úr námskröfum þótt fólk með 5 ára starfsreynslu fái að sleppa starfsþjálfun og hluta af vinnustað- anámi og ég býst við að þeir sem eru andvígir sjúkraliðabrúnni fallist á að það sé lítið vit að skylda fullorðna nemendur til að taka þátt í skóla- íþróttum. Því uppeldishlutverki skólanna að venja fólk á heilbrigðan lífstíl ætti að vera að mestu lokið við 23 ára aldur. Það sem hugsanlega er umdeilanlegt er að láta starfs- reynslu og námskeið koma í stað 31 einingar af almennu bóklegu námi. Sjálfum þykir mér eðlilegt að líta svo á að þessar greinar séu hafðar á sjúkraliðabraut, líkt og á fleiri starfsmenntabrautum, vegna þess að skólunum er ætlað viðameira hlutverk í lífi unglinga en að búa þá undir tiltekin störf. Þeim er ætlað að stuðla að alhliða þroska þeirra og búa þá undir lífið eins margbrotið og það nú er. Það kann því að vera fullt vit í því að kenna unglingum sem innrit- ast á stafsmenntabraut- ir framhaldsskóla ýmis fög sem ekki er nauð- synlegt að gera kröfu um að fullorðnir nem- endur læri til að fá starfsréttindi. Áður en menn for- dæma sjúkraliðabrúna á þeim forsendum að slegið sé of mikið af námskröfum ættu þeir að skoða nákvæmlega hvaða inntökuskilyrði eru í þetta nám og hvaða áfangar það eru sem starfsreynslan og starfstengdu nám- skeiðin koma í staðinn fyrir. Þá munu þeir væntanlega átta sig á að sú nýbreytni sem hér um ræðir felur ekki í sér að dregið sé úr námskröfum í greinum sem búa nemendur sér- staklega undir sjúkraliðastarfið. Sjúkraliðabrúin er að mínu viti merkileg tilraun til að laga starfs- nám á framhaldsskólastigi að þörf- um fullorðinna nemenda. Vonandi verður nógu góð sátt um hana til að þeir sem láta sig málið varða geti dregið af henni sameiginlegan lær- dóm sem nýta má þegar fleiri starfs- menntabrautir verða lagaðar að þörfum fólks sem hefur aflað sér reynslu og þekkingar í atvinnulífinu. Um sjúkraliðabrú Atli Harðarson fjallar um mál- efni sjúkraliða Atli Harðarson » Sjúkrali-ðabrúin er að mínu viti merkileg tilraun til að laga starfsnám á framhalds- skólastigi að þörfum fullorð- inna nemenda. Höfundur er aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi og hefur átt þátt í að skipuleggja nám á sjúkraliðabraut við þann skóla. Umræðan í háskólum Evrópu er um „lofsöng letinnar“, þar sem hægagangur og aðgerðarleysi er undirstaða hamingjunnar. Að fara snemma á eftirlaun og hafa mikinn frítíma og liggja í leti á sólar- strönd er hátindur hamingjunnar. Ingalill Eriksson skrifaði bók- ina „Arbetsmiljö, kaos- kompitens och men- ing“ (Studentlitteratur 2006), sem er andsvar við bókmenntum um lofsöng letinnar, Bæk- ur eins og „Hej Lättja“ eftir frönsku konuna Corinne Maiers (sænsk þýðing) og hin vinsæla bók „Langsamhetens lov“ eftir Owe Wikström. Hin dæmigerða fyrirmynd er teiknimyndaserían um „Nautið Ferdinand“, sem hugsar bara um það eitt að liggja i leti og njóta blómailmsins. Hið forna orð- tak, sem var hátindur lofs um mann, „hann lét aldrei ærlegt verk úr hendi sleppa“, eða „maðurinn er mjög iðju- samur“ eða hreinlega að vera „dug- legur“ er í dag meira hnjóð en lof. Í dag eru menn „vinnualkar“ ef þeir eru iðjusamir og duglegir og njóta þess að vinna og sjá afrakstur vinn- unnar. Opinber starfsmaður lýsti