Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Blaðsíða 30
Mosulu sigldi aðeins með kjölfestu og var létt í sjónum, eða átti að vera það, svo að þetta var nokkuð sérstakt og athyglisvert. Á meðan að á þessu stóð var ég úti á einni ránni, ásamt viðvan- ingi, englendingi Jim að nafni. Hann sló hnefa sínum í síðu mína og benti niður á þilfarið og þegar ég leit niður sá ég að hið tvöfalda stýrishjól var mannlaust, en þar áttu tveir menn að vera. Allir aðrir, fyrir utan skipstjórann, höfðu verið við seglavinnu á ránum. Síðar frétti ég að skipstjór- inn hefði séð að stýristaumur hafði slitnað, en með snarræði sínu hafði hann komið varahjólinu i sam- band, áður en skipið snerist upp í veðrið. Þetta snarræði hefur vafa- laust bjargað mönnunum, sem uppi voru frá bráðum bana, því seglin hefðu orðið óviðráðanleg, ef skipið hefði snúist uppí, og hefði þá þessi saga sennilega aldrei verið skráð. Við vissum ekki þá vindhraðann í þessum ofsa, en löngu seinna komumst við að því að hann hafði komist yfir 100 mílur á klukku- stund, eða 14 stig á Beaufordmæli. Það var miklu meira en segl voru talin geta þolað, fyrir tíð Mosulu, eða hámark 75 mílur á klukku- stund. Þessi stóru skip, eins og Pamir og Mosulu, áttu, að flestra áliti, að standast öll veður, en seglatap og slysi á mönnum, mátti alltaf reikna með. Sérstaklega var erfitt að vinna á þessum stóru skipum, vegna þess, að skipverjar voru tiltölulega færri, heldur en á þeim minni, þegar tillit var tekið til fjölda segla og eins hins að reyndir menn voru of fáir. I slíku veðri var ekki allt fengið með því að ná seglunum saman og festa þeim, hvort sem um var að ræða rifin segl eða heil, vindurinn var alltaf að ná taki á einhverju þeirra og við urðum stöðugt að vera til taks að klífa upp og lag- færa. Tætlur af rifnum seglum slógust til og frá, með svo miklu afli að sá sem fyrir þeim varð, mátti teljast hólpinn að sleppa lif- andi. Við höfðum misst allt tímaskyn. Særokið gekk stöðugt yfir okkur þar sem við vorum stígvéla- og hlífðarfatalausir, allir gegndrepa og kaldir við hina erfiðu vinnu. Áður en við höfðum náð saman fyrsta toppseglinu, sýndi halla- mælirinn (Clinometer) 46 gráðu halla á skipinu. Hann gat hafa verið talsvert meiri, en þetta var það mesta sem mælirinn gat sýnt. Hefðum við gefið okkur tíma til þess að hugsa, hefðum við brosað að erfiðleikunum í Nystad, — vinnu við kjölfestuna og strandið. Allt í einu heyrðum við mikinn hávaða niðri í skipinu, og síðan mikinn skruðning, sem hætti svo snögglega. Um leið eða á næstu augnablikum, jókst halli skipsins gífurlega. Seinna var hann áætl- aður að hafa verið, að meðaltali um 62 gráður, en stundum enn meiri. Hugsið ykkur þilfarið, næstum því lóðrétt. Kjölfestan — okkar gamli fjandi — hafði kastast yfir til hlés. Eins og ástandið var nú, gat það varla verra verið. En við gátum ekkert gert. Þetta var hræðilegt. Til dæmis snertu neðstu ráendar sjóinn og skipið snerist til bakborða, eða á hallann. Á þil- farinu var óstætt. Til þess að komast fram og aftur á skipinu, urðu menn að halda sér dauða haldi í líflínu, sem lá fram með stjórnborðslunningunni. Fáir skipverja höfðu áður veitt henni neina athygli. Hallinn var svo mikill að ekki sást í sjóinn á kul- borða, heldur beint upp í himin- inn. Til hlés var sjórinn tiltölulega sléttur, þótt freyðandi væri. Að fara upp reiðann þurfti bæði krafta og lag og að fara út á rárnar, mikla aðgæslu, því að stormurinn hafði komið öllu úr jafnvægi. Um hádegið hófst vinna við að korna böndum á lægra messan- seglið og draga það saman með þilfarsvindunni. Hugmyndin var að reyna að fækka seglum, og draga með því úr átaki stormsins. Það þótti of mikil áhætta að eiga við seglið á venjulegan hátt. Að vinna við vinduna (Capstan) á þilfarinu, var enginn leikur. Aðeins þeir, sem fóru niður hallann, gátu ýtt slánni að ein- hverju gagni, en hinir, sem fóru upp hallann héngu á spýtunni til að missa ekki fótanna, en það var eina handfestan. Aspelin, ungur subbulegur Finni og Rosy frá Vancouver, voru fyrir aftan mig. Eg var rétt byrjaður á að klífa upp hallandi þilfarið, þegar ég heyrði skruðning og þegar ég leit aftur, sá ég að rá þeirra hafði losnað úr gatinu á vindunni og þeir runnu niður þilfarið til hlés á mikilli ferð. í fyrstu hlógum við hinir, eins og mönnum er gjarnt yfir óförum annarra, en þetta var ekkert hlátursefni, síður en svo. Aspelin hafði enga stjórn á sér og lenti á rönd þilfarsstyttu, lá þarna vein- andi og reyndist hafa meiðst á baki. Rory sem hafði runnið feti framar og lent á styttu með fæturna sitt hvoru megin. Hann var ekki aðeins mikið slasaður, heldur gat hann ekki hreyft sig. Að bera þessa tvo menn á hálu og hallandi þilfarinu, var eitt hið erfiðasta verk þessa dags, en við urðum að skríða á fjórum fótum. önnumst viðgerðir á rafvél- um og raflögnum fyrir skip og í landi. Góðir farmenn. Vönduð vinna. VOLTI H/F Norðurstig 3, símar 16458 og 16398 262 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.