Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Blaðsíða 21
 Heraygutten Björgunarskip norðmanna björguðu á árinu 1975 44 sjó- mönnum úr bráðum lífsháska. 22 skipum var bjargað frá því að farast. Tilsvarandi tölur frá 1974 eru 13 manns og 17 skipum bjarg- að. Þá má einnig geta þess, að 1975 drógu norsk björgunarskip 531 stærri og 253 minni skip með 3901 manns um borð, til hafnar. Sex bátum með samtals 38 mönnum var leiðbeint í höfn. Framkvæmdir voru 148 sjúkra- flutningar og 185 kafanir frosk- manna vegna ýmissa tilfella. í 879 tilfellum var tilkynnt um báta sem voru sambandslausir við land. Frá því er norska Slysavarnar- félagið var stofnað 1891 og fram til 31. desember 1975 hefir 4689 mannslífum verið bjargað og reiknast til að um það bil einu mannslífi hafi verið bjargað á viku þaú 81 ár sem félagið hefur starfað. 258,219 manns hefir verið veitt aðstoð við meira og minna erfiðar kringumstæður. VÍKINGUR Laust fyrir síðustu áramót var héraðsstjórninni í Heröy í N-Nor- egi afhentur sjúkrabátur, sem ætl- að er það hlutverk, að hafa með höndum skyndihjálp og annast læknisaðstoð við slys á fiskibátum við ströndina, aðallega innanskers og ekki er gert ráð fyrir að starfs- svið sjúkrabátsins nái lengra en 5 sjóm. til hafs. Báturinn er 46 feta langur og er ganghraðinn um 20 sjóm. og smíðaverð með útbúnaði um 28 millj. ísi. kr. Ekkert hefur til sparað að gera sjúkrabátinn sem bezt úr garði svo að hann geti gegnt sínu hlutverki sem fljótandi líknarstofnun. Efni skrokksins er sterk álblanda. Sjúkraherbergi er sérstaklega hannað til minniháttar læknisað- gerðar og á þann hátt að læknirinn fái sem bezta aðstöðu. Það er rúmgott og hægt að komast að sjúklingnum frá öllum hliðum. Þá er reynt að koma í veg fyrir snögg- ar hreyfingar og mikil vinna verið lögð í að fyrirbyggja hávaða frá vélum og hverskonar titring. Á fullri ferð á hávaðinn ekki að fara fram úr 67 desibel í sjúkraklefa og 63 í stýrishúsi. Öll aðstaða til flutn- ings sjúklinga að og frá sjúkraklefa er sérstaklega góð. Heitt og kalt vatn, geymsla fyrir súrefnistæki og önnur nauðsynlegustu læknatæki, ásamt snyrtiklefa. Þá er sjúkra- bátnum ætlað að aðstoða með skyndihjálp á afskektari stöðum ef slíkt tilfelli koma fyrir. Hann getur einnig flutt 14 farþega styttri vegalengdir. Læknir hefur rúm- góðan klefá frammi í bátnum. Fólk á þessum norðlægu slóðum fagnar komu þessa sjúkrabáts, og væntir þess að hann eigi eftir að gegna mikilvægu hiutverki í hverskonar slysa- og neyðartilfell- um. Þykir mikil hugkvæmni og fag- þekking koma fram í smíði og búnaði öllum, enda ekkert verið til sparað að gera þessa fljótandi líknarstofnun sem bezt úr garði. G.j. 253

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.