vinnu- deginum á þann hátt að þegar hann fengi verkefni í byrjun dags, byrjar hann á að skoða hvað hann getur sent áfram á einhvern annan starfs- mann, svo hann þurfi ekki að gera það sjálfur, svo flokkar hann það sem má bíða og svo flokkar hann það sem ekki á erindi til hans eða til- heyrir ekki hans verksviði og að lok- um eru örfá verkefni eftir sem þarf að vinna í og þá er tímabært að fá sér kaffi og svo reynir maður að komast á einhvern fund eða fyr- irlestur. Það er viss mótsögn í þess- ari tízku að gera ekkert og vera bara latur og svo að vera atvinnulaus. At- vinnuleysi er eitt versta vandamál í Evrópu þar sem um 20% vinnufærra manna eru án atvinnu og lifa á at- vinnuleysisbótum eða öðrum op- inberum styrkjum. Atvinnumál var aðalmál í seinustu kosningum í Sví- þjóð. Atvinna er eftirsóknarverð, þ.e. að hafa atvinnu, en samtímis er reynt að gera eins lítið og hægt er í vinnunni. Það virðist vera mjög mik- ilvægt að hafa vinnustaðina eins og góða saumaklúbba, þar sem allt er afslappað og ekkert stress og engar kröfur um framleiðni. Viðskiptavinirnir koma alltaf í annað sæti á eft- ir þörfum starfsmann- anna. Um þetta eru mýmörg dæmi bæði hjá einkafyrirtækjum og hjá hinu opinbera. Þegar maður situr á kaffihúsi hér í Stokk- hólmi, heyrir maður mikið talað um vinn- una, og þá er aldrei tal- að um hvað þeir hafa gert eða hvaða vandamál þeir hafa leyst, heldur snýst umræðan um hvenær þeir fara í frí og hver er að hætta hjá fyr- irtækinu eða hver er að byrja og hvernig vinum og ættingjum gengur að fá vinnu og einnig hvernig þeim líður í vinnunni. Ég tel að vandamál Debenhams i Stokkhólmi sé alltof mikil mannskapur, sem gerði allt of lítið. Með öðrum orðum mjög af- slappaður saumaklúbbur. Hver er undirrót þessarar leti- tízku. Ég tel að verkalýðshreyfingin eigi stóran þátt í þessari þróun. Það er verkalýðshreyfingin sem ýtir undir þessa þróun, sem leiðir til að fyrirtækin flytja starfsemi sín til annarra landa þar sem viðhorfin til vinnunnar eru jákvæðari. Í nýlegri könnun, sem lítið sveitarfélag gerði hér í Svíþjóð, kom í ljós að um 2300 atvinnutækifæri væru flutt í burtu frá þessu sveitarfélagi á hverju ári og í helmingi tilfella var ekki um að ræða lægri laun á nýja staðnum, heldur jákvæðara viðhorf til vinn- unnar, betra fyrirtækjaumhverfi. Þar sem er jákvæðara viðhorf til vinnunnar og skilningsríkari verka- lýðshreyfing. Einnig á lífstíðarráðningarkerfið í Evrópu stóran þátt í þessari þróun, þar sem starfsmaðurinn veit að ekki er hægt að reka hann úr vinnunni, ef hann uppfyllir lágmarkskröfurnar. Þetta minnir óneitanlega mikið á Rómaríki áður en það féll en sögu- fræðingar telja að leti og hóglífi Rómverja hafi verið ein aðalorsök þess að Rómaveldi leið undir lok. Ég man ekki lengur hvar ég las um könnun sem var gerð um mikilvægi lífsins og hvað væri hamingja. Alla vega var mjög mikill munur á hvar menn bjuggu i heiminum og hvernig samfélagið er uppbyggt. Mesta letin var í Frakklandi, þar sem almenn- ingur vildi vinna minna fyrir sömu laun og fá miklu meira frí og ferðast meira, á meðan fátækari lönd eins og Nígería og Indland vildu meiri menntun, stærra hús, nýjan bíl og fá ábyrgðarmeiri stöðu í fyrirtækinu og hærri laun. Frí og letilíf var mjög