Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Blaðsíða 11
stundaði sjó að meira eða minna leyti og hefur svo verið til skamms tíma. Sjómannsstarfið hefur frá upphafi Islandsbyggðar traustlega samfléttast þjóðarbúinu og verið styrkasti burðarás þess. I dag er hægt að fletta upp í hagskýrslum til að sjá hve stór hlutur sjávaraflinn er í þjóðar- framleiðslunni. Þær tölur munu lítt véfengdar, þrátt fyrir tor- tryggni almennings þegar talna- flækjur eru annars vegar. En þjóð- in er sér þess vel meðvitandi að þrátt fyrir breytta búskaparhætti, aukna iðnvæðingu og fjölbreyttari atvinnuvegi, þá er sjófangið lang- sterkasta stoðin undir íslensku at- vinnulífi og væri henni kippt burt þá yrði hér efnahagslegt og menn- ingarlegt hrun. Þjóðin veit líka — og því má hún aldrei gleyma að sjávarafli fæst ekki án sjómanna. En þótt ísl. þjóðin hafi í gegn um aldirnar framar öllu öðru átt efnahagslega afkomu sína undir þeim verðmætum og þeirri björg, sem sjómennirnir hafa dregið á land, þá er vert að minnast þess að sjórinn og sjómannsstarfið hefur verið íslendingum farsæll skóli. Þeim þætti hefur einatt verið of lítill gaumur gefinn. Sjósóknin hefur frá upphafi verið ísl. þjóðinni lífsnauðsyn, sú kvöð, sem ekki varð undan komist — ekki fámennri stétt heldur öllum almenningi. Og eins og hver önnur starfsgrein á hún sinn persónu- leika. Persónuleiki sjómannsstarfs- ins hafði þeim mun meiri áhrif á þjóðina, sem sjómannsstarfið var almennara og skilningur á því víðtækari í þjóðfélaginu. Sjó- mennskan rauf ekki einungis einangrun þjóðarinnar frá öðrum þjóðum, heldur einnig innanlands. Fólk frá afskekktum stöðum sótti til verstöðvanna og blandaði þar geði og háttum við heimamenn. Það flutti heim með sér ný vinnu- brögð og siði. Til voru líka afskekkt byggðarlög, sem fylltust af að- o SKIPSTJÓRASTÓLLINN, SEM HÆFIR ÖLLUM SKIPUM. SKIPPER má leggja saman. SKIPPER vegur aðeins 34 kg. SKIPPER er fóðraður með leðurlíki. SKIPPER er hægt að snúa 360° SKIPPER er mjög vandaður og þægilegur — algjörlega ryöfrír. Allar upplýsingar fást hjá okkur. w SKIPASMÍÐASTÖÐIN SKIPAVÍK HF. Stykkishólmi Sími 93-8289 VlKINGUR 243

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.