Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Side 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Side 12
Farmanna- og fiskimannasambandið um opinbera fjölskyldustefnu Tillit verði tekið til sérstöðu sjómannafjölskyldna Framkvæmdastjórn Far- manna- og fiskimannasam- bandsins svaraði kalli félags- málanefndar Alþingis vegna tillögu um mótun opinberrar fjölskyldustefnu. Fram- kvæmdastjórnin mæltist til þess að tillagan yrði afgreidd á Alþingi, en tók fram eftirfar- andi: „Umbjóðendur Farmanna- og fiskimannasambands ís- lands eru sjómenn eða nánar tiltekið yfirmenn á fiskiskiþa- og kaupskiþaflota lands- manna. í þessu Ijósi og með hliðsjón af þingsályktunartil- lögunni er nauðsynlegt að vekja athygli á stöðu sjó- mannsins og fjölskyldu hans. Vegna langrar útiveru sjó- manna fjarri fjölskyldum sínum og heimili myndast veikari forsendur fyrir sjómannafjöl- skyldur til að uppfylla sum þau viðfangsefni fjölskyldustefn- unnar sem felast í þingsálykt- unartillögunni. í þessu sam- bandi viljum við beina athygl- inni að hinni erfiðu stöðu sjó- mannsmakans í fjölskyldunni. í hans hlut kemur oft á tíðum mesti þunginn af uppeldi barna og rekstur heimilis vegna þess að eiginmaðurinn eða -konan sem sjóinn stund- ar hefur ekki nema að tak- mörkuðu leyti möguleika til þess að taka þátt í þessum störfum. Þetta getur leitt til þess að makinn hefur ekki tök á því að stunda atvinnu utan heimilis vegna þess að hann hefur engan til að deila heim- ilis- og uppeldisstörfum með sér. Einnig kemur það iðulega fyrir að maki sjómanns tekur það hlutverk að sér að vinna að leiðréttingu ýmissa kjara- og réttindamála sem snúa að útgerðarmanni makans vegna þess að takmörkuð hafnarfrí hans duga stundum alls ekki til þess að greiða úr flóknum málum sem hann þarf að leysa gagnvart útgerðarmanni. Á undanförnum árum hefur FFSÍ barist fyrir auknum rétt- indum umbjóðenda sinna til þess að þeir geti tekið virkari þátt í störfum fjölskyldna sinna. Nærtækasta dæmið af þessum vettvangi er krafa okkar um að sjómenn eigi rétt og án skerðingar launa til þess að annast aðhlynningu sjúkra barna sinna. Einnig hafa sam- tökin krafist réttinda til fæðin- garorlofs fyrir umbjóðendur sína. Þessi réttindi eru komin víða inn í kjarasamninga annarra starfsstétta, en því miður hafa viðsemjendur sjó- manna um kaup og kjör hin- gað til þverneitað þeim um þessi sjálfsögðu réttindi. Það er von Farmanna- og fiskimannasambands íslands að tekið verði tillit til sérstöðu sjómannafjölskyldna hvað snertir mótun opinberrar fjöl- skyldustefnu. í þessu sam- bandi lýsa samtökin því yfir að þau séu reiðubúin að veita alla þá aðstoð sem í þeirra valdi stendur." 12 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.