Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Bón- og þvottastöðin Sóltúni 3 OPIÐ: Laugard. kl. 9:00-16:00 OPIÐ: Gamlársd. kl. 10:00-13:00 VEÐUR Fyrir borgarstjórnarkosningarnarí vor lofuðu framsóknarmenn gjaldfrjálsum leikskóla. Sjálfstæð- ismenn lofuðu því hins vegar að lækka leikskólagjöld um 25% 1. sept- ember og að foreldrar þyrftu aldrei að greiða nema fyrir eitt barn í einu.     Þegar Sjálf-stæðisflokk- urinn og Fram- sóknarflokkurinn gerðu mál- efnasamning um meirihluta- samstarf í borg- arstjórn varð stefna Sjálfstæð- isflokksins ofan á. Leikskólagjöldin voru lækkuð um fjórðung 1. sept- ember og foreldrar greiða aðeins fyrir yngsta barnið, sem þeir eiga á leikskólanum.     Björn Ingi Hrafnsson, oddvitiframsóknarmanna í borg- arstjórn, varði þessa stefnu með því að segja (m.a. í Morgunblaðinu 16. júní sl.) að hvorugur flokkurinn úti- lokaði að leikskólinn yrði gjaldfrjáls og að það skref, sem stigið yrði 1. september væri stærra en sú lækkun leikskólagjalda, sem R-listinn hefði ætlað að hrinda í framkvæmd á árinu.     Nú bregður svo við að borg-arstjórnarmeirihlutinn hækkar leikskólagjöld á nýjan leik um 8,8%. Það þýðir að 25% lækkunin frá 1. september er orðin að rúmlega 18% lækkun. Björn Ingi Hrafnsson varði þessa hækkun í fréttum Rík- isútvarpsins í fyrrakvöld með því að launakostnaður og annar kostnaður leikskólanna hefði hækkað um meira en sem næmi þessum 8,8%, af- ganginn yrðu útsvarsgreiðendur að taka á sig.     Eftir stendur sú spurning, hvortþetta sé aðeins tímabundið skref aftur á bak eða hvort borgarstjórn- armeirihlutinn sé endanlega hættur við að koma á gjaldfrjálsum leik- skóla í áföngum. Það væri gott fyrir kjósendur, ekki sízt kjósendur Framsóknarflokksins, að fá skýr svör um það. STAKSTEINAR Björn Ingi Hrafnsson Skref aftur á bak                      ! " #$  # " %& '$ ($$ #$  )* +#  ,"# - $# -. / 0 -' ( ( +( +-1 0 ( '2 3! ) % ) % 4 3! 4 3! ) % 4 3! 4 3! 3! 3! 3! #,& . $ / 0  #* 1#$#$ 2     . #  ! $ $ #   +- +2 -- -- -1 / 5 . 6 - +5 )*3! 3!    3! 3! 3! 3! 7  7  4 3!  ! %34  !# $   3  5   4 4    6$ 3$ ) 7& ,89$ :  $$, ( 5 / 5 / +( 6 +5 0 +6 5 8   %   3!           !4 8 3! 3! 7  3! $ ;                            ! " #    $%   & '  (     )     *   + , - ! &   ; &  !* )        !  <4  < & <4  < & <4  !   9:    =            7  ; <   *  =   !  >   3    )>;  ?  )   = *  *% 4=   @ 4     ?   @ )       >       0 ;    * 2+(9 *% 4@ 7   >   >   3 % 2+-19   4!      @)       %  A= *3  *;    %5+6? ?<6@%AB% C01B<6@%AB% /6D2C-0B% 1-. 2.- 1@' 1@2 '-( .-0 5.1 --.5 (.- -1.2 -'2' -/21 -../ -5.' -0-. --'' -'15 --2- --11 -260 -212 -..5 -211 '-1. '615 6@. -@( -@- -@2 -@' 1@5 1@' 1@2 6@6 -@( -@1 -@1 1@.            FRÉTTIR MIKILL meirihluti fólks vill að Íbúðalánasjóður haldi áfram starf- semi á þeim nótum sem hann hefur verið rekinn undanfarin ár. Í könnun Capacent, sem gerð var í nóvember og desember, kom í ljós að 82,9% að- spurðra töldu að sjóðurinn ætti að starfa áfram í óbreyttri mynd. 6,4% töldu að hann ætti að hætta starf- semi og láta bönkum og sparisjóðum eftir almenn íbúðalán. 