Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Eygló Þor-steinsdóttir fæddist í Reykjavík 30. mars 1951. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Kefla- vík hinn 25. desem- ber síðastliðinn. Foreldar Eyglóar eru Guðfinna Sig- urlilja Eyvinds- dóttir, f. 3. des. 1921, og Þorsteinn Kristján Þórðarson, f. 18. mars 1917, d. 30. maí 1960. Seinni maður Guðfinnu er Karl Jónsson, f. 12. des. 1919, og gekk hann Eygló í föðurstað. Systur Eyglóar eru: Lilja, f. 7 júlí 1940, maki Gylfi Sigurjónsson, Aðalheiður Laufey, f. 6. des. 1941, maki Gunnar Björnsson, og Elíza, f. 28. ágúst 1946. Eygló kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum, Geir Newman, á unglingsaldri og þau giftu sig á gamlársdag 1975. Foreldrar hans eru Raymond G. Newman, f. 4. okt. 1921, d. 24. apríl 1981, og Hulda Karlsdóttir, f. 10. mars 1927, d. 4. júlí 1962. Börn Eyglóar og Geirs eru: 1) Hulda Guðfinna, f. 21. júlí 1969, gift Bjarna Braga- syni, f. 7. apríl 1970. Börn þeirra eru Bragi Geir, f. 16. maí 2002, og Eygló Eyja, f. 15. feb. 2005. 2) Elíza María, f. 24. apríl 1975, sambýlismaður hennar er Martin Maddaford, f. 15. mars 1966. 3) Karl Óttar, f. 27. desem- ber 1976, sambýlis- kona hans er Mar- grét Seema Takyar, f. 24. ágúst 1979. Eygló ólst upp í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Hún starfaði við skrifstofu- og bankastörf, rekstur eigin bókaverslunar og síðar rekstur umboðsskrifstofu fyrir Sjóvá o.fl. fyrirtæki í Kefla- vík. Eygló lagði stund á nám sam- hliða vinnu sinni og útskrifaðist sem stúdent frá FS 1993 og við- skiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri 2005. Hún stundaði nám við Háskóla Íslands í vetur og stefndi að því að ljúka kennslu- réttindum sem framhaldsskóla- kennari. Útför Eyglóar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Mamma var ljósið í lífi allra í fjöl- skyldunni. Að hún skyldi kveðja á kvöldi ljósanna, sjálfu aðfangadags- kvöldi, er sárara en orð fá lýst en um leið er það tenging við ljósið fallega og friðinn sem það veitir okkur. Nú logar kertaljós við mynd hennar og sefar sorgina sem lamar okkur öll. Allar fallegu minningarnar hellast yfir og þær eru ljúfsárar. Sárar af því við erum ekki tilbúin til að kveðja konu sem við elskum svo heitt, ljúfar að því þær eru allar svo fallegar og góðar. Mamma var sterk kona og hún var okkur systkinunum ómetanlegur stuðningur á leið okkar um lífið. Hún lagði okkur lífsreglurnar og innleiddi okkur sjálfstæði, athafna- semi, dugnað og kjark og það var auðvelt að læra þær reglur þegar fyrirmyndin var svo góð. Mamma var aðeins 18 ára þegar hún átti mig og hafði ekki tök á því að stunda nám á þeim árum, en hugur hennar stefndi alltaf til náms og hún lét ekk- ert stöðva sig í því að ná takmarki sínu. Þegar við systkinin vorum ung fór hún til náms við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og lauk þaðan verslun- arprófi. Síðar hélt hún náminu áfram og varð stúdent frá sama skóla árið 1993 og í framhaldinu sótti hún nám, bæði í Endurmennt- unardeild HÍ og við Háskólann á Akureyri, þaðan sem hún lauk prófi sem viðskiptafræðingur á síðasta ári með miklu stolti. Í vetur fór hún í frekara nám við Háskóla Íslands og stefndi hugur hennar til kennslu í framhaldinu. Mamma var alltaf útivinnandi og réttindi kvenna voru henni hugleik- in. Þrátt fyrir miklar annir við vinnu og heimilishald hafði hún alltaf tíma fyrir okkur systkinin og hún fylgdi okkur eftir í námi, hestamennsku, tónlist, kvikmyndagerð og öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem við kusum að leggja fyrir okkur. Alltaf vissi maður af henni á bak við sig, hún var kletturinn okkar. Mamma var vel gefin og eldklár og oftar en ekki hringdi maður í hana þegar reikna þurfti út einhverja hluti eða skipuleggja fjármál og framkvæmd- ir. Mamma og pabbi urðu par ung að árum og þau voru ótrúlega samstíga. Í tugi ára hafa þau verið saman öll- um stundum, unnið saman, verið heima saman, ferðast um heiminn, farið í veiðiferðir og sumarbústaðinn og notið lífsins. Þau hafa líka staðið saman af sér mikla storma og stór áföll og nú stendur pabbi berskjald- aður gegn stærsta áfalli lífs síns, að sjá á eftir ævifélaga sínum allt of, allt of snemma. Mömmu var hug- leikið að halda fjölskyldunni saman en hún var aldrei eigingjörn og hún hvatti okkur öll til náms og starfa er- lendis þrátt fyrir að hún hefði svo gjarnan viljað hafa börnin sín alltaf nálægt sér. Í dag erum við þakklát fyrir að hafa öll verið á landinu þeg- ar mamma kvaddi og við þökkum fyrir að hafa verið með henni í gleði þessa síðustu daga hennar hér á jörðinni. Þegar börnin mín fæddust gekk mamma inn í ömmuhlutverkið af miklum kærleik. Hún elskaði Braga Geir og Eygló Eyju óendanlega mik- ið og hún sýndi það svo sannarlega í verki. Hún var svo stolt af þeim og fylgdist grannt með þroska þeirra og framförum. Hún hringdi á hverj- um degi til að tala við þau, var alltaf tilbúin til að passa og oftar en ekki bauð hún prinsinum sínum óumbeð- ið að vera hjá sér um helgar og þá var öll athyglin á honum og þau nutu samvistanna af heilum hug. Fallegar skeljar úr fjöruferðum og listaverk úr ýmsum efnum minna okkur nú á þessar góðu stundir sem við munum varðveita alla tíð. Það er sárt að hugsa til þess að hún fái ekki meiri tíma með börnunum sem hún elskaði svo heitt og að þau muni ekki eiga ömmu Eygló að í uppvextinum, en við þökkum fyrir ástina sem hún gaf þeim, áhugann, tímann og þolin- mæðina og ekki síður ráðlegging- arnar í uppeldinu og styrkinn sem hún veitti ef eitthvað bjátaði á. Af henni lærði ég að kærleikurinn og þolinmæðin reynast best í barna- uppeldi. Hún var okkur Bjarna stoð og stytta í öllum málum, góður ráð- gjafi og góður vinur. Mamma var glæsileg kona og hún geislaði af innri styrk og hlýju. Margir eiga um sárt að binda við fráfall hennar og hennar er innilega saknað af fjölskyldu, foreldrum, systrum, frændfólki og vinum. Við getum aðeins beðið almættið um styrk til handa okkur öllum og trúað því að hún taki á móti okkur á ný þegar þessari jarðvist lýkur. Minningin um yndislega mann- eskju lifir áfram og yljar okkur á þessum svörtu sorgardögum. Megi Guð veita pabba styrk til að takast á við þetta hræðilega áfall og erfiða tíma framundan, styrkja yngri systkini mín í djúpri sorg eftir ljúfa mömmu sína, hjálpa litlu ömmu- börnunum að skilja af hverju amma er farin og umvefja alla þá sem nú syrgja af öllu hjarta. Elsku mamma, hvíldu í friði, takk fyrir að leiða okkur svona langt – ég veit þú fylgir okkur alla tíð. Þín elskandi dóttir, Hulda. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Við þökkum ömmu fyrir alla ást- ina sem hún gaf okkur og leiðsögn- ina inn í lífið. Við munum alltaf eiga ömmu Eygló í hjartanu og vitum að hún vakir yfir okkur um ókomna tíð. Við þökkum fyrir lesturinn og leik- ina, fjöruferðir og bókasafnsheim- sóknir, svamlið í lauginni, sam- veruna við eldhúsborðið, kossa á kinn og ljúfa stroku um enni. Megi elsku, besta hjartans amma hvíla í friði. Minningin og kærleikurinn lif- ir. Litlu ömmubörnin, Bragi Geir og Eygló Eyja. Látin er svilkona mín Eygló Þor- steinsdóttir, langt um aldur fram. Mér er bæði ljúft og skylt að minn- ast hennar. Liðin eru 34 ár síðan ég kynntist Eygló fyrst þegar ég kom í fjölskyldu eiginmanns hennar. Hún kom frá Vestmannaeyjum og var hér hjá systur sinni sem bjó í Kefla- vík, fór í gagnfræðaskólann hér í Keflavík og þar kynntist hún lífs- förunaut sínum, Jerry, og stóðu þau þétt saman í 40 ár, hún fyrst og fremst sem eiginkona, vinur og sam- starfsfélagi manns síns til margra ára. Það er af svo mörgu að taka eftir þetta langa viðkynningu við þessa stórmerku konu, allt sem hún gerði var vandlega íhugað, hún var góðum gáfum gædd, góður námsmaður, góð eiginkona og móðir en síðustu fjögur ár var nýtt og skemmtilegt verkefni hjá þeim hjónum, sem var að vera amma og afi. Gleðilegt var að sjá hvað hún var frábær amma, alltaf tilbúin að passa og sjá hvað hún, Bragi Geir og Eygló Eyja, barna- börn hennar, náðu vel saman, hann dýrkaði ömmu sína eins og börn hennar gerðu einnig. Jólin gengin í garð með allri sinni dýrð, aðfangadagskvöld komið og við fjölskyldan mætt á Faxabrautina eins og öll jól sem ég man eftir, allt eins og á að vera, allir glaðir og kát- ir. Við skiptumst á jólakveðjum og þakkað er fyrir gjafir og síðan er haldið heim út í kalda jólanóttina. En skjótt skipast veður í lofti, allt gerðist svo hratt og við öll dofin sem í leiðslu, við gátum ekki trúað þessu, þetta var allt svo óraunverulegt, maðurinn með ljáinn kominn á sjálfa jólanóttina. Eftir sitja allir ættingjar hennar og vinir sem syrgja hana mjög. En við eigum svo góðar minn- ingar um frábæra konu sem Eygló var og reyndist öllum vel sem á þurftu að halda. Hún var svo traust og sterk kona sem var heima í öllu, sama hvert umræðuefnið var. Að endingu viljum við Jón þakka fyrir allt sem Eygló gerði fyrir okk- ur þegar við þurftum á að halda og vonum að við getum veitt Jerry og börnum þeirra þann stuðning sem þau þurfa um ókomna framtíð. Elsku Jerry, Hulda, Elíza, Kalli, foreldrar, systur, tengdabörn og barnabörn, við Jón vottum ykkur dýpstu samúð okkar. Þórunn Garðarsdóttir. Ekki áttum við von á þeim frétt- um að hún Eygló, yngsta systir hennar mömmu, hefði orðið bráð- kvödd á heimili sínu á jólanótt. Okkur systurnar langar til að minnast hennar með nokkrum orð- um og þakka margar góðar stundir, bæði hér í Eyjum og á hennar góða heimili í Keflavík þar sem við vorum alltaf velkomnar, hvenær sem var, í helgarferðir, próflestur eða næturn- ar fyrir utanlandsferðir. Það var eins og sólarhringurinn væri lengri hjá Eygló, þótt það væri nóg að gera hjá henni í fullri vinnu, með fjöl- skyldu og í námi við Háskólann, hún átti alltaf tíma fyrir okkur og aðra í fjölskyldunni. Fyrir þetta viljum við þakka að leiðarlokum og segja að við komum til með að sakna hennar mikið. Sif og Hlíf Gylfadætur. Og skín ei ljúfast ævi þeirra yfir sem ung á morgni lífsins staðar nemur. og eilíflega, óháð því sem kemur í æsku sinnar tignu fegurð lifir. Sem sjálfur drottinn mildum lófa lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðm.) Elsku Eygló. Þakka þér fyrir að vera hluti af lífi mínu, svo lengi sem ég man. Þegar við vorum litlar var ég litla dýrið sem skemmdi leikföng- in þín, á meðan þú varst í skólanum. Þú fékkst túkall fyrir að passa mig, en fyrir túkallinn mátti fá átta froska hjá Silla og Valda. Þegar ég stækkaði elti ég þig á handboltaæfingar og stalst til að máta fötin þín, þegar þú varst ekki heima. Þú varst fyrirmyndin mín í einu og öllu. En þú varst líka hlý og sterk og alltaf til staðar fyrir mig og mína. Þakka þér fyrir þolinmæðina og kærleikann sem þú gafst mér og allt sem þú kenndir mér um lífið og til- veruna. Þakka þér fyrir að vera þú, og ég á eftir að sakna þín mikið. Í harmanna helgilundum hugur minn unir sér. Ég krýp þar á hverju kvöldi í kyrrðinni og bið fyrir þér. (Tómas Guðm.) Megi guð og allar góðar vættir vaka yfir þér og fjölskyldu þinni og ástvinum öllum. Kveðja frá Albert og strákunum. Emilía. Á einu andartaki, sjálfa jólanótt- ina, breyttist gleðistund fjölskyld- unnar á Faxabraut 51 í skelfingu og sársauka. Svo stutt getur verið á milli gleði og sorgar, lífs og dauða. Þvílíkt högg fyrir fjölskyldu og vini Eyglóar Þorsteinsdóttur, þessarar sterku, greindu og hjartahlýju konu. Þvílík sorg að missa hana svo óvænt, hana sem var í blóma lífsins. Leiðir okkar Eyglóar og eigin- manns hennar, Geirs Newman, lágu saman þegar sonur minn, Fróði Finnsson og dóttir þeirra, Elíza María kynntust. Þau voru á átjánda ári og bæði á bólakafi í spennandi og skapandi tónlist í hljómsveitum sín- um. Þau urðu fljótlega kærustupar og sálufélagar og þar sem foreldrar Elízu bjuggu í Keflavík var hún oft með annan fótinn á heimili okkar Fróða í Reykjavík. Ég veit líka að honum fannst mjög gott að heim- sækja fjölskyldu hennar á Suður- nesjum, enda var honum tekið þar opnum örmum. Síðar þegar Fróði greindist með krabbamein sýndu Eygló og Geir honum ómetanlega hlýju og stuðn- ing og Eygló reyndist honum sem besta móðir þá tíma sem hann dvaldi á heimili þeirra hjóna. Elíza tók líka veikindum Fróða af einstöku hug- rekki og það var aðdáunarvert að fylgjast með henni í gegnum veik- indi hans. Hún var honum mikill styrkur og gleðigjafi. Ég sé hana enn fyrir mér þar sem hún kom gangandi inn spítalaganginn með fiðluna á öxlinni til að dvelja hjá Fróða sínum á sjúkrahúsinu yfir nóttina. Hún var þá gjarnan að koma af vel heppnuðum tónleikum þar sem hún og hennar vinsæla hljómsveit hafði spilað. Allir vildu þekkja Elízu eftir slíka tónleika og skemmta sér með henni, en hún valdi nærveru Fróða. Þetta sagði sína sögu um hana og það atlæti sem hún hafði hlotið í uppvexti sínum. Þessi mynd gleymist aldrei. Frá andláti Fróða árið 1994 hefur samband mitt við Elízu og fjölskyldu hennar aldrei rofnað og hefur sú vin- átta verið mér ómetanleg. Ég þakka Eygló fyrir samfylgdina, jafnt á erf- iðum tímum og gleðistundum í lífi okkar beggja. Lífið heldur áfram og við lifum því eins vel og við getum með minningu um frábæra konu í hjörtum okkar. Hafi Eygló þökk fyrir allt það sem hún gerði fyrir Fróða minn og mig sjálfa. Fjölskyldu hennar, þeim Geir, Huldu, Bjarna, Elízu, Martin, Karli, Margréti, barnabörnunum og öðrum aðstandendum votta ég sam- úð mína og vona að í þungri sorginni megi góðar minningar um Eygló vera þeim huggun. Edda Þórarinsdóttir. Í ferð okkar starfsmanna Sjóvá til Barcelóna í haust voru þau Eygló og Geir hress og ánægð í stórum hópi. Eftir langvarandi og farsælt starf hjá Sjóvá höfðu þau áunnið sér traust og virðingu samstarfsmanna sinna. Þessi samrýndu hjón höfðu einnig byggt upp gott og einlægt samband við hundruð viðskipta- manna félagsins í Reykjanesbæ. Geir tók við umboði Sjóvá í Kefla- vík árið 1985 og enda þótt Eygló hafi ekki formlega hafið störf hjá félag- inu fyrr en árið 1990 þá var hún í Sjóváliðinu frá fyrsta degi. Umboðið blómstraði í höndum þeirra hjóna enda áttu þau það sameiginlegt að vilja gera hag félagsins á svæðinu sem mestan. Geir hefur um árabil verið eins konar sendiherra Sjóvá á Suðurnesjum en Eygló sá um að all- ir innviðir starfseminnar hjá Sjóvá væru skilvirkir og góðir. Því hlut- verki sinnti hún með stakri prýði. Eyglóar er minnst af samstarfs- mönnum sem kjarnorkukonu sem lagði sig fram í starfi og átti góð samskipti við sína samstarfsmenn. Hún stóð við allt sem hún lofaði og fylgdi málum einstaklega vel eftir. Þau hjónin hafa um árabil verið áhugasöm um öflugt félagslíf starfs- mannafélagsins og skemmst er að minnast þess þegar Eygló flutti minni karla á þorrablóti Sjóvá fyrir nokkrum árum og sló rækilega í gegn. Þannig var hún bæði ákveðin og fylgin sér og hins vegar hvetjandi og skemmtileg í hópi samstarfs- manna og vina. Við biðjum góðan Guð að veita Geir, börnum þeirra og fjölskyldu allri styrk á þessum erfiðu tímum. Minning um heilsteypta og merka konu lifir. Fyrir hönd samstarfsmanna hjá Sjóvá, Þór Sigfússon. Við erum komnar hérna saman til að kveðja kæra vinkonu, Eygló Þor- steinsdóttur. Leiðir okkar lágu sam- Eygló Þorsteinsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.