Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Blaðsíða 26
 w° s® Ö a Þegar þetta gerðist, var Moshu- lu stærsta seglskip heims. Stórt fjórmastrað skip. Það var því skilj- anlegt að það gat tjaldað einni dagsláttu af seglum, þegar allt var á lofti og árlegt viðhald af vírum var eitt og kvart tonn, en af köðl- um 2 tonn, eða 15 mílur að lengd. í augum leikmanna líktist Moshulu hinu ógæfusama skipi Pamir. Með samskonar miðdekk og seglaútbúnað yfirleitt. Munur- inn var aðallega fólginn í því, að Mosulu var stærri, sem var meira áberandi af því, að möstur og spírur var málað hvítt. Ég kom um borð í Nystad, sem er smábær á 'finnska meginland- inu, en Mosuln var stærsta skip, sem komið hafði i þá höfn og gnæfðu siglutrén yfir byggingar við höfnina svo og önnur skip, sem þar voru. Hún lá fyrir aftan þrí- mastraða skipið Penang og fjór- möstrunginn Ponabe, sem virtust harla lítil í samanburði við Mosulu. Þessi ferð hófst undir óheilla- stjörnu, skipið var ferðbúið, eða það héldum við, þegar ég kom til skips. Það var ískalt í veðri og því fyrr, sem við kæmumst af stað því betra, en okkur óraði ekki fyrir að framundan væru miklir erfið- leikar. Þegar skipið kom frá Irlandi höfðu verið látnir í það steinar frá nærliggjandi legsteinagerð, til þess að auka kjölfestuna, til hinnar löngu ferðar til Ástralíu, og engum datt annað í hug, en að þessi ráð- stöfun væri rétt. Við unnum við undirslátt segla, í ísköldum vax- andi stormi, en þrátt fyrir veðrið, þótti okkur einkennilegt hve skipið hreyfðist lítið við bryggjuna, en ástæðan kom ekki í ljós fyrr en við brottförina. Dráttarbátur félagsins Johanna, sem var tréskip, festi í okkur dráttartauginni og við slepptum landfestum. Eigandinn Gustaf Eriksen, var einnig skipstjóri á dráttarbátnum. Við vorum fegnir að losna frá þessum kalda stað, en það virtist nú ekki ætla að ganga vel. Jóhanna dró, eins og hún hafði kraft til, en ekkert gekk. Við sett- um upp nokkur toppsegl, til þess að hjálpa til og reyna að koma hreyfingu á skipið, en allt kom fyrir ekki, skipið hreyfðist ekki. Við vorum ekki í neinni hættu, en hin aukna kjölfesta — 300 tonn af leg- steinagrjóti — hafði þyngt skipið svo, að það stóð fast L leirbotni hafnarinnar. Engra sjávarfalla gætir í Eystrasalti, en vatnsborðið breytist eitthvað eftir árstíðum, og því ekki líklegt að það hækkaði fyrr en með vorinu. Við reyndum ýmsar aðferðir til þess að losa skipið, toguðum í springa og festum í baujum, settum framsegl, en þó allt þetta 258 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.