Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Síða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Síða 13
fjarlægum sveitum komið með seilarólar og slógsekki til að reyna að afla sér nýmetis og margir báru þess merki að þar var ekki vanþörf á. Var nokkur furða þó þetta gjöf- ula haf væri blessað, þrátt fyrir allt, sem það tók. Starf sjómanns- ins var ekki einungis virðingar- starf, það hvíldi yfir því viss helgi. Sjómaður í skinnklæðum var frið- helgur. Yfirvöld máttu helst ekki taka hann fastann fyrir afbrot, fyrr en hann hafði lagt af sér skinn- klæðin. Það var ekki fyrr en seinna — eftir að nokkrir menn höfðu uppgötvað að hægt var að græða meira á því að versla með það, sem aðrir sóttu í sjóinn, en að sækja sjálfir þangað til fanga að orðatil- tækið „eins og versti sjóari“ komst í tísku og var skörulega á lofti haldið af ungri en fámennri stétt manna, sem aldrei höfðu í salt vatn migið, eða þótt liðtækir til sjóferða og harðræða, en fundu undir niðri til þess að almenningur mat þá, þrátt fyrir meiri efni og fínni ígangsklæði, minni að rpanngildi. Þrátt fyrir hetjulega baráttu þá var ekki alltaf hægt að hrósa sigri. Hafið er gjöfult en það er líka stórtækt til fórna. Ég efast um að nokkur þjóð í víðri veröld hafi goldið helsta atvinnuvegi sín- um eins' langvarandi og árvisst mann- og eignatjón. Fáar munu þær fjölskyldur vera, sem ekki hafa misst náið skyldmenni í hafið. Ef til vill er það ekki tilviljun ein að kona Njarðar, hins norræna sjávarguðs, hét einmitt Skaði. Það sýnir betur en flest annað hversu brýn nauðsyn sjósóknin var ís- lendingum, að þessi mannskæði atvinnuvegur skyldi stöðugt eflast í stað þess að leggjast niður. Það sýnir að hér var beinlínis um lífið að tefla, ekki einungis þeirra, sem sjóinn sóttu, heldur og lands- manna allra. Þessi mannskæða styrjöld er tilverustríð islensku VÍKINGUR þjóðarinnar og hana hafa sjó- mennirnir háð í 1100 ár. „Eftir súðbyrðings för, kom hinn seglprúði knörr, eftir segl- skipið vélknúin skeið. En þótt tækjum sé breytt, þá er eðlið samt eitt — eins og ætlunarverkið, sem sjómannsins beið.“ Svo kvað Örn Arnarsson og kom þar langri sögu fyrir í stuttu máli eins og honum var lagið. Enn dýfa íslendingar ár- um í sjó þó hin „vélknúna skeið“ af ýmsum stærðum og gerðum sé aðal farkosturinn í dag til verslun- arsiglinga og fiskifanga. Enn er hafið samt við sig, viðsjált og þó heillandi í sínum síbreytilegu töframyndum. Heimur sjómannsins er heimur út af fyrir sig, Heimur öfgafullra andstæðna og örra sviðskiptinga. Vinnustaður sjómannsins er eng- um öðrum vinnustað líkur. Þetta litla samfélag um borð er samstæð heild. Hér er þröngbýlt, og ekki hægt að leita félagsskapar út fyrir hópinn. Innan þessa hóps verður að leita vina og sáJufélaga eða vera án þeirra. Hér verður hver að búa við þær aðstæður, sem fyrir hendi eru hvort, sem honum er það ljúft eða leitt. Það reynir því mjög á aðlögunar og umgengnishæfni manna, en sameiginleg barátta og markmið, sem allir verða að taka þátt í, hvaða starfi, sem þeir gegna á skipinu þjappar þeim saman þótt ólíkir séu, treystir þá til sam- eiginlegs átaks og samheldni. Hér blasa þau sannindi við, sem mörgum vill gleymast í landi að sá, sem reynir að komast hjá að gera félagslega skyldu sína, svíkur ekki einungis samfélag sitt, heldur einnig sjálfan sig. Hér verður hver að gera skyldu sína og helst dálítið meira. Nótt, dagur, helgidagur, hátíðisdagur — þessi tímamark- andi hugtök eru ekki til á sjónum. Þar verður vinnan að hafa sinn gang án eyktarmarka. Fiskimönn- unum dugar ekki að gefa eftir í aflahrotunum. Fiskigöngurnar hafa sinn óvissa tíma, sem nota verður meðan er. Þá er þrælast áfram í samblandi af villtri veiði- gleði og illri nauðsyn. Blóðugir og slorugir upp fyrir haus og lítið skeytt um þreytu, svefnleysi, eða sára lófa. Og því miður hefur allt of oft í því ofurkappi, sjó og vindi verið boðinn byrginn, meira en skipið þoldi og landi aldrei náð, með sinn harðsótta feng. En það eru einmitt erfiðleikarnir, sem kalla á samhjálp og drengskap. Þar hefur margur meðalmaðurinn ekki hlífst við að leggja lífið að veði til að bjarga félaga sínum án þess að þeirra á milli væri nokkur vinátta. Þar koma til hin rótgrónu, óskráðu lög sjómannsins og til að fram- fylgja þeim þarf enga lögggæslu. SP ARIS JÓÐUR VÉLSTJÓRA Hátúni 4a (á homi Laugavegs og Nóa- túns) Afgreiðslutími kl. 09,30—15,30 og 16,30—18,00 Við bjóðum viðskiptavinum vor- um upp á alla almenna þjónustu og næg bílastæði ®28577 245

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.