Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 48
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 364. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Heldur vaxandi suðvestanátt, 10– 15 m/s sunnantil. Skýjað með köfl- um og yfirleitt þurrt norð- austantil. Kólnandi. » 8 Heitast Kaldast 8°C 2°C SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands fer í tónleikaferð til þriggja Evrópulanda í febrúar. Þrennir tónleikar verða í Þýska- landi, í Köln, Düsseldorf og Braunsch- weig, einir í Zagreb í Króatíu og einir í Vínarborg í Austurríki. Rumon Gamba, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, verður stjórnandi á öllum tónleikunum, en rússneski píanósnilling- urinn Lilya Zilberstein verður einleikari með hljómsveitinni, að sögn Helgu Hauksdóttur, tónleikastjóra hljómsveit- arinnar. „Lilya verður með tvo konserta meðferðis, Grieg-konsertinn og Pag- anini-tilbrigðin eftir Rakhmaninov. Tvær sinfóníur verða með í för; nr. 2 eftir Sibelius og nr. 5 eftir Sjostakovits, og síðan verður upphafsverk hverra tón- leika ýmist Forleikurinn að Galdra-Lofti eða Trílógía eftir Jón Leifs, en í Zagreb spilum við nýtt króatískt verk. Það er mikill undirbúningur sem fylgir svona ferð og hann er búinn að standa yfir í um það bil ár.“ | 36 Sinfónían í tónleikaferð Morgunblaðið/Kristinn Tónleikaferð Hróður Sinfó fer nú æ víðar. TILTEKNAR undantekningar eru gerðar frá almennri hækkun fasteignamats um 10% en það lækkar hvergi. Er það í sam- ræmi við þróun undanfarinna ára þar sem fasteignamat hefur almennt hækkað. Dæmi má taka af fasteignamati íbúðar í fjölbýlishúsi í Reykjavík sem eftir hækk- unina hljóðar upp á fimmtán milljónir króna. Árið 2001 hefði matsverð þeirrar fasteignar verið um 7,7 milljónir króna, rúmur helmingur þess sem það er um þessar mundir. Hækkunina nú er fyrst og fremst að rekja til breytinga á verðlagi fasteigna á árinu sem er að líða og er hún mismikil eftir landsvæðum. Að mati Péturs Stefánssonar, formanns yfirfasteignamatsnefndar, eru breyting- arnar nokkuð jafnar yfir landið allt og í takt við verðþróun í landinu. | Miðopna Fasteignamat hækkar enn Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is „ÞETTA bar gríðarlega brátt að,“ sagði Huld Óskarsdóttir sálfræðinemi sem eignaðist litla dóttur með hraði í fyrrakvöld. Huld býr ásamt manni sínum, Sigurði Högna Jónssyni, nema í upplýsingatækni, og fjögurra ára dóttur þeirra, Bergþóru, á Eyrarsunds-stúdentagörðunum á Amager í Danmörku. Í fyrrakvöld kenndi Huld sín og hringdi á fæðingardeild sjúkrahússins í Hvidovre til að láta vita að sennilega væri hún að fara að eiga. Sigurður fór með Bergþóru í pössun kl. 21.00 og kom heim tíu mínútum síðar og þau pöntuðu leigubíl. „Við fórum niður í lyftunni og barnið kom bara um leið og leigubíllinn. Í orðsins fyllstu merkingu,“ sagði Huld. „Ég stóð fyrir utan hús- ið og var farin að krossleggja fæturna. Hugsaði: Guð minn góður. Leigubíllinn er of seinn! Ég trúði því að ef ég kæm- ist í bílinn gæti ég náð á spítalann í tæka tíð.“ Huld var ekki búin að missa legvatnið en fann að barninu lá mikið á. „Um leið og ég settist inn í leigubíl- inn fann ég að það var eitthvað á leiðinni, fór með hendurnar ofan í buxurnar og kom upp með stúlkuna! Vatnið fór um leið og hún kom út. Þetta gerðist svo ofboðslega hratt!“ Huld segir að um leið og hún snerti kollinn á stúlkunni hafi hún sagt leigubílstjóranum að hringja í neyðarlínuna og biðja um sjúkrabíl. „Hann spurði hvað símanúmerið væri í 112,“ sagði Huld. „Leigubílstjórinn var alveg úti að aka og langmest sjokkeraður af okkur. Ég sagði manninum mínum að hringja í Ingibjörgu Hrefnu Björnsdóttur vinkonu mína, sem er hjúkrunarfræðingur, og býr í næstu blokk. Hún kom með handklæði til að vefja um stúlkuna. Ég vöðlaði naflastrengnum einhvern veginn um þá litlu og eiginlega stakk henni inn á mig.“ Sjúkrabíllinn kom von bráðar með lækni, enda sjúkrabílastöð skammt frá. „Þeir settu klemmur á naflastrenginn og pabbinn fékk að klippa á strenginn inni í leigubílnum. Leigu- bíllinn fór aldrei af stað með okkur. Aumingja leigubílstjórinn var alveg ringlaður. Hann fór út úr bílnum og gekk bara í hringi þangað til læknirinn kom,“ sagði Huld. Hún telur að leigubílstjórinn sé uppalinn í öðrum menning- arheimi en vestrænum. „Hann hefur örugg- lega aldrei mátt sjá fæðingu eða neitt slíkt. Hvað þá einhverja brjálaða konu sem kemur inn í leigubílinn og tekur út úr sér barn! Hann var algjörlega lamaður þegar við vorum að fara og læknarnir að sinna honum. Þeir sögðu honum að þetta væri allt í lagi.“ Litla stúlkan var 11,5 merkur að þyngd og hefur verið nefnd Álfheiður. Þær mæðgur komu heim af fæðingardeildinni síðdegis í gær og heilsast báðum vel. Barnið kom um leið og leigubíllinn Ljósmynd/Sigurður H. Jónsson Mæðgur Álfheiður Sigurðardóttir í faðmi móður sinnar, Huldar Óskarsdóttur, eftir að þær komu á fæðingardeildina. Álfheiði lá mikið á að komst í heiminn. „ÞEGAR við erum búnir að klára alla okkar þjálfun og fá allan okkar búnað erum við betur settir en áður þar sem við höfum alltaf þann möguleika að senda tvær þyrlur frá okkur með fólki sem þekkir stað- hætti,“ segir Auðunn F. Kristins- son, yfirstýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslu Íslands, um muninn á starfsemi Gæslunnar fyr- ir og eftir brottför varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Umsvif flugdeildar Gæslunnar hafa aukist gríðarlega á síðari hluta ársins og afar viðburðaríkt ár nán- ast að baki. Í haust fékk Gæslan stóra leigu- þyrlu og á fyrstu dögum nýs árs kemur til landsins minni leigu- þyrla, sambærileg að stærð og TF- SIF en að öllu betur búin. Í maí nk. er svo búist við að stór leiguþyrla taki við af þeirri sem kom í haust en hún hentar ekki nægilega vel til leitar og björgunaraðgerða. „En hún virkar vel í ýmis önnur verkefni, til dæmis hífingar, og það er ósköp eðlilegt þar sem það tekur afar langan tíma að fá fullbúna leit- ar- og björgunarvél,“ segir Auðun sem er fullviss um að efling Gæsl- unnar hafi verið til þess að tryggja betur öryggi og þjónustu. „Að undanförnu höfum við verið að nota oftar tvær þyrlur en þegar við kölluðum varnarliðið út þannig að þetta hefur bætt öryggi okkar og þjónustuna við landsmenn. Þeg- ar búið er að þjálfa allt starfsfólkið verður þetta svo enn betra.“ Nær stanslaus þjálfun hefur ver- ið hjá starfsmönnum flugdeildar- innar og þyrlurnar mikið notaðar. Er það meðal annars vegna þess að mikið er af mannskap sem allur þarf lágmarksþjálfun og hefur orð- ið til þess að Gæslan hefur aukið löggæslu á sjó og hefur getað sinnt ýmsum verkefnum.  Hristir upp í | Miðopna Telja sig vera betur setta án varnarliðsins Í HNOTSKURN » Björgunin við Sandgerðivar sú fyrsta sem Björn Brekkan Björnsson tók þátt í sem flugstjóri. » Gæslan fékk stóra leigu-þyrlu í haust og í vor mun önnur hentugri leysa hana af hólmi. » Nú eru oftar notaðartvær þyrlur en er varn- arliðið var kallað út. Hefur það orðið til að bæta öryggi og þjónustu við landsmenn. KANNSKI hafa skipverjar á skuttogaranum Snorra Sturlusyni hitt á óskastund á miðunum nú í desember. Hvað sem því líður hefur árið verið hagstætt íslenzkum sjómönnum þar sem fiskverð hefur hækkað verulega, bæði í íslenzk- um krónum og erlendum gjaldmiðlum talið. Tekjur þeirra hafa því aukizt á þessu ári, þrátt fyrir að heildarafli ársins verði minni en í fyrra. Samdrátturinn er nær allur í loðnu en botnfisk- afli hefur aukizt. Ljósmynd/Einar Gíslason Undir regnboganum AÐALFUNDUR Sjómannafélags Reykjavíkur (SR) samþykkti í gær einróma að félagið og Matsveina- félag Íslands sameinuðust í nýju stéttarfélagi, Sjómannafélagi Ís- lands. Birgir Hólm Björgvinsson, gjaldkeri og framkvæmdastjóri SR, sagði að eftir viku yrði framhalds- aðalfundur SR þar sem boðuð yrði allsherjaratkvæðagreiðsla um úr- sögn úr Sjómannasambandi Íslands og þar með úr ASÍ. Birgir sagði að málið ætti sér lang- an aðdraganda. Hann sagði einnig að menn hefðu verið óánægðir með kjarasamninga og vildu prófa eitt- hvað nýtt. Félagsstofnunin hefur ekki áhrif á gildandi kjarasamninga eða lífeyrissjóðaaðild félagsmanna. Í SR eru 600–700 starfandi sjómenn og matsveinarnir eru um 100. Birgir sagði að í SR væru töluvert margir sjómenn utan af landi og tímabært að breyta nafninu. „Við teljum okkur ná til fleiri og viljum styrkja og stækka félagið með nýju nafni,“ sagði Birgir. Nafnið Sjómannafélag Íslands var skráð árið 2001 og félag- inu sett stjórn þá en ekki hefur orðið úr formlegri starfsemi fyrr en nú. Nýtt sjó- manna- félag ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.