Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Sendum landsmönnum öllum hugheilar óskir Þökkum farsæl og SIGMUNDUR E. Ófeigsson, fram- kvæmdastjóri Norðlenska, segir að alltaf verði erfitt fyrir innlenda kjötframleiðendur að keppa við þá sem selja innflutt kjöt af ýmsum ástæðum. „En við höfum hreinleik- ann umfram aðrar þjóðir og það vegur stöðugt þyngra. Mér skilst að lönd sem hafa verið að opna sín landamæri hvað þetta varðar séu smám saman að missa landbún- aðinn til landa þar sem er mun ódýrara að framleiða landbúnaðar- vörur. Þetta á til dæmis við um Dani, sem hafa á síðustu misserum og árum verið að horfa á eftir sín- um landbúnaði hverfa úr landi, fyrst og fremst til Póllands, þar sem vegna lægra launastigs er mun ódýrara að framleiða vörurnar en í Danmörku. Ef stjórnvöld hér fara einhverja svipaða leið – opna landamæri og fella niður tolla – gætum við verið að horfa upp á eitthvað svipað gerast hér á landi. Hættan er sú að þá myndi flæða hingað kjöt frá Evrópu og þar með yrði grundvellinum að stórum hluta kippt undan landbúnaði og þar með fyrirtækjum eins og Norð- lenska,“ segir Sigmundur á vefsíðu fyrirtækisins. Hverfur landbúnaður úr landi? MEGAS og Magga Stína semja tón- list, m.a. fjölda sönglaga, við leik- ritið Lífið – notkunarreglur eftir Þorvald Þorsteinsson sem Leik- félag Akureyrar frumsýnir í mars í samstarfi við Nemendaleikhús leik- listardeildar LHÍ. Megas hefur aldrei áður samið tónlist við heila leiksýningu og raunar aðeins einu sinni samið tónlist við annan texta en sinn eigin. Leikritið, Lífið – notkunarreglur, sem Þorvaldur Þorsteinsson skrifar sérstaklega fyrir LA, verður frum- sýnt 16. mars. Um er að ræða leik- rit með söngvum en þar semja tón- listarmennirnir sönglög við texta Þorvaldar Þorsteinssonar. Þetta er í fyrsta skiptið sem Meg- as semur tónlist við heila leiksýn- ingu. Hann segist kresinn á texta sem hann vinnur með. „Á tónlist- arferli mínum hef ég einungis unn- ið með eigin texta að undanskildum Passíusálmum Hallgríms Péturs- sonar. Ég er hins vegar afar spenntur fyrir verkefninu og textar Þorvaldar kveiktu verulega í mér,“ segir Megas, Magnús Þór Jónsson. Megas og Magga Stína, Margrét Kristín Blöndal, hafa áður unnið saman með góðum árangri en nú í haust kom út hljómdiskur þar sem Magga Stína túlkar lög Megasar. Lífið – notkunarreglur er að sögn Þorvaldar ævintýrið um okk- ur öll – og fullt af hlýju og bullandi húmor. Þetta er fyrsta leikritið sem Þorvaldur skrifar fyrir LA, en áður hafa verk hans verið sýnd við góðar undirtektir í Þjóðleikhúsi, Borg- arleikhúsi og víðar. Nokkur verka hans hafa verið sýnd víða um heim. Meðal rómaðra verka Þorvaldar eru … and Björk of course, Blíð- finnur og Skilaboðaskjóðan. Kjartan Ragnarsson leikstýrir uppsetningunni en hann er sem kunnugt er einn reyndasti leikstjóri landsins en hefur aldrei áður unnið fyrir LA. Uppsetningin er sam- starfsverkefni Leikfélags Akureyr- ar og Nemendaleikhús leiklist- ardeildar Listaháskólans. Leikarar eru leikhópur LA og útskrift- arárgangur Nemendaleikhússins. „Það er okkur í leikhúsinu af- skaplega mikil ánægja og heiður að fá alla þessa merku listamenn og reynslubolta til liðs við leikhúsið við uppsetningu þessarar sýningar. Okkur finnst sannarlega spennandi að sjá hver útkoman verður úr þessum kokkteil ungra og kraft- mikilla leikara og reynslumikilla listrænna stjórnenda,“ sagði Magn- ús Geir Þórðarson, leikhússtjóri LA, í samtali við Morgunblaðið. Í kynningu á verkinu segir á heimasíðu Leikfélags Akureyrar: „Hvað var það nú aftur sem við átt- um að gera við þetta blessaða líf? Erum við kannski að misskilja þetta allt saman? Eða er ástin ef til vill svarið sem allt snýst um? Litríkur hópur fólks stendur frammi fyrir áleitnum spurningum um framtíð- ina og eigin hlutverk í lífinu, spurn- ingunum sem enginn virðist geta svarað svo vel sé, enda fylgir sjaldnast bæklingur með börnunum sem fæðast í þennan heim. Hér er fjallað um sundurleitan samtíma og óvissa framtíð á svo mannlegum og hrífandi nótum að allir verða ríkari á eftir.“ Megas og Magga Stína semja tónlist í nýtt leikrit Þorvaldar Megas hefur aðeins einu sinni áður samið tónlist við annan texta en sinn eigin Magnús Þór Jónsson - Megas Þorvaldur Þorsteinsson Margrét Kristín Blöndal Magnús Geir Þórðarson ÁRBORGARSVÆÐIÐ Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | Örn Davíðsson, 16 ára frjálsíþróttamaður, og Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, 17 ára fim- leikakona, voru kosin íþróttamaður og íþróttakona Árborgar fyrir árið 2006. Niðurstaða kjörsins var kynnt á árlegri uppskeruhátíð íþrótta- og tómstundaráðs Árborg- ar þar sem einnig voru kynntar ýmsar styrkveitingar ráðsins. Þetta er í fyrsta sinn sem karl og kona eru valin í þessu kjöri. Alls voru 16 íþróttamenn og -konur tilnefnd til kjörsins og fengu allir viðurkenningu frá ráðinu fyrir góðan árangur og hvatningu til að halda áfram sinni íþróttaiðkun. Vill ná árangri Örn Davíðsson sagðist mjög ánægður með það að hafa verið kjörinn íþróttamaður Árborgar. Hann fer um hverja helgi til Hafn- arfjarðar þar sem hann æfir frjáls- ar íþróttir undir leiðsögn Eggerts Bogasonar þjálfara við góðar að- stæður. „Svo er ég líka í handbol- taakademíunni og æfi handbolta á virkum dögum. Ég hef ekki alveg ákveðið hvaða grein ég legg fyrir mig, mér finnst handboltinn mjög skemmtilegur og líka frjálsar íþróttir,“ sagði Örn en aðalgreinar hans eru kastgreinar, kúla, kringla og spjótkast og svo hástökk. „Markmiðið er að komast á Ólymp- íuleika og ná árangri þar, hvort sem það er í handbolta eða frjáls- um,“ sagði Örn. Mikil hvatning „Ég er mjög ánægð með þessa viðurkenningu og mér finnst mjög gaman að fá hana. Þetta er mikil hvatning fyrir mig og ég tek fullt mark á henni og ætla að standa mig vel á næsta ári,“ sagði Berg- þóra Kristín Ingvarsdóttir, fim- leikakona og íþróttakona Árborgar 2006. Hún hefur æft fimleika í 12 ár og segist ákveðin í að halda því áfram. „Mér finnst gaman að æfa fimleika, við erum með góða þjálf- ara og æfum fjórum sinnum í viku, tvo og hálfan tíma í senn, og þetta er góður félagsskapur. Svo er gam- an að takast á við ný, krefjandi verkefni. Við erum aðallega í trompfimleikum og erum 30 í hóp en þegar við förum á mót er hópn- um skipt upp í tvö lið. Markmiðið hjá okkur í Selfossliðinu er að vera í einu af þremur efstu sætunum á Íslandsmótinu í fimleikum,“ sagði Bergþóra Kristín. Vilja ná árangri í íþróttum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Íþróttamenn Árborgar Örn Davíðsson frjálsíþróttamaður og Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir fimleikakona með verðlaunagripi sína. Selfoss | „Ég fer að vinna eftir áramótin og stefni svo á nám í Listaháskóla Íslands næsta haust,“ sagði Helga Mjöll Stef- ánsdóttir sem hlaut við- urkenningu skóla- nefndar Fjölbrautaskóla Suðurlands fyrir bestan heildarárangur, við brautskráningu frá skól- anum 22. desember. Alls brautskráðust 74 nemendur, þar af 43 stúdentar. Helga Mjöll hyggur á nám í grafískri hönnun en hún hefur líka áhuga á listsköpun. „Ég hef áhuga á slíku, að hanna merki og fleira sem þessi grein býður upp á. Jú, jú, ég hef mjög gaman af að teikna og mála og sest stundum niður til að teikna og mála myndir af ýmsu tagi,“ sagði Helga Mjöll sem stundaði nám á listabraut með viðbótarnám til stúdentsprófs. Hollvinir skólans afhentu tveimur nem- endum námsstyrk. Guðbjörg Arnardóttir flutti ávarp 10 ára stúdenta og afhenti skól- anum gjöf frá þeim. Sigurður Gísli Guð- jónsson flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta þar sem hann þakkaði skólanum fyrir hönd nemenda. „Ég hef mjög gaman af að teikna og mála“ Helga Mjöll Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.