neðarlega á listanum í fátækari löndum. Þess vegna sækja mörg stórfyrirtæki til fátækari landa til að fá viljugri starfsmenn, sem eru til- búnir að leggja mikið á sig til að bæta sína eigin stöðu og fyrirtæk- isins. Hin vinstrisinnaða verkalýðs- hreyfing hefur hamrað á því að at- vinnurekendur séu allir auðhyggju- menn (kapitalistar) og vilji hinni vinnandi stétt allt hið illa. Þeir gefa sér þá forsendu að atvinnurekendur vinni ekkert sjálfir, heldur bara taka hagnaðinn. Þau samfélög sem mest hafa lofað letina eru líka í mestum vandræðum eins og hin sósíal- kommúnistísku lönd í Evrópu og sérstaklega í fyrrum löndum austan járntjaldsins. Sovétríkin voru rík- asta land í heimi af náttúru- auðlindum, en urðu samt gjaldþrota vegna letinnar sem sósíalkomm- únisminn þróaði og örvaði. Það er tímabært að snúa þessari þróun við, ef við viljum standa uppúr, þegar stóra efnahagshrunið kemur eftir uppsveifluna í Kína og Indlandi. Þau lönd sem geta forðast áróður um ágæti letinnar koma til með að standa betur að vígi í framtíðinni. Á Íslandi er ennþá vilji til að vinna en fer ört hnignandi. Lofsöngur letinnar Steinþór Ólafsson fjallar um leti og vinnu » Þau lönd sem getaforðast áróður um ágæti letinnar koma til með að standa betur að vígi í framtíðinni. Steinþór Ólafsson Höfundur er leiðsögumaður. Sparisjóðsstjórarnir sigruðu í Siglufirði Kristján Snorrason og Ólafur Jónsson sigruðu á árlegu minning- armóti um Benedikt Sigurjónsson í Siglufirði á dögunum. Þeir félagar sem báðir eru sparisjóðsstjórar hvor í sínum kaupstað tóku strax forustu í mótinu og héldu henni óslitið til loka. Röð sex efstu para varð eftirfarandi: 1. Kristján Snorrason Sauðárkr. og Ólafur Jónsson Sigluf. 89 2. Gísli Jónsson og Jón Sigurðsson Skagafirði 67 3. Anton Sigurbjörnsson og Bogi Sigurbjörnssson Siglufirði 51 4. Hreinn Magnússon og Friðfinnur Hauksson Siglufirði 35 5. Eyjólfur Sigurðsson og Ágúst Sigurðsson Sauðárkróki 26 6. Haraldur Árnason og Hinrik Aðalsteinsson Siglufirði 25 Alls tóku tuttugu pör þátt í mótinu, auk heimafólks bættust nokkrir Skagfirðingar í hópinn. Spil- aður var tvímenningur (Barómeter), alls 33 spil. Það er Bridsfélag Siglu- fjarðar sem heldur mótið til minn- ingar um góðan félaga sem lést fyrir nokkrum árum. Þrjú efstu pör fá verðlaun til eignar, auk þess sem sig- urvegararnir varðveita farandbikar til næsta móts. Mótið er ávallt haldið milli jóla og nýárs og er meira en spilamennska, því boðið er uppá höfðinglegar veitingar meðan spila- mennskan stendur yfir. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson. Sigurvegaranir Kristján Snorrason og Ólafur Jónsson með verðlaun sín. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Friðriksmót Landsbankans í dag kl. 13:00 Friðriksmót Landsbankans 2006, Íslandsmótið í hraðskák, verður haldið í Aðalbanka Landsbankans við Austurstræti í dag, laugardaginn 30. desember, og hefst kl. 13:00. Allir sterkustu skákmenn landsins keppa til sigurs á mótinu. Friðrik Ólafsson, stórmeistari, er sérstakur heiðursgestur mótsins. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir! Hver verður Íslandsmeistari í hraðskák? ÍS L E N S K A S IA .I S / L B I 35 52 6 12 /0 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.