10,6% töldu að breyta ætti sjóðnum í heildsölu. Þegar niðurstöður núverandi könnunar eru bornar saman við sam- bærilega könnun, sem gerð var í árs- byrjun 2006, kemur í ljós að stuðn- ingur við óbreyttan Íbúðalánasjóð hefur aukist nokkuð því að þá töldu 74,2% aðspurðra að hann ætti að starfa í óbreyttri mynd, segir í frétt frá sjóðnum. Þá hefur stuðningur við það að Íbúðalánasjóður ætti að hverfa af markaði og bankar og sparisjóðir að sitja einir að íbúða- lánum minnkað, því í ársbyrjun töldu 10,5% að Íbúðalánasjóður ætti að draga sig alfarið út af íbúðalána- markaði og láta viðskiptabönkunum þennan markað eftir. Þá hefur einn- ig dregið úr stuðningi við að Íbúða- lánasjóði verði breytt í heildsölu, því í upphafi árs töldu 15,2% slíkt rétt. Þessar niðurstöður um vilja til að Íbúðalánasjóður haldi áfram starf- semi sinni í óbreyttri mynd endur- speglast einnig í sambærilegri könn- un sem gerð var meðal allra fasteignakaupenda sem festu kaup á íbúð í júlímánuði og út októbermán- uð. Alls töldu 82,8% að Íbúðalána- sjóður ætti að starfa áfram í óbreyttri mynd, 10,5% að sjóðurinn ætti að verða heildsala og 6,6% töldu að sjóðurinn ætti að hætta starfsemi. Flestir vilja óbreytt- an Íbúðalánasjóð Morgunblaðið/Sverrir Ekki breytingar Samkvæmt könnun Capacent, sem gerð var nýverið, töldu 82,9% aðspurðra að Íbúðalánasjóður ætti að starfa áfram í óbreyttri mynd. ÚRSKURÐARNEFND um holl- ustuhætti og mengunarvarnir hefur kveðið upp þann úrskurð að starf- semi RARIK að Stekkjargötu í Nes- kaupsstað sé starfsleyfisskyld sam- kvæmt reglugerð frá 1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem geti haft í för með sér mengun. Þar með var leyst úr ágreiningi milli RA- RIK og Heilbrigðiseftirlits Austur- lands (HAUST) um hvort starfsleyfi þyrfti fyrir varaaflsstöð í Neskaup- stað. RARIK krafðist þess að ákvörðun HAUST um að sækja þyrfti um starfsleyfi fyrir svonefnda kyndistöð RARIK yrði felld úr gildi. Krafðist HAUST á móti að úrskurð- arnefndin staðfesti að RARIK bæri að sækja um starfsleyfi. Úrskurðarnefndin segir að sam- kvæmt reglugerðinni þurfi að sækja um starfsleyfi fyrir orkuveitur og líta yrði svo á, þrátt fyrir þá orða- notkun að varaaflstöðin væri nefnd „kyndistöð“, væri um að ræða orku- veitu í skilningi fyrrnefndrar reglu- gerðar frá 1999. Í stöðinni eru 5 dísil- vélar, þar af þrjár gangfærar. Úrskurðarnefndin taldi að líta bæri til þess að þrátt fyrir að hver dísilvél næði ekki því viðmiði sem fram kæmi í reglugerðinni þá væri sam- anlögð afkastageta þeirra töluvert yfir þeim viðmiðum. Með tilvísun til þessa var niður- staða úrskurðarnefndarinnar að starfsemi RARIK í Neskaupstað væri starfsleyfisskyld. RARIK þarf starfsleyfi ÞAÐ vantar ekki hátíðarskapið hjá Hrefnu Magndísi þegar hún leikur á barnagítarinn sem hún fékk í jóla- gjöf frá ömmu sinni. Hrefna Magndís er aðeins þriggja ára og því ekki farin að læra gítargripin enn sem komið er, en reynir þó af fremsta megni að fikra sig áfram. Að sögn Haraldar Guðjónssonar, föður stúlkunnar, óma bæði jólalög og þekkt leikskólalög í húsinu um þessar mundir þar sem litla telpan er sí- syngjandi allan daginn, heimilisfólkinu til mikillar ánægju og gleði. Ég kemst í hátíðarskap Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.