Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Page 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Page 18
Lloyd's Register og Shipping I mörg ár flokkuðu menn skip á mismunandi hátt, en nú er það flokkurinn A1 sem ÖH skip verða að fullnægja hvað styrkleika og búnað snertir Skipalisti Lloyd’s er í sambandi við vátryggingafélagið. Venjulega hafa menn tilhneygingu til þess að skoða Lloyd’s, sem eitt fyrirtæki, en í rauninni eru vátrygginga- félagið og skipalistinn algjörlega aðskildar stofnanir. Vátryggingafélagið hóf starf- semi sína í London árið 1686. Til fjáröflunar var safnað ábyrgðar- mönnum. Það var þröngur hópur manna, sem með fjáreign sinni ábyrgðust þær tryggingar, sem stofnunin veitti, og þannig er það enn þann dag í dag. AðaJstöðvar Lloyd’s hafa að- setur við Leadenhall Street/Lime Street í London. Þar eru nú, eins og fyrir 290 árum, skráðar trygg- ingar á öllu hugsanlegu. Allt byrj- aði þetta á krá einni í London, þar sem skipstjórar, sem verið höfðu í langsiglingu, hittust og ræddu sín á milli, hætturnar í sjóferðum. Eigandi kráarinnar, Edward Lloyd, fylgdist með viðræðunum og þannig varð það hann, sem varð upphafsmaður að því, að stofnað var hið fyrsta raunverulega sjóvá- tryggingafélag heims. Til að byrja með var eingöngu um sjótrygg- ingar að ræða, en smátt og smátt tók stofnunin að sér tryggingar á öllu, milli himins og jarðar. Þegar, hinir ýmsu ábyrgðar- menn höfðu orðið ásáttir um að taka að sér áhættuna, voru gefin út skírteini fyrir því, sem sönnun þess að skaðinn var tryggður. Sam- göngutæki nútímans, eins og flug- vélar og risaskip, eru afar dýr tæki, og þessvegna hefur orðið að auka fjölda ábyrgðarmanna, en allir vérða að hafa budduna í lagi, til þess að geta verið með. f aðalskrifstofu Lloyd’s í London sitja miðlarar, frá hinum ýmsu félögum, sem eru fulltrúar þeirra, sem hagsmuna eiga að gæta vegna ábyrgðar fyrirtækja og verzla með áhættu og hluta hagn- aðar, eftir sömu reglum, sem gilda í öllum kauphöllum heims. Skipalisti Lloyd’s er angi vá- tryggingastofnuninnar og getur rakið sögu sína allt frá árinu 1760. f 216 ár hefur stofnunin unnið við flokkun skipa, og árangurinn er fjöldi bóka, sem innihalda upplýs- ingar um skip, sem flokkuð hafa verið af Lloyd°s. Merkið “A1 at Lloyd’s“, gefur til kynna gæðin hvar sem er í heiminum. Skipalisti Lloyd’s er í ár 2 stór bindi, sem hvort um sig er yfir 2000 síður. Aðalskrifstofa Skipalista Lloyd’s er til húsa við Fenchurch Street í London — götu sem er samhliða umráðasvæði vátryggingafélags- ins. Lloyd’s skipalistinn hefur nú- orðið mjög tæknimenntað starfslið um 1500 manns og hefur skrifstof- ur á 29 stöðum í Englandi og 200 Að mörgu er að hyggja þegar skip eru smíðuð. Hvert smáatriði á vís- indalega forsögu og er háð fyrirmælum Lloyds, eða annarra flokkunar- félaga. 250 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.