Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 31 an í fjarnámi við Háskólann á Akur- eyri, sem við stunduðum frá Reykjanesbæ. Margar stundir átt- um við í gamla góða skólahúsinu við Skólaveg þar sem við eyddum öllum lausum stundum í nám og verkefna- vinnu um fjögurra ára skeið. Margt var brallað í verkefnum og lagði Eygló oft á tíðum lokahöndina á þau þar sem hún var mjög orðheppin. Hún var snör að semja inngang og lokaorð og fljót að greina þá hluti sem skiptu mestu máli. Fjarnáminu fylgdu árvissar ferðir til Akureyrar þar sem við áttum góðar stundir saman. Í þessum ferðum var fleira gert en að læra. Eldhúsið var í miklu uppáhaldi hjá hópnum, Eygló okkar snaraði þar fram sínum fræga kjúk- lingarétti sem aldrei mátti sleppa og nýtur hann mikilla vinsælda okkar á meðal í dag. Ómissandi var að fara í fríhöfnina, Hagkaup á Akureyri, fyr- ir heimkomu. Eftir að námi lauk héldum við hópinn og varð hópurinn að fá eitt- hvert nafn. Til marks um orðsnilld Eyglóar fékk félagsskapurinn nafn- ið „Gráu sellurnar“ sökum meðalald- urs félaganna. Gekk hópurinn undir því nafni æ síðan. Eygló var dugleg að kalla hópinn saman og hittumst við yfir kaffibolla á kaffihúsum bæjarins. Við munum halda minningu hennar á lofti með því að halda áfram að hittast og efla tengslin. Kæru Geir, Hulda, Elísa, Karl og fjölskyldur, missir ykkar er mikill. Við biðjum Guð að blessa ykkur og styrkja í sorg ykkar. Berglind Kristinsdóttir, Elísa Baldursdóttir, Sigríður Hannesdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Sigrún Helga Sigurðardóttir. Kveðja frá árganginum 1951 Eygló Þorsteinsdóttir er fallin frá. Maðurinn með ljáinn hefur höggvið enn eitt skarðið í hópinn okkar og það án viðvörunar. Minningarnar rifjast upp og þær eru ljúfar. Eygló flutti til Vestmannaeyja þegar þau þáttaskil urðu í lífi okkar að skrefin voru stigin frá barnaskólanum upp í gagnfræðaskólann í bókstaflegri merkingu. Það þóttu mikil tíðindi, nánast eins og að komast í tölu full- orðinna, í það minnsta unglinga. Þetta var á þeim árum þegar hugir okkar voru helteknir af Bítlunum og Rolling Stones, stuttum pilsum, bleikum varalitum og síkkandi hári á strákunum. Á sumrin var unnið við að slíta humar, verka saltfisk eða snyrta þorsk. Þá ríktu önnur viðmið varðandi vinnu unglinga en nú. Eygló féll fljótt inn í hópinn enda með afbrigðum hress og svaraði fyr- ir sig fullum hálsi. Hún gekk til liðs við handboltalið Þórs meðan sumar bekkjarsystra hennar léku með Tý. Þarna á milli var mikill rígur og hörð keppni en það kom ekki í veg fyrir vináttu utan vallar. Sannur íþrótta- andi sem Eygló átti sinn þátt í að skapa með sinni skemmtilegu fram- komu. Það var lítill hópur sem sat í landsprófi veturinn 1966–1967 og stóð eða réttara sagt sat þétt saman. Þennan vetur fékk landsprófshópur- inn að fara með fjórða bekk í leik- húsferð þar sem við sáum meðal annars rómaða sýningu á Fjalla-Ey- vindi í Iðnó. Við tókum upp á því að mæta í afmæli hvers annars sem einnig treysti vináttuna. Veturinn leið og leiðir skildu. Sumir héldu til náms uppi á fastalandinu og áttu ekki afturkvæmt, aðrir settust að í Eyjum og búa þar enn. Eygló var ein þeirra sem fljótlega fann þann eina rétta og eignaðist börn og bú. Hún átti þó eftir að leggja land undir fót og bjó um skeið í Bandaríkjun- um. Það verður stundum langt á milli endurfunda hjá okkur enda ár- gangurinn dreifður í það minnsta um Evrópu. Því skemmtilegra er að hittast en nú verður skarð fyrir skildi. Hvern hefði órað fyrir því að Eygló yrði sú næsta til að leggja yfir móðuna miklu. Því fær enginn breytt og ekki um annað að ræða en þakka fyrir samveruna og góðar minningar. Fyrrum skólasystkini Eyglóar frá Vestmannaeyjum senda fjölskyldu hennar innilegar samúð- arkveðjur. ✝ Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SNÆBORGAR JÓHÖNNU STEFÁNSDÓTTUR, Eiðsvallagötu 36, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Bakkahlíðar og Skógarhlíðar fyrir einstaka hlýju og góða umönnun. Með ósk um farsæld á nýju ári. Bragi Stefánsson, Helga Sigurlaug Aðalgeirsdóttir, Guðmundur H. Svavarsson, Allý Halla Aðalgeirsdóttir, Hilmar Brynjólfsson, Ingibjörg Bragadóttir, Stefanía Bragadóttir, Gunnar Örn Guðmundsson, Vala Bragadóttir, Hallur Eyfjörð Þórðarson, ömmubörn og langömmubarn. ✝ Móðir mín, amma og langamma, KRISTJANA RAGNHEIÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR frá Búðardal, sem andaðist á Landspítala-háskólasjúkrahúsi laugardaginn 23. desember, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 2. janúar kl. 13.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Fyrir hönd aðstandenda, Elísabet Magnúsdóttir, Íris Hrund Grettisdóttir, Magnús Þór Guðmundsson. ✝ Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem tóku þátt í sorg okkar og sýndu með margvíslegum hætti samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs eigin- manns míns og vinar, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐLAUGS BENEDIKTS ARNALDSSONAR. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólksins á deild 11E á Landspítalanum, líknardeild Landspítalans í Kópavogi og heimaþjónustu Karítasar. Einnig til Oddfellow bræðra og að ógleymdum okkar traustu vinum. Sá sómi sem hinum látna var sýndur gleymist aldrei. Guð blessi ykkur öll. Karlotta Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir, dóttir og amma, EYGLÓ ÞORSTEINSDÓTTIR, Faxabraut 51, Keflavík, sem varð bráðkvödd á heimili sínu á jólanótt verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag, laugardaginn 30. desember, kl. 11.00. Jarðsett verður í Kirkjuvogskirkjugarði í Höfnum. Geir Newman, Hulda G. Geirsdóttir, Bjarni Bragason, Elíza M. Geirsd. Newman, Martin Maddaford, Karl Ó. Geirss. Newman, Margrét Seema Takyar, Guðfinna Eyvindsdóttir, Karl Jónsson, Bragi Geir, Eygló Eyja, systur hinnar látnu og aðrir aðstandendur. ✝ Bróðir minn, GUNNAR ÞORVARÐARSON frá Bakka, Kjalarnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi fimmtudaginn 28. desember. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarni Þorvarðarson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, TÖLU KLEMENZDÓTTUR, Hjallatúni, Vík í Mýrdal, áður Suðurhólum 26, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hjallatúns fyrir hlýju og góða umönnun. Guðmundur M. Loftsson, Gréta María Dagbjartsdóttir, Indriði Loftsson, Gunnar H. Loftsson, Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir, Gunnar Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri og góði faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR JÓHANNSSON húsasmíðameistari, Hraunbæ 103, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 3. janúar kl. 13.00. Margrét Guðmundsdóttir, Friðrik Ágúst Helgason, Jóhann Bogi Guðmundsson, Gerður Guðmundsdóttir, Þór Whitehead, Dröfn Guðmundsdóttir, Sigurður Skúlason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Kristín Guð-mundsdóttir fæddist á Patreks- firði 23. ágúst 1932. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði 25. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Kristinn Krist- jánsson, f. í Bjarna- reyjum á Breiða- firði 20. júlí 1900, d. 22. ágúst 1959, og Ingveldur Gísla- dóttir, f. í Rauðseyjum á Breiða- firði 4. apríl 1904, d. 21. febrúar 2005. Systkini hennar eru: Gísli Briem, f. 1925; Kristján, f. 1927, d. 1974; Gyða, f. 1928, d. 2002; Höskuldur, f. 1929; Erlingur, f. 1931; Ólína, f. 1936; Ragna, f. 1938; Jón Sigurður, f. 1940; Hrafnhildur, f. 1946. Samfeðra er Magnús Benedikt Guðni, f. 1920, d. 2005. Kristín giftist Önundi Hafsteini Pálssyni vélstjóra frá Flateyri, f. 31. ágúst 1925, d. 7. apríl 1987. Synir þeirra eru: 1) Páll Sigurður, f. 7. sept- ember 1952. Hann á fjögur börn og tvö barnabörn. 2) Úlfar, f. 20. nóvember 1955. Hann á tvö börn og eitt barna- barn. 3) Barði, kvæntur Elvu Jó- hönnu Jóhanns- dóttur, f. 20. desem- ber 1965. Þau eiga þrjú börn. Kristín ólst upp á Patreksfirði. Hún var nokkur sumur í sveit í Breiðafjarðareyjum. Hún kom ung til Flateyrar í vist hjá Maríu Jóhannsdóttur póstmeistara. Með húsmóðurstörfum stundaði hún ýmis verkakonustörf, síðast á Öldrunarstofnun Flateyrar og í Esso-skálanum þar til hún lét af störfum. Útför Kristínar verður gerð frá Flateyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Föðursystir mín hún Kristín lést á jóladag og langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Stínu var gott heim að sækja og fór enginn svangur frá hennar húsi á Flat- eyri og fékk ég oft að njóta gestrisni hennar í mat, er ég sem ungur maður kom í heimsókn á hringferð um landið með olíuskipi. Og skipti ekki máli hvaða dagur var, alltaf sló Stína upp matarveislu svo mikilli að jól hefðu getað kallast og borðaði maður svo mikið að maður stóð á blístri á eftir. Var maður þá sendur fram í stofu til að leggja sig í sófann, svona pakksaddur, með þeim orðum að þegar eftirrétt- urinn væri tilbúinn yrði kallað á mann í seinni hálfleik í matarveislu Stínu. Þetta er ljóslifandi minning í huga mínum sem ég mun varðveita. Auk þess deildum við Stína sama afmælis- degi og þegar þannig háttar til þá gleymir maður ekki góðu fólki svo glatt. Á mannfundum og ættarmótum var gott að vera nálægt Stínu því þar var langskemmtilegast og alltaf fjör mikið. Stína gaf sig líka að félagsmál- um og starfaði mikið fyrir Slysavarna- félagið svo eitthvað sé nefnt. Hitti ég Stínu síðast á liðnu sumri á svona líka skemmtilegu ættarmóti þar sem hún virtist vera hress og leika við hvern sinn fingur. Það er því með söknuði að ég skrifa þessar línur, vitandi það að þessi glað- væra og félagslynda kona er lögð af stað í sína síðustu ferð. Kristínar verð- ur sárt saknað af sínum nánustu sem vildu gjarnan fá að njóta samvista við hana lengur. Páli, Úlfari, Barða og fjölskyldum sendi ég mínar hugheilustu samúðar- kveðjur. Valur Höskuldsson. Hún Stína amma, eins og hún var alltaf kölluð á okkar heimili, hefur nú kvatt þetta jarðlíf og er komin á betri stað. Okkur langar með þessum orðum að minnast þessarar yndislegu konu sem alltaf á fastan stað í hjarta okkar. Hún amma var alltaf svo hlý og góð og boðin og búin að hjálpa öllum þeim sem þurftu á að halda. Það eru ófáar minningar sem hann Önni á frá bernskuárunum þar sem hann nánast bjó hjá ömmu og afa á Eyrarveginum. Sigrún kynntist Sínu þegar hún flutti til Flateyrar árið 2001. Þá var Önni á sjó, og þar sem Sigrún þekkti fáa á staðnum dvaldi hún langtímunum saman í kaffi hjá Stínu ömmu og kynntist menningu Flateyrar í gegn- um tíðina með sögunum hennar. Hún hafði alltaf frá einhverju skemmtilegu að segja og var oft glatt að hjalla á Hjallaveginum. Við minnumst hennar með söknuð í hjarta og þökkum þann tíma sem lífið gaf okkur saman. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Önundur Hafsteinn og Sigrún Svanhvít. Kristín